Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 33 fclk í fréttum Barnaárið kvatt + ÞESSA mynd sendi AP-fréttastofan út um áramótin siðustu. Þótti hún táknræn er heimsbyggðin kvaddi „Barnaárið". Myndin var tekin i Kameyosekskólanum, sem er í Edmonton, höfuðborg hins náttúruauðuga Albertafylkis. Litlu stúlkurnar á myndinni, sem eru allar nemendur við þennan skóla, eru hver úr sínu heimshorninu, svona til þess að minna á að „Barnaárið" hafi átt að ná heimshorna á milli. Á myndinni eru (frá v.) Esther Chang, sjö ára frá Kóreu, Olamide Fakunle frá Nigeríu, sem er 9 ára, síðan jafnöldrurnar Cindy Bining frá Indlandi og Hao Taun Ly frá Vietnam (báðar 7 ára) og loks kanadiska telpan Corrie Pelech, átta ára. Bæjar- búar sögðu nei + FLUGMÁLASTJÓR- INN í Saudi-Arabíu, Abd- ullah Mahdi, varð fyrir meiriháttar vonbrigðum fyrir nokkru, er hann ætl- aði að kaupa sér lúxus — sumarbustað — bjálka- kofa í bænum Saanen í Svisslandi. Hafði flug- málastjórinn boðið bæjar- stjórninni 250.000 dollara fjárframlag. Bæjarbúar vísuðu til gildandi laga þar í landi um það, að þegar um er að ræða kaup útlendinga á fasteignum geti íbúar viðkomandi bæjarfélags látið fram fara um það atkvæða- greiðslu, áður en salan á sér stað. Við atkvæða- greiðsluna fóru leikar svo að umsókn Mahdis flug- málastjóra var felld með 221 atkvæði gegn 97. Sáu Evitu-söngleikinn + ÞESSI mæðgin eru að koma úr hinu fræga leikhúsi í hjarta New Yorkborgar, „Broadway Theater", frá síðdegissýningu á söngleiknum „Evita“. Hefur söngleikur þessi hlotið góðar móttökur. Evita hét kona argentíska einræðisherrans Peróns. Mæðginin á myndinni eru þau Jackie Kennedy Onassis og sonurinn John F. Kennedy. Minning: Steinunn Olöf Helgadóttir Fædd 17. maí 1912 Dáin 23. nóv. 1979. Frú Steinunn Ólöf Helgadóttir að blómvallagötu 2 í Reykjavík andaðist þann 23. nóvember síðastliðinn. Andlát hennar bar að með sviplegum hætti er hún var á ferð í London með eiginmanni sínum. Steinunn var fædd á ísafirði þann 17. maí árið 1912, dóttir hjónanna Sesselju Árnadóttur prests á Kálfatjörn og Helga Eiríkssonar frá Karlskála við Reyðarfjörð. Hún ólst upp í stór- um systkinahópi og giftist eftirlif- andi manni sínum Haraldi Ágústssyni Þórarinssonar frá Stykkishólmi, síðar stórkaup- manni í Reykjavík, þann 31. júlí vorið 1931. Hana lifa ennfremur börn þeirra hjóna tvö, Ásgerður og Ágúst og þrjár dótturdætur. Steinunn var sérstæð kona að allri gerð. Ung að árum lærði hún að taka til hendi á umsvifamiklu heimili. Góðir hæfileikar urðu henni ættarfylgja í húsfreyju- stöðu á Blómvallagötunni í Vest- urbænum. Þar er einna fallegast í höfuðborginni, og þaðan gefur sýn frá hæfilegu sjónarhorni til Esj- unnar og Snæfellsjökuls. Þar er Landakotstúnið og ekki nema steinsnar vestur í fjöruborð og niður á höfn. Mitt í þessum ævintýraheimi var Blómvallagat- an sjálf, og þar bjó Steinunn í næstum því hálfa öld. Einhvern veginn finnst mér að hún hljóti að hafa komið með þetta fallega götunafn með sér, og vissu hef ég fyrir því að bjartara varð og blómskrúðugra á þessum slóðum við hennar tilkomu. Hún féll vel að hverfinu og hverfið vel að henni. Á heimili hennar var sjaldhafnarblær jafnt hið ytra sem innra. Hún og maður hennar, Haraldur, voru samhent fólk. Til þeirra sóttu háir sem lágir, for- kólfar athafnalífsins í borginni, stórbændur og þingmenn utan af landi, gamalt fólk af elliheimili í grendinni, listamenn sem eitthvað áttu mótdrægt í svipinn og lítil börn til að orna sér við hlýju og skilning. Þau hjónin gerðu sér ekki mannamun, heldur skipuðu þau öllum í öndvegi án þess að spyrja nafns. Steinunn var fjölhæf húsfreyja og féll aldrei verk úr hendi. Fljót var hún að galdra fram veizlur handa margmenni. Það gerði hún án erfiðismuna og ræddi þá sam- tímis við gesti sína um heima og geima. Persónutöfrum sínum og æskuþrótti miðlaði hún öðrum óafvitandi, eins og jafnan verður um þá sem miklir eru af sjálfum sér. Hugðarefni hennar voru fjöl- breytileg og hún lét sig miklu varða hvaðeina sem til menningar horfði. Hún las mikið, einkum hin síðari ár, og rækti leikhúsferðir af kostgæfni bæði heima fyrir og erlendis. Öðru fremur var hún þó leikin í þeirri list að kunna sífellt að njóta líðandi stundar. Á hverjum morgni var hún árla á fótum, og byrjuðu þau hjón daginn með heimsókn í Sundlaug Vesturbæjar. „Þetta er okkar hálfa líf,“ sagði hún um sundferð- irnar ekki alls fyrir löngu. Dag hvern fór hún í gönguferðir með manni sínum um nágrennið, og eru spor þeirra um Vesturbæinn orðin mörg. Ókunnugum kynni að hafa virzt daglegar gönguferðir um sama borgarhverfið fremur einhæf iðkun. Steinunn hefði þó ekki tekið í þann streng. Sönnu nær var að hver ferð væri henni uppgötvun nýrra undra og sjó- ndeildarhringurinn í hennar aug- um með nýju sniði dag hvern eða réttara sagt að athyglinni væri beint að nýjum þáttum þess mikla listaverks sem umlykur höfuðborg okkar og aldrei verður skynjuð til fulls, en er síbreytilegt næmri sjón. Vökul og jákvæð athyglisgáfa var eitt helzta persónueinkenni Steinunnar og jafnframt örugg vörn þess að grár hversdagsleiki sigi að í hennar garði. Kynni af henni vöktu óneitanlega spurning- una um meðfædda og áunna eðl- iskosti. Sumum er það leikur einn að ráða fram úr vanda sem verður öðrum þungur í skauti. Steinunn greiddi úr hverju máli fyrirhafn- arlaust að því er virtist. Meðfædd- ir hæfileikar hennar til slíkra viðvika voru augljósir. Þeir sem þekktu hana skildu þó einnig að af vizku sinni hafði hún hugleitt rok giftusamlegs lífs og öðlazt um þau efni staðfasta vissu sem síðan varð grundvöllur þeirrar lífsstefnu sem hún fylgdi með óbifanlegri festu. Steinunn Helgadóttir kvaddi þennan heim langt um aldur fram. I þögn máttarvaldanna kann að hafa leynzt sú skýring að þessi þróttmikla og lífsglaða kona maetti ekki kynnast ellihrörnun. Á unglingsárum sínum dvaldist Steinunn um alllangt skeið í Skotlandi. Æ síðan virti hún mikils engilsaxneska menningu. Hún náði góðu valdi á enskri tungu. Ókunnugir héldu stundum að hún talaði ensku með íslenzk- um hreim. Svo var þó ekki. Hreimurinn var skozkur. Utan íslands varð London henni kærust allra staða. Þangað fór hún oft til að njóta þeirra hluta sem hugan- um lyfta. í London steig hún sín síðustu spor, og þaðan hélt hún inn á lönd eilífðarinnar, sem ugglaust verða henni jafnljúf því umhverfi sem hérvist hennar brá svo mikilli birtu yfir. í þeirri vissu er hún kvödd með þökk og virð- ingu. Haraldur Bessason. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.