Morgunblaðið - 10.05.1980, Page 8

Morgunblaðið - 10.05.1980, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 jfóltóöur á inorguu GUÐSPJALL DAGSINS: Jóh. 16.: Biðjið í Jesú nafni. LITUR DAGSINS: Hvítur. — Litur gleðinnar. Bænadagurinn DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 2 messa. Sr. Þórir Stephensen. Nemendur úr Tónl.sk. í Reykjavík leika á orgel á undan báðum messunum. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árdegis. (Ath. breyttan messutíma). Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 2 að Norðurbrún 1. Sr. Grímur Grímsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11 árd. Sr. Hreinn Hjartar- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 2. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Snæfellingakaffi eftir messu. Sr, Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: í tilefni 25 ára afmælis Kópavogs- kaupstaðar verður hátíðarguðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Árni Pálsson og sr. Þorberg- ur Kristjánsson annast guðs- þjónustuna. LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikári Birgir Ás Guð- mundsson. FELLA- og Ilólaprestakall: Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kaffisala kvenfélagsr ins kl. 15. Almenn samkoma nk. fimmtudag kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Messa kl. 2. Sr. Karl Sigur- björnsson. Þriðjud.: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Sr. Arngrímur Jónsson. Organleikari dr. Ulf Prunner. KARSNESPRESTAKALL: í tilefni 25 ára afmælis Kópavogs- kaupstaðar verður hátíðarguðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árd. Sr. Þorbergur Kristjánsson og sr. Árni Pálsson annast guðsþjónustuna. LANGHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 11. Sýnd verður kvikmynd af starfinu í vetur. Sigurður, Jón, Kristján og sóknarpresturinn sjá um stund- ina. Guðsþjónusta kl. 2. Fylgt verður drögum að messuformi helgisiðanefndar þjóðkirkjunm ar. Við orgelið Jón Stefánsson. í stól Sigurður Haukur Guðjóns- son. Kirkjukaffi á vegum Kven- félagsins eftir messu. Sóknar- nefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Þriðjudagur 13/5: Bæna- guðsþjónusta kl. 18. Miðvikudag- ur 14/5: Æskulýðsfundur kl. 20.30. Sóknarprestur. NESKIRKJÁ: Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESSÓKN: Guðsþjónusta kl. 11 árd. í Fé- lagsheimilinu. Sr. Guðm. Óskar Ólafsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 2. Organleikari Sigurð- ur ísólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Al- menn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Ræðumaður Paul Kovac frá Júgóslavíu. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Einar J. Gíslason. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd. nema laugardaga, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. GRUND — elli- og hjúkrunar- heimili: Messa kl. 10 árd. Séra Þorsteinn Björnsson. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleitisbr. 58: Messur kl. 11 og kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 10 árd. Helg- unarsamkoma kl. 11, barna- vígsla. Útisamkoma kl. 16 og hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Aðalræðumenn: Brig. Ingibjörg og Óskar Jónsson. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Prófastur Kjararnesprófasts- dæmis, sr. Bragi Friðriksson, vísiterar söfnuðinn og prédikar við guðsþjónustuna. Sóknar- prestur. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árd. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. HAFNARFJARÐARSÓKN: Guðsþjónusta Víðistaðasóknar í kirkjunni kl. 11 árd. Sóknar- prestur. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11 árd. Sr. Sigurður H. Guð- mundsson. FRÍKIRKJAN i Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl. 2. Fermingar- börn ársins 1930 verða við guðs- þjónustuna. Safnaðarstjórn. KAPELLÁN í St. Jósefsspítala, Hafn.: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Há- messa kl. 8.30. Virka daga er messa kl. 8 árd. NJARÐVÍKURPRESTAKALL: Guðsþjónusta kl. 2 síðd. í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Sóknarprest- ur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Kirkjudagur Kéflavíkursóknar: Guðsþjónusta kl. 14. Ræðuefni: Áfengisvandamálið. Kór Kefla- víkurkirkju syngur. Organisti Siguróli Geirsson. Kaffisala á vegum Safnaðarfélagsins í Kirkjulundi að lokinni messu. — Allur ágóði rennur til Líknar- og minningarsjóðs Keflavíkur- kirkju. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Fermingarguðsþjónusta kl. 14. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Sr. Björn Jónsson. FRIM þlNG SO Áður hefur verið sagt frá því, að þingeyskir frímerkjasafnar- ar ætluðu að efna til sérstakrar frímerkjasýningar í sambandi við þing L.Í.F. á Ilúsavík á þessu vori. Nú er hvort tveggja að baki, því að þingið var haldið laugardaginn 26. apríl sl. i Safnahúsinu á Húsavík, en þar var frímerkjasýningin FRÍM ÞING 80 einmitt opnuð daginn áður og stóð til mánu- dags, 28. apríl. Hér verður ekki greint frá sjálfu þinghaldinu, þar sem fréttatilkynning um það hefur enn ekki verið send út til fjöimiðla. Eitt sinn kom slíkt fyrir hér í þættinum og olli smáóróleika meðal örfárra manna. Er með öllu óþarft að valda óþægindum af þess konar smámunum. En næst mun verða sagt frá því efni. FRÍM ÞING 80 var vissulega engin stórsýning, enda aldrei hugsuð sem slík. Hér var einung- is reynt að halda þeim sið, sem upp var tekinn fyrir fáum árum, þ.e. að halda sýningu samhliða þingi L.I.F. Sýnt var margs konar efni í 56 römmum. Frlmerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON Póst- og símamálastofnunin sýndi í heiðursdeild uppdrætti og litatillögur að Evrópufrí- merkjunum 1978, en á öðru þeirra er mynd af hinni sér- kennilegu og fallegu kirkju á Húsavík. Ennfremur sýndi hún tillögur að dýramerkjum þeim, sem út komu í janúar sl. í kynningardeild sýningarinn- ar var margvíslegt efni í 25 römmum. Þar sýndi meðal ann- arra hinn kunni danski safnari F. Östergaard í fjórum römmum bréf og bréfspjöld, sem sýna rétta burðargjaldsnotkun á ýms- um tímum. Mun hánn eiga einna bezt safn slíkra hluta, sem til er. Er vissulega fengur í að fá þess konar efni á sýningar. Þá sýndi formaður L.Í.F., Sigurður R. Pétursson, í tveimur römmum hluta af Noregssafni sínu og Sigurjón Björnsson í Kópavogi jólamerki í tveimur römmum. Lórens Rafn í Kópavogi sýndi danska auglýsingastimpla í tveimur römmum. Tómstunda- ráð Kópavogs átti minna (mót- íf)-efni í tveimur römmum. Þá var hlutur heimamanna og ann- arra norðanmanna drjúgur í þessari deild — eða tíu rammar. Sýnir það lofsverðan áhuga, og víða kom fram skemmtileg hug- kvæmni. í samkeppnisdeild voru 29 rammar. Þar var ljóst, að menn báru á borð girnilega hluti, enda til verðlauna að vinna. Þar bar að vonum af safn íslenzkra bréfspjalda 1879—1941, sem Hálfdan Helgason í Reykjavík, en gamall Húsvíkingur, hefur komið sér upp á örfáum árum af ótrúlegri elju og smekkvísi. Fyrir það hlaut hann einnig silfurverðlaun, en fáum vikum áður hafði safnið fengið silfrað brons á NORDIA 80 í Málmey í Svíþjóð. Eftirtalin söfn fengu svo bronsverðlaun: Danmörk 1851—1870, eig. Jón Aðalsteinn Jónsson, Rvík; 25 ára ríkisstjórn- arafmæli Kristjáns X. 1937, eig. Jóhann Guðmundsson, Seltjarn- arnesi; Ólympíuleikarnir í Róm 1960, eig. Sveinn Jónsson, Ytra- Kálfskinni; Stimplar úr Þingeyj- arsýslum, eig. félagar úr Frímerkjaklúbbnum Öskju; Konungsríkið, eig. Óli Kristins- son, Húsavík; Tónlistarfrímerki, eig. Eysteinn Hallgrímsson, Grímshúsum; Listaverk, eig. Guðvarður Jónsson, Akureyri. Að sjálfsögðu má alltaf eitt- > FRIMERKEJUBILEUM 1855 - 1980 NORWEX 80 Intemasjonal frimerkeutstilling, Oslo 13. - 22. juni 1980 NORWEX 80 Nú er ekki nema mánuður, þar til hin mikla alþjóðafrímerkja- sýning í Ósló verður opnuð. Hún verður haldin dagana 13.—22. júní. Hefur áður verið sagt frá henni í þætti 9. marz sl., og vísast til þess. Því miður verður engin hópferð héðan á þessa sýningu, en heyrt hef ég um nokkra safnara, sem munu hvað að finna, bæði í samb. við uppsetningu og texta. Nokkurs viðvaningsbrags gætti hjá ýms- um, en auðvitað hlutu stafavillur í texta að stinga gamlan próf- arkalesara óþægilega, enda ætti að vera hægt að sneiða hjá þess konar að miklu leyti. Því miður bar nokkuð á þessu hjá einstaka sýnendum. Hér er þessi ábend- ing sett fram til viðvörunar, þar sem þetta atriði hefur nokkur áhrif til lækkunar, þegar söfn eru dæmd fyrir frágang. Hitt er svo annað mál, að menn eru nú að skemmta sér, um leið og þeir eru að veita öðrum tækifæri til að sjá ýmislegt, sem sést ekki á hverjum degi. Þá má ekki gleyma því, að markmið frímerkjasafnara er að örva aðra menn til dáða og hvetja heimsækja hana. Norska póststjórnin hefur gef- ið út þrjá frímerkj aflokka í sambandi við sýninguna. Er síðasta útgáfan, frímerkjaörk, nýkomin út með fjórum merkj- um, svo sem hér má sjá. Upplag arkarinnar er 1.5 milljón og söluverð 15 n.kr. Verður hún til sölu sjálfa sýningardagana. sem flesta til að safna þessum litlu kvittanamiðum póstsins fyrir greidd burðargjöld. Tvenn heiðursverðlaun voru veitt fyrir þátttöku í sýningunni. Eysteinn Hallgrímsson í Gríms- húsum hlaut fallegan vasa frá Landssambandi íslenzkra frí- merkjasafnara, og Sveinn Jóns- son frá Kálfskinni fékk kvarz- lampa frá Félagi frímerkja- safnara í Reykjavík. Á laugardagskvöldið 26. apríl voru sýndar litskyggnur úr safni Hans Hals, og stóð höfundur þessa þáttar fyrir því. Jafnframt var sagt frá upphafi safnsins og stofnanda þess. Á sunnudag var kvikmyndasýning, en frá efni hennar get ég ekki sagt, enda vorum við sunnanmenn þá farn- ir af vettvangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.