Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 7 r Vekur undrun Skrif Þórarins Þórar- inssonar rifstjóra Tímans og helsta sérfræðings Framsóknarflokksins í al- þjóóamálum um innrás Sovétríkjanna í Afghan- istan og hernám landsins hafa vakiö undrun. Hann taldi í síðustu viku, að „formlega" væri ekki unnt að tala um innrás Rauða hersins og lét að því liggja, að Kremlverjar gætu varið geröir sínar með vísan til vináttu- samnings við Afghana. Orö hans um þetta efni verða ekki skilin á annan veg en þann, að Þórarinn viðurkenni _ réttmæti Brezhnev-kenningarinn- ar svonefndu um það, að ráðamenn í Moskvu hafi úrslitavald um þróun stjórnmála í þeim ríkjum, þar sem þeir telja sig hafa sérstakra hagsmuna að gæta, og á grundvelii þess valds geti þeir síðan beitt ofurefli og vopnum. Þórarinn hefur leitast við að færa frekari rök fyrir þessari skoðun sinni nú í vikunni. Hann leitar rakanna með því aö bera saman herném Afghan- istan og Víetnamstyrjöld- ina og segir m.a. í for- ystugrein: „Atburðirnir, sem nú eru að gerast í Afghanist- an, eru svo keimlíkir því, sem gerðist í Suður- Víetnam haustið 1963, að trauðla er hægt að fé betri staðfestingu á því, að sagan endurtekur sig... Rússar fordæmdu ákaft íhlutun Bandaríkj- anna í Víetnam á sínum tíma. Bandaríkjamenn höföu svör á reiðum höndum. Við getum ekki látið kommúnista fella með skæruhernaði ríkis- stjórn, sem er okkur vin- veitt. Nú deila Banda- ríkjamenn harðlega á Rússa fyrir íhlutunina í Afghanistan. Rússar hafa svar á reiðum höndum: Við getum ekki látið and-kommúnista fella með skæruhernaði stjórn, sem er okkur vin- veitt.“ Þessi skrif Þórarins dæma sig best sjálf, þeg- ar menn íhuga gang mála i Víetnam og eftirleikinn eftir aö Bandaríkjamenn hurfu þaðan á brott í sárum. Kommúnista- stjórnin í Hanoi hafði ekki aðeins það markmið að ná undir sig öllu Víetnam með vopnum heldur stefnir hún að yfirráðum yfir öllu Indókína með aðstoð Sovétríkjanna. Samanburður á þeim hernaðarmætti, sem út- sendarar Hanoi-stjórnar- innar réðu yfir, og skær- um Múhameðstrúar- manna gegn Rauöa hern- um og leppum hans í Afghanistan er út í hött. Munurinn á stigmagnaöri þátttöku Bandaríkja- manna í Víetnam-stríöinu Þórarinn og hernámi Afghanistan er svo augljós, að skrif Þórarins Þórarinssonar geta ekki vakið annað en undrun. Hættuleg samkeppni Árni Bergmann ritstjóri Þjóðvíljans hefur fram til þessa verið iðnastur við þaö í blöðum aö reyna aö afsaka gerðir Sovétríkj- anna meö samanburði viö Bandaríkin. Þórarinn Þórarinsson veitir honum nú hættulega samkeppni, ef metin er hugmynda- auðgi í þessum fánýtu fræðum. En sjáum síð- asta framlag Árna til þeirra í blaði sínu: „Auk þess hafa Sovét- menn meö þessari innrás sinni tekið enn eitt veiga- mikið skref í þá átt að þurrka burt úr vitund almennings í heiminum nokkurn þann greinar- mun sem menn kynnu að gera á Sovétríkjunum og bandarískri heimsvalda- stefnu. Mönnum hlýtur í æ ríkara mæli að finnast að aðferðir þeirra séu þær sömu í stórum drátt- um. Ef nokkuð er þá verður Bandaríkja- mönnum nú síöast hrós- að fyrir að senda ekki herlið inn í Nicaragua, eins og margir bjuggust við (eöa þá málaliða frá Guatemala til dæmis). Það er að vísu sjaldgæft aö Bandaríkjamenn komi fram af slíkri varfærni gagnvart byltingu í Róm- önsku Ameríku — en þess ber semsagt aö geta sem gert er.“ Þá vitum viö það. Meö vangaveltum um það, sem Bandaríkjamenn gerðu ekki, kemst Árni Bergmann að þessari niðurstöðu: „Því hlýtur sú niöur- staða að koma upp, þeg- ar þessi mál eru skoðuð, að enda þótt Sovétmenn kunni að geta treyst í sessi með herstyrk sínum þá stjórn í Kabúl sem þeir heíst vilja hafa — þá hafa þeir tapað mörgu og miklu á öðrum vettvangi. Og geta að sjálfsögðu engum um kennt öðrum en sjálfum sér.“ Þar sem Árni Berg- mann finnur ekki fótfestu í samanburðarfræðum sínum, skeliir hann skuldinni alfariö á Sov- étríkin. Bíll fauk Ólafsvík, 9. janúar. SÍÐDEGIS í gær gerði hér stór- viðri af suðaustri og stóð það framundir miðnættið. Olli veðrið talsverðu tjóni. Stór vöruflutn- ingabíll frá Kaupfélagi Borgfirð- inga fauk á hliðina rétt við bæinn á hliðina Tröð í Fróðárhreppi. Bílstjórann sakaði ekki. Allmikið tjón varð hjá Hrað- frystihúsi Ólafsvíkur. Skreiðar- hjallar við Fossá fuku um og með þeim nokkuð af nýupphengdum fiski. Sömuleiðis varð tjón á hús- um fyrirtækisins. Skemmdir munu einhverjar hafa orðið á íbúðarhúsum, en að því er ég best veit ekki stórvægilegar. I fyrradag var hér einnig slæmt veður og urðu þá m.a. tafir vegna þess á löndun úr togaranum Lárusi Sveinssyni, en þá landaði hann hér 122 lestum af fiski. Helgi Verksmiðju- útsala hefst í dag Alls konar fatnaöur á karla, konur og börn á verksmiöjuveröi. Klæði h.f. Skipholti 7. Heildverslun — góð umboö Af sérstökum ástæöum er til sölu heildverslun meö umboö fyrir mjög seljanlegar vörur. Tilvaliö fyrir tvo samhenta aöila. Upplýsingar á skrifstofunni, ekki í síma. Miðborg fasteignasaia Nýja bíóhúsinu. Jón Rafnar sölustj., Guðmundur Þórðarson hdl. Garðabær Blaöberar óskast til aö bera út Morgunblaöiö í eftirtalin hverfi: hluta af Sunnuflöt og Markarflöt, og Hráunsholt (Ásar). Upplýsingar gefur umboösmaöur Morgun- blaðsins í Garöabæ, sími 44146. IHárgmiÞIftfrft Þið gerið hagstæð matarkaup hjá okkur URVALS KALFAKJÖT Snitzel ...........kr. 3.380.- kg Buff ..............kr. 2.980.- kg Kótilettur.........kr. 1.650.- kg Framhryggur .......kr. 1.850.- kg Hakk ..............kr. 1.800.- kg Hrefnukjöt aöeins kr. 950,- kg Folaldakjöt í heilu og hálfu 1.200.- kr. tilb. í kistuna _ _ ___ i Kiötvörui^ irva*s' Opið föstudaga til kl. 8 og laugardaga til hádegis vmiBi Vörðufell 8, Kópavogi. Símar 42040 og 44140.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.