Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 Hvað segir þú um innrás og her- nám Sovétríkjanna í Afghanistan? Svör nokkurra einstaklinga við þeirri spurningu Einar Olgeirsson: „Vil ekkert láta hafa eftir mér“ ÞEGAR spurningin var borin undir Einar Olgeirsson fyrrv. alþm. svaraði hann: „Ég vil ekkert láta hafa eftir mér um þetta mál.“ Ingimar Jónsson: Vil ekki tjá mig INGIMAR Jónsson formaður íslensku friðarnefndarinnar, sagði að nefndin hefði ekki rætt málið, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það þar sem Mbl. hefði einhverju sinni haft rangt eftir honum þegar leitað var til hans og hann myndi sjálfur koma skoðun sinni á framfæri, sæi hann ástæðu til þess. Jón Múli Árnason: Ekki kunn- ugt um neitt hernám MÉR ER ekki kunnugt um að Sovétstjórnin hafi hernumið Af- ghanistan og tel ég mig tala af reynslu af hernámi þar sem Bandaríkjamenn hafa nú í mörg ár hernumið ísland, sagði Jón Múli Árnason. — En stjórn Afghanistans bað sovésku stjórnina um aðstoð og var hún veitt sem betur fer. María Þorsteinsdóttir: „Lít á þetta sem hernað- araðstoð“ „SVAR MITT er það, að þarna hefur verið um að ræða í allt sumar og lengur þó, innrásir í landið, sem voru gerðar frá pakistönsku landi, bæði af er- lendum og innlendum aðilum, þ.e. bæði af þeirri stétt sem hrökklaðist frá völdum við bylt- inguna og ennfremur erlendum Morgunblaðið leitaði í gær til nokkurra einstaklinga, sem ver- ið hafa baráttumenn fyrir framgangi sósí- alisma á Islandi og spurði þá hvað þeir vildu segja um innrás og hernám forysturík- is sósíalismans, So- vétríkjanna, í Af- ghanistan. Svðr þeirra fara hér á eft- ir: Ingimar Jónsson aðilum. Þeir höfðu búðir í Pak- istan þar sem þeir þjálfuðu menn til innrásar í Afghanistan. Þetta er nokkuð eðlileg afleiðing af þeim vináttusamningi sem Taraki gerði við Sovétríkin í sumar, þar sem þetta atriði er einmitt skýrt tekið fram, að Sovétríkin skuldbyttu sig til að koma til aðstoðar, ef um það yrði beðið. Taraki gerði þennan samning nokkru áður en honum var steypt af stóli og það er rang- hermt í einu dagblaðanna, að það hafi verið Amin sem gerði hann — það var Taraki. Ég tel þetta þá þróun, sem ég var búin að sjá fyrir að gæti átt sér stað eftir að Taraki beinlínis lagði áherslu á að það væri tekið inn í samninginn að Sovétríkin skuldbyttu sig til að veita þeim hernaðaraðstoð, ef um væri beð- ið. Ég lít á þetta sem hernaðar- aðstoð," sagði María að lokum. Elín Guðmundsdóttir: „Of einhæf- ar upplýs- ingar, þekki ekki for- söguna“ ELÍN Guðmundsdóttir formað- ur Kvenfélags sósíalista: „Ég get ekki svarað spurningunni á þessu stigi þar sem ég hef of einhæfar upplýsingar og þekki ekki forsögu málsins." Jón Múli Árnason Benedikt Davíðsson María Þorsteinsdóttir Elin Guðmundsdóttir Benedikt Davíðsson: Flókið og langt mál BENEDIKT Davíðsson kvaðst ekki vilja segja nokkurn skapað hlut um málið, það væri flókið og tæki alltof langt mál að fjalla um skoðun sína á því. Sveinn Rúnar Hauksson: „Styð kröf- una um að þeir kalli herlið sitt tafarlaust á brott „ÉG TEL ástæðu til að mótmæla harðlega þessari ínnrás Sov- étríkjanna og þetta er dæmi um hernaðaríhlutun stórveldis í málefni annarra ríkja. Ég styð kröfuna um það, að Rússar kalli herlið sitt tafarlaust á brott úr landinu. Mér finnst þessi íhlutun sýna okkur hve hernaðarbandalögin eru hættuleg smáþjóðum, sem vilja vera hlutlausar. Þessi íhlutun er vatn á millu stríðsæs- ingaafla í heiminum, ekki sízt í NÁTO-ríkjunum, og þeirra sem standa að auknum vígbúnaði og þannig ógnun við heimsfriðinn," sagði hann að lokum. Sveinn Rúnar Hauksson Fjölskyldan úr Svefneyj- um komin í nám í Svíþjóð Nikulás Jensson, bóndi í Svefneyjum á Breiðafirði, fór i haust til Svíþjóðar ásamt Lillý konu sinni, fimm börnum þeirra og 84ra ára gamalli móður hans. Er því engin byggð i Svefneyjum í vetur, en Nikulás sjálfur og eitthvað af fjölskyldunni hyggst koma heim i júni til að nýta hlunnindin i eyjunum. í símtali við Mbl. eftir áramótin sagði Nikulás, að fjölskyldunni liði vel, hefði fengið leigt nægilega stórt hús fyrir svo stóra fjölskyldu, um tveggja tíma akstur frá Gautaborg. Svipað húsrými og þau hefðu haft heima. Börnin tvö á skólaaldri væru komin í skóla og gengi vel. En dregist hefði að þau hjónin og uppkomnu synirnir gætu byrjað ein- hvers konar tækninám þar sem kerfið er dálitið þungt, en nú mundu þau fara að byrja. Hugmyndin er að allir tækju sænskunám fyrst, en karlmennirnir færu síðan yfir í véla- eða verkstæðisnám svonefnt, en þar væri margra kosta völ í fullorðins- fræðslunni, og hægt að bæta við sig eftir þörfum. Lillý færi í bóklegt nám. En svo mikil aðsókn er og þröng í sænskunáminu á þessu svæði, þar sem svo mikið er af innflytjendum, að þau fóru á bið- lista. En hvers vegna ekki að fara í nám heima? Af hagkvæmnisástæð- um, svaraði Nikulás. Hér er svo mikið gert til stuðnings fullorðins- fræðslu og aðstæður svo góðar. Sagði Nikulás, að þessar harka- legu ráðstafanir, sem gera þyrfti Llllý Nikulás

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.