Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 40
^Síminn á afgreiðslunm er 83033 JH«r0unbI«6i& á ritstjórn og skrifstofu: 10100 ]M*rgunblfll>ib FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 Rannsóknin á póstráninu: Gæzluvarðhalds krafizt yfir ung- um Sandgerðingi Þótt rigninKÍn fyrri hluta vikunnar hafi verið mikil þá þurftu bíleigendur að bæta um betur til þess að útsýnið væri i lagi i pollapusinu. Það er Kristján ljósmyndari Morgunblaðsins sem skrúbbar þarna bílrúður á bílnum sinum, en innan dyra sat Ragnar Axelsson ljósmyndari og smellti af. Hækkun F—vísitölu: 10—11% 1. febrúar og- 8—9% hinn 1. maí? í ATHUGASEMDUM Þjóðhags stofnunar til stjórnarmyndunarað ila segir, að telja megi líklegt, að hækkun framfærsiuvísitölu frá nóv- ember til febrúar verði 10—11%, en hækkunin geti þó orðið meiri, ef t.d. gjaldskrárhækkanir opinberra fvrirtækja og hækkun á verði vöru og þjónustu, sem háð er verðlags- ákvæðum, verður meiri en gert var ráð fyrir í áætlun Hagstofu frá 10. desember síðastliðnum. Síðan segir um þetta: „Þótt fyrir- liggjandi verðhækkunarbeiðnir verði afgreiddar fyrir vísitöluútreikning í febrúar, eru ýmsir liðir framfærslu- vísitölu þannig, að þeir eru aðeins endurskoðaðir í heild einu sinni á ári. Nokkrir slíkir mikilvægir liðir koma til endurskoðunar í maí. Má þar einkum nefna húsnæðislið og einnig áburðarverð í búvörugrund- velli og ábyrgðartryggingar bifreiða. Að auki eru fjölmargir vöruliðir vísitölunnar reiknaðir þannig að miðað er við meðáltal útsöluverðs í nokkrum verzlunum og hækkar með- alverðið því smám saman eftir því Mótmælastaða við sovézka sendiráðið VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, félög lýðræðissinnaðra framhaldsskólanema og fleiri félög efna til mótmælastöðu við sovéska sendiráðið i Garðastræti kl. 14 i dag vegna innrásar Sovétrikjanna i Afghanistan. sem eldri vörur seljast upp og nýjar koma í staðinn." Síðan segir: „Jafnvel þótt engin ný kostnaðartilefni kæmu til frá febrúar til maí, myndi meðalverð á þessum vörum hækka. Allt þetta gæti falið í sér hækkun framfærslu- vísitölu frá febrúar til maí um a.m.k. 5 ‘A%, algjörlega án nýrra kostnað- artilefna. Til viðbótar þessu kæmu síðan verðlagsáhrif „óhjákvæmilegr- ar gengisaðlögunar" á næstu mánuð- um auk ýmissa annarra atriða, sem erfitt er að sjá fyrir. Er því vart við því að búast, að framfærsluvísitalan hækki minna en 8—9% frá febrúar til maí.“ „Aðgerðir gegn verðbólgu“ Sjá og athugasemdir Þjóð- hagsstofnunar við þær bls. 21 UNGUR Sandgerðingur er i haldi Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna rannsóknar á póstráninu þar i bæ og hefur hún gert um það kröfu i sakadómi Gullbringusýslu, að maðurinn verði úrskurðaur i gæzluvarðhald til 30. janúar n.k. eða í 21 dag. Að sögn Hallvarðs Einvarðssonar rannsóknarlögreglustjóra ríkisins 6% geng- issig á næstu 2—3 mánuðum VERÐ á erlendum gjaldeyri myndi hækka um samtals 6% á næstu 2—3 mánuðum vegna „óhjákvæmilegrar leiðrétt- ingar á gengisskráningu,“ seg- ir i athugasemdum Þjóðhags- stofnunar til stjórnarmyndun- araðila. I Athugasemdunum segir að meðalgengi krónunnar hafi ver- ið nokkuð stöðugt síðustu 3 mánuði, þrátt fyrir verulegar kostnaðarhækkanir innanlands. Ekki sé einhlítt að meta, hver „óhjákvæmileg leiðrétting á gengisskráningu" þurfi að vera, en reiknað sé með að verð á erlendum gjaldeyri hækki um samtals 6% á næstu 2—3 mán- uðum vegna kostnaðarhækkana innanlands að undanförnu. „I framhaldinu er síðan gert ráð fyrir að gengisbreytingar verði smám saman hægari og miðist við það að jafna muninn milli verðlagsþróunarinnar innan- lands og í viðskiptalöndum. Að öðrum kosti er hætt við að fljótt komi til rekstrarerfiðleika í útflutningsgreinum og þeim greinum, er eiga í samkeppni við innflutning og þar sem skapist ójafnvægi í utanríkis- viðskiptum", segir í athuga- semdum Þjóðhagsstofnunar. er hér um að ræða ungan mann, sem býr á efri hæð pósthússins. Sagði Hallvarður, að ákveðinn grunur hefði beinzt að unga manninum og hefði þótt nauðsynlegt að hefta för mannsins á meðan rannsókn færi fram á því hvort hann hefði átt þarna hlut að máli eða ekki. Maður þessi var handtekinn í upphafi rannsóknarinnar en sleppt fljótlega. Það var 2. janúar sl. að ráðist var á Unni Þorsteinsdóttur póstmeist- ara og stolið 400 þúsund krónum frá Pósti og síma. Síðan hefur um- fangsmikil rannsókn farið fram í málinu. Guðmundur Kristjánsson aðal- fulltrúi við sakadóm Gullbringu- sýslu mun fjalla um gæzluvarð- haldsbeiðnina og tók hann sér sólarhringsfrest til ákvörðunartöku. Fyrirfram- greiðsla skatta: 62 eða 66 prósent? ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur í athugasemdum til stjórnar- myndunaraðila fjallað um fyrir- framgreiðslu þinggjalda 1980 miðað við skatta einstaklinga. Gert er ráð fyrir, að innheimt sé ákveðið hlutfall af tekjuskatti og eignaskatti einstaklinga og sjúkratryggingagjaldi og að sveitarfélög noti sama inn- heimtuhlutfall á útsvör. Miðað við álagningartölur skatta sara- kvæmt fjárlagafrumvarpi, sem liggur fyrir Alþingi, gefur Þjóð- hagsstofnun upp tvö dæmi. Um fyrra dæmið segir: „Sé miðað við, að hlutfall skatta af tekjum yrði hið sama fyrri og síðari hluta árs, þyrfti fyrir- framgreiðslan að vera 62% af álögðum gjöldum ársins 1979. Er þá miðað við u.þ.b 43% aukningu tekna milli áranna 1979 og 1980.“ Um síðara dæmið segir: „Sé miðað við, að þau gjöld sem hér um ræðir, nemi jafnhárri fjárhæð fyrri hluta og síðari hluta árs, þyrfti fyrirframgreiðslan að vera 66%. Skattbyrði yrði þá þyngri fyrri hluta en síðari hluta árs, en svipuð á fyrri hluta árs 1980 og á síðari hluta árs 1979. Hins vegar kynni þetta innheimtuhlutfall að reynast allþungt fyrir þá gjald- endur, sem nytu minni tekju- hækkunar, en hér er gert ráð fyrir.“ Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Þjóðstjóm ekki byggð á tillögum eins flokks — heldur málamiðlun GEIR Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, itrekaði i samtali við Morgunblaðið i gær, að fyrirspurnir þær og forsend- ur, sem sendar hefðu verið Þjóð- hagsstofnun, væru gerðar í þvi skyni að afla upplýsinga um áhrif tiltekinna aðgerða. Hér væri um samsafn viðhorfa að ræða, sem komið hefðu upp i könnunarviðræðum á undanförn- um dögum. „Þetta eru engan veginn tæmandi atriði,“ sagði Geir, „og þess vegna er ekki um tillögur eins eða neins flokks að ræða. Það er skoðun min, að ef viðræður um myndun þjóðstjórn- ar eiga að bera árangur, er ekki hægt að leggja til grundvallar tillögur eins flokks, heldur verð- ur að skiptast á hugmyndum um úrlausnir og reyna að ná fram málamiðlum, sem allir geti sætt sig við.“ Geir Hallgrímsson sagði, að ef einn flokkur, og þá ekki sízt sá, er hefði forgöngu um stjórnarmynd- un, legði fram tilbúnar tillögur, þá væri það vísasti vegurinn til þess að kalla á andstæðar tillögur frá öðrum, sem aðeins myndi leiða til karps. Spurningin næri nú. hvort unnt væri að ná fram opinskáum viðræðum, er leiddu til sameiginlegrar niðurstöðu. Auð- vitað væri sú hætta fyrir hendi, að samnefnari sjónarmiða fleiri flokka yrði áhrifaminni en færri flokka, en auðvitað verður þessi samnefnari sjónarmiða þó að vera nægilega árangursríkur, svo að náist að víkja burtu þeirri ring- ulreið og upplausnarástandi, sem nú ríkir. Miðað við þau vandamál, sem nú væri við að glíma — sagði Geir, býður þjóðarnauðsyn, að starfhæf ríkisstjórn takist á við Geir Hallgrimsson vandamálin og sú skylda hvílir á Alþingi og öllum stjórnmála- flokkunum, að leitazt verði við að ná málamiðlun. „Nú er sízt af öllu sá tími að festa sig við þröngsýn flokkspólitísk sjónarmið í þeirri von að koma höggi á andstæðing- inn,“ sagði Geir Hallgrímsson. Sjá: Sjálfstæðismenn ræða við fulltrúa hinna flokkanna. Bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.