Morgunblaðið - 10.05.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980
3
Frá opnun fcrðamála- og vörusýningar í Kristalssai Hótels Loftlciða. cn þar voru viðstaddir 80 boðsgcstir. Taiið frá vinstri: Hr. Tringealð,
ráðuneytisstjóri fcrðamálaráðuneytis Friuli- Venezia Giulia. hr. Bomben. ferðamálaráðherra Norður-Ítalíu. hr. Giuliemotti. forseti
Ferðamálaráðs Ligniano ojí Ingólfur Guðbrandsson forstjóri Utsýnar.
sló í gegn
SVO mikil aðsókn hefur verið
að ítölsku vordösunum á Hótel
Loftleiðum að margir hafa orð-
ið frá að hverfa.
Opnunarhátíðin var í fyrra-
kvöld og rikti þar mikii
stemmning. Gestir skoðuðu
ítalska vörusýningu en síöan
var sest að borðum og snædd
sex rétta itölsk máltíð . Boðið
var upp á 1. flokks ítalska
tízkusýningu undir stjórn Ro-
berto Beghi og tenórinn Pietro
Bottazzo söng við undirleik
Luigi Toffolo. Vöktu þessi at-
riði mikla hrifningu. Söngkon-
an Maria Loredan var forfölluð
fyrsta kvöldið.
Meðfylgjandi myndir tók Em-
Tízkusýningin undir stjórn Roberto Beghi sló í gegn. Hér má sjá svipmyndir frá sýningunni en það f||a Björg Björnsdóttir á opnun-
voru meðlimir Mudcls 79, sem sýndu ítalska fatnaðinn. arhátið „ítalska vorsins“.
ítalski tenórinn Pietro Bottazzo vakti mikla hrifningu áheyrenda.
Undirleikari hans er hljómsveitarstjórinn Luigi Töfíolo.
Uppselt var á upnunarkvöld itölsku vikunnar og kumust færri að en vildu.
Sagan um
Sám kvik-
mynduð á
næsta ári
TÖKU kvikmyndarinnar „Sagan
um Sám“, sem gera á eftir bók
sænska rithöfundarins Per Olaf
Sundmann. hefur verið frestað til
ársins 1981. Staðið hefur í stappi
með afnot af nokkrum stöðum
þar sem fyrirhugaö var að atriði
í myndina væru tekin, en kvik-
myndafólkið hefur fengið vilyrði
fyrir afnot t.d. af Skaftafelli
næsta sumar, en þó með ákveðn-
um skilyrðum. sem verið er að
athuga.
Það er v-þýzkt kvikmyndafyr-
irtæki, sem ætlar að gera þessa
kvikmynd og er áætlaður kostn-
aður við myndina 4 milljónir
marka eða um einn milljarður
króna. Leikstjóri verður Peter
Steiner og kvikmyndahandrit ger-
ir Botho Strauss, sem er einn
fremsti leikritahöfundur í Þýzka-
landi, að sögn Sigrúnar Valbergs-
dóttur, sem annast hefur undir-
búning fyrir kvikmyndafyrirtækið
hér á landi. Ekki hefur verið
ákveðið hverjir leika Sám og
Hrafnkel, aðalhlutverkin í mynd-
inni, en fyrirhugað er að þar verði
um að ræða einhverja heims-
þekkta leikara.
Kaupskylda
lífeyrissjóðanna:
Ríkisstjórn-
in fellur frá
lagaskyldu
um kaup af
ríkissjóðunum
„ÉG hygg að það sé komið
samkomulag milli fjármálaráð-
herra og lífeyrissjóðanna um
breytingu á frumvarpinu til láns-
fjárlaga þess efnis að kaupskylda
sjóðanna verði ekki bundin að
lögum við kaup skuldabréfa rík-
issjóðs, Byggingarsjóðs ríkisins
og Framkvæmdasjóðs íslands,
heldur geti sjóðirnir einnig keypt
bréf af öðrum fjárfestingarlána-
sjóðum.“ sagði Bjarni Þórðarson,
formaður Landssambands lífeyr-
issjóða í samtali við Mbl. í gær.
Sú fyrirætlun ríkisstjórnarinn-
ar að skylda lífeyrissjóði með
lögum til að kaupa skuldabréf af
þremur framangreindum sjóðum
fyrir að minnsta kosti 40% af
ráðstöfunarfé sínu mætti mikilli
andstöðu og Guðmundur H. Garð-
arson, formaður stjórnar lífeyr-
issjóðs VR mótmælti þessu sem
broti á stjórnarskránni. Mun
ríkisstjórnin hafa séð fram á, að
einhverjir lífeyrissjóðir myndu
neita að binda kaup sin við þessa
þrjá sjóði og fjármálaráðherra þá
þurfa að höfða mál á hendur þeim.
Sá kostur mun ríkisstjórninni
ekki hafa þótt fýsilegur og því
sætzt á að lífeyrissjóðir mættu
kaupa skuldabréf af fleiri fjárfest-
ingarsjóðum.
Ólafur ræddi
við Nordli
ÓLAFUR Jóhannessun utan-
ríkisráðherra hitti Odvar
Nordli forsætisráðherra Nor-
egs að máli í gær. Ræddust
þeir við í 20 mínútur á skrif-
stofu Nordlis um hádegisbilið
í gær.