Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 3 Jónas H. Haralz ólafur G. Einarsson Gudmundur Þórarins Halldór Asgrimsson Geir Gunnarsson Svavar Gestsson Kjartan Jóhannsson Sighvatur Bjórjrvins Sjálfstæðismenn ræða við f ulltrúa hinna f lokkanna Margeir í 2.-3. sæti MARGEIRI Péturssyni alþjóðleg- um meistara hefur gengið vel á alþjóðlega skákmótinu i Prag. Er hann í 2.—3. sæti eftir 11 umferð- ir með 7 vinninga, jafnmarga og Sovétmaðurinn Spiljker. Efstur er Júgóslavinn Ilic með 8 vinn- inga. Jón L. Árnason hefur 4'/2 vinning og jafnteflislega biðskák gegn stórmeistaranum Vasjukov. í síðustu fjórum umferðunum hefur Margeir hlotið 3‘/2 vinning, hann vann Tékkana Hruska, Jan- ak og Medana en gerði jafntefli við Ambros, sem einnig er Tékki. Jón gerði jafntefli við Ambros, Spiljker og Kúbumanninn Vilela. Tvær umferðir eru eftir og teflir Margeir þá við Spiljker og Vilela. Á hann talsvert góða möguleika á því að hreppa eitt af efstu sætun- um í mótinu. INNLENT ÞEIR Jónas H. Haralz bankastjóri og Ólafur G. Einars- son formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins áttu í gær viðræð- ur við fulltrúa hinna stjórnmála- flokkanna; framsóknarmennina Guðmund G. Þórarinsson og Hall- dór Ásgrímsson, alþýðuflokks- mennina Kjartan Jóhannsson og Sighvat Björgvinsson og alþýðu- bandalagsmennina Svavar Gests- son og Geir Gunnarsson. Fundirn- ir fóru fram í Þórshamri. Mbl. spurði Jónas H. Haralz í gær- kvöldi um þessa fundi, en hann kvaðst ekkert vilja um þá segja. Guðmundur G. Þórarinsson al- þingismaður sagði, er Mbl. spurði hann í gær um fund framsóknar- manna með Jónasi og Ólafi: „Það vær rætt um álitsgerð Þjóðhagsstofnunar, sérstaklega var rætt um leiðir fjögur og fimm, sem að vísu finnst enginn faðir að, þar sem þetta eru ekki tillögur Sjálfstæðisflokksins og ekki tillög- ur Geirs Hallgrímssonar. Það er skoðun okkar framsókn- armanna, að við sjáum ekki leið til þess að afla þessara 25 til 30 milljarða króna, sem nota á til að fá svigrúm til kjarabóta fyrir þá lægstlaunuðu. Og við höfum enn meiri efasemdir um að það megi fá frið á vinnumarkaðinum um þess- ar tillögur." Svavar Gestsson alþingismaður sagði, er Mbl. spurði hann í gærkvöldi um fund hans og Geirs Gunnarssonar með þeim Jónasi og Ólafi: Þeir Jónas og Ólafur gerðu okkur grein fyrir tillögum og útreikningum Þjóðhagsstofnunar á þeim. Inn í dæmið vantar þó áhrifin á helztu þjóðhagsstærðir og peningamálapólitík. Hins vegar liggja fyrir áhrif tillagnanna á kaupmáttinn og þau eru mjög ljót að mínu mati.“ Sighvatur Björgvinsson fjármála- ráðherra sagði í samtali við Mbl. f gær: „Við hittum að máli þá Jónas Haralz og Ólaf G. Einarsson, sem undirstrikuðu sérstaklega að ekki væri um tillögur að ræða, en viðræðurnar fóru fram á grundv- elli hgumynda Sjálfstæðisflokks- ins. Um þær hugmyndir er bezt að segja sem fæst. Við spurðum þá nánar út í ýms atriði og fengum frekari upplýs- ingar en á skjölunum er að finna og ég á von á því, að við fáum frekari upplýsingar á morgun.“ Helgiathöf n áður en Týr hélt til gæzlustarfa á ný Akureyri, 9. jan. RÉTTARHÓLDUM í sjó- og verzlunardómi Akureyrar vegna atburðanna um borð í varðskip- inu Tý á mánudagsmorgun lauk kl. rúmjega 15 í dag. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, aðalfulltrúi bæjarfógetans á Akureyri og forseti dómsins, sagði síðdegis, að 12 skipverjar af Tý hefðu komið fyrir rétt í dag en ekkert nýtt hefði komið fram í málinu. Staðfestar skýrslur hafa verið teknar af öllum skipverjum og eru Flugstöðin í fullum gangi AÐ GEFNU tilefni vilja Flugstöð- in og Arnarflug geta þess að Flugstöðin h/f í Reykjavík hefur ekki lagt niður starfsemi sína, svo sem skilja má í fréttum ýmissa fjölmiðla að undanförnu. Hins vegar hefur Arnarflug keypt eina flugvél af Flugstöðinni og tekið á leigu afgreiðslu og viðhaldsað- stöðu í húsakynnum Flugstöðvar- innar á Reykjavíkurflugvelli. Flugstöðin mun verða þar áfram til húsa og verður náin samvinna með þessum tveim flugfélögum í leiguflugi og öðrum óreglubundn- um verkefnum. þær samhljóða að mestu. Fullt samræmi er með þeim öllum hvað varðar alla atburðarás og liggur hún því ljós fyrir. Hins vegar hafði háttsemi Jóns D. Guð- mundssonar síðustu dagana komið mönnum misjafnlega fyrir sjónir, eða þeir veitt henni mismikla athygli. Þó urðu flestir þess áskynja, að eitthvað þjakaði hann og lá á honum eins og mara, en það hafði hann ekki viljað ræða við neinn þrátt fyrir spurningar sumra félaga hans. Þetta þarf þó ekki að vera skýring á verknaðin- um og ekkert hefur frekar komið fram við réttarhöldin hvaða ástæður lágu til hans. Réttarskjölin verða nú send til ríkissaksóknara til endurskoðun- ar, en hann getur farið fram á framhaldsrannsókn ef honum sýn- ist svo. Um kl. 16 í dag kom séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup um borð í varðskipið Tý að beiðni Bjarna Helgasonar skipherra og Jóns Magnússonar lögfræðings Landhelgisgæzlunnar og annaðist þar stutta og látlausa helgiathöfn. Hann flutti ritningarorð, bað fyrir öllum hinum látnu og lýsti drott- inlegri blessun. Skömmu síðar lét varðskipið úr höfn á Akureyri. Sv. P. Á fundinum um oliukaupin i gær. Olíukaupin rædd áfram í dag BREZKA samninganefndin um olíusölu til íslands ræddi málin við íslenzku olíuviðskiptanefndina á fundi í Reykjavík í gær og verður fundum fram haldið í dag. Að sögn Kenneth Vaughan, tals- manns brezku nefndarinnar, var farið yfir ýmis atriði á fundinum í gær og kvað hann fundinn hafa verið ánægjulegan og að vel hefði gengið að fjalla um hin ýmsu atriði. M.a. var rætt við viðskipt- aráðherra, en Vaughan kvaðst ekki telja að gengið yrði frá samningum á fundinum í dag, fremur síðar í mánuðinum ef til kæmi. Fréttapakkar fyrsta sjón- varpsefnið um jarðstöð? MORGUNBLAÐIÐ innti Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóra Sjónvarpsins eftir því í gær hvað væri i deiglunni varðandi efni fyrir sjónvarpið um jarðstöðina þegar hún kemst í gagnið í vor. Pétur sagði að það sem helst væri um að ræða i fyrstu lotu væri að fá daglega fréttapakka sem stöðvar Ráðizt á búðir íslenzka hjálparliðsins í Thailandi RAUÐU khmerarnir, fylgis- menn Pol Pots fyrrverandi leið- toga Kambódíumanna, gerðu harða árás á Non Sametbúðirn- ar i Thailandi þar sem islenzka hjálparliðið er við störf 4. jan- úar s.I. samkvæmt skeyti sem Rauða krossi íslands barst i gær. Eggert Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri Rauða krossins sagði að enginn íslendinganna hefði hlotið meiðsl eða þess háttar heldur hefði hjálparliðið ásamt 9000 flóttamönnum verið flutt á brott þegar í stað og munu hjálparliðarnir taka að sér störf á öðrum stöðum við landamærin. Spítalarnir og sjúkraskýlin á staðnum voru rænd öllu sam- kvæmt fréttunum. Eggert sagði, að óttast væri að fljótlega yrði lagt til atlögu við aðrar búðir, sem í eru um 250 þúsund manns. Þá er búizt við því að um hundrað þúsund manns muni flýja yfir landamærin til Thailands ef þessum hernaði heldur áfram sem horfir. „Erfiðleikar eru nú mjög miklir í Kambódíu, sérstaklega eftir að flugvellinum í Phnom Penh var lokað í byrjun ársins. Það hefur þó verið samið um að opna hann í klukkutíma á dag, en ekki nýtzt sem skyldi og þegar hafa þrjár flugvélar þurft að snúa frá full- hlaðnar hjálpargögnum. í þessu sambandi má geta þess, að miklar efasemdir eru uppi hjá alþjóðlegum hjálparstofnunum um hvert framhaldið eigi að vera í Kambódíu, t.d. hefur Matvæla- stofnun Sameinuðu þjóðanna ákveðið að hætta að senda mat- væli til landsins. Þeim finnst of lítil trygging fyrir því að hjálpin berist þangað sem hennar er þörf, heldur safnist hún fyrir í Phnom Penh. I dag eru hugmyndir þær helztar að hjálparstarfið færist að mestu yfir á hendur Austur- Evrópuþjóða sem til þessa hafa ekki verið inni í myndinni. Rauði krossinn hefur ákveðið að halda sínu starfi áfram óbreyttu a.m.k. til mánaðamóta, en tíminn fram að því verður notaður til að kanna málin frek- ar,“ sagði Eggert að síðustu. Evrópubandalags sjónvarpsstöðva sendu frá sér hvern dag upp á alls 90 minútur. Kvað Pétur helztu möguleikana vera í slíkri samvinnu við aðrar þjóðir því allt sem gera ætti sér- staklega fyrir íslendinga yrði feiki- lega dýrt. Pétur benti á það að allir stórviðburðir innan Evrópu sem þættu fyrst og fremst fréttnæmir á því svæði væru sendir um jarðkerfi sem væri mjög fullkomið og því yrði erfitt um vik fyrir íslendinga að vera með þegar svo bæri undir. Hins vegar þegar um væri að ræða sendingar um gervihnött yfir Atl- antshafið þá væru meiri möguleikar fjárhagslega, en þessi mál væru ekki að fullu könnuð ennþá. Aðspurður sagði Pétur, að tæknilega væri mögulegt að sjónvarpa Ólympíuleik- unum í Moskvu beint til Islands, en líklega yrði það ekki gert að þessu sinni m.a. vegna þess að þá væri sjónvarpið í sumarleyfi. Samþykkt verðlagsráðs: Frjáls verðlagn- ing dagblaðanna VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi í gærmorgun að verðlagning dagblaða þyrfti ekki framvegis að hlíta verðlagsákvæðum. Þetta er gert í samræmi við nýju verðlagslögin, sem tóku gildi 1. nóvember s.I., en þar segir m.a.. að þegar samkeppni sé nægileg geti verðlagsráð, að fengnu samþykki rikisstjórnarinnar. vikið frá nú- gildandi reglum um verðlagningu og heimilað að fella einstaka flokka vöru og þjónustu undan ákvæðum, þ.e. gefa verðlagninguna frjálsa. Samþykkt verðlagsráðs í gær er hin fyrsta, sem ráðið gerir eftir að nýju lögin tóku gildi og er því um timamótasamþykkt að ræða. Þorsteinn Pálsson, annar fulltrúi vinnuveitenda í verðlagsráði, flutti tillögu um þetta í ráðinu fyrir áramót en umræðu um hana var frestað. í gærmorgun flutti Ás- mundur Stefánsson, annar fulltrúi launþega, viðbótartillögu um að samkeppnisnefnd fylgdist með verð- ákvörðunum dagblaðanna og fylgd- ist jafnframt með afkomu þeirra. Var ein tillaga gerð úr tillögum þeirra Þorsteins og Ásmundar og hún samþykkt samhljóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.