Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 29 Fróttahréf frá I nni Agústsdóttur jólunum er eitthvað andstætt til- verunni. Minnist ég að heiman hve oft eru tregablandnar jólakveðjurn- ar til sjómannanna okkar, sem lesnar eru í útvarpið á aðfangadag. HÉR Á Gran Canaria rann að- fangadagur jóla upp sem blíðasti sumardagur á íslandi. Ekki truflaði okkar helgasti dagur ársins eyja- skeggja, því allar búðir voru opnar til kl. 8 og veitingastaðir fram eftir öllu kvöldi. Hins vegar er jóladagur En jólin hér frídagur. Að vera ekki heima á og indæl. Fararstjóri Flugleiða hér, Auður Sæmundsdóttir, efndi ásamt Unni Briem aðstoðarfar- arstjóra til jólafagnaðar. Kl. hálf sex söfnuðust 75 íslend- ingar saman á veitingastaðnum Lord Nelson og höfðum við hann alveg fyrir okkur. Auður las jólaguðspjallið. Síðan voru sungnir jólasálmar og fiðlari og píanisti léku undir. Þá snæddum við indælis jóla-miðdegisverð, kalkún og hrísgrjónatriffle. Og að lokum hljómaði „Heims um ból“ út í kvöldkyrrðina og hlýj- una. Sjórinn sindraði dökkur og sléttur og tunglið lá nær því flatt, aðeins meira en kvart, og fór sér að engu óðslega. Fagnaður þessi fór ákaflega vel fram, öllum til ánægju og vakti unga fólkið sérstaklega athygli fyrir prúðmennsku. Eg nefndi áðan að staðurinn, sem við vorum á, héti Lord Nelson. Við höfðum þá ánægju að hafa þarna einn af okkar „Nelsonum", því þarna var Þröstur skipherra með fjölskyldu sína. Kl. 9 var haldið heim, en seinna um kvöld- ið gengum við þarna hjá í kvöldblíðunni og þá hljómaði „Du gamla, du fria“. Þar hafa Norðmennirnir verið komnir. Okkur mun verða þetta jóla- kvöld minnisstætt og er ég viss um að það fer ekki í glatkistu'na. Kl. 12 á miðnætti var spænsk messa í kirkju hér miðsvæðis, eina kirkjan hér á ensku strönd- inni, sem heitir Jemplo Ecumén- ico. Spænskur auðmaður frá Las Palmas gaf hana Arkitekt er D. Manuel de la Pena Suáres. Þarna eru haldnar sænskar, þýskar og finnskar messur og á laugardög- um og sunnudögum eru kaþólsku messurnar, bæði þýzkar og spánskar, og eru mjög hátíðlegar og heillandi. Allir kaþólskir kirkjugestir taka þátt í messun- um. Kirkja þessi er ákaflega falleg, útlitið minnir mig á Kópavogskirkju. Hún er mjög nýtízkuleg, loftið er úr brenndri furu og er skipt í fjögur stafloft og eitt utandyra og hljómar allur söngur mjög vel. Altarið er stór ótilhögginn steinn og altar- istaflan er steindur gluggi eftir Giralæi sem er eins og sólarupp- koma og snýr í vestur. Þegar síðdegissólin skín í gegn er kirkjan dásamlega falleg, enda er hún oft þétt setin um það leyti. Kl. 12 á aðfangadagskvöld var spænsk kaþólsk messa og aftur kl. 10 á jóladag. Óslitin sumarblíða Á kvöldmessuna á aðfangadag hópuðust innfæddu fjölskyld- urnar, sýnilega úr næstu þorp- um, með smábörn og kornabörn í kvöldblíðunni. Fólkið er áreiðan- Heims um ból hljómaði út i hlýjuna á Gran Canaria í þetta sinn voru róleg lega mjög trúað og messugjörðin þeim mikil trúarathöfn. Hér hefur verið óslitin sumar- blíða undanfarið og una menn sér vel við að labba í flæðarmál- inu. Ströndin er óslitin sand- strönd, 6 km löng. Maður reynir að gleyma öllu íslandsstressinu. En er ég stend hér á svölunum mínum og horfi í austur finnst mér að hungurmorða Kambódíu- börnin séu öllu nær mér en ella. Að öll þau ósköp skuli hafa gerst á „barnaári" er mikil harmsaga. Ég vona að allir 170 milljón dollararnir, sem Sameinuðu þjóðirnar áttu að fá frá auð- valdsþjóðunum, séu komnar til skila. Og að ísland sé búið að greiða sinn hlut, Sighvatur minn! Lítið um fréttir íslendingar hér tala mikið um hve erfitt sé að fá fréttir. að heiman, hingað eru aðeins ferðir á þriggja vikna fresti. Bréf eru upp í hálfan mánuð á leiðinni, hótelin útvarpa fréttum á sænsku, ensku og þýzku, en íslands er sárasjaldan getið þar. Þótt maður sé i fríi vill maður vita hvað er að gerast á landinu, svo ekki sé talað um á þeim erfiðu tímum sem nú eru. Mættu íslenzku ferðaskrifstofurnar vera viljugri að senda almennar fréttir, sem hægt væri að hafa uppi við á skrifstofu Flugleiða hér, sem opin er daglega, eða þá senda dagblöðin reglulega og láta þau liggja þar frammi á skrifstofunni. Þar mætir maður ávallt vinsemd og sérstakri hátt- vísi. Nýjársdagur rann upp. Feg- urri gat hann ekki verið. Við óskum landinu okkar gæfu og hamingju á nýja árinu og vonum að sú birta og ylur, sem hér er, berist með vorinu heim til okkar, til hagsældar fyrir okkur öll, því hvar sem við erum, þráum við ætíð þetta kalda land. 5. Janúar. Starfiö er mar^t. Gn eitt er bræörabandið. Boöorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríöiö þá og þá er blandið. Það er: Aö elska, byggja og treysta á landið." Þarna hefur allt reynzt ör- uggt. Orð skáldsins og ráð for- ingjanna reynzt speki og heil- ræði. í hundrað ár hefur verið hafin og fetuð sigurganga í höllinni við Austurvöll. Alþing- ishúsið og Dómkirkjan samofnir þættir, lýsandi myndir í vitund hvers einasta Islendings til átaks og verndar í senn. Menningarlegir og efnislegir sigrar óteljandi hafa þokað þess- ari litlu þjóð, danskri nýlendu, Hornsteinn Alþingishússins Alþingishúsið er að verða ald- argamalt. Ekki er það hár aldur húss. Aðeins bernskuskeið borið saman við samskonar hús ann- arra þjóða. En hvílíkt bernsku- skeið. Hvílík sigursaga. Á þetta var svo fagurlega minnst í ára- mótaræðu útvarpsstjóra á gaml- árskvöld núna 1979. Þetta fræga hús reis eins og ósk og hugsjónir greipt í stein á nokkrum mánuð- um. Unnið án nútíma tækni af nokkrum högum og dugmiklum höndum og orku örfárra starfs- hetja. Lagt sem perla að hjarta- stað höfuðborgarinnar í hlað- varpa fyrsta landnemans. En samt var lýsing ræðu- manns af lagningu hornsteinsins ógleymanlegust. „Traustir skulu hornsteinar hárra sala.“ Þar var að öllu vandlega hugað. Ofnir saman þræðir norrænnar heið- ríkju og kristilegrar speki. Kjör- orðin valin úr fjárhirzlu hins frelsandi máttar: „Sannleikur- inn mun gjöra yður frjálsa." Og þetta umsveipað signingu heil- agrar þrenningar. Kraftur heil- ags anda skyldi skapa bjargið, sem byggt var á þetta hús, hið æðsta tákn hins íslenzka samfé- lags. Þar eiga hins vegar hugsjónir: Sannleikur, kærleikur, réttlæti og frelsi að skapa grunninn að sannri þjóðarheill um alla framtíð. Gæti okkur orðið nokkur holl- ari hugvekja um áramót, þegar gengið er mót nýju ári með hækkandi sól komandi vors. Þar predikar hver steinn í veggjun- um hinn trausta boðskap þagnar um tryggð og drenglund. Þar hvísla greinar trjánna í garðin- um um það skjól og þá vernd, sem veggir og þak hússins veitir. Njóti þau ekki skjóls Alþingis- hússins, stýfir stormurinn grein- ar og frostið nístir til heljar. Án skjóls og verndar, vináttu og samstarfs visnar hver menning- argrein. Og innan veggja og dyra var þetta hús bæði háskóli og hásæti í senn um áratugi meðan enn var hægt að spara og hagnýta á Islandi, þrengja að sér, fórna stundarhag. Þar ríkti frelsi í ræðum og kenningum kennara og fræðara. Þar ríkti réttlæti í lagasetningu, ráðum og valdboð- um. Þar var hugsað, talað, samið og sigrað hin síðustu hundrað ár. Forysta mótuð til frama og heiðurs í anda og krafti foringj- ans sem sagði: -Aldar á murgni vöknum til að vinna. Vöknum <w tygjumst. nóg er til að sinna. Hótt ber að steína. von við traust að tvinna. Takmark og heit og efndir saman þrinna. upp í sæti meðal mestu menn- ingar- og framfaraþjóða verald- ar í anda foringjans fyrsta, Jóns Sigurðssonar. Handritin heim, heimsþekktir rithöfundar, lista- menn og taflkóngar og drottn- ingar sönnun hins fyrrnefnda, menningarinnar. Afrenndir íþróttamenn og efldir víkingar, ásamt atvinnu handa hverri starfsfúsri hönd, skipakostur og véltækni til ofsældar og offram- leiðslu lands og sjávar sönnun hins síðarnefnda, efnislegra sigra og ágætra stjórnenda. Að ótöldum landvinningum eða hafsvinningum — 200 mílna landhelgi — og heimsforystu í hafréttarmálum. Þar skákuðu og mátuðu hugsuðir og heilladísir Alþingishússins heimsins stór- veldi, án vopna, án blóðsúthell- inga, og það sem bezt er, með hugsun, biðlund og góðvild án haturs og hefnda í anda orð- anna: „Faðmist fjarlægir lýðir“. Hvaða þjóð átti slíka sigurgöngu síðastliðin hundrað ár? Og þótt eitthvað syrti í álinn og hrist sé úr klaufum og hvesstar raddir, þegar rætt er og rifist um hégóma og hismi stundarhagsmuna og beztu bita handa Pétri og Páli, þá eru sigrar og samtök svo stórfelld, þegar litið er til baka til bygg- ingar og bernsku Alþingishúss- ins og eymdar þá, að slíkt ætti að gleymast fyrir lofsöngvum og þakklæti fyrir allt, sem unnizt hefur. í raun og sannleika lofa allir því sama, vilja hið sama, frama og heillahag. nLitla þjóð, sem átt í vök að verjast. vertu ei við sjálfa þi» að berjast.“ „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa." Og sannleikur í þjóð- málum og samfélagsþróun felst í frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Ekki sízt hjá þjóð friðarins þar sem enginn er kvaddur til vopna né þekkir sverð og blóð. Þarna í húsinu aldargamla við Austurvöll höfum við átt frá- bæra foringja, sem stýrðu fræknu liði, þrátt fyrir allt, sem áfátt gat orðið. Það eigum við enn, ef sundurlyndisfjandinn er fjarlægður út fyrir 200 mílna lögsögu og öllum er unnað sann- leika og sinna mannkosta hvar í flokki sem er. Allir skyldu njóta kosta sinna en ekki byggt á sandi sundrungar og skamm- sýni. -l-ar sanna tijín þin sjálfs. V('r sjálfur hreinn og frjáls. Þá skapast frelsið fyrst." Heill Alþingi íslands á frama- brautum 1980. Árelíus Níelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.