Morgunblaðið - 13.01.1980, Síða 46

Morgunblaðið - 13.01.1980, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjaiisson Séra Karl Siyvrbjörnsson Siyuröur Pdlsson DROTTINSDEGI Kirkjukór — til hvers Einar Th. Magnússon er safn- aAarfulltrúi í Grensássókn í Rvík. og hefur sungið með kirkjukórn- um þar í 15 ár. Umsjónarmenn siðunnar fóru á vit Einars og spurðu hann nokkurra spurninga um kirkjukóra og hvert álit hann hefði á hlutverki þeirra. — Ég tel að hlutverk kirkju- kórsins eigi fyrst og fremst að vera að örva og leiða almennan söng safnaðarins. Þetta hlutverk hefur e.t.v. víðast verið vanrækt vegna ánægju kirkjukórsins með að syngja í röddum. — Er það þá þín skoðun að núverandi fyrirkomulag sé al- mennum safnaðarsöng hemill fremur en örvun til þátttöku í sálmasöng og messusvörum? — Almennt held ég að hvorki söngstjórar né prestar geri nóg af því að örva söfnuðinn til þátttöku í söngnum en ég álít auðvelt að breyta þessu. Fyrir nokkrum árum var það t.d. fátítt að söfnuðurinn tæki undir „Faðir vor“ þar til prestar fóru að hvetja til þátttöku. Nú er þátttaka í bæninni orðin almenn. Á sama hátt mætti hvetja til þátttöku í víxlsöng prests og safnaðar — Teldir þú þá tii bóta að leggja niður kirkjukóra í núverandi mynd? — Nei, alls ekki. En það á að breyta starfi þeirra. Þeir eiga ekki að eyða tíma sínum til að æfa fjórrödduð sálmalög og messusvör, heldur leiða safnaðarsönginn með einrödduðum söng. Þannig gæfist betri tími til að æfa kórverk sem kórinn flytti sérstaklega við guðs- þjónustur og hátíðleg tækifæri á vegum safnaðarins. Með einrödd- uðum forsöng myndi kórinn örva lofgjörðarsöng safnaðarins sjálfs. — Nú er mikið kvartað um að erfitt sé að fá fólk til að syngja í kirkjukórum, einkum hér í þéttbýl- inu. Telurðu ekki að það yrði enn erfiðara ef starfsháttum kóranna yrði breytt eins og þú ert að lýsa? — Nei, þvert á móti. Ég álít að það myndi örva áhugann ef kórinn væri sífelit að glíma við eitthvað nýtt og skemmtilegt, fremur en stagla raddir í sálmalögum og messusvörum. Því stagl er það þar sem alltaf er eitthvað af nýju fólki sem þarf að læra það sem megnið af kórnum kann fyrir. Ný viðfangs- efni örva áhugann eins og dæmin sanna. — Hvar hefur söfnuðurinn að- gang að messusvörunum og gangi guðsþjónustunnar? — Þetta er prentað fremst í sálmabókinni en framsetningin er þannig að sumum reynist erfitt að fylgjast með því þar. Sumir söfn- uðir hafa gefið þetta út sérprentað og er mér kunnugt um að það hefur gefist mjög vel. — Telur þú að afturhvarf til hins Gregoríanska söngs, sem sumir boða, sé til bóta. — Ég álít að hann falli betur að þeim textum sem verið er að tóna en rómantíski söngurinn sem ég held að sé þegar orðinn úreltur bæði innan kirkju og utan. — Þú óttast ekki að það breikki bilið milli guðsþjónustunnar og hins almenna safnaðarmeðlims. — Nei, þvert á móti. Tónar kirkjunnar í Fréttabréfi Laugarneskirkju ritaði organleikari kirkjunnar. Gústaf Jóhannesson, eftirfarandi grein, sem forráðamönnum þessarar siðu finnst að erindi eigi við fleiri, og fengu þvf leyfi höfundar að birta hana: Allt frá upphafi hefur Kristin Kirkja átt sína sérstöku tóna. Tóna sem hafa verið samofnir helgihaldi hennar í ákalli, tilbeiðslu og þakk- argjörð. Þessir tónar, þessi söngur var arfur frá Gyðingum og iðkaður í upphafi Kristninnar með sama hætti eins og Gyðingar gerðu í Sinagogunum, þar sem Sálmarnir, Saltarinn var sunginn við tónlist, sem síðar varð liturgisk tónlist frumkirkjunnar. Eftir að Konstantín mikli veitti kristnum mönnum trúfrelsi árið 313 varð mikil gróska í öllu lífi Kirkjunnar og einnig í hinum liturgiska söng, sem varð fyrir verulegum grískum og bysantinsk- um áhrifum um það leiti. Þessi söngur Kirkjunnar er venjulega kenndur við Gregor páfa hinn mikla og kallaður Gregorian- ik eða Gregorsöngur. Af þeirri ástæðu draga margir þá ályktun að Gregor sé höfundur hans, en það er misskilningur. Hlutverk Gregors var einungis það að safna saman þeirri tónlist, sem var notuð við hina ýmsu þætti guðsþjónust- unnar og koma skiplagi á þennan þátt í lífi Kirkjunnar, Scola Can- torum, sem varð mikil lyftistöng fyrir alla kirkjulega tónlist. Gregorsöngur er einraddaður eins og öll tónlist á fyrstu þúsund árum Kirkjunnar. Hann lýtur öðr- um lögmálum en sá söngur, sem við þekkjum best og skilur sig frá honum í tveimur meginatriðum. I fyrsta lagi: f stað dúr og moll, sem eru alsráðandi í þeirri tónlist sem okkur er tömust, eru notaðar svokallaðar kirkjutóntegundir í Gregorianik, en þær eru átta og hafa hver um sig sinn sérstaka blæ, sem virkar framandi óvönu eyra. í öðru lagi: í Gregorianik eru engin taktstrik. Áherslur og hrynj- andi tónlistarinnar fer eftir þeim textum, sem hún stendur með. Þessi söngur er því með sérstökum hætti eðlilegur við þá þætti guðs- þjónustunnar þar sem ekki er um að ræða texta í bundnu máli. Gregorsöngur, sem af sumum er talinn vondur eða ónothæfur með öllu af þeirri einni ástæðu að það var Kaþólska Kirkjan, sem skilaði þessum arfi til okkar nútíma- manna, en nú óðum að vinna sér sess meðal Lútherskra Kirkna. Frændur okkar á Norðurlöndun- um nota þennan messusöng. í Svíþjóð hvarf þessi tónlist aldrei alveg úr messunni, þótt miklar lægðir yrðu í liturgiu þeirra á nítjándu öldinni. I Danmörku og Noregi slitnaði þráðurinn eins og hér hjá okkur, en nú hafa þeir tekið hann upp að nýju, samfara þeirri messuskipan sem ein á sér rök og hefð í Kristinni Kirkju, guðsþjónustu, sem hér á landi hefur verið kölluð klassisk. Nú er í undirbúningi handbók fyrir íslensku kirkjuna. Drög að þeirri handbók voru lögð fram af biskupi landsins fyrir um það bil tveimur árum og hefur sú messa verið iðkuð hér í Laugarneskirkju síðan. Þegar þessi handbókartillaga var lögð fram vaknaði eðlileg spurning. Hvaða tónlist á að nota við þessa messu? Niðurstaða okkar varð sú að nota Gregorianik í sinni einföld- ustu mynd við fullkomna messu, það er guðsþjónustu með altaris- göngu, en fella messusöng Sigfúsar Einarssonar við aðrar guðsþjón- ustur. Auk þess eru Hátíðarsöngv- ar Bjarna Þorsteinssonar notaðir, en þegar þeir eru notaðir verður að gera veruleg frávik á messuform- inu. í stórmerkri bók „Endurnýjun Kirkjunnar" segir höfundurinn Dr. Gustav Aulen biskup, frá þeirri staðreynd að allsstaðar í Svíþjóð hafi reynslan orðið sú sama þar sem Gregorsöngur hafi verið tek- inn upp. Eftir því sem söfnuðirnir lifðu sig meir og betur inn í hinn helga arf kirkjunnar, þeim mun sannfærðari urðu þeir um að þessir tónar hæfðu textum kirkj- unnar betur en önnur tónlist og hefur þó sænska kirkjan reynt margar leiðir í þeim efnum. Við sem erum sannfærð um að þessi niðurstaða sé rétt, eigum þá ósk að íslenskir söfnuðir megi án fordóma hneigja eyru sín að þess- um helga arfi, sem hefur verið farvegur Kristinnar Kirkju fyrir ákall, tilbeiðslu, lofgjörð og þakk- argjörð allt frá upphafi. G.J. 3?ai ^ , [JcÍlJ5 (KK//*rnkJ -f 3 '_JL L- I. Ifeilo£-ur; J(eilag-ur, tfeilagur ert J?ú Vrottinrt Guh alls^erjar. Leyfið börnunum að koma til mín 1. sunnudagur eftir þrettánda. GuÖspjallið: (Mark. 10,13—16). Menn færðu börn til Jesú til þess að hann skyldi snerta þau en lærisveinamir ávítuðu þá. En er Jesús sá það gramdist honum og hann sagði við þá: ,feyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er Guðsríkið. Sannlega segi ég yður: Hver sem ekki tekur á móti Guðs ríki eins og bam, mun alls eigi inn í það koma.“ Og hann tók börnin sér í fang, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. Að „ári barnsins" í fersku minni er það örðugt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því hversu róttæk, bylt- ingarkennd, þessi ummæli og látæði Jesú er. í samtíma Jesú voru börn almennt ekki hátt skrifuð né þeim hampað. Menn töldu að konur og börn stæðu utan við guðs samfélag- ið. Jesús snýr við öllu því, sem heimurinn hafði þekkt og met- ið og hann vegsamaði Guð fyrir að hafa hulið boðskap sinn fyrir spekingum og hygg- indamönnum, en opinberað hann smælingjum. Af orðum hans og atferli má ráða, að ríki Guðs sé ekki aðeins opið börnunum, heldur tilheyri þeim einum og sérstaklega, og þeim, sem eru eins og þau. Hann boðar að guðsríkið, valdsvið Guðs, sé þar sem Jesús er. Að koma til Jesú er að koma þar, sem Guð er og ræður og heilagleikinn, rétt- lætið, dýrðin hans. Og það þarf opinn barnshugann til að sjá Guð að verki í Jesú í Nasaret. Það þarf að snúa baki við öllum hugmyndum um eigin mátt og megin, ágæti og verðleika og lúta undrinu og leyndardóminum í trú og hlýðni og barnslegu trúnað- artrausti. Aðgangur að guðs ríki byggir ekki á frammistöðu manna, heldur aðeins á kær- leika og trúfesti Guðs. Það er þess vegna, sem það tilheyrir börnunum. Því að þau hafa ekkert fram að færa, nema eigið allsleysi. Þau gera sér rangar hugmyndir um ágæti sitt og kosti. Þau vita það eitt, að þau eru háð umhyggju og ástúð annarra. Börnin eru algjörlega háð um- önnun ástvina sinna, en sú umhyggja er aðeins dauft end- urskin ástar og umhyggju Guðs fyrir okkur, börnum sínum. Jesús vill leyfa börnunum að koma til sín, og þar með sýnir hann eftirminnilega hvað fagnaðarerindið er. Það, að Guð kemur í Jesú Kristi til að leita uppi og finna þá, sem á engan hátt eru hans verðir, og býður þeim hlutdeild í gleðinni eilifu. Ríki Guðs tilheyrir börnunum. Það þýðir ekki, að við eigum að vanmeta alla skynsemi, reynslu, þekkingu, vit og þroska fullorðinsára. En sá Guð, sem kemur til mann- anna í Jesú Kristi, steig inn í örbirgð og vanmátt okkar í Betlehem og Golgata, hann sýnir okkur hvað það er að vera maður. Það er að vera barn Guðs, og hvíla öruggur í trausti til ástar og umhyggju föðurins á himnum, viður- kenna, að við erum í öllu háð ást hans og umhyggju — náð. „Þeir báru börn til Jesú til þess að hann skyldi snerta þau ... og hann blessaði þau.“ Eitt sinn varst þú þannig borinn til hans í heilagri skírn og hann blessaði þig. Efastu aldrei um þá blessun hans. í bókinni „í grýtta jörð“ lýsir Bo Giertz húsvitjun í gamla daga. Heimasætan lagði spurningu fyrir prestinn: Hvernig á maður að geta vitað fyrir víst að maður sé kallaður af Guðs anda? Presturinn hugsaði sig um andartak en tók svo kirkjubókina fletti upp í henni og las: Kristín Jónsdóttir ... Jú, þú ert kölluð af Guði sjálfum, því að hér ertu skráð meðal skírðra barna hans. Um það geturðu aldrei efast. — En ef maður finnur ekkert til þess? spurði stúlkan þá. Og prestur svaraði: Þá finnur Guð því meira til þess!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.