Morgunblaðið - 29.03.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980
5
Samtök sykursjúkra:
Efnt til sumardvalar
fyrir böm og unglinga
SAMNINGANEFND aðildarfélaga yfirmanna innan Farmanna- og
fi.skimannasambandsins (hægra megin) og fulltrúar Vinnuveitenda-
sambandsins, Vinnumálasambands samvinnuféiaganna og vinnumála-
nefnd rikisins á fundi á fimmtudaginn.
Farmannadeilan
til sáttasemjara
KJARADEILU yfirmanna á
kaupskipunum hefur verið vísað
til sáttasemjara.
Á fundi á fimmtudaginn höfn-
uðu vinnuveitendur kröfum yfir-
manna um kauphækkanir, en
lýstu sig reiðubúna til viðræðna
um mönnun skipa og hagræð-
ingarmál.
Aðilar urðu svo sammála um að
vísa deilunni tii sáttasemjara.
Athugasemd frá
VÖmundi Gylfasyni
Ágæti ritstjóri.
í viðtali við Halldór Blöndal,
alþingismann, sem birtist í Morg-
unblaðinu í dag, gætir nokkurs
misskilnings varðandi afstöðu
mína til heiðurslauna listamanna.
Rétt er að við þremenningar
óskuðum eftir fundum í mennta-
málanefndum beggja deilda til
þess að ræða þessi mál í tengslum
við fjárlög. Hins vegar höfum við
Halldór aðeins rætt þessi mál
mjög lauslega. Svolítill misskiln-
ingur varð vegna þess að eftir að
ráðherradómi mínum lauk fyrir
nokkru átti ég að taka sæti í
menntamálanefnd en láðst hafði
að tilkynna það til skrifstofu
þingsins. Ég var því ekki boðaður
á fund, sem ég hafði þó sjálfur
óskað eftir og mætti hvergi.
Afstaða mín til heiðurslauna
listamanna, og raunar afstaða
þingflokks Alþýðuflokksins í
heild, er hins vegar sú, að ekki
beri að fjölga í þeim flokki.
Með því er ekki verið að gera
tilraun til þess að leggja listrænt
mat á einstaka listamenn. Það er
eingöngu verið að halda fram
þeirri skoðun, að enn frekari
fjölgun verði til þess að þessi
flokkur útþynnist og þessi mál öll
endi í hreinum ógöngum. Ég tel
réttara að halda sér við postula-
töluna — að heiðurslaunaflokkur-
inn telji tólf. Ég gæti út af fyrir
sig vel fallizt á, ef gengið væri í
minn persónulega skrokk, að fyrir
utan þennan flokk séu margir
listamenn, sem þar ættu heima
fremur en aðrir sem þar eru nú.
En samt, höldum okkur við post-
ulatölun. Þynnum ekki út. Það er
átakaminnst.
Eins vara ég við því, að farið
verði að leggja fyrir Alþingi nöfn
einstakra listamanna og þannig
neyða alþingismenn til þess að
taka afstöðu með atkvæða-
Leikfélag Vestmannaeyja:
Sýnir Sjóleið-
ina til Bagdad
LEIKFÉLAG Vestmannaeyja
heldur á þessu ári upp á 70 ára
afmæli sitt.
I tilefni þess verður sýnt leikrit
Jökuls Jakobssonar, Sjóleiðin til
Bagdad. Verður frumsýningin
miðvikudag 2. apríl í Bæjarleik-
húsinu í Vestmannaeyjum. Leik-
stjóri er Andrés Sigurvinsson.
greiðslu, með eða á móti. Svo
viðkvæm mál á heldur að leysa í
nefndum þingsins.
Virðingarfyllst,
Vilmundur Gylfason.
II
SAMTÖK sykursjúkra í
Reykjavík munu í sumar efna
til nýrrar starfsemi fyrir öll
sykursjúk börn á landinu. RáÖ-
gert er að efna til viku sumar-
dvalar að heimavistarskólanum
að Stóru-Tjörn frá 7, —14. júní
n.k., en aðstæður þar eru afar
hentugar til slikrar starfsemi
þar sem bæði er um sundlaug að
ræða, góðan iþróttasal og um-
hverfi allt hentugt til útivistar
og vettvangskannana.
Á Norðurlöndum hefur slík
starfsemi verið reynd um
margra ára bil og hefur reynsl-
an sýnt, að mikil þörf er á sliku
starfi þar sem sykursjúk börn
geta notið slikrar dvalar undir
leiðsögn sérfróðra og reyndra
manna, sem munu sjá þeim fyrir
verkefni, annast kvöldvökur,
fylgjast með líðan þeirra og
aðstoða þau á allan hátt.
Öil slik starfsemi getur hjálp-
að þeim við að öðlast félagslegt
öryggi. stuðlað að sjálfsþekk-
ingu þeirra og aukið þekkingu
á sjúkdómnum og hegðun hans.
Rétt er að taka það skýrt
fram, að öllum sykursjúkum
börnum er boðin þátttaka i
þessari sumardvöl óháð þvi,
hvort þau eða aðstandendur
þeirra eru félagar i Samtökum
sykursjúkra eða ekki. Kostnaði
verður reynt að halda í lág-
marki, en nauðsynlegt er, að
fólk lati vita hið allra fyrsta
hvort það hefur hug á þátttöku
og verða allar nánari upplýs-
ingar veittar hjá stjórnarmeð-
limum.
Einn nemandi í unglingadeild
Myndlistaskólans i Reykjavík.
I.jósm. Emilía.
Vorsýning Mynd-
listaskólans í Rvík
VORSÝNING Myndlistaskólans í
Reykjavik hefst i dag i húsakynn-
um skólans að Laugavegi 118.
Sýningin verður opin alla daga
kl. 14—18 til 9. apríl n.k.
Um 300 nemendur stunda nú
nám við skólann í 19 deildum.
Kennarar eru 17 og er Katrín
Briem skólastjóri. Verkin sem
sýnd verða eru bæði fullunnin og á
vinnslustigi, auk þess sem sýnd
verða áhöld og hráefni sem notuð
eru í skólanum. Verkin eru úr
flestum deildum skólans.
AFSLÁTTARVERD
1980 • 1980•1980•1980
Viö fáum viðbótarsendingu af MAZDA 323 5 dyra sedan og 5 dyra Station
árgerö 1980 á sérstöku afsláttarverði til afgreiöslu um miöjan og
endaðan maí.
Pantiö strax, því aöeins er um takmarkaö magn aö ræöa.
Söludeild opin 10—4 laugardag.
BÍLABORG HF.
SMIÐSHÖFÐA 23
Akureyrarumboö:
Bjarni Sigurjónsson,
sími 21861.
Sími81299
Leiðrétting
Fyrirsögn á frétt um neyðar-
húsnæði Félags einstæðra for-
eldra misritaðist í blaðinu í gær.
Rétt er hún þannig: Neyðarhús-
næði Félags einstæðra foreldra:
Flutt inn í fyrstu íbúðirnar í vor.