Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 11 fegurst um íslenzka náttúru — og eru þar í fremstu röð ástarjátn- ingar hans til hinna fjölbreytilegu töfra átthaganna. I bókinni eru þrjú alllöng órím- uð ljóð. Eitt þeirra er lagt í munn skáldinu Ovídiusi í útlegð, og er þar sitthvað skáldlegt, enda mun Helgi hafa getað sett sig í spor hins aldna snillings, sjálfur finn- andi sig sem einmana útlaga á þjáningar- og andvökunóttum. Annað fjallar um Esaú, sem kemur í nauðum til Jakobs bróður síns og afsalar sér ekki aðeins frumburðarrétti sínum, heldur og frelsi sínu og sinna. Þetta ljóð mun Helgi hafa ort sem táknræn varnaðarorð til þjóðar sinnar í þeim vanda, sem nú ógnar sjálf- stæði hennar og gagnvart þeim, sem heyja heimsstyrjöldina um auð og völd, þó að enn sé svo að heita, að ekki hafi heimsfriðurinn verið rofinn. En nær er mér að halda, aö skáldið nái í þessu ljóði skammt til áhrifa, þar þurfi til beittari orð og markvissari. Þriðja er ljóðið Ræða góðborgarans, raunar þar ekkert sagt, sem ekki fær nokkurn veginn staðizt, en á ekki frekar skylt við ljóðrænan skáldskap en þær blaðagreinar, þar sem sama hefur verið túlkað og er það þarna eins og jötunuxi í blómsturpotti. Þá er að víkja að formi ljóðanna í þessari bók. I sumum ljóðunum eru hvorki ljóðstafir né endarím, önnur eru ljóðstöfuð og rímuð í fullu samræmi við það, sem al- gengast var í kveðskap hér á landi fram yfir 1930, enn önnur eru ljóðstöfuð, en endarím ekki notað, og eitt afbrigðið er það, að sum eru ort eins og tíðkaðist á Norður- löndum og raunar vítt um hina siðmenntuðu veröld, endarím not- að, en ekki ljóðstafir. Fer það furðu vel í ljóðum með löngum ljóðlínum. Enn fleiri afbrigði eru í formi ljóðanna og yfirleitt notuð af smekkvísi, sem hæfir efninu. En vandmeðfarin munu sum af- brigðin, sem Helgi notar þeim, sem ekki hafa til að bera þjálfað og nákvæmt mál- og brageyra. Til ytra útlits bókarinnar hefur mjög verið vandað og vafasamt að myndskreyting hefði þar bætt úr skák. fyrrum skólastjóri. Jón þýðir hina miklu grein Engbergs, sem fyrr er getið. Guðni Kolbeinsson þýðir greinar Bjarna. Er þýðing hans vandvirknislega gerð og lýta- laus, held ég. Minnist ég Guðna fyrir skemmtilega íslenskuþætti í útvarpinu. Ég flyt vini mínum, Bjarna M. Gíslasyni, þakkir fyrir bókina og bið línur þessar fyrir bestu kveðjur til hans og hans ágætu konu og barna. Nú í jólaönnunum er plássið dýrmætt blaðanna, og má ég ekki víkja að hinu marga í riti þessu, sem vekur mann til um- hugsunar. Aðeins skal að ummælum Dr. Jónasar Kristjánssonar vikið — í „Inngangsorðum" hans, að „fólkið" hafi staðið á bak við stjórnmálamennina, og þá sjálfsagt einnig ýmsir fræði- menn, í handritamálinu. Rétt mun það vera. Þykir mér t.d. vænt um, að Bjarni minnist verulega í riti sínu vísindastarfa þeirra Sigurðar Nordals og Jóns Helgasonar. En engu að síður má segja, að „fólkið" hafi haft forystuna. Er þar átt við lýð- háskólahreyfinguna — einkum í Danmörku og einnig jafnvel í nokkrum mæli hérlendis — en í báðum stöðum hvíldi forysta fyrst og fremst á Bjarna M. Gíslasyni. Menn njóti ágætrar bókar á heimilum sínum og hvergi má hana vanta í bókasöfn, ekki síst skóla okkar. Vinna þyrfti að stærri bók, en vart yrði hún betri. Ævintýrið og hringvegurinn Hans W:son Ahlmann: í RÍKI VATNAJÖKULS 210 bls. Almenna bókafélagið 79 Bók þessi kom upprunalega út í Svíþjóð árið 1936 og fjallar hún um leiðangur höfundarins og Jóns Eyþórssonar á Vatnajökul það ár. Auk þeirra tóku þátt í leiðangrin- um þeir Sigurður Þórarinsson og Jón frá Laug auk tveggja ungra Svía. Leiðangurinn var farinn til að gera ýmsar mælingar og rann- sóknir á jöklinum. Fyrri hluti bókarinnar greinir frá leiðangrin- um sjálfum og undirbúningi hans, en í síðari hlutanum segir Ahlmann frá ferðalagi um Skafta- fellssýslu. Leiðangur þessi vakti töluverða athygli hér á landi á sínum tíma, einkum þó sleðahundar þeir er leiðangursmenn höfðu meðferðis. Munu þeir hafa komist á forsíðu flestra íslenskra blaða og vakið mun meiri eftirtekt en leiðangur- inn sem slíkur. Bókin er skrifuð af miklum Bókmennllr eftir SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON næmleik og einlægni og endur- speglar mikinn áhuga á og ríka virðingu fyrir viðfangsefni höf- undarins, Vatnajökli; og íslandi og íslendingum yfirleitt. Það er fróðlegt að lesa um það hve leiðangursmenn gátu átt í miklum erfiðleikum á jöklinum sem lítur svo öfur sakleysislega út frá hringveginum og maður setur yfirleitt ekki í samband við pól- ferðir og íshafsævintýri Nansens, Freuchens og fleiri slíkra. En það kemur m.a. fram í bókinni að á Jón Eyþórsson Vatnajökli mætti höfundinum síst minni vandi en í ferðum hans á Grænlandsjökli og Svalbarða og jafnvel á Suðurskautslandinu. Lýsingar Ahlmanns á íslensku landslagi eru einatt hástemmdar, en það, sem skilur þær frá svo mörgum öðrum slíkum landslags- lýsingum erlendra ferðamanna, er það að þær verða aldrei væmnar eða kjánalegar, einfaldlega vegna þess að þær eru einlægar. Þegar Ahlmann skortir orð til að lýsa einhverju, greinir hann bara frá því, í stað þess að reyna að klessa saman lýsingarorðum í skap- kenndar hrúgur og ef honum finnst hann ekki geta líkt ákveðnu fyrirbæri yið neitt sem hann þekkir þá lætur hann það líka eiga sig að reyna slíkt. Það kemur fram í eftirmála Sigurðar Þórarinssonar að Ahlmann lét mjög að sér kveða í jökla- og landafræðirannsóknum allt til ársins 1950 er hann fyrir þrábeiðni gerðist sendiherra Svía í Noregi. Hann varð reyndar síðar forseti Alþjóða landfræðingasam- bandsins, en lést árið 1974. Þýðing Hjartar Pálssonar virð- ist hafa tekist prýðilega, en þar eð ég þekki ekkert til frumtextans get ég ekkert fullyrt í því sam- bandi. Allmargar myndir eru í bókinni og gegna þær sínu hlut- verki með sóma, sömuleiðis er prýði að kápumynd Miles Parnell. Þessi ferðabók Ahlmanns er athyglisverð að tvennu leyti að því er mér finnst og hefur þetta tvennt fram yfir ýmsar aðrar ferðasögur. I fyrsta lagi er hún betur skrifuð en algengast er, en í öðru lagi er ferðin sem hún lýsir mun áhugaverðari en almennt gerist. Bókin er skrifuð af áhuga en ekki sem einhvers konar kílómetra- gjald og leiðin liggur um lítt kunnar og ævintýralegar slóðir en ekki eftir hringveginum. UMBOÐSMENN A NORÐURLANDI: Hvammstangi Siguröur Tryggvason, sími 1341. Blönduós Sverrir Kristófersson, Húnabraut 27, sími 4153 Skagaströnd Guðrún Pálsdóttir, Rööulfelli, simi 4772 Sauðárkrókur Elinborg Garöarsdóttir, öldustig 9, simi 5115 Hofsós Þorsteinn Hjálmarsson, sími 6310 Haganesvik Haraldur Hermannsson. Vsta-Mói Siglufjöröur Aöalheiöur Rögnvaldsdóttir, Aðalgata 32. sími 71652 ólafsfjöröur Verslunin Valberg, simi 62208 Hrisey Gunnhildur Sigurjónsd. Noröurvegi 37, simi 61737 Dalvik Verslunin Sogn c/o Sólveig Antonsdóttir Grenivik Brynhildur Friöbjörnsdóttir. Ægissiöu 7. simi 33100 Akureyri Jón Guömundsson, Geislagötu 12. simi 11046 Mývatn Guórún Þórarinsdóttir, Helluhrauni 15. simi 44137 Grimsey ölina Guórnundsdóttir, simi 73121 Húsavik Árni Jónsson, Asgarðsvegi 16, simi 413.19 Kópasker öli Gunnarsson, Skógum, simi 52120 Raufarhöfn Ágústa Magnúsdóttir, Ásgötu 9, sími 51275 Þórshöfn Steinn Guömundsson, Skógum UMBOÐSMENN A AUSTFJÖRÐUM: Vopnafjöröur Þuriöur Jónsdóttir, simi 3153 Bakkagerói Sverrir Haraldsson. Asbyrgi, sími 2937 Seyóisfjoróur Ragnar Nikulásson, Austurvegi 22, simi 2236 Norófjoróur Björn Steindórsson, simi 7298 Eskifjoróur Dagmar Óskarsdóttir, simi 6289 Egilsstaóir Aðalsteinn Halldórsson, Laufási 10, sími 1200 Reyöartjöróur Bogey R. Jónsdóttir, Mánagötu 23, simi 4210 Faskruósfjörður Bergþóra Bergkvistsdóttir, Hlíöargötu 15. sími 1951 Stoðvarfjoróur Magnús Gislason, Samtúni Breiðdalur Ragnheiður Ragnarsdóttir, Holti, sími 5656 Djúpivogur Maria Rögnvaldsdóttir, Prestshusi, simi 8814 Höfn Gunnar Snjólfsson, Hafnarbraut 18. simi 8266 UMBOÐSMENN A VESTURLANDI: Akranes Fiskilækur Melasveit Grund Skorradal Laugaland Stafholtstungum Bókaverslun Andrésar Nielssonar, simi 1985 Jón Eyjólfsson Davió Pétursson Lea Þórhallsdottir UMBOOSMENN A SUÐURLANDI: Kirkjubæjarklaustur Birgir Jónsson. simi 7024 Þorbjörg Sveinsdóttir. Helgafelli, sími 7120 Hafsteinn Sigurösson. Smáratúni, simi 5640 Verkalýðsfélagið Rangæingur, simi 5944 Eirikur Sæland Vik i Mýrdal Þykkvibær Hella Espiflöt Ðiskupstungum Laugarvatn Vestmannaeyjar Selfoss Stokkseyri Eyrarbakki Hveragerði Þorlákshöfn Þórir Þorgeirsson, sími 6116 Sveinbjörn Hjálmarsson, Bárugötu 2. simi 1880 Suðurgarður h.f, Þorsteinn Ásmundsson, simi 1666 Oddný Steingrimsdóttir, Eyrarbraut 22, simi 3246 Pétur Gislason, Gma^a Læknishúsinu, simi 3155 Elin Guöjónsdóttir, Bretöumörk 17, simi 4126 Ingibjörg Einarsdóttir, C-götu 10, simi 3658 Borgarnes Þorleifur Gronfeldt. Borgarbraut 1 Hellissandur Soluskálinn s f. simi6671 Olafsvik Lara Bjarnadottir Enmsbraut 2 simi 6165 Grundarfjoröur Kristin Kristjánsdottir. simi 8727 Stykkishólmur Esther Hansen. simi 8115 Buóardaiur Oskar Sumarlióason. simi 2116 Mikligarður Margret Guóbjartsdóttir Saurbæjarhr^ppi UMBOOSMENN A VESTFJÖRÐUM: Króksfjaróarnes Halldór D Gunnarsson Patreksfjoröur Anna Stefania Einarsdóttir. Sigtúni 3. simi 1198 Tálkanfjorður Asta Torfadóttir. Brekku, simi 2508 Bildudalur Guðmundur Pétursson. Grænabakka 3. simi 2154 Þingeyri Margrét Guójónsdóttir. Brekkugötu 46, simi 8116 Flateyri Guórún Arinbjarnardóttir, Hafnarstræti 3, simi 7697 Suðureyri Sigrún Sigurgeirsdóttir. Hjallabyggó 3. simi 6215 Bolungarvik Guðriöur Benediktsdóttir, simi 7220 Isafjorður Gunnar Jónsson, Aóalstræti 22, simi 3J64 Súðavik Aki Eggertsson. simi 6907 Vatnsfjoróur Baldur Vilhelmsson Krossnes Sigurbjörg Alexandersdóttir Árneshreppi Hólmavik Jón Loftsson, Hafnarbraut 35, sími 3176 Borðeyri Þorbjörn Bjarnason, Lyngholti. sími 1111 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS /Vlennt er máttur Veldu þann umboösmann sem er sjálfum þér næstur. Þannig sþarar þú þér ónauðsynlegt ómak viö endurnýjunina. Óendurnýjaður miði eyðir vinningsmöguléika þínum. Veldu því hentugasta umboðið, — þann umboðsmann sem er sjálfum þér næstur. Happdrætti Háskólans hefur lipra og þrautþjálfaöa umboðsmenn um allt land. Sérgrein þeirra er að veita góða þjónustu og miðla uþplýsingum um Happdrættið, s.s. um númer, flokka, raðir og trompmiðana. Þeir láta þér fúslega í té allar þær upplýs- ingar sem þig lystir að fá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.