Morgunblaðið - 10.05.1980, Page 11

Morgunblaðið - 10.05.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980 11 Hr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: Víða um heim sæta menn kúgun og ofsókn- um vegna trúar sinnar eða annarra skoðana Samviskufangar bænarefni á bænadaginn HINN almenni bænadagur, 5. sunnudagur eftir páska, er að þessu sinni 11. maí. Eins og endranær óska ég þess, að prestar og aðrir kristnir menn í landinu stuðli eftir megni að því, að þann dag verði beðið á íslandi, almennt og heilshugar, „í Jesú nafni, í Jesú trú“. „ Oft hefur verið ítrekuð sú upphaflega og eðlilega ósk um bænadaginn, að þá séu tíðirfluttar íhverri kirkju og stýri leikmaður athöfninniþar sem prestar komast ekki yfir að vera. Enn vil ég láta þessa ósk íljós með áherslu. Auðvelt er fyrir presta að leiðbeina um form og flutning slíkra tíða og láta nauðsynleg gögn í hendur þeim, sem taka þetta að sér (sbr. t.d. Handbókartillögu 1976, bls. 53. Almenn bæn bls. 56 og 58). Bænaefni skortir ekki. Ég vil að þessu sinni sérstaklega minna á það, að víða um heim sæta menn kúgun og ofsóknum vegna trúar sinnar eða annarra skoðana. Þrátt fyrir mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna og eiðhelga sáttmála á grunni hennar eru frumlægustu mannréttindi fyrir borð borin í fjölmörg- um löndum. Glæpir gegn einföldustu kröfum um mannhelgi eru drýgðir dögum oftar: Handtökur og fangelsanir án saka, pyndingar fanga, lyfjagjafir til þess að brjóta niður líkamlegt og andlegt þrek þeirra, vistun sakborninga á geðveikrahælum, þetta og þvílíkt er að gerast á líðandi stundu til og frá um hnöttinn. Meðal þeirra sem svo eru leiknir eru margir, sem hafa ekki annað til saka unnið en að játa Krist opinskátt. Hugsum á bænadaginn til þeirra mörgu, sem þola illt sakir þess að þeir eru í andstöðu við ómennska stjórnarháttu. „Minnist bandingjanna, sem væruð þér sambandingjar þeirra. Minnist þeirra, er illt líða“ (Hebr. 13.3). „í fangelsi var ég og þér vitjuðuð mín“, segir Jesús Kristur. Biðjum þess, að allt opstopans vald reynist nú sem áður „stopult og stökkt“ og að réttlætið sigri á jörð. Biðjum þess að vér Islendingar gleymum ekki að meta og þakka þá gjöf að fá að njóta frelsis, lýðræðislegra stjórnarhátta og réttarfars, heldur vök- um á verðinum um þessi verðmæti og önnur arfhelg og ómetanleg. Rekstrartölva með peninga- ^kúffu DTS 150 areiðslu 'y™verz,anir’ ð veitingastaði og | QIKnir aöra þjónustusölu. DTS 150 er fram- leiddur af bandaríska fyrirtækinu DATA TERMINAL SYST- EMS. Þessi nýja gerö greiðslureikna full- komnar framboð DTS þar sem DTS 150 er ódýrasti greiöslu- reiknirinn á markaðn- um. DTS 150 er sérstak- lega hannað tölvutæki sem gerir kleift að bjóða fullkominn greiðslureikni fyrir sama verð og venju- lega rafeindabúðar- kassa. DTS <50 er sniðinn að þörfum verzlunar- og þjónustufyrirtækja á mjög þreiðu sviði svo sem kjörbúða, sér- verzlana, lyfjaverzl- ana, benzínstööva, veitingahúsa og kvöld- sölustaða svo dæmi séu nefnd. I fyrirtækjum sem ekki notast við daglegt töluvuppgjör er DTS 150 greiðslureiknirinn eitt fjölhæfasta og hraðvirkasta afgreiðslu- og stjórnunartækið sem völ er á fyrir jafn lágt verð. í stærri fyrirtækjum sem þegar nota greiðslureikna af gerðinni DTS 200, DTS 400 eða DTS 500 er hægt að nota DTS 150 sem jaðartæki og fella þannig aðrar sjálfstæðar reksturseiningar inn í samræmt tölvuuppgjör, t.d. sérafgreiðslu fyrir tóbak og sælgæti í 'öruhúsum og kjörbúðum. DTS 150 er m.a. eftirfarandi kostum búinn: ★ 4—6 vörudeildir eöa vöruflokkar, sem sjálfstæöir niöurstöðuteljarar. Mætti einnig nota til aögreinds uppgjörs fyrir 4—6 starfsmenn sem allir nota sama greiöslureikninn, t.d á vöktum tveir og tveir saman. ★ Arsvaröveisla allra minnistækra niðurstaöna og forrita er tryggö með sérstakri rafhlöðu þannig aö rafmagnstruflanir eöa mistök geta ekki haggaö geymsluminni. ★ Meö fáanlegri aukarafhlööu er hægt aö afgreiöa í klukkustund eftir aö rafstraumur rofnar til afgreiöslu- salar. ★ Hægt er aö nota prentara reiknisins til aö áprenta framvísuöum afsláttarmiöum, nótum eöa úttektar- kortum viöskiptavina. ★ 15 niöurstööuliöir og 11 kennitölurásir gera OTS 150 að stjórnunar- og hagræöingartæki sem er virkara en nokkuö bókhaldskerfi. ★ Hægt er aö forrita takmörk hæstu innsláttarupp- hæöar og er bakslag sjálfvirkt þannig aö samreikning þarf ekki að leiörétta þar sem reiknirás tekur ekki inn upphæö umfram forrituð takmörk. í þessu felst mikill tíma- og vinnusparnaöur. ★ 8 stafa útkoma í Ijósstafaglugga fyrir afgreiöslufólk og viöskiptavin. Sýnt hvaö mikiö gefa skal til baka. Prentar 12 stafi á strimil, 8 tölur og 4 bókstafi. Stimplar nafn fyrirtækislns á kvlttanirnar. ★ Innsláttarborö er mjög einfalt og auölært. Hægt aö velja útkomu meö eöa án tveggja aukastafa. Sjálfvirk afrúnun aukastafa ef óskaö er. íslenzk heiti á innsláttarlyklum. ★ Vegna þess hve DTS 150 er lágt tæki skyggir þaö ekki á færiband afgreiösluborös eöa á þann sem er aö kaupa. ★ Á DTS 150 er sérstakt skrifpúlt við hlið innsláttar- borös til aö skrifa á ávísanir, nótur eöa kvittanir, nákvæmlega þar sem þess er þörf. ★ Læsanleg peningaskúffa af fullri stærö. Hægt aö skrá sjálfvirkt hvenær og hve oft skúffa er opnuö án afgreiöslu. ★ Sér lyklar og niöurstööuteljarar (sér uppgjör) fyrir vörusölu, skilað/skipt, skilaö/greitt út, lánaö, stað- greitt, afslátt, endurgreitt og greitt úr kassa. ★ Flokkaöar niðurstöður söluskatts eftir vörutegund- um og aögreint uppgjör söluvara án söluskatts. ★ Hægt aö auökenna vörutegundir og afgreiöslu meö séráprentun þannig aö hægt er að skrá birgðabreyt- ingar af uppgjörsstrimli, sérstaka tegund viöskipta, sértilboð, magnkaup eöa merkja sérstaklega atriöi vegna hagræöingarstarfa. ★ Viöskiptaskráning meö uppgjör og afgreiöslukvitt- anir viöskiptavina eru tvö sjálfstæö og aöskilin strimilkerfi. Rúlluskipti eru mjög fljótleg. ★ Sjálfvirkar reiknirásir tölvunnar tryggja hraövirka margföldun, endurteknlngar og ásláttarleiöréttingu. ★ Sérstök reiknirás skráir og dregur frá niöurstöðum tölur sem eru rangt teknar upp. Engin leiörétting meö penna er nauösynleg, aöeins stutt á sérstakan hnapp og innsláttur endurtekinn. ★ Sérstakur hraölykill er fyrir sölu á einu stykki. DTS 150 greiðslureiknirinn er bandarísk gæðaframleiðsla frá DATA TERMINAL SYSTEMS sem er brautryöjandi í tölvuvæðingu verzlunar og leiðandi fyrirtæki í heiminum á því sviði meö yfir 2000 sölu- og þjónustuaðila um víða veröld. í þessari auglýsingu er einungis að finna hluta þeirra atriða sem gert hafa DTS greiöslureiknana að einni notadrýgstu hagræðingunni í íslenzkri verzlunar- og þjónustustarfsemi á síðari árum. Sérþjálfaö starfsliö okkar er ávallt reiöubúið til aö veita frekari upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig DTS greiðslureiknar geta aukið tekjuafköst rekstursins og létt störfin um leið. Verð án söluskatts 415.838 kr. (Miöaö viö gengi 10/5 ’80) DTS greiðslureiknar — bandarísk tölvutækni sem eykur hagræðingu í rekstri. Skrifstof utækni hf. TRYGGVAGÖTU - 121 REYKJAVÍK - B0X 272 - SÍMI 28511 EINKAUMBOD FYRIR DATA TERMINAL SYSTEMS USA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.