Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 + SIGRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR, Vogalæk, er látin. Jarösett veröur trá Borgarneskirkju, laugardaginn 12. janúar kl. 14.00. Fósturbttrn. + Bróöir okkar, ÓLAFUR HERMANN PÁLSSON, lézt aö heimili sínu Hátúni 10B, 25. desember 1979. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey, aö ósk hins látna. Systur og vinir. + Konan mín, GUÐBJÖRG BRYNJÓLFSDÓTTIR, Austurgötu 19, Keflavík, andaöist 8. janúar á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Siguröur Sigurösson. + Móöir okkar, KRISTÍN FLYGENRING, lést að Sólvangi, Hafnarfirði, 9. þ.m. Þórunn, Ágúst og Péll Flygenring. + MARGRÉT ELÍASDÓTTIR, Leifsgötu 10, Reykjavík, lést 7. janúar í Landspítalanum. Vandamenn. + Móöir okkar, ÞÓRLAUG HILDUR BENEDIKTSDÓTTIR, er látln. Sóley Þorsteinsdóttir, Garöar Þorsteinsson. + Jaröarför eiginmanns míns JÓNASAR SIGURÐSSONAR, fré Skuld Vestmannaeyjum, sem lést á heimili sínu 4. janúar, fer fram frá Landakirkju, laugardaginn 12. janúar kl. 2. Guörún Ingvarsdóttir, bttrn, tengdabörn og barnabttrn. + Eiginkona mín, INGIBJÖRG GUÐNADÓTTIR Nefsholti Holtahreppi, veröur jarösungin frá Marteinstungukirkju, laugardaginn 12. janúar kl. 2 e.h. Ferö veröur frá Umferöarmiðstööinnl kl. 11.30. Benedikt Guöjónsson. Minning - Guðjón A ðalbjarnarson varavarðstjóri Fæddur 30. okt. 1924. Dáinn 31. des. 1979. A meðan klukka tímans tifaði að venju og taldi síðustu stundir 79. árs þessarar aldar, hvarf tryggðavinur minn og minna, Guðjón Aðalbjörnsson af heimin- um. Lát hans kom þó ekki aðstend- endum hans og vinum á óvart, því hann hafði verið um skeið haldinn þeim sjúkdómi, sem fám sleppir úr heljargreipum sínum. Það má því segja að það sé huggun harmi gegn, að helstríð hans varð ekki lengra. Foreldrar Guðjóns voru Þor- björg Grímsdóttir, sem varð níræð á síðastliðnu sumri og er enn með afbrigðum ern. Hún er mikil þrek og dýrðarkona, enda hefur verið mikið á hana lagt andlega og líkamlega, eins og gamla fólkið orðaði það í mínu ungdæmi. Aðal- björn, faðir Guðjóns, var Stef- ánsson, Eyfirðingur að ætt og prentari að iðn. Hann andaðist fyrir aldur fram 64 ára að aldri frá átta börnum sínum í ómegð. Aðalbjörn mun hafa verið mikill félagsmálafrömuður, þótt ég kunni ekki að tíunda það sem skyldi. Ég ætla að hann hafi unnið mikið og gott starf í góðtemplara- reglunni, þótt ég kunni ekki frá að segja. Hitt þykist ég fara nærri um að virkur félagsmaður hefur hann verið í stéttarfélagi sínu, því þar var hann gerður að heiðursfélaga. Aðalbjörn var og um 11 eða 12 ára skeið annar aðalútgefandi barna- blaðsins Æskunnar. Við, sem gerumst nú gömul, munum hvílíkur gleðigjafi blaðið var. Þá var íslenzk alþýða ung sem aldin lestrarþyrst. Guðjón erfði góða kosti móður sinnar. Um það fer ég ekki í grafgötur. Einnig ætla ég að hann hafi erft margt gott frá föður sínum, sem allir ljúka upp einum munni að hafi verið heiðursmaður, en það var Guðjón og í ríkum mæli. Hins vegar var Guðjón enginn félagsmálagarpur. Almennt ræddi hann lítt eða ekki þau mál nema þá í spaugi. Hann var hversdags- lega fremur hljóður, launkíminn, en gat verið bráðfyndinn, ef hann vildi það við hafa. Eins og fyrr getur missti Guð- jón föður sinn ungur. Hann var að vísu þriðja yngsta barnið af átta, en byrjaði snemma að vinna allt, sem til féllst. Síðan byrjaði hin fræga Breta- vinna og ungur byrjaði Guðjón að vinna þar ýmis störf á Reykja- víkurfugvelli, unz hann varð fast- ur starfsmaður hjá flugmála- stjórn á Reykjavíkurflugvelli hinn 10. ágúst 1946, lengst af sem slökkviliðsmaður Reykjavíkur- flugvallar. Eftir að hagur Guðjóns blómgv- aðist mun hann hafa verið mesta stoð og stytta heimilisins. Eyðslu- maður var hann enginn sjálfum sér til handa, þótt hann væri höfðingi heim að sækja. Tvisvar varpaði Guðjón hressi- lega af sér reiðingnum. Hann brá sér út fyrir pollinn með Jóni Gunnari, kjörsyni mínum, en þeir voru tryggðavinir og nánast fóst- bræður. Beggja þessara ferða minntist Guðjón sem gleðiglampa, sem lýstu upp hversdagsleikann. Eins og að líkum lætur hafði ég harla lítil kynni af störfum Guð- jóns á Reykjavíkurflugvelli. En í einkasamtali þeirra Jóns Gunnars og Guðmundar Guðmundssonar, slökkviliðsstjóra eftir andlát Guð- jóns, lét hann þess getið, að Guðjón hefði verið hvers manns hugljúfi og einstaklega vinsæll í starfi bæði hjá undir- og yfir- mönnum. Þá minntist Guðmundur þess ekki hvað sízt, hvílíkur hrókur Guðjón gat verið alls fagnaðar í skemmtiferðum Flugmálastjórn- ar, því þá lét hann harmónikuna óspart hljóma. Guðmundur óskaði að í grein- arkorni þessu kæmu fram frá honum kærar kveðjur til Guðjóns + Bróðir okkar ÞORLEIFUR ERLENDSSON fré Meiðastööum, Garði verður jarösunginn föstudaginn 11. janúar frá Fossvogskirkju kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna Bjttrg Erlendsdóttir. t Móöir okkar, JÓNÍNA VALGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Akri, sem lézt í Héraðshaelinu Blönduósi 3. janúar, veröur jarösungin frá Þingeyrakirkju, laugardaginn 12. janúar kl. 14.00. Salóma Jónsdóttir, Pélmi Jónsson, og aðrir vandamenn. + Fósturmóðir okkar, ÓLÖF UNADÓTTIR, Hésteinsvegi 12, Vastmannaoyjum, sem lést 4. janúar veröur jarösungin frá Landakirkju Vestmanna- eyja, föstudaginn 11. janúar kl. 14.00. Halldór Jónsson, Benonía Jónsdóttir, Þóroy Jónsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma VILBORG SVEINSDOTTIR + Hjaröarhaga 40, I veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. janúar kl. 13.30. Jarösett veröur í gamla kirkjugaröinum viö Suöurgötu. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför mannsins míns, GUÐMUNDAR GUÐNASONAR, Friöjón Sigurbjörnsson, Melstaö. Ingiberg Guöbjartsson, Jóhanna Þórisdóttir, Kristjén Guöbjartsson, Þóranna Þórarinsdóttir og barnabörn. Kristfn Hartmannsdóttir, og aörir vandamenn. og innilegar þakkir fyrir samver- una og samstarfið. Fyrir mína hönd, konu minnar og fjölskyldunnar á Skólavörðu- stíg 12 vil ég votta aldraðri móður og aðstendendum samúð okkar. Hjörtur Kristmundsson. Einn af féiögum okkar hér á flugvellinum er fallinn fyrir aldur fram fyrir hendi mannsins með ljáinn. Guðjón Aðalbjarnarson var einn af þessum yfirlætislausu, traustu mönnum sem mynda hinn „þögla meirihluta þjóðarinnar", maður sem var sístarfandi og mjög natinn við allt sem hann fékkst við. Undirritaður kynntist Guðjóni fyrst þegar hann var um tvítugt og hafði hann þá unnið um nokkurt skeið hér á flugvellinum sem verkamaður. Síðan gegndi hann afleysingarstörfum í slökkviliði flugvallarins, en varð fastráðinn slökkviliðsmaður frá árinu 1955, síðar eða árið 1970 tók hann við starfi varavarðstjóra. Öll þessi störf leysti hann af hendi af stakri samviskusemi og trúmennsku og hafði jafnan gott til málanna að leggja. Það má segja að hann hafi starfað við flugið alla sína ævi, enda mun flugvöllurinn hafa verið eini vinnustaður hans eftir að hann varð fullorðinn. Ég vil af hálfu flugmálastjórnar og samstarfsmanna á flugvellin- um kveðja þennan góða dreng og starfsmann í nær þrjátíu og fimm ár og þakka allt hans óeigingjarna starf. Aðstandendum votta ég samúð mína. Gunnar Sigurðsson. í dag er til grafar borinn Guðjón Aðalbjörnsson varavarð- stjóri í slökkviliði Reykjavíkur- flugvallar. Guðjón var fæddur 30. okt. 1924, sonur hjónanna Aðalbjörns Stef- ánssonar prentara og Þorbjargar Gímsdóttur. Guðjón var ókvæntur en hélt heimili með móður sinni og systk- inum að Skolstíg 24a í Reykjavík. Guðjón vann hjá Flugmála- stjórn frá því á árinu 1946, fyrst í verkamannavinnu á Reykjavíkur- flugvelli og fastur starfsmaður í slökkviliði Reykjavíkurflugvallar frá því á árinu 1955 og þar til hann lést 31. des. s.l. eftir erfiða sjúkdómslegu. Með Guðjóni er genginn skemmtilegur vinnufélagi, traust- ur og samviskusamur sem kastaði hendinni aldrei til nokkurra verka og vann verk sín af nákvæmni og samviskusemi. Það var fjarri Guðjóni að sækj- ast eftir völdum eða áhrifum eða reyna að trana sér fram á nokkurn hátt. Hann hafði þann góða eigin- leika að sjá ætíð það skemmtilega og broslega í hversdagsleikanum. Með græskulausri kímni sinni og glaðlegri framkomu tókst honum oftast að létta andrúmsloft vinnu- staðarins í erli dagsins. í minn- ingu Guðjóns Aðalbjörnssonar hentar ekki orðagjálfur, hann hefði sjálfur ekki óskað þess. Vinnufélagar kveðja nú góðan vin og samstarfsmann. Það er bjart yfir minningu Guðjóns og hans verður ávallt gott að minn- ast. Við sendum aldraðri móður og ættingjum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum guð að biessa minningu látins ástvinar. Vinnufélagar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.