Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 5 Aka Höegh opnar grænlenzku listsýninguna en meðal sýningargesta var forseti íslands, herra Kristján Eldjárn. Ljósmynd Mbl. Kristinn. Fjölmenni við opnun grænlenzku sýningarinnar GRÆNLENZKA listsýn- ingin í Norræna húsinu var opnuð að viðstöddum fjölda gesta í gær og var það grænlenzka listakonan Aka Höegh sem opnaði sýning- una en einnig fluttu ávörp Erik Sönderholm og Bodil Kaalund sem annaðist upp- setningu sýningarinnar. Nær 200 verk eru á sýning- unni sem var opnuð í fyrsta sinn á íslandi á ferð um Norðurlönd. Danski listmálarinn Bodil Kaalund afhendir forseta íslands bók að gjöf sem hún hefur nýlokið við um grænlenzka list. Enn eitt innbrot í gagnfræðaskól- ann í Hveragerði Hveragerði 9. jan. FÖSTUDÁGINN 8.1. var brotist inn í Gagnfræða- skólann í Hveragerði og stolið þaðan fjölritun- arspíritus og tveimur seg- ulbandstækjum. Fréttaritari Mbl. innti skóla- stjórann Valgarð Runólfsson eftir þessum atburði og kvað hann helst líta út fyrir að þarna hefðu verið að verki menn, sem væru kunnug- ir í skólanum. Allar hurðir hefðu verið læstar en hurðir að kennara- stofu og geymslu verið sparkaðar upp. Er önnur ónýt en hin stór- skemmd. Úr geymslunni var stolið fjölritunarspíritus, sem er talinn óhæfur til drykkjar. Þá var stolið tveimur segulbandstækjum úr kennarastofunni en verð tækjanna sem keypt voru í staðinn er krónur 346 þúsund. Þess má geta, að tvö innbrot voru framin í járnsmíðadeild skól- ans og stolið þaðan miklum verð- mætum. Eru þau innbrot óuppl- INNLEN-T ýst. Tjón skólans er því tilfinnan- legt. — Sigrún. Engin ákvörð- un um útfærslu við Grænland SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær frá utanríkisráðuneyt- inu hafa engar fréttir borizt til þess um fyrirhugaða út- færslu Dana á efnahagslög- sögu Grænlands í 200 mílur. Vegna frétta, sem bárust í gær frá Noregi um að út- færslan væri fyrirhuguð hinn 1. apríl næstkomandi, komu þær upplýsingar frá Danmörku í gær, að þessar fréttir væru alrangar. Samkvæmt upplýsingunum frá utanríkisráðuneytinu í gær er ekkert endanlega ákv- eðið um útfærslu efnahagsl- ögsögunnar við Grænland. Hins vegar munu Danir hafa haft til yfirvegunar undan- farið áform um útfærslu norðan við 67 gráðu. Engin ákvörðun hefur samt verið tekin eins og áður segir. Sæmilegur afli — en ógæftir í vertíðarbyriun VERTÍÐARBÁTAR víða um land hafa nú byrjað róðra, en útlit er fyrir að allur bátaflotinn verði tilbúinn til veiða á næstunni. Veður hafa nokkuð hamlað veiðum fyrstu daga vertíðarinnar, en þó hefur aflast sæmilega í öllum landsfjórðungum. Afli netabátanna hefur verið 4—7 tonn, mest þorskur. Að sögn Ingólfs Falssonar, frétta- ritara Mbl. í Keflavík, er reiknað með að nær 30 bátar verði gerðir út í vetur. Vertíðin að hefjast í Eyjum Nokkrir af þeim um það bil 50 bátum sem gerðir verða út frá Eyjum í vetur hafa lagt netin og einnig eru nokkrir að byrja á línu, en tíð hefur verið vond að undanförnu. Eyjabátum hefur fækkað mjög frá sl. ári og eru heimamenn mjög uggandi yfir þeirri þróun því þótt seldu bát- arnir séu flestir gamlir hafa engir nýir komið í staðinn. Tregt hjá Hornafjarðarbátum Á annan tug Hornafjarðar- báta stunda nú línuróðra og hefur megnið af Hornafjarðar- flotanum hafið vetrarvertíð. Veiði hefur verið treg. Um helg- ina höfðu 60 tonn borist þar á land miðað við 200 á sama tíma í fyrra. Veiði var þó ágæt fyrstu róðrana. Leiðindatíð hjá Grindvikurbátum Um 10 Grindavíkurbátar eru byrjaðir á netum og 4 á línu, en segja má að vetrarvertíð í Grindavík sé að komast í gang. Allir loðnubátar Grindvíkinga eru farnir á miðin, en hjá heimabátum sem eru byrjaðir hefur afli verið tregur enda leiðindatíð. „Lúðvík Barði Kjartan“ Vart er hægt að tala um vetrarvertíð í Neskaupstað. Það- an eru Magnús og Börkur farnir á loðnu og togararnir Birtingur og Bjartur eru á veiðum, en Fylkir, sem er 270 lestir að stærð, er á línu. Þá er von á hinum nýja skuttogara, Barða, til Neskaupstaðar upp úr miðj- um janúar og er áætlað að hann hefji veiðar um mánaðamótin. Á Neskaupstað gengur nýi togar- inn undir sérstöku nafni meðal gárunga, Lúðvík Barði Kjartan. Upp í 7 tonn á línuna í Keflavík 12—14 Keflavíkurbátar eru byrjaðir að róa, flestir á línu. Langt að sækja hjá Húsvíkingum Nokkrir línubátar hafa byrjað róðra á Húsvík og hafa þeir þurft að sækja mjög langt, eða allt að 8 tíma stím. Afli hefur verið sæmilegur. Rækjuveiði er ekki byrjuð hjá Húsavíkurbát- um, en verið er að athuga ástand rækjumiðanna í Axarfirði, sam- kvæmt upplýsingum fréttaritara Mbl. á staðnum. Stórþorskur í net Sigl- firðinga Siglufjarðarbátar hafa verið að fá upp í 8 tonn í róðri í netin, en aðallega eru smærri bátar byrjaðir veiðar eða af stærðinni 11—40 tonn. Mest hefur veiðst af stórþorski. Samkvæmt upplýsingum Matthíasar, fréttaritara Mbl. á staðnum, komu alls 246 farþega- og flutningaskip til Siglufjarðar á s.l. ári, 14 erlend fiskiskip, 107 togskip og 364 önnur fiskiskip, eða alls 731 skip. Electropower GÍRMÓTORAR RAFMÓTORAR EIGUM JAFNAN TIL GÍRMÓTORA: Ymsir snúningshraðar lns fasa: 3/4 - 1 1/2 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö RAFMOTORA: 1400 - 1500 sn/mín. lns fasa: 1/3 - 3 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö Útvegum allar fáanlegar stærðir og gerðir. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.