Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 37 VELVAKANDI r, SVARAR í SÍMA OIOOKL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Ekki skal Velvakandi fullyrða neitt um réttmæti sjóferðarinnar en hitt er vitað að Landhelgis- gæslan sinnir hinum margvísleg- ustu verkefnum fyrir landsmenn og aðstoðar þá í ýmsum vanda og hver veit nema þetta tiltekna verkefni hafi fallið saman við eitthvert annað verk á svipuðum slóðum. En nóg um það annar bóndi hafði samband við Velvak- anda út af sama máli þótt hann gerði að umtalsefni annað atriði í þessu sambandi, nefnilega um: • Kindurí skóglendi „Ég hélt nú,“ sagði bóndi, „að ekki þekktist lengur að fénaður gengi sjálfala af veturinn hér á landi. Bezt gæti ég trúað að það varðaði við dýraverndunarlög. Að minnsta kosti finnst mér að dýra- verndunarsamtökin ættu að taka þetta til athugunar. Þá er sagt í fréttinni að ærnar gangi í skóg- lendi. Ég held að öruggt megi teljast að það skóglendi verði að „fyrrverandi skóglendi" áður en langt líður. Við hnýtum æði oft í forfeður okkar fyrir að eyða öllum skógi landsins og skilja eftir ber holt. En maður líttu þér nær. Hvað gerum við ekki sjálf á því herrans ári 1980 — og það á ári trésins?" Og ekki verða fleiri orð um sauðfé í blaðinu að sinni, en ekki er að vita nema lesendur hafi fleiri sögur af búfé til athugunar. Þessir hringdu . . jdcc- • Þakkar ferða- þjónustu fatlaðra Gestur Sturluson: „Undanfarið hafa kjör fatlaðs fólks verið mjög til umræðu og er það vel því þar er víða pottur brotinn og það þarf víða úr að bæta eins og rækilega hefur verið bent á. En við sem fötluð erum megum ekki eingöngu einblína á það sem á vantar og miður fer, heldur verðum við einnig að gleðj- ast yfir og þakka það sem vel hefur til tekist hvort sem það er fyrir okkar tilstilli eða annarra. Það sem ég á hér við er það framtak að fá sérhannaða bíla til að keyra fólk í hjólastólum. Sjálf- ur er ég bundinn við hjólastól og veit því vel hvaða geysileg breyt- ing hefur orðið á högum mínum og annarra sem eins er ástatt um síðan þessir bílar fóru að ganga. Áður varð ég að ferðast í leigu- bílum og var það hálfgert basl, þó að bílstjórarnir væru oftast liprir og allir af vilja gerðir, eða þá að ferðast með lögreglunni. Lög- reglumennirnir voru og eru mjög liprir og geðugir og vil ég færa þeim þakkir fyrir alla hjálp mér veitta á undanförnum árum. En SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á minningarmótinu um Vidmar í júgóslavnesku borgunum Bled og Portoroz í sumar kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Ri- blis, Ungverjalandi, og Marjano- vics, Júgóslavíu. Sá síðarnefndi, sem hafði svart og átti leik, fann nú þvingað mát. þeirra störf eru svo margþætt að oft hafa þeir engan tíma til að sinna öðru en sínum skyldustörf- um. Þeir sem ekki hafa reynt geta vart ímyndað sér hvað það er þægilegt að hafa þessa bíla alltaf vísa þegar á þarf að halda. Og það á mjög vægu verði. Um þetta ætla ég ekki að hafa fleiri orð en að endingu vil ég færa mínar bestu þakkir öllum sem unnu að því að koma þessari ágætu þjónustu á og ekki síst bílstjórunum á þessum bílum, liprari og traustari mönnum hef ég varla kynnst. HÖGNI HREKKVÍSI Nýr þingmaður: Sigurgeír Bóasson SIGURGEIR Bóasson, skrifstofu- stjóri Bolungarvík, tók sæti á Alþingi sl. þriðjudag sem varamaður Olafs Þórðarsonar, þingmanns Framsókn- arflokks af Vestfjörðum, vegna anna þess síðarnefnda, sem er skólastjóri í Reykholti. Sigurgeir var 3. maður á lista Framsóknarflokks á Vestfjörð- um í síðustu kosningum og hefur ekki áður setið á Alþingi. „'BG 6E AÐ HAMN HfeFOP L£/6T ÚE? MANNI OG KONNA HAGTRYGGING HF >! 32.... Hxh2+! 33. Kxh2 - Dgl+, 34. Kh3 — Dhl+, 35. Kg4 — hr+, 36. Kf5 — Dh3+ og hvítur gafst upp, því að mátið blasir við. Hollendingurinn Timman sigr- aði á mótinu, hlaut 11 v. af 15 mögulegum. Næstir komu þeir Larsen og Ribli með 10 v. Þátttak- endur á mótinu voru 16, þar af 12 stórmeistarar. BÖRN ÆTTU EKKI AO LEIKA SÉR AO ELDINUM HVERT FER ELDURINN EIGINLEGA ÞEGAR BÚIÐ ER AÐ BLÁSA ÁHANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.