Morgunblaðið - 13.01.1980, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 13.01.1980, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 37 Minning — Cornelia María Jóhannesson Fædd 4. febr. 1928. Dáin 3. janúar 1980. Með fráfalli hinnar mætu konu, Cornelíu Jóhannesson, hefur verið höggvið tilfinnanlegt skarð í fá- menna liðssveit virkra félaga Islandsdeildar Amnesty Internat- ional. Frá stofnun deildarinnar, haustið 1974, hefur Cornelía starf- að að málefnum hennar við hlið eiginmanns síns Inga Karls Jó- hannessonar, og lagt þar hönd að mörgu verki. Hún gerði það ekki fyrst og fremst á grundvelli þess, að eiginkonu beri að standa við hlið manns áíns í blíðu og stríðu — sem hún hefur þó sannarlega gert — heldur vegna eigin brennandi áhuga og af sterkri tilfinningu fyrir því, að starf samtakanna, svo vonlítið sem það oft virðist, skipti miklu máli. Cornelía var hæglát kona og bar tilfinningar sínar ekki á torg. Okkur, sem með henni störfuðu, gat þó ekki dulizt, að hún tók sér oft nærri upplýsingarnar, sem starfsemi samtakanna byggist á og bera því tíðum vitni, hvernig menn misnota hina dýrmætu náð- argáfu sína, hugarflugið, til þess að finna leiðir til að lítilsvirða og hrjá meðbræður sína á alla lund, bæði andlega og líkamlega. Hún sagði kannski ekki margt en við fundum, að henni ægðu frásagnir af þeim óendanlegu þjáningum, sem karlar, konur og börn um heim allan mega líða og að hún taldi brýnt að leggja lóð sitt á vorgarskál baráttu gegn pólitísk- um fangelsunum, pyntingum og aftökum, hverjir svo sem í hlut ættu eða að verki væru. Ef til vill sótti hún líka einhvern styrk í þessar frásagnir, þegar hún sjálf stóð frammi fyrir þeim böðli, sem er jafnvel harðsvíruðustu pólitísk- um harðstjórum ofjarl. Andspæn- is honum sýndi hún æðruleysi, kjark og reisn, sem hlaut að vekja aðdáun og virðingu. Félagar þeirra hjóna í stjórn og starfshópum fslandsdeildar Amn- esty International kveðja Cornelíu með þökkum fyrir góðar samveru- og samstarfsstundir og senda Inga Karli og fjölskyldu þeirra innileg- ustu samúðarkveðjur. Margrét R. Bjarnason. Hinn 14. þ.m. verður til moldar borin Cornelia Maria Jóhannes- son. Nellý, eins og hún var jafnan kölluð af vinum og kunningjum, fæddist í Wateringen í Hollandi 4. febrúar 1928. Ættarnafn hennar var Scheffelaar. Faðir Nellýar var bankastjóri í Wateringen, sem er í nánd við Haag. í kringum Water- ingen er ræktað mikið af græn- meti. Auk bankastjórastarfsins hafði faðir Nellýar yfirumsjón með sölu og dreifingu grænmetis í stórum stíl. En því miður missti Nellý föður sinn ung að árum. í síðustu heimsstyrjöld, þegar Holland var hersetið af Þjóðverjum, var faðir hennar handtekinn fyrir það eitt að hlusta á enska útvarpið, en slíkt höfðu Þjóðverjar algerlega bannað. Þessi „yfirsjón" varð til þess að Þjóðverjar settu föður Nellýar í fangabúðir í Þýskalandi, en þaðan kom hann aldrei aftur. — Móðirin stóð þá eftir með stóran barnahóp. í Hollandi lagði Nellý stund á störf lyfjatæknis. Hún kynntist Inga Karli Jóhannessyni fram- kvæmdastjóra í gegnum bréfa- skriftir. Hún fékk heimilisfang hans hjá Hollendingi nokkrum, sem hafði mikinn áhuga á auknum samskiptum íslendinga og Hol- lendinga. Sumarið 1951 kom Nellý í heimsókn til íslands. Þau Ingi og Nellý giftu sig svo í Hollandi 16. janúar 1952. Fyrstu árin bjuggu þau í Hol- landi, þar sem Ingi vann hjá hinu þekkta flugfélagi K.L.M., en 1956 fluttust þau til íslands og hafa búið í Reykjavík eftir það, og þar kynntumst við hjónin Nellý og fjölskyldu hennar. Þau Nellý og Ingi eignuðust fjögur mannvænleg börn. Synirnir eru Leó, Ingi og Ellert og dóttirin heitir Anna María, og er hún yngst þeirra systkina. Ellert og Anna María eru ennþá í heima- húsum, en Leó og Ingi hafa eignast yndislegar konur og barnabörnin eru tvö. Fyrstu árin bjó fjölskyldan í Njörvasundi, í sama húsi og móðir Inga og stjúpfaðir. Mikill kærleik- ur ríkti milli Nellýar og tengda- móður hennar og var virðing og hjálpsemi gagnkvæm þeirra í milli. En fyrir nokkrum árum keyptu þau Ingi og Nellý vinalegt eldra hús að Þjórsárgötu 3, sem þau hjón gerðu brátt að sérlega aðlað- andi heimili. Átti dugnaður hús- freyjunnar ekki minnstan þátt í því. — Nellý var mjög ánægð með að búa í þessu vinalega húsi. Við Hollendingar, sem búsett erum hér á landi, höfum leitast við að halda hópinn, þó að ekki sé hann stór. Að vísu komum við ekki oft saman, en oft hringjum við hvert í annað og segjum fréttir, t.d. frá Hollandi. Nellý var heilsteypt kona og bar veikindi sín með sérstökum hetju- skap. Síðastliðið vor þegar veik- indi þau, sem urðu henni að aldurtila, gerðu vart við sig vorum við hjónin stödd erlendis. Eftir heimkomuna hringdi ég svo til Nellýar og sagði hún mér þá rólega og yfirvegað frá veikindum sínum og sagðist ekki vita hvort hún mundi lifa lengi úr þessu. Eftir það forðuðumst við, eftir því sem unnt var, að tala um veikindi hennar. Nokkrum vikum fyrir andlát Nellýar heimsóttum við hjónin hana, og var hún þá búin að baka ljúffengar kökur fyrir okkur, sárlasin, fréttum við seinna. Og þrátt fyrir hin hörmu- legu veikindi veifaði hún brosandi til okkar úr uppljómuðum glugg- anum, er við héldum af stað heim. Þá mynd af Nellý mun ég geyma í minni um ókomna ævidaga. Svona var hún, talaði aldrei um eigin erfiðleika, ef einhverjir voru, held- ur leitaðist við að bera þá ein. Nellý fór í sjúkrahús rétt fyrir jólin. Hún var búin að kaupa jólagjafirnar fyrir fjölskylduna í nóvember. Hún vissi að hverju stefndi, þó að ekki léti hún mikið á því bera. Hún andaðist að kvöldi hins 3. janúar. Aldraðri og sjúkri móður Nellý- ar, sem búsett er í Hollandi, verður hlíft við að heyra um andlát dóttur sinnar. Við hjónin og aðrir hollensk- íslenskir vinir fjölskyldunnar hér á landi biðjum Guð að styrkja Inga og börn þeirra hjóna í sárum harmi þeirra, en þau voru öll Nellý stoð og stytta í veikindum hennar. Öðrum ættingjum og vin- um fjölskyldunnar vottum við einnig dýpstu samúð. Við erum þakklát fyrir að hafa haft tæki- færi til að kynnast Nellý. Megi hún hvílá í friði. Gerda. Kveðja frá börnum Börn og frændur falla fram í þakkargjörð fyrir ástúð alla árin þín á jörð; fyrir andans auðinn, arf, sem vísar leið, þegar dapur dauðinn dagsins endar skeið. Hvíl, þín braut er búin. — Burt með hryggð og tár! Launað traust og trúin, talið sérhvert ár. Fögrum vinafundi friðarsunna skín; hlý að hinzta blundi helgast minning þín. (Cr ljóði Magnúsar Markússonar.) ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Útför móöur okkar, ÞÓRLAUGAR HILDAR BENEDIKTSDÓTTUR, sem lést 8 þ.m. veröur gerö frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 15. janúar kl. 3 e.h. Sóley Þorsteínsdóttír Garóar Þorsteinsson t Þökkum innilega auðsýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar SVEINS ÞÓRÐARSONAR frá Fossi í Staðarsveit, Granaskjóli 18. Guö blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir mannsins míns t fyrir auösýnda samúö viö andlát og jarðarför KARLS FRIÐRIKSSONAR yfirmatsmanns, Stórholti 1, Akureyri. Guörún Friöriksson og aörir vandamenn. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég var að þrasa við prestinn minn um meginhlutverk kirkjunnar. Vinsamlegast segið mér yðar skoðun í þessu máli. Sjaldan eru þrætur gagnlegar, sízt þegar safnaðar- fólk þrætir við prestinn sinn. Mér segir svo hugur, að presturinn yðar hafi lagt áherzlu á það hlutverk kirkjunnar, að hún eigi að predika og kenna, heima og erlendis. Kirkjan er í heiminum samfélag kristinna, trúaðra manna, sem eru sameinaðir um að tilbiðja Guð og þjóna honum á mörgum sviðum. Tilbeiðsla kirkjunnar er lífsnauðsynleg vegna trúarlífs einstaklinganna. Kirkjan er líka í heiminum til þess að vera farvegur og vettvangur, þar sem fagnaðarerindið er boðað allri skepnu. Þetta táknar, að við höfum „heimatrúboð" og „heiðingjatrúboð". Kirkjunni ber og skylda til að kenna þeim, sem trúa, svo að þeir vaxi í þekkingu á sannindum kristindómsins. Enn fremur lærum við í kirkjunni, að okkur ber að lifa Kristi í heiminum. Sá, sem er „kristinn" aðeins á sunnudögum, er lélegur vottur í vantrúuðum heimi. Það er skylda kristinna manna, að þeir lifi þannig hina sex daga vikunnar, að þeir beri þess vott, að Kristur hafi breytt lífi þeirra og gefi þeim kraft gagnvart syndinni. Kristinn maður hefur mörg tækifæri til þess að vera áhrifamikill vottur Krists, þegar hann auðsýnir öðrum elsku í erfiðleikum þeirra og nauðum. í kirkjunni eru skiptar skoðanir á því, hvernig hún eigi að hafa áhrif á skipan þjóðfélagsins. Sumir líta svo á, að kirkjan sjálf eigi að beita áhrifamætti sínum gagnvart yfirvöldum og þjóðfélagi. Aðrir telja miklu fremur, að kristnir einstaklingar í þjóðfélaginu eigi að láta til sín taka í þessu efni. -O- t Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug við andlát og útför, SIGMUNDAR JÓHANNSSONAR, Blómvallagötu 12. Þuríöur Sigmundsdóttir, Þórir H. Bergsteínsson, Jóhann Sigmundsson, barnabörn og bræöur. t Alúöar þakkir fyrir auösýnda samúö og jarðarför mannsins mín, vináttu við andlát og VIGNIS ANDRÉSSONAR, íþróttakennara. Fyrir hönd vandamanna, Þórunn Jónsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö við andlát og jaröarför föður okkar, tengdafööur og afa, ALBERTS ERLENDSSONAR, Selvogsgötu 10, Hafnarfiröi. Ingveldur Albertsdóttir Kristín Albertsdóttir Margrét Albertsdóttir Steingrímur Benediktsson Ólafía Albertsdóttir Gunnar Guömundsson Erla Albertsdóttir, Einar Guómundsson og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR BÁRÐARSONAR, Bergþórugötu 2 Ingibjörg Jónsdóttir, Guölaugur Eyjólfsson, Valgeröur Siguröardóttir, Benedikt Hafliöason, Þorsteina Sigurðardóttir, Báröur Sigurösson, Jakob Sigurösson, Gyöa Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.