Morgunblaðið - 29.03.1980, Side 12

Morgunblaðið - 29.03.1980, Side 12
12 MORGUNBLAÐIO, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 Nokkur frumatriði og tölfræðilegar upplýsingar 1963 lýsti Noregur yfirráöum sínum yfir norska landgrunn- inu. 1966 var byrjaö á því aö bora fyrstu holuna í hafsbotninn. 1969 fundust fyrstu olíulindirnar, sem nýta mátti til framleiðslu. 1971 hófst framleiðsla á olíu. 1975 voru Norömenn farnir aö framleiða meira magn olíu en þeir sjálfir neyttu. Sama ár hófust flutningar á olíu frá f borpöllum til lands meö neöansjávarolíuleiðslum. 1977 voru fyrstu neðansjávargasleiöslurnar teknar í notkun á norska landgrunninu. 1979 nam norsk olíuframleiösla þ.e. olía og gas fimm sinnum meira magni en eigin olíuneysla Norömanna. xxx Norömenn nota 7—8 milljónir tonna af olíu á ári. 1979 var heildarolíuframleiðslan á norska landgrunninu 18.8 milljónir tonna. Norömenn nota ekkert gas og þar því allt unniö til útflutnings. Framleiðsla á gasi var 20.8 milljarðar rúmsentimetrar 1979. Frá 1971 til ársloka 1979 hafa samtals 77.2 milljónir tonna af olíu komiö af norska landgrunninu og 37.6 milljarðar rúmsentimetrar af gasi. xxx 1. janúar 1980 haföi u.þ.b. 47 milljörðum norskra króna veriö varið til fjárfestingar í föstum mannvirkjum og olíuleiöslum til olíuvinnslu í'Noröursjó. Á sama tíma haföi 6,7 milljörðum norskra króna veriö varið til rannsókna. Þannig hefur í heild veriö fjárfest fyrir tæplega 54 milljaröi norskra króna í leit og mannvirkjagerö á landgrunninu. xxx Frá því aö fyrsta framleiöslan hófst 1971 hefur heildarframleiðsluverömætið á vinnslu og flutningi meö J leiðslum aukist úr 62 milljónum norskra króna 1971 í alls 23.700 milljónir norskra króna 1979. Alls nemur heildar- framleiðsluverðmætið á tímabilinu 1971 —1979 rúmlega 60 milljörðum norskra króna. Síðan 1971 hefur hlutdeild olíunnar í norskri þjóöar- framleiöslu vaxið úr 0 í 9.1% 1979. xxx Fram til þessa hefur svo aö segja öll olían og allt gasið verið flutt á land í öörum löndum en Noregi. Gert er ráð 1 fyrir því aö svo veröi einnig þegar fram líða stundir. Þegar litið er á útflutningstölur sést, aö 1972 nam olían 0.2% af norskum útflutningi en nemur 22.5% 1979. xxx Skattheimtu ríkisins af olíunni er þannig háttaö, aö hún byggist á venjulegum tekjuskatti (50.8%) og sérstökum skatti (25%). Eftir aö afsláttarreglur hafa verið nýttar nemur heildartekjuskattbyröin 70—72%. Afskriftartími er J skemmri (6 ár) en í öðrum iðngreinum (10 ár). í i undirbúningi eru breytingar á skattalögum, sem þyngja tekjuskattinn í 80%. Þá þurfa olíufyrirtækin aö greiöa 0,7% | í eignaskatt. Ríki leggur einnig framleiðslugjald á olíuna og f gasiö nemur þaö 8—16% af verömæti framleiddrar olíú, og f ræöst af magni. Á gasi er framleiðslugjaldið 12.5%. Þaö er á valdi ríkisins aö ákveöa hvort það heimtir gjaldið í fé eöa olíu. Þá hafa einnig veriö settar reglur um gjöld fyrir rannsóknaleyfi o.fl. o.fl. Norski ríkissjóöurinn hefur rétt fundið smjörþefinn af því nú, hve mikla fjármuni hann kemur til meö aö fá frá olíunni. Tekjurnar munu stóraukast á næstu árum. Tekjuskattur var fyrst greiddur til ríkisins 1975 og samtals nemur hann síöan 11 milljörðum norskra króna. Frá 1964 hafa ríkinu borist greiöslur fyrir vinnsluleyfi og frá 1971 framleiöslu- gjald og námu þær greiöslur í árslok 1979 4.660 milljónum norskra króna. Samtals hafa því beinar tekjur norska ríkisins af olíuvinnslunni numiö tæplega 16 milljöröum norskra króna til þessa. I XXX Norðmenn hafa þar til fyrir nokkrum dögum takmarkað olíuvinnslu bæöi í tilraunaskyni og til framleiðslu viö svæði sunnan 62 breiddargráðu, þ.e. nokkru fyrir noröan Björgvin. Norska landgrunnið fyrir sunnan 62° er alls 140 þúsund ferkílómetrar og er þaö um 1/7 hluti norska landgrunnsins. Á svæöinu fyrir sunnan 62° eru 19.476 j ferkílómetrar tll umráöa fyrir olíufyrirtæki miöaö viö 1. janúar 1980. xxx Norska olíustofnunin hefur áætlaö aö unnt sé að framleiða 4000—5000 milljónir tonna af svonefndum olíueiningum (olía og gas reiknaö sem heild) á norska landgrunninu fyrir sunnan 62°. Stofnunin telur, aö á þeim stööum, þar sem ákveðið var aö hefja vinnslu 1. janúar 1980, sé unnt aö framleiða 1030 milljónir tonna af olíueiningum (585 milljónir tonna af olíu og 445 milljarðir rúmsentimetra af gasi). Af þessu magni höföu um 115 milljón tonn af olíueiningum verið framleidd 1. janúar 1980. 11 svæöi hafa verið valin til vinnslu og er hún hafin á 9 þeirra. Þyrlur eru notaöar til að flytja menn til og frá borpöllunum en allur varningur er fluttur á séremíduöum akipum. Á myndinni sést olíuskip við „kranann", en olfunni er dælt um hann úr botntönkum borpallsins í skipiö. Norska oliuævintýrið er þess eðiis, að i raun er ógjörningur að átta sig á þvi, hvernig það er vaxið. Fjármagnið og mannvirkin eru af þeirri stærðargráðu, að mannshugurinn greinir ekki umfangið. Norðmenn beita öilum ráðum til að halda aftur af sér og koma i veg fyrir að oliugróðinn, sem rétt er að byrja að siast inn i landið, umturni efnahagslifi þeirra. Þegar komið er til Stavangers oliubæjar Noregs, er fátt, sem bendir til þess, að þar ráði svarta gullið rikjum. EFtir að hafa hlýtt afoðskap fulitrúa norska oliuveldisins og borgarstjórans gengum við um miðbæ Stavangers. Dómkirkjan, sem upphaflega var reist fyrir tilstuðlan Sigurðar Jórsalafara i byrjun tólftu aldar, setur svip sinn á vinalegt umhverfið. Þvi miður höfðum við setið of lengi við oliufræðsluna til að ná til kirkjunnar, áður en henni var lokað þennan daginn. Á sólbjörtum en svölum marsdeginum gengum við því upp að gömlum virkisturni, sem stendur á hæð þaðan sem sést vitt og breitt til allra átta. Þegar við stóðum þar sáum við fyrstu merki oliuvinnslunnar. í höfninni var verið að smiða yfirbyggingu á risavaxinn borpall og innar á firðinum mátti sjá pallstólpana gnæfa. eftir BJÖRN BJARNASON Statf jord B Þessu gífurlega mannvirki hafði verið lýst fyrir okkur, er við heimsóttum ríkisolíufyrirtækið Statoil fyrr þennan sama dag í höfuðstöðvum þess. Fyrirtækið er að láta smíða þenan borturn, sem dreginn verður í heilu lagi út á Statfjord-svæðið, sem er 118 km beint vestur af Sognfirði eða 185 km norð-austur af Hjaltlandi (Shetlands-eyjum). Talið er, að á svæðinu séu um 400 milljón tonn af olíu og 70 milljón kúbíkmetrar af gasi. Statfjordsvæðið er mesta olíusvæði, sem fundist hefur á hafi úti í heiminum. Fyrsti bor- pallurinn, Statfjord A, hefur verið fluttur þangað og hóf framleiðlu í nóvember á síðasta ári. í Stavanger má nú sjá pall númer tvö, Statfjord B, sem komið verður fyrir á 145 metra dýpi sumarið 1981, ef áætlanir stand- ast. Borpallurinn verður 271 metri á hæð, yfirbyggingin verður 114 metra löng og 55 metra breið. Heildarþyngd hans með ballest verður 816 þúsund tonn og hann verður dreginn í einu lagi út á svæðið. Pallurinn á að geta dælt um 20 þúsund tonnum af olíu úr botnin- um á dag eða um 7.5 milljónum tonna á ári (svipað og ársnotkun Norðmanna af olíu, við íslend- ingar notum 600 þúsund tonn, þannig að það tæki pallinn mánuð að dæla upp fyrir okkur). í grófum dráttum má segja, að kostnaður- inn við smíði borpallsins nemi um það bil þreföldum fjárlögum Islendinga eða um það bil þúsund milljörðum íslenskra króna. Á talsmanni Statoil var að skilja, að framleiðslan á pallinum, þegar hann er kominn í fulla notkun, mundi greiða niður þennan kostn- að á rúmlega 200 dögum. Og skilja menn þá betur, hvers vegna ráðist er í jafn umfangsmikið verkefni ogþetta. Þegar þriðji borpallurinn Statfjord C verður kominn á sinn stað fæst full nýting á þessu mikla olíusvæði. Skortur á starfsfólki Olíuvinnslan á Norðursjó hófst að sjálfsögðu með samþykki norskra stjórnvalda, en það voru erlend fyrirtæki, sem stigu fyrstu skrefin á Ekofis-svæðinu. Til þess að erlend fyrirtæki fái leyfi til olíuvinnslu verða þau að stofna dótturfyrirtæki í Noregi. Það skýrir þá staðreynd, að í Stavang- er búa 1542 Bandaríkjamenn, 623 Bretar og 530 Frakka í hópi 4124 i útlendinga, en í þeim hópi eru íslendingar taldir 36. Norsku fyrirtækin, sem stunda olíu- vinnslu eru Statoil, Norsk Hydro og Saga Petroleum. Ríkið á Statoil og stóran hluta í Norsk Hydro. Statoil var stofnað með lögum 1972 og hefur síðan vaxið jafnt og þétt. Starfsmenn þess eru nú 800 og munu 15 þúsund manns hafa sóft um þessi störf. Vöxtur og viðgangur félagsins er þó alls ekki stöðvaður. Er talið líklegt, að starfsmennirnir verði yfir 5 þús- und innan skamms tíma. En fram kom, að skortur væri á jarðfræð- ingum, jarðeðlisfræðingum og öðrum sérmenntuðum mönnum til rannsóknastarfa við olíuvinnsl- una. Allar starfsáætlanir Statoil eru lagðar fyrir norska Stórþingið og það hefur umsvif fyrirtækisins í hendi sér. Björgvin, Þrándheimur og Stavanger kepptust um það að fá höfuðstöðvar fyrirtækisins til sín og hlaut Stavanger hnossið. Þar í bæ er einnig norska olíu- stofnunin með bækistöð sína, en

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.