Morgunblaðið - 29.03.1980, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980
45
VELVAKANDI
SVARAR Í SÍMA 10100
KL. 13-14 FRÁ
MÁNUDEGI TIL
FÖSTUDAGS
eðlilegum dauðdaga, hafi opnað
augun á þessum, sem enn í dag
ganga erindi Marx-Leníns-Stal-
ínismans. Ég vildi nú heldur hafa
séð þátt um hvernig hugsjónir
sendiherrans fóru með alþýðuna í
Rússlandi. Hún var bæði sögð
hafa verið trú hugsjónum sínum
og Stalín. Einhvern tímann hefur
hún átt frí og kost á að sjá
Rússland í öll þessi ár, sem hún
var í Svíþjóð og reiddi út féð, sam
Stalin spanderaði á trúboðanna á
hinum Norðurlöndunum. ísland er
þar ekki undanskilið.
í Rússlandi gat að líta verka-
menn, svo voru, eins og Krjússjoff
sagði, hungraðir og klæðalitlir og
hefði hástéttarhugsjónakonan
ferðast með lest yfir Ukraníu voru
óteljandi betlarar á járnbraut-
arstöðvunum, sem járnbrautar-
þjónarnir hristu af lestunum og
það var það eina sem þeir fengu. A
þessum árum bjó í Moskvu há-
menntuð kona, sem komið hafði
frá Englandi og vildi taka þátt í
uppbyggingunni eftir að byltingin
var búin að leggja allt efna-
hagslífið í rúst. Miðstéttarkonan
enska fór öðru vísi að. Hún
skrifaði bók, sem gefin var út í
Kaupmannahöfn 1949 og heitir
„Brostnar hugsjónir", og hún
skrifaði bókina til þess að opna
augu allra á bölvun sósíalismans.
Hún horfði á það, að það var bara
hungur og kúgun, sem sósíalism-
inn gaf fólkinu og núna sér maður
þetta í Asíu og Afríku, að maður
tali nú ekki um lífskjörin í
leppríkjunum, sem Rússar blóð-
mjólka.
Freda Utley fór frá Moskvu 1926
til þess að berjast með kolanámu-
mönnum í Englandi. Hún sagði að
breska stjórnin hefði verið eins og
kærleiksrík móðurhönd saman-
borið við kjör verkamannanna í
Rússlandi, og átti þó Stalín eftir
að gera kjör fólksins miklu verri.
Hún var líka lærður hagfræðingur
og hætti að trúa á fræði Karl
Marx og vildi láta taka upp frjálsa
hagkerfið okkar.
Utvarpsráð neitaði á sínum
tíma að bók Dredu Utley yrði lesin
í útvarpinu. Hvað olli því? Má ekki
þjóðin fá að heyra sannleikann um
sósíalismann. Ég vil að fólk beri
saman þessar tvær konur, sem
trúðu á Marxismann og dæmi þær
svo af verkum þeirra. Sannleikur-
inn gerir yður frjálsa sagði Páll
postuli.
Húsmóðir
Þessir hringdu . . .
• Viðvarandi vanda-
mál í þrjú ár
Stefán Ingólfsson deildar-
stjóri Fasteignamats ríkisins
hringdi:
Vegna kvörtunar frá fasteigna-
eiganda í Velvakanda í dag (föstu-
dag 27. marz) vil ég upplýsa, að
kvörtunin á fyllilega rétt á sér og
þetta hefur verið viðvarandi
vandamál hjá okkur á stofnuninni
sl. þrjú ár. Ástæðan er sú, að
fljótlega eftir útkomu fasteigna-
skrárinnar og ég tala nú ekki um
þann tíma sem fólk er upp til hópa
að ganga frá skattskýrslum sínum
er álag hér geysimikið vegna
fyrirspurna. Skiptiborðið hér er
eldgamalt og því eru aðeins fjórar
línur og annar það engan veginn
þessu álagi.
Fasteignaeigandinn beinir því
til yfirmanna stofnunarinnar,
hvort þeir geti ekki bætt hér úr.
Sannleikurinn er sá að þetta er
opinber stofnun, eins og bent er á,
og þurfum við að sækja um allar
lagfæringar til hins opinbera. Það
er sem sagt ekki í okkar valdi að
lagfæra neitt, án aukinnar fjár-
veitinga og eygjum við ekki enn
neina lausn þessa vegna.
Ég vil í lokin sem starfsmaður
stofnunarinnar taka það fram að
okkur starfsfólkinu þykir mjög
miður að geta ekki af þessum
ástæðum veitt betri þjónustu, en
get ég þó bent fólki á, að álagið er
yfirleitt minna fyrri hluta dags.
Við opnum kl. átta að morgni og
flesta daga er hægt að ná sam-
bandi án vandræða við okkur frá
opnun og fram til kl. hálftíu til
tíu.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
HÖGNI HREKKVÍSI
Friðfinnur ólafsson:
Ólíkt höf-
umst vér að
Undanfarið hefur farið fram
talsverð umræða í fjölmiðlum um
íslenska kvikmyndagerð og þau
skilyrði, sem henni eru búin hér á
landi. Frumvarp til laga hefur
verið lagt fyrir Alþingi um sér-
stakan skatt á aðgöngumiða í
kvikmyndahúsum henni til styrkt-
ar.
Félag KvikmyndahúseigerHhi
hefur ritað Alþingi bréf af þessu
tilefni og bent m.a. á að skatt-
heimta af verði bíómiða sé orðin
algerlega taumlaus og ekki á
bætandi. Hins vegar séu forráða-
menn kvikmyndahúsa síður en svo
á móti íslenskri kvikmyndagerð.
Þvert á móti. Þeir hafa hvað eftir
annað lagt til að skattar af
bíómiðum renni til styrktar
íslenskri kvikmyndagerð en ekki í
kassa ríkis og borgar, sem al-
mennt eyðslufé hjá þessum aðil-
um. Þessi háttur er hafður á í
nágrannalöndum okkar. Þar er
innheimtur skattur 4—5% af
verði bíómiða og rennur hann
allur í kvikmyndasjóð viðkomandi
lands. Aðrir skattar eru ekki
innheimtir en þó er verð bíómiða
miklu hærra en hér, sumstaðar
tvöfalt til þrefalt hærra. Skatt-
greiðslan hér er hins vegar tæp-
lega 40%, ríki og borg( taka m.ö.o.
tæplega 40 aura af hverri krónu,
sem inn kemur og halda um leið
verðinu niðri með verðlagsákvæð-
um. Þetta er óhófleg skattheimta
og mér liggur við að segja siðlaus.
Hér er líka svo komið að bíóin
geta ekki endurbætt eða haldið við
húsum sínum og ekki fylgst með
tækninýungum, ,i stuttu máli ekki
veitt þá þjónustu, sem þau vilja,
og nauðsynleg er. Um þetta má
skrifa langt mál þó ekki verði
farið út í það að sinni. Félag
Kvikmyndahúseigenda hefur líka
á undanförnum árum margsinnis
vakið athygli stjórnvalda á þessu
ástandi en jafnan talað fyrir
daufum eyrum.
En það sem kom mér til þess að
skrifa þessa grein voru fréttir frá
tveimur litlum þjóðum Finnlandi
og Israel og greinir fréttin frá
stefnu þeirra í þessum málum.
Fréttir þessar eru í vikuritinu
„The Hollywood Reporter" frá 5
og 12 febrúar s.l.
Um Finnland segir m.a. svo,
lauslega endursagt.
Finnar innheimta 4% skatt af
verði aðgöngumiða og rennur
skatturinn til kvikmyndasjóðs,
sem hefur það verkefni að styrkja
finnska kvikmyndagerð. Verð
bíómiða er mjög lágt, miðað við
hin Norðurlöndin, meðalverð á
milli 12 og 1300 krónur.
Hér á landi er verðið 1100
krónur, þrátt fyrir nær 40% skatt
en Finnar greiða 4% eins og áður
segir.
Þá er einnig sagt frá því að
stærsti bíóeigandi í Finnlan<ji
Adams Film O.Y., sem á 50 af 320
bíóum í Finnlandi sé að endurnýja
öll sín bíó og gera þau aðlaðandi
„þægilegt og vinalegt heimili að
heiman“, eins og segir í fréttinni.
Þetta mælist að sjálfsögðu vel
fyrir og eykur aðsóknina. Þetta
þyrftu íslenskir bíóeigendur sann-
arlega að gera líka, en með
núverandi skattheimtu er það, því
miður, ekki hægt og þess vegna
drabbast húsin niður hjá okkur.
Israel: Þar er mikil verðbólga,
sem kunnugt er. Þeir slá okkur
meira að segja við því að verðbólg-
an hjá þeim varð 112% á s.l. ári.
Skattar á bíómiða hafa verið
geysiháir, eða svipaðir og hér, og
hafa þeir runnið til viðkomandi
sveitarfélaga. Nú hefur viðskipta-
ráðherra ísraels, Gideon Pátt, en
undir hann heyrir bíórekstur þar í
landi, lagt fram frumvarp til laga
á þingi þeirra Israelsmanna,
Knesset, um afnám núgildandi
skatta, en lagt skuli á lágt gjald,
er renni til innlends kvikmynda-
iðnaðar. Fram til þessa hefur
menntamálaráðuneyti ísraels lagt
fram af kostnaðarverði
Israelskra kvikmynda, en sá
styrkur hefur hvergi nærri nægt
og framleiðendur átt í erfiðleikum
með að fjárafla sinn hluta eða %.
Talið er að meðal framleiðslu-
kostnaður sé um 100 milljónir
króna á mynd.
Islensk stjórnvöld ættu nú að
athuga þessi mál betur en gert
hefur verið. Forráðamenn bíóanna
á Islandi vilja áreiðanlega allir
sýna góðar kvikmyndir í góðum
húsum, þar sem fólki líður vel,
andlega og líkamlega. Verð bíó-
miða á að vera lágt svo að allir
geti notið góðra mynda en þó svo
rýmilegt að eðlilegur rekstur geti
borið sig. Svo er ekki nú. Bíóin
skrimta á poppkornsáti gestanna.
Það er ekki skynsamlegt að loka
bíóunum, en en að því hlýtur að
koma fyrr en síðar, ef sömu stefnu
verður fylgt í framtíðinni og
hingað til, að því er snertir
óhóflega skattheimtu af verði
bíómiða.
Friðfinnur Ólafsson
Stykkishólmur:
Góður afli
netabáta
Stykkishólmi, 18. marz.
AFLI á netabáta hefir verið
ágætur hér það sem af er mars-
mánuði. Þeir bátar sem veiddu
skelfisk fram í febrúar fóru ekki
á net fyrr en seinnihluta mánað-
arins.
Hafa þeir aflað mjög jafnt og
enginn orðið útundan að heitið
geti miðað við stærð og aðstæður.
Þórsnes I hefir fengið á þessum
tæpum mánaðartíma um 300 lest-
ir og er það mjög gott. Enginn
mun vera undir 150—160 lestum.
Mikil vinna er nú bæði í hrað-
frystihúsi Sig. Ágústssonar h.f. og
Þórsnesi h.f. Rækjunes h.f. vinnur
ennþá skel því bátar þess hafa
ekki enn aflað í tilskilin veiðileyfi,
en 3 bátar veiða skel og landa þar.
Sjónvarpsendurvarpsstöðin við
Stykkishólm, en hún þjónar Vest-
urlandi og Vestfjörðum, bilaði í
gær og varð að notast við vara-
sendi. Voru menn frá Pósti og
síma sendir í morgun til viðgerða
á stöðinni og gátu þeir ekki lokið
viðgerð fyrir venjulegan útsend-
ingartíma og því varð sjónvarpið
hér meira og minna óvirkt í kvöld.
Er nú von til að eðlilegt sjónvarp
komist á fyrir næsta kvöld. Lík-
lega hefir veðurofsinn og raf-
magnið átt sinn þátt í biluninni.
Fréttaritari