Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980 17 væntanlega milli 40 og 50 talsins. — Sem fyrr segir eru 24 þegar bornar, og fleiri bera væntanlega næstu daga. Nokkrir dagar eru á milli þess sem ærnar bera, þrátt fyrir að þær fengu allar sama daginn, en það sagði Ólafur stafa af eðlilegum mismun á lengd meðgöngutíma. „Lömbin eru mjög lífvæn- leg,“ sagði Ólafur, „og ekki er annað hægt en vera ánægður með þann árangur sem náðst hefur, enn sem komið er að minnsta kosti. Ærnar mjólka vel, enda eru þær vel fóðraðar, en síðar verður lömbunum einnig gefið hey og fóðurbætir. — Það verður að taka skýrt fram, að þótt lömbin líti vel út núna, ef of snemmt að segja til um hvernig þau taka við sér þegar frá líður. Hætt er við að mjólkin sé ekki eins kraftmikil og hjá ám sem ganga á grængresi, þó þær mjólki vel. En reynsla er fyrir því á vorin er ær bera snemma, og hafa verður lambfé á húsi, að lömbin komast upp á lag með að eta bæði hey og fóðurbæti, og því skyldu þau þá ekki gera það nú?“ Meiri framleiðslu- kostnaður Ólafur sagði, að þótt þessi tilraun kynni að takast vel allt til enda, væri ekki þar með sagt að bændur tækju þessa nýbreytni almennt upp. í fyrsta lagi væri ljóst að fram- leiðslukostnaður á hvert kílógramm yrði mun hærri en af haustslátruðum dilkum, og því yrði að selja þetta kjöt hærra verði en annað lamba- kjöt. Enn væri of snemmt að segja til um hvort nógu hátt verð fengist. Þá væri einnig vandamál, að yfir vetrarmán- uðina eru öll gripahús full af fénaði, og því erfitt um rými fyrir lambfé. Auk þess er tafsamara og erfiðara að sinna fé inni um sauðburð en úti á vorin. Vel gæti hins vegar komið til greina að einhverjir bænd- ur tækju þetta upp, og þá sem eins konar aukabúgrein, og ennfremur gæti þetta orðið hagkvæmt fyrir smábændur. Loks væri hægt að hugsa sér að geldær yrðu notaðar með þessu móti, og þannig fengið enn hærra frjósemishlutfall en nú er. Lambfé í hrútastíum Nýbornu ærnar eru nú í hrútastíum í öðrum enda hesthússins í Gunnarsholti, en þær eru auðar vegna þess að hrútarnir eru nú innan um féð. Eru ærnar hafðar einar í stíu fyrst, síðan nokkrar sam- an og loks verða þær allar hafðar í einu hólfi er lömbin eru komin á legg. „Raunar mætti hugsa sér að bændur hefðu svipaðan hátt á ef af því verður að farið verður inn á þessar brautir," sagði Ólafur, „Ærnar verða þá látn- ar bera í hrútastíunum og síðar má færa þær á hlöðugólf eftir því sem gefið er að heyforðanum, líkt og gert er þegar illa vorar“. - AH. Helgi Hálfdanarson: MÁL MÁLANNA Myndun ríkisstjórnar, kosning forseta íslands, ástandið í Afg- anistan, íran, Ródesíu, allt verð- ur þetta að hégóma hjá því stórmáli, sem nú er efst á baugi: Er áttunda áratug aldarinnar lokið eður ei? Jafnvel átrúnað- argoð stjórnmálamanna, sjálfur verðbólgudraugurinn, hefur orð- ið að taka ofan höfuðið fyrir þessum þjóðar-vanda um sinn. í dag hefur Vilhjálmur Þór Kjartansson svarað athugasemd minni um þetta efni með skemmtilegri grein í Morgun- blaðinu, og kann ég honum beztu þakkir. Mér þykir að vísu sorglegt, að Vilhjálmur skuli dilla þeirri meinloku, að hægt sé að fylla tug með núlli, þó svo hann sé að henda gaman að þessu mikla alvörumáli af prakkaraskap. Hitt þykir mér þó enn átakan- legra, að honum skyldi verða fótaskortur í hitastiganum. En þar varð honum heldur en ekki hált á þeim ruglingi raungreina- manna að láta orðið „hitastig" ýmist merkja mæli-einingu á hitahæð (degree) eða sjálfa hita- hæðina sem mæld er (tempera- ture). Til dæmis segja þeir um veðrið, að hitastigið sé tíu stig! Þegar Vilhjálmur ræðir um hitahæð, segir hann sí og æ hitastig. En hitastig í eintölu er alveg fráleitt að nota um til- tekna hitahæð, þ.e.a.s. um tiltek- inn fjölda af hitastigum. Eitt hitastig er að réttu lagi hundr- aðasti hluti bilsins milli frost- marks og suðumarks á vatni, og er því svipuð mæli-eining á hitahæð og t.d. metri sem mæli- eining á vegalengd eða ár sem mæli-eining á tíma. Þegar sagt er, að hitastigið sé hærra í dag en í gær, þá er það líkast því að sagt væri, að kílómetrinn sé lengri til Akur- eyrar en til Keflavíkur. Að sjálfsögðu væri þar átt við vega- lengdina til þessara staða mælda í kílómetrum. Og á sama hátt væri í hinu dæminu átt við hitahæðina (temperature) mælda í hitastigum (degrees). Raunar væri nóg að tala um háan og lágan hita, svo sem verið hefur föst málvenja. Ef sagt er, að eitthvert efni bráðni „við 25,5°C“, er átt við að það bráðni í 25,5 stiga hita, en það merkir, að bræðslumark þess sé tuttugu og fimm og hálfu hita- stigi hærra en bræðslumark (eða frostmark) vatns. Þegar eðlisfræðingar mæla hitahæð, er einatt miðað við frostmark vatns á líkan hátt og sagnfræðingar miða við fæðingu Krists, þegar þeir mæla tíma. Hvort um sig eru mót tveggja samliggjandi mæli-eininga, ann- ars vegar hitastiganna næst fyrir neðan og næst fyrir ofan frostmark vatns, og hins vegar áranna næst á undan g næst á eftir fæðingu Krists. Að vísu geta eðlisfræðingar brugðið því fyrir sig til hagræðingar að mæla hitahæðina frá algeru lágmarki hennar, sem sé frá 0° á Kelvins-hitastiga, eða -273°C. Þá verður hiti aldrei Iægri en núll stig; og þá er sagt, að vatn frjósi í þeirri hitahæð, sem er 273 hitastigum meiri en sú „hitahæð", þar sem öll hreyfing efnis væri úr sögunni. Því miður geta veslings sagn- fræðingarnir ekki brugðið á samskonar ráð, því þeir vita ekki til þess, að tíminn hafi átt sér upphaf fyrir tilteknum ára- fjölda. Hins vegar gætu þeir, ef þeir kærðu sig um, sett sér einhver tímamörk nógu fjarlæg til að öll veraldarsagan yrði á „jákvæðum tíma“, ef svo mætti segja. Ef þeir létu sér nægja t.d. 10000 ár f. Kr., þá hefði Kristur fæðzt á mótum áranna 10000 og 10001; og 11980-asta árið væri nú að hefjast. Kannski yrði tímatal- ið ljósara í þeim dúr, því þá væri „núll-árið“ víst loksins úr sög- unni. Einhver segir, að ekki sé óeðlilegt að telja saman í hvern áratug hverrar aldar þau ár, sem hafa sama tugarstaf í ártalinu. En þetta er bara ekki hægt nema með því að stela einu ári ofan af fyrsta tug fyrstu aldar, svo að sá „áratugur" yrði að láta sér nægja níu ár, og hlyti það að kallast býsna skringileg talning. Að lokum vildi ég mega ráð- leggja raungreinamönnum að hætta þessum hlálega ruglingi með „hitastig", sem setur þá sjálfa út af laginu, þegar minnst varir, lofa orðinu að merkja eingöngu það, sem því er eðli- legast: mæli-einingu á hitahæð (degree) og ekkert annað sam- tímis, en þýða svo erlenda orðið „temperature" með „hitahæð“ samkvæmt fastri málvenju um háan og lágan hita, þó að raunar dygði þar „hiti“, fyrst á annað borð var farið að ljúga því upp, að „varmi" merkti ekki annað en orku mælda í kalóríum. Að svo mæltu læt ég útrætt um það núll núllanna, sem um skeið hefur verið mál málanna. 8. janúar 1980. Gunnar Tómasson: Hverju reiddust goðin? Um árabil hafa veður öll verið válynd á Fróni og efnahagsleg upplausn hefur ógnað heill og ham- ingju íslenzku þjóðarinnar. Þótt vandinn sé mikill, þá er orsök hans einföld, eins og nú skal rakið. Á sjöunda áratug aldarinnar var skynsamleg hagstjórn á íslandi — hagvöxtur var veru- legur, verðbólga var óveruleg, og lífskjör fóru ört batnandi. Var það eitt áhyggjuefni ýmsum kölluðum, að eigi væru útvaldir til landsstjórnar. í júlí 1971 birti þó til, og hófust þá til áhrifa tveir ólíkir hópar fyrrum utangarðsmanna. Taldi annar að átök og upplausn í atvinnulífi þjóðarinnar væru af hinu góða, en hinn að efla mætti þjóðarhag með misvitr- um tilraunum á sviði hagstjórn- ar. í stjórnarsáttmála í júlí 1971 var þannig hafnað þeirri for- sendu fyrri hagstjórnarstefnu, að almenn lífskjör réðust af verðmætasköpun þjóðarbúsins, en það boðað, að allra hagur skyldi bættur um fimmtung á grundvelli velvildar ríkisvalds. Eldskírn yfirlýstrar velvildar varð sú, að kröfur til kjarabóta voru gerðar á grundvelli hennar síðla árs 1971. Af stjórnpalli þjóðarskútunnar gengu þá þau boð til hikandi samningsaðila, að þeir skyldu ódeigir stinga sér til sunds, þótt engin virtist landsýn. Velvild ríkisvalds réði einnig tilþrifum við úthlutun kjarabóta og framkvæmdafjár af opinber- um sjóðum. Þótt það sé forsenda vitrænnar hagstjórnar, að fram- boð lífsgæða setji fullnægingu eftirspurnar ákveðin takmörk, þá sýndu fyrstu gerðir, að vel- viljuð ríkisstjórn lætur sér ekki skort fjármagns fyrir brjósti brenna er gengið skal til góðra verka. Með hagfræðilega endaleysu að leiðarljósi, var þannig hafin grímubúin aðför að stoðum at- vinnulífs og efnahagslegs jafn- vægis. Eins og sá veit, sem við er átt, þá var það skoðun undirrit- aðs í desember 1971, að fram- kvæmd hagstjórnarstefnu fyrri ríkisstjórnar Ólafs Jóhannes- sonar yrði íslenzku hagkerfi Ragnarök innan átján mánaða. Brátt var líka sem með sviga lævi hefði verið farið um rætur hins íslenzka hagkerfis. Við uppgjöf ríkisstjórnarinnar á miðju ári 1974 var þó sök lýst á hendur íslenzkum náttúruöfl- um. Var þannig að skilja, að elds- umbrot í janúar 1973 hefðu magnað upplausn atvinnulífs og verðbólgu frá árslokum 1971. En hverju reiddust goðin, er verð- bólgueldur tvíefldist og lék við himin á þrettán mánaða ferli síðari ríkisstjórnar Ólafs Jó- hannessonar? Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá stendur skrifað, og vart geta þeir firrt sig ábyrgð óstjórnar, sem gunnreifir gengu til stjórnsýslu í júlí 1971. Þótt íslenzk náttúruöfl hafi löngum reynt þolrif þjóðarinnar, þá verður landsvættum ekki kennt um mótun hagstjórnarstefnu. í málefnum atvinnulífs var einfaldlega þannig stjórnað eft- ir júlí 1971, að einungis stórauk- in seðlaprentun fékk forðað stöðvun verðmætasköpunar. Þannig varð 240 hundraðshluta aukning skulda atvinnulífsins við bankakerfið á árunum 1972—1975, og hafði verið þre- falt minni 1968—1971. Þó kastaði fyrst tólfunum við Hrunadans hins velviljaða ríkis- valds — er bókfærðir höfðu verið vanskilareikningar í árs- lok 1975, hafði orðið 1460 — fjórtán hundruð og sextíu — hundraðshluta aukning á bankaskuldum hins opinbera frá árslokum 1971. Áður hafði skuldastaðan verið óbreytt frá árslokum 1967. Hömlulaus prentun peninga- seðla reyndist þannig hafa verið bjargráð það, sem menn eygðu af stjórnpalli þjóðarskútunnar við gerð kjarasamninga síðla árs 1971. Enda var slíkt í fullu samræmi við kjarna hinnar nýju hagstjórnarstefnu: aukn- ing peningamagns mun ekki valda verðbólgu, ef velviljað ríkisvald setur verðlagsákvæði með heill og hamingju íslenzku þjóðarinnar að leiðarljósi. Vituð ér enn — eða hvat? Gunnar Tómasson Fundur til und- irbúnings mótmæla gegn innrásinni í Afghanistan FUNDUR til undirbúnings að- gerða vegna innrásar Sovétríkj- anna í Afghanistan verður laug- ardaginn 12. janúar klukkan 14 á Freyjugötu 27, i sal verka- kvennafélagsins Sóknar. Einingarsamtök kommúnista hafa frumkvæði að fundinum en hafa boðið til hans öllum öðrum pólitískum samtökum og flokkum. Þar verður frekara áframhald ákveðið. Auk pólitískra fulltrúa er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga á að mótmæla innrás Sov- étríkjanna í Afghanistan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.