Morgunblaðið - 13.01.1980, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980
33
Sigurður í Aust-
urhlíð 80 ára
Sigurður Kristinn Eyvindsson
fyrrverandi bóndi, verður 80 ára
mánudaginn 14. janúar. Hann
fæddist aldamótaárið í Skil-
mannahreppi og voru foreldrar
hans Eyvindur bóndi þar Björns-
son í Vatnshorni Hjartarsonar
bónda á Syðri-Brú í Grímsnesi, en
kona Björns var Sólveig Björns-
dóttir prests áa Þingvöllum Páls-
sonar. Móðir Sigurðar, seinni kona
Eyvindar, var Þórdís Sigurðar-
dóttir Halldórssonar frá Mið-
sandi. Sigurður missti föður sinn í
nóvember 1911 og var hann þá
tekinn í fóstur af þeim sómahjón-
um, föðurbróður sínum, Birni
Bjarnasyni hreppsstjóra í Graf-
arholti, og konu hans, Kristrúnu
Eyjólfsdóttur bóndaog hómópata-
á Stuðlum við Reyðarfjörð.
Áður höfðu þau hjón tekið Pétur
hálfbróður Sigurðar, tæplega
tveggja ára, fæddan 18. 11. 1884,
en hann dó 26. 6. 1951. Þriðja
fósturbarn þeirra Grafarholts-
hjóna var síðan Guðmundur Ell-
iðason Norðdahl. Kom hann fárra
vikna gamall er faðir hans dó fyrir
jólin 1911. Var móðir hans með
honum í Grafarholti fyrstu miss-
erin. Hjónin í Grafarholti áttu þá
sjö börn, sem öll komust til
manndómsára og eru nú þeir
Sigurður og Guðmundur einir
eftir af þessari stóru fjölskyldu.
Guðmundur býr í Kópavogi.
1920 flutti ég til foreldra minna
í Reykjavík, en þá var Hreiðar
uppeldisbróðir minn og frændi
heimilismaður í Grafarholti og
heitbundinn yngstu heimasætunni
þar. Þegar þau hófu búskap á
Reynisvatni 1922 réðist ég til
þeirra kaupamaður. Komst ég þá í
kynni við þetta góða fólk, en um
haustið gerðist ég fyrir atbeina
Sigurðar vetrarmaður í Grafar-
holti og var þar svo viðloðandi til
1928. Það var að ég tel mikið líflán
fyrir mig að vistast þarna. Þetta
var mikið menningarheimili,
Guðstrú og góðir siðir hafðir í
hávegum. Það var góður skóli
fyrir unglinga. Á þessum árum
var Sigurður mikið við smíðar,
bæði heima og eins í Reykjavík.
Hann fékk réttindi sem trésmiður
en hann var jafnvígur á járnsmíð-
ar. Einn vetur vann hann í
vélsmiðju í Hafnarfirði og þegar
voraði kom hann heim og tók til
við jarðyrkjustörfin. Þá v.ar gott
að vera með Sigurði, af honum
lærði ég margt og á honum margt
gott upp að unna. 1928 flutti ég
austur í Gnúpverjahrepp, en þá
voru Gnúpverjar að stofna rjóma-
bú og vantaði smið. Ég hafði
samband við Sigurð sem var þá að
ljúka verki á Laugarvatni og það
réðst svo að hann kom austur í
Hrepp en húsið var í Stóru-
Mástungu því þar var komin
vatnsaflsstöð. Sigurður var þá
fyrir nokkru heitbundinn ungri
stúlku, sem komið hafði til vistar í
Grafarholti. Hún hét Lilja Þor-
láksdóttir Einarssonar frá Kotá.
Hún var gestur hjá okkur þetta
vor og réð sig í kaupavinnu að
Hamarsheiði. Þá áttu þeir Bjarni
og Jóhann Austurhlíðina, sem var
þá í eyði, og heyjuðu þeir hana í
félagi. Þetta var þá minnsta jörðin
í sveitinni, en öll afgirt. Þegar á
leið sumarið lentu þau hjónaefnin
þarna í félagsheyskapnum og kom
þeim þá saman um að fá jörðina
keypta og fengu þau það. Gengu
þau í hjónaband um haustið og
fóru að búa í Reykjavík. Stundaði
Sigurður smíðar og mun þá ásamt
Gesti Magnússyni hafa smíðað
íbúðarhús fyrir Ragnar í Smára
og sumarbústað við Álftavatn.
Vorið 1931 komu þau svo austur
og fengu inni í Ásaskóla, því
ekkert hús var í Austurhlíðinni.
Hófst nú uppbygginarstarfið.
Komið var upp bráðabirgðahús-
næði fyrir fólk og fénað en
bústofninn var nú ekki stór. Haf-
ist var handa um ræktun, en þá
áttu búnaðarfélögin dráttarvélar
með verkfærum. Það var undra-
vert hvað þau drifu þetta áfram af
litlum efnum. Sigurður stundaði
þá mikið vinnu utan heimilisins og
kom þá oft í hlut húsfreyju að
gegna húsbóndastarfinu. Þegar
samkomuhúsið við Ásaskóla var
byggt stóð Sigurður fyrir því, en
um svipað leyti keypti Högni í
Laxárdal prestsseturshúsið í
Görðum. Sigurður tók að sér að
rífa það og byggja upp aftur í
sama formi heima í Láxárdal. Það
var mikið vandaverk sem hann
leysti með prýði.
Þegar Gnúpverjar ákváðu að
endurbyggja Skálholtsréttir, vildu
sumir færa þær nær og jafnvel
steina þær upp. En þar sem þessar
réttir eru með elztu réttum lands-
ins varð það ofan á að byggja þær
í hinum þjóðlega stíl á sama stað.
Líklega réð Sigurður nokkru þar
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem minntust
mín á 70 ára afmæli mínu þann 31. des. sl.
Guð blessi ykkur öll.
Hólmfrídur Hjartardóttir,
frá Skagaströnd.
Þakkarávarp
Innilega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig með
gjöfum og skeytum á 80 ára afmæli mínu 29.
desember og fyrir gleöina sem þið veittuð mér meö
nærveru ykkar og öll þau hlýju orð sem til mín voru
töluö. Börnum mínum, barnabörnum, tengdadóttur
og hjálparstúlkum færi ég alúðarþakkir fyrir þeirra
stóra hlut, húsbændum mínum Þorbirni í Borg og frú
Sigríði konu hans flyt ég hjartans þökk fyrir þeirra
miklu hjálp með veitingarnar sem öllum fannst meö
miklum ágætum. Aö síöustu vil ég kveðja með þeirri
ósk að ég gæti vafiö öllum vorilminum aö hjarta
ykkar á köldum vetri. Guð blessi ykkur, guð blessi
Island- Theodóra Gudlaugsdóttir
um enda teiknaði hann réttirnar
eins og þær eru nú. Þau eru því
orðin mörg handtökin sem Sigurð-
ur og vinur hans, Kolbeinn Jó-
hannsson, hafa látið í té, bæði hjá
mér og öðrum í Gnúpverjahreppi
og ekki voru alltaf heimt daglaun
að kveldi.
Nú er öðru vísi um að líta í
Austurhlíð, en þegar uppbygging-
in hófst þar sem fyrr getur, jörðin
nærri öll orðin að túni, reisulegar
byggingar, sem tæpast sjást þegar
farið er um veginn hjá Ásum,
trjágróður sem Lilja gróðursetti á
sínum tíma gnæfir yfir öll þök og
þau hjón eignuðust tvö börn,
Kristínu , gifta norskum manni,
Ásbirni Ólafssyni garðyrkjubónda
í Víðigerði hjá Aratungu og eiga
þau fjögur börn, og Eyvind, sem
býr í Austurhlíð og er kona hans
Sunna Guðmundsdóttir. Þau eru
barnlaus en ólu upp systurson
Lilju, Hilmar Ingólfsson, sem býr
í Kópavogi.
Konu sína missti Sigurður 31.
marz 1969 og hefur hann síðan
dvalið hjá börnum sínum. Ég
reiknaði með að hitta Sigurð í
réttunum í haust, en hann var þá
að vinna að undirbúning skóla-
starfs í Ásaskóla.
Með Sigurði var gott að vera.
Hann var algjör bindindismaður
og auk mikillar verkkunnáttu var
hugarheimur hans undrastór.
Vona ég að þú misvirðir ekki
orðmælgina við mig, góði vinur.
Að endingu óska ég og fjöl-
skylda mín þér allra heilla með
afmælið og að ævikvöldið megi
verða þér bjart og fagurt.
Með beztu kveðjum frá mér og
mínum.
Guðjón ólafsson
frá Stóra-Hofi.
Lopi light
einstaklega léttur og lipur
Lopi light fagnar auknutn vin-
sældum í hverjum mánuði, enda
einstaklega léttur og lipur, bæði í
handprjóni og vélprjóni.
Nú fæst lopi light í 24 gullfallegum
litum — í versluninni eigum við fjöl-
margar hugmyndir og fallegar upp-
skriftir. -«-*
Leitaðu óhikað hollra ráða —
Við munum gera okkar allra besta.
it
m /^lafossbúöin
VESTURGÖTU 2 - SlMI 13404
OG VERSLANIR UM LAND ALLT
J
Póstsendum