Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 Mannskaðarnir miklu í Norðursjó (AP-simamynd) Þannig var umhorfs i gær á hafinu þar sem ibúðarpallurinn Alexander Kielland var i fyrradag. Neðri endar flotsúlanna sneru nú upp og náðu rétt upp fyrir yfirborðið. Oddvar Nordli forsætisráðherra Noregs: „Mesti harmleikur í sögu norsku þjóðar- innar á síðari tímum“ Málmþreyta eða sprenging Slysið setti mjög svip sinn á allt líf í Noregi í gær. Utvarpið breytti mjög útsendingu sinni, margir þættir voru felldir niður og í staðinn leikin sorgarlög og sagðar fréttir. Bæði útvarp og sjónvarp Frá NTB. AP ok Jan-Erik I.anrr. fróttaritara MorKunbiaðNÍns i Ösló. ÓTTAST er að 139 starfsmenn úr ólikum starfsgreinum hafi farizt er ibúðarpallinum Alexander Kielland hvolfdi skyndilega í fyrrakvöld. 89 þeirra, sem voru um borð björguðust litið eða ekkert slasaðir. Slys þetta er talið hið mesta i Noregi á friðartímum. Umfangsmiklar björgunaraðgerðir voru þegar settar af stað er slysið varð um klukkan 19.30 á fimmtudagskvöld og i gær tóku um 2000 manns þátt i hjálparstarfinu á 47 skipum, 24 þyrlum og flugvélum og auk Norðmanna, tóku Danir, Bretar og V-Þjóðverjar þátt i leitar- og björgunarstarfinu. Lengi vel var ekki ljóst hversu margir hefðu verið um borð í íbúðarpallinum þegar einn „fótur" pallsins gaf sig skyndilega og honum hvolfdi á innan við 10 mínútum. í gærkvöldi var talið að um borð hefðu verið 228 manns, 170 Norðmenn, 35 Bretar, 20 Spánverjar, tveir Finnar, einn íslendingur og einn Portúgali. 89 var bjargað, 38 höfðu í gærkvöldi fundizt látnir og 101 er saknað. Eftir leit gærdagsins eru ekki taldar miklar líkur á að mennirnir finnist á lífi. Það var sorgmæddur hópur, sem kom með þyrlum til Sola við Stavanger í gær, þögulir gengu þeir inn í flugskýlin og það var þeim greinilega ofar í huga að minnast félaganna um borð held- ur en hugsa um hversu vel þeir höfðu sjálfir sloppið úr þessu óhugnanlega slysi. Þeir höfðu lifað óttalegri nótt en svo að þeir fái henni nokkurn tímann gleymt. Margir af þeim sem björguðust höfðu barist lengi í köldum sjón- um áður en þeir komust um borð í björgunarbáta. Sjávarhitinn var 7 gráður og í lofti var hitinn 5 gráður. Nöfn þeirra, sem fundist hafa látnir eða er saknað, verða ekki tilkynnt fyrr en í dag. sögðu nær stöðugar fréttir af atburðum í alla fyrrinótt. Oddvar Nordli forsætisráðherra Noregs sagðist í gær ekki vilja segja neitt um það hvaða afleið- ingar þetta slys hefði á framtíð olíuvinnslu og rannsókna í Noregi. Strax í gærmorgun skipaði ríkis- stjórn rannsóknanefnd til að kanna hverjar ástæður lægju fyrir slysinu. Oddvar Nordli hélt strax í fyrrinótt áleiðis til Óslóar og síðan til Stafangurs, en hann hafði verið í páskaleyfi á fjöllum. Hann kom til Stafangurs í gær ásamt Bjartmar Gjerde olíu- og orkumálaráðherra og Inger Louise Valle félagsmálaráðherra. — Þetta er mesti harmleikur í sögu norsku þjóðarinnar á síðari tímum, sagði Oddvar Nordli for- sætisráðherra í gær. Ýmsar getgátur eru uppi um hvað hafi orsakað slysið og það, sem þykir einna líklegast að hafi gerzt er að málmþreyta hafi valdið því, að ein súlan brotnaði frá pallinum eða þá að sprenging hafi orðið í gashylkjum á lager, en hann var skammt frá þeim stað þar sem súlan var fest við pallinn. Ekki er talið að veður, sem var slæmt í fyrrakvöld, hafi eitt sér valdið slysinu, en pallar sem þessi eiga að þola mun meiri veður og ölduhæð. Nokkrir þeirra, sem björguðust skömmu eftir komuna til Stavanger i gær. (AP-tiimainynd) Mann- skæðasta slysið d pöllum Norður- sjávar Ósló 28. marz. AP. HÉR FER á eftir listi yfir slys sem áður hafa orðið á norska svæðinu í Norðursjó í tengslum við oliuvinnsluna þar: Apríl 1978: Sprenging í olíu- pallinum Bravo veldur því að þúsundir tonna af olíu flæða i sjóinn. Ekkert manntjón verður. Febrúar 1979: Eldur á Stat- fjord-olíupallinum verður fimm norskum verkamönnum að aldurtila. Febrúar 1978: Bandarískur kafari ferst við störf á Ekofisksvæðinu. Október 1977: Brezkur kafari ferst þegar lyftari sem hann situr í skellur í hafið. Marz 1976: Olíuborpallur strandar við Noregsströnd og sex manns farast þegar björg- unarbáti hvolfir. Nóvember 1975: Þrír Norð- menn farast í sprengingu á Alfa-pallinum. Einnig hafa orðið slys á brezka svæðinu í Norðursjó, en ekkert í líkingu við það sem varð í gær. Skömmu eftir jól 1965 sökk brezkur pallur í vonskuveðri og haugasjó 65 km út af brezku ströndinni. Þrettán menn dóu og nítján var bjarg- að. í nóvember voru 53 brezkir verkamenn fluttir í skyndingu frá brezkum palli sem talinn var í hættu. „Aldrei unnið við önnur eins skilyrði“ Boulmer, EnKÍandi, 28. marz. AP. „ÉG HEF aldrei unnið við eins hræðileg skilyrði og á slys- staðnum við „Alexander Kiel- land,“ sagði brezkur björgunar- þyrluflugmaður, Jim Bellingail, er hann kom til Boulmer á Englandi til að láta fylla vélina eldsneyti. „Við sáum ekki pallinn vegna þess að skyggni var svo slæmt og ekki máttum við fara of nálægt vegna hættu á því að rekast á hann. Um þetta leyti var mikill öldugangur og svo lágskýjað að ég hef sjaldan lent í öðru eins.“ Hann sagði að hann hefði séð nokkra björgunarhringi og björgunarbelti á floti í sjónum en í þeim hefði enginn verið. Aftur á móti hefðu nokkrir björgunarbátar verið á floti í sjónum og hver slíkur bátur rúmaði tíu menn. Væru einhverjir um borð í þessum bátum, hefðu þeir nokkuð góðar lífslíkur. En kuldinn í sjónum væri slíkur að þó að menn væru í beltum eða hringjum væri óhugsandi að þeir væru á lífi nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.