Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 Mér varö það á fyrir viku að setja fram sem fyrripart botn gamallar vísu eftir skáldbónd- ann Jón Þorsteinsson á Arnar- vatni í Mývatnssveit. Andrés Kristjánsson námsstjóri segir mér svo frá, að tildrög vísunnar hafi verið þau, að Jón lenti í mikilli rigningu, svo að vatn rann niður um bak hans. Hann orti þegar hann kom heim: Fellur regn með fossa nið, fúlt og Ijótt í bragði. En allt er betra en íhaldiö eins og Tryggvi sagði. Honum þótti betra að vatnið rynni en að allt stæði kyrrt, eins og Anarés komst að orði við mig. Og eins og allt er í pottinn búið þykir sennilega flestum við eiga að líta svo á, að Jón hafi fullort þessa vísu. Annars var Jón mjög skemmtilegur hagyrðingur og skáld, eins og þessi staka ber með sér: Sýndu oss aftur almátt þinn, eins og fyrr við sjóinn; vak þú hjá oss, Herra minn, hastaöu nú — á snjóinn. Eða þessi: Það er nú svona sitt á hvað: sólskin er öðru megin, en nepjustælingur norðan að. — Nú verð ég miðlun feginn. I Arbók Þingeyinga 1978 skrif- ar Jón Kr. Kristjánsson skemmtilega grein: „Þar dali þrýtur. Skáldin á Arnarvatni." Þar er getið „átta manna og kvenna, er öll urðu meira eða minna kunn, flest sérstaklega fyrir ljóðagerð eða ritstörf, og áttu það sameiginlegt að ala aldur sinn lengur eða skemur á sama bænum, Arnarvatni í Mý- vatnssveit, á tveggja aldarþriðj- unga skeiði, frá 1882 til 1949.“ Þar segir m.a. svo um Jón Þorsteinsson að hann hafi búið á Arnarvatni frá 1894 og fram á elliár, andast þar 1948. Jón „átti marga strengi í skáldhörpu sinni. Hann var fagurskygn og glöggsýnn í senn. Skopskyn hans var næmt og skilningurinn hvass. Menn sáu oft hlutina undir hönd hans í nýju ljósi, brostu að sumu og dáðust að öðru. Þelhlýja og draumblíð yfir- sýn einkenndu þó ljós hans fyrst og fremst, eins og manninn sjálfan. Ólíkustu hlutir urðu honum yrkisefni. Jafnvel sagan um Ðavíð konung og Badsebu þurfti að endurskoðast með léttri lund: Ekki mundi Úría orðiö hafa viöskila, hefði ekki Batseba baöað sig viö lindina, Davíö með sinn kvæðakliö klifraði upp á húsþaki, litið pennan sómasið. Svona er stundum hreinlætið." Og lýkur nú tilvitnuninni í grein Jóns Kr. Kristjánssonar. k hefur ort limru: Annabel Lee eftir Poe tekur að sér prófark- arlestur: „Ég leiðrétti orð fyrir öðrum,“ sagöi Annabel Lee, „út á jöðr- um Hér er á skrifað Po. Ég set óðara Poe. Þaö er víöar guð en í Göröum". Góður vinur þessa leiks hefur beðið mig að koma á framfæri gömlum fyrrihluta, sennilega skagfirskum, í von um að ein- hver kynni botninn og skrifaði Vísnaleik: Nefni ég tólf með nadda kólf sem niðri í gólfi eiga hólf: Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AOSTER hrærivélarna Scup btóndei gtoss container Verö kr. 148.000 Fást í öllum helstu raftækja verslunum. Vörumarkaðurinn hf. Raftækjadeild 8. 86117.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.