Morgunblaðið - 29.03.1980, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980
Það telst harla óvenjulegt
hérlendis, að menn taki sig til og
hefji samvinnu við gerð mynd-
listarverka eins og þeir Arni
Páll og Magnús Kjartansson
hafa iðkað undanfarið. Afrakst-
ur þessarar samvinnu kemur
Ari Páll og Magnús Kjartansson.
Skúlptúr í Djúpinu
flestum á óvart, sem þekkja
þessa menn að flestu öðru en
keimlíkum vinnubrögðum, og er
hann nú til sýnis í Djúpinu, í
kjallara veitingastaðarins vin-
sæla, Hornsins í Hafnarstræti.
Óþarfi mun að minna á það í
framtíðinni, því að nafnið er
kröftugt og hljómfagurt, auk
þess að eftir örfáar sýningar
hefur salurinn getið sér orðs sem
einn hinn áhugaverðasti og nota-
legasti í höfuðborginni. Djúpið
skal það heita í framtíðinni og
ekkert annað, stutt og laggott...
Samvinna myndlistarmanna
Myndlist
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
er ekkert nýtt fyrirbæri og má
þess geta hér, að í nokkur ár
vann Guðmundur Erró þannig
ásamt tveim góðvinum sínum í
málarastétt. Þeir höfðu þann
háttinn á að víxla hlutum þann-
ig, að einn hóf verkið, sá næsti
gerði miðhlutann og hinn þriðji
lauk við það. Skiptust þeir á um
að deila þessum atriðum á milli
sín, og vissi enginn hvernig
þróunin æxlaðist fyrr en hann
fékk sinn hluta til framkvæmd-
ar. Erró sagði mér, að þetta hefði
verið mjög lærdómsríkt og margt
óvænt komið fram, sem allir
höfðu óspart gaman af og er
hvert verk var fullunnið, var það
afhjúpað og um það fjallað bak
og fyrir. Slík samvinna um nokk-
urt skeið ætti því að vera öllum
holl lífsreynsla og þá einkum, ef
um mjög ólíka listamenn er að
ræða.
— Sýning þeirra Árna og
Magnúsar er ein sú skemmtileg-
asta, er ég hef lengi séð hér í
höfuðborginni. Vinnubrögðin
fáguð og vönduð, — hvergi
kastað til höndum. Ur ólíkleg-
ustu hlutum ná félagarnir mjög
heillegum samstæðum, og fer hér
saman frjótt hugarflug og algert
fordómaleysi. Þeir félagarnir
hafa sannarlega gengið út frá því
sem meginforsendu, að allt getur
orðið að list sé efniviðurinn
réttlega meðhöndlaður og hug-
kvæmnin virkjuð til hins ítrasta.
Sýningin er það heilsteypt, að
ég finn ekki hjá mér neina hvöt
til að geta einstakra verka, þótt
að sjálfsögðu séu þau misjöfn að
gæðum. Eg læt það vera, að
svipuð vinnubrögð hafa verið
iðkuð af erlendum listamönnum
hér áður fyrr, aðalatriðið er að
hugmyndin er snjöll og í alla
staði góð og gild.
Full ástæða er til að óska þeim
félögum til hamingju með fram-
takið og hvetja sem flesta til að
skoða þessa sérstæðu sýningu.
Bragi Ásgeirsson.
Fyrir nokkru skoðaði ég sýn-
ingu bandarísks listamanns í
fallega húsinu á Suðurgötu 7, er
Daniei Defrando nefnist. Ég skal
fúslega viðurkenna, að mér
fannst þetta ein sú furðulegasta
sýning, er ég hefi lengi augum
litið og þá ekki síst fyrir þá sök,
að hvarvetna blasti við mér
andhverfa þess, er nefna má
virðingu fyrir öguðu handbragði.
Ég ber mikla virðingu fyrir
dómgreind ungu kynslóðarinnar,
er dæmir það, er hún sér, full-
komlega fordómalaust og án þess
að skólun, fagurfræðileg sjón-
armið, tískuskoðanir eða hags-
munir komi þar nærri. Ég var
með einum slíkum dreng, er ég
skoðaði sýninguna, og kom sá
Málverk eftir Patricia E. Halley-Celebciqil.
Tveir Bandaríkjamenn
allur af fjöllum er hann leit
vinnubrögðin og spurði mig, hvað
þetta ætti að þýða, — hvort slíkt
ætti að heita myndlist. Mér varð
svarafátt, því að ég var honum
öldungis sammála. Ekki auka
slík vinnubrögð áhuga almenn-
ings á myndlistum, hversu háleit
sem þau kunna að teljast og
hversu nútímaleg sem þau eiga
að sýnast. Hrafnaspark verður
ávallt hrafnaspark, hversu gáfu-
leg speki, sem að baki liggur, —
allt má réttlæta með furðu-
legustu tegund heimspeki, en hér
þótti mér einum of langt gengið .
Gekk ég galtómur burt frá skoð-
un þessara verka og hirði ei að
tíunda þau á nokkurn haft.
Á Mokka-kaffi sýnir um þessar
mundir samlandi nefnds Daniels
Defrando, en af andstæðu kyni,
Patricia E. Halley-Celebciqil að
nafni.
—Frúin, sem mun kenna
myndlist á Keflavíkurflugvelli,
málar ljóðrænar stemninga-
myndir, ákaflega þokkafullar
fyrir augað, en án mikilla til-
þrifa, þó að gerðar séu af mikilli
einlægni. Þetta varð mér tilefni
nokkurra heilabrota þar sem ég
kom beint af fyrrnefndri sýn-
ingu, og skal ég viðurkenna, að
hvað sem allri listheimspeki
líður er ég sáttari við myndir
Halley vegna augljósrar natni
við handverkið, nautnar við
myndsköpunina og viðleitni til
upplifunar myndefnanna hverju
sinni. Ég gef stórum hærri ein-
kunn slíkum vinnubrögðum en
allri tilgerð í alþjóðlegri hring-
rás nýlista, þótt þar heilli mig
einnig margt. En einhvers staðar
verður einfaldlega að setja mörk-
in, og hjartað verður mér ávallt
hugstæðara allri viðleitni til „að
vera með“ og láta stjórnast af
alþjóðlegu spekúlöntum á sviði
myndlista, er einskis svífast við
að koma sínum skoðunum á
framfæri,— frekar en trúarleið-
togar er lifa í bílífi sjálfir og eiga
vænar fúlgur í bönkumfÁ sama
tíma er áhangendunum boðað að
hin sanna hamingja felist í
meinlætalifnaði og að gefa eigur
sínar til guðs. Hatast skal við
sína nánustu en gefa og helst
selja blíðu sína öllum öðrum,
megi það verða til að auka
innstæðurnar á himnum íoftast
bankareikningar í Sviss)...
Lengra verður þetta ekki að
sinni, en þessar hugleiðingar
mega gjarnan komast að og eiga
fyllsta rétt á sér á vettvangi
almennrar myndlistarumræðu
því að hér gildir það sem annars
staðar „að vera eða ekki vera“ ...
Bragi Ásgeirsson.
Hið ljósa tré
Björk heitir tréð en birki er
samheiti fyrir það á sama hátt
og forðum var talað um grön
sem einstakt tré og greni þegar
fleiri stóðu saman, eða ölur og
elri, bók og beyki og þar fram
eftir götunum. Nafn trésins er
skylt orðinu bjartur og heitin
björk og birki tákna því ljóst tré,
og er það síst ofmælt. Bolur
trésins er hvítur eða mjög ljós-
gulur, laufið ljósgrænt og grein-
ar grannar og gisnar. Trén varpa
litlum skugga og er því bjart yfir
öllu trénu en birkiskógar hafa
sérstaka töfra í langdegi
sumarsins.
Björkin er tré norðurhvelsins
og fer hún víða norðar en aðrar
trjátegundir og hærra til fjalla.
Hún er nægjusöm og kemst af
með lítinn sumarhita. Jafnframt
getur hún dregið fram lífið á
þurrum móum eða hálfdeigum
mýrum, og á áreyrum og örfoka
melum er hún með allra fyrstu
plöntum til að nema land á ný.
Vöxtur hennar er samt mjög
háður frjósemi jarðvegs, þannig
að hann er afar hægur þar sem
næringu skortir. I frjóum jarð-
vegi vex björkin allhratt eftir að
hún er komin á legg, en það
tekur hana oft 5—10 ár að
komast á skrið, eins og raunar
margar aðrar trjátegundir.
íslenska birkið er talið til
tegundarinnar Betuia pubesc-
ens, en pubescens þýðir dún-
hærðir, og á þetta einkenni við
loðnuna á yngstu sprotunum.
Utbreiðsla tegundarinnar tekur
yfir feikna flæmi, héðan frá
Islandi um norðanverða Evrópu
og Asíu langleiðina austur að
Kyrrahafi. Þar tekur önnur
skyld tegund við og sú þriðja vex
yfir þvera Ameríku frá Alaska
að Labrador.
Þessi tegund, ilmbjörkin, er
afar sundurleit og hafa margir
plöntufræðingar spreytt sig á
því að greina hana til fleiri
tegunda. Þetta hefur þó ekki
tekist þótt allir sjái að til eru
ýms afbrigði ilmbjarkar. Hér á
landi eru vafalaust mörg af-
brigði, en sum vaxa hvert innan
um annað, svo að erfitt er að
henda reiður á. T.d. hefur birki
frá Vöglum um hálfum mánuði
skemmri vaxtartíma en birki úr
Bæjarstaðaskógi. Ennfremur er
hér mikið um runnkent birki
með tiltölulega lítil, nokkuð stíf
og skinnkennd blöð, börkurinn
oftast mjög dökkur, stundum
rauðbrúnn en sjaldan hvítur eða
ljós, nema allra neðst á stofnun-
um. Þetta afbrigði hefur verið
nefnt tortuosa, sem þýðir undin
eða snúin, og á að merkja það, að
afbrigðið sé ekki eins og venju-
legt tré. Til eru alls konar
millistig á milli þessa birkis og
hins stærra og beinvaxnara, en
svo eru líka til flatvaxin birki,
sem fylgja jörð og reisa sig lítið,
en blöðin á þeim og reklar geta
haft nákvæmlega sömu lögun og
á stærstu og fallegustu trjánum.
Von er að menn hafi lent í
vandræðum með greiningu teg-
undarinnar. En þetta getur líka
valdið vandræðum þegar velja
skal plöntur í garða því enginn
getur sagt fyrirfram hvernig
vaxtarlag plöntunnar verður
meðan hún er á unga aldri.
Á norðlægum slóðum er birki
eitt helsta garðtréð ásamt reyni
og einstaka barrtrjám. Birki er
oft haft framanvið hús í hæfi-
legri fjarlægð því það skyggir
minna á útsýni en önnur tré.
Ennfremur er það mjög Ijóselskt
og þolir ekki mikinn skugga.
Þegar birki vex upp án aðhalds
frá öðrum trjám hættir því mjög
við að mynda stórar hliðargrein-
ar frá aðalstofni, og gildir þetta
ekki aðeins hér á landi heldur
víðast hvar annars staðar. Af
þeim sökum er nauðsynlegt að