Morgunblaðið - 10.05.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAI1980
13
Sigurför sérsláttunnar
tekjuskattsstofni, enda eru þessar
fjárhæðir þannig reiknaðar. Út
frá þessari forsendu ætti sérfræð-
ingi í skattútreikningum að vera
fullkomlega ljóst að í þessum
samanburði milli þriggja mismun-
andi tekjuskattsstiga og persónu-
afslátta skiptir engu máli hverjar
vergar tekjur eru taldar vera. I
stað þess 10% frádráttar sem
notaður er í dæminu sem mismun-
ur Vt. og Tskst. hefði fullt eins
mátt nota 5%, 15%, 20%, 25% eða
hvern annan hundraðshluta (þó
ekki 100%) sem frádrátt frá Vt. til
þess að ákvarða tekjuskattsstofn,
en sá stofn varð þó að vera sá sami
í samanburðardæmunum hvernig
svo sem frádrætti frá Vt. væri
háttað.
4. Eins og fram kom í athuga-
semd minni, sem birtist í Mbl. 24.
f.m., reiknaði ég út væntanleg
opinber gjöld 40 framteljenda í
Reykjavík á gjaldárinu 1980 og
bar saman við raunverulega álögð
gjöld þeirra á gjaldárinu 1979.
Aætlun mín á væntanlegum opin-
berum gjöldum þessara 40 fram-
teljenda á gjaldárinu 1980 er
byggð á framtölunum sjálfum.
Sumir framteljendanna notfærðu
sér 10% frádráttarregluna, aðrir
ekki. Það er því rangt að ég hafi í
þessum útreikningum reiknað
„einungis með fasta 10% frá-
drættinum við álagningu 1980“
eins og Þorkell staðhæfir í svar-
grein sinni.
Til glöggvunar fyrir lesendur
fylgja hér með ljósrit af bréfi
mínu til fjárhags- og viðskipta-
nefndar efri deildar Alþingis
ásamt nokkrum þeirra fskj. sem
bréfinu fylgdu. Birting þessara
gagna er gerð að fenginni heimild
formanns fjárhags- og viðskipta-
nefndar efri deildar Alþingis, Ól-
afs Ragnars Grímssonar, alþingis-
manns:
a. Ljósrit af bréfi mínu til
nefndarinnar, dags. 14. f.m., sem
afhent var formanni nefndarinnar
e.h. þann 16. f.m. Ljóst er af bréfi
þessu að ég skorast undan því að
gera samanburð á skattbyrði sam-
kvæmt „gamla“ og „nýja“ kerfinu
eftir tilbúnum dæmum.
b. Ljósrit af Fskj. I—1 þar sem
ég geri grein fyrir niðurstöðum úr
úrtaki 40 framtala í Reykjavík
árin 1979 og 1980. Af þessu fskj. er
ljóst hverjar forsendurnar voru
fyrir niðurstöðum þeim sem fram
koma á Fskj. 1—2 — 1—7 er bréfi
mínu fylgdu.
Samkvæmt þessum fskj. Var
10% fastur frádráttur notaður af
24 framteljendum eða af 60%
þeirra, en 16 framteljendur eða
40% þeirra notuðu frádrátt sem
var á bilinu allt frá 11,92% til og
með 35,37% miðað við Vt.
Einnig fylgir hér ljósrit af Fskj.
1—2 sem nær til 11 einhleypinga.
Af þessu fskj. er ljóst að 5 þessara
11 einhleypinga notfærðu sér 10%
frádráttarheimildina (framtelj-
andi, merktur nr. 4, myndi svo
gera að leiðréttu framtali hans og
er því talinn hér með), en 6 þeirra
notfærðu sér frádrátt D og E sem
nemur allt frá 14,31% til og með
35,37% af Vt.
c. Ljósrit af Fskj. II—1 og II—2
sem til er vitnað í bréfi mínu. Af
Fskj. II—1 og samanburði við
útreikninga á Fskj. II—2 er ljóst
að hér er einungis um að ræða
samanburð á þrem mismunandi
tekjuskattsstigum og persónuaf-
sláttum en ekki samanburð á
frádrætti frá tekjum skv. „gamla"
eða „nýja“ kerfinu. Hér er heldur
ekki um að ræða mismunandi
stofn til útreiknings tekjuskatts
(með 1% álagi) eða ónotaðs per-
sónuafsláttar. IJtreikningarnir
eru allir byggðir á sama tekju-
skattsstofni og skiptir ekki hætist
hót máli hvernig sá stofn myndast
svo lengi sem sami stofn, þ.e.
Tskst., er notaður í samanburðin-
um.
Reykjavík 8. maí 1980.
Sigurbjörn Þorbjörnsson,
rikisskattstjóri.
Fyrir um 2—3 árum komu í
myntverzlanir í Reykjavík fáeinir
peningar af sérunninni sláttu
íslenzkrar lýðveldismyntar. Mynt-
safnarar ráku upp stór augu því
enginn þeirra hafði vitað um svona
sérslegna íslenzka mynt. Peningarn-
ir voru dýrir, 5 eyringur var t.d. falur
fyrir 55.000 krónur; hafði verið
keyptur hingað frá Kanada. Kon-
unglega brezka myntsláttan lét að
sögn, samkvæmt gamalli heimild
ríkisféhirðis, sérslá örfá eintök af
íslenzku lýðveldismyntinni til eigin
nota. Fyrir frekari sláttu var svo
tekið, er Seðlabankinn tók yfir mynt-
útgáfuna 1967. Allt er þetta hið
undarlegasta mál.
Á Myntsýningunni, sem haldin var
í Bogasal Þjóðminjasafnsins í októ-
ber í vetur, sýndi Seðlabankinn
heildarsafn þessarar sérsláttu. Þar á
meðal var 500 króna gullpeningurinn
frá 1961, Jóns Sigurðssonar pening-
urinn. Svei mér ef maður ætti ekki
að biðja um nánari skýringu á tilurð
allrar þessarar sérsláttu. Þarna eru
mikil verðmæti á ferðinni, sérstak-
lega ef nokkrir peningar leka út úr
kerfinu svo hægt sé að braska með
þá fyrir morð fjár.
Sérslegna lýðveldismyntin sem
Seðlabankinn hefir nýlega útgefið og
seld er um þessar mundir í bönkum,
sparisjóðum og hjá myntsölum er
vinsæl. Settið kostar 16.500 krónur,
en hafa ber í huga að það er afar
dýrt að sérslá mynt. Mótin endast
stutt, mest um 1000 peninga og dýrt
er að fægja þau. Einnig verður
skífan, sem síðar verður peningur, að
vera gljáfægð. Aðeins örfáar mynt-
sláttur í heiminum ráða yfir tækni
til að framkvæma þetta verk. Myntin
í útgáfu Seðlabankans er frábrugðin
sérsláttunni sem frá greinir hér að
framan að því leyti, að fletir eru
gljáfægðir, en mött áferð er á
myndum og letri. Eldri sláttan er öll
gljáfægð og því ekki eins svipmikil.
Upplag sérsláttu Seðlabankans er
takmarkað við aðeins 15.000 eintök.
Hefir útgáfan orðið vinsæl, sem von
var á, mikið notuð til gjafa og hefir
runnið út. Enn fást nokkur sett á
flestum sölustöðum, en ég vil hvetja
þá safnara, sem enn hafa ekki
eignast sett, að kaupa þau strax. Ég
hef það fyrir satt, að eftirspurn
erlendis frá fer vaxandi, dag frá
degi, og það megið þið bóka, að áður
en varir er upplagið selt. Sem sagt,
hafið mín ráð og kaupið í hvelli. Ég
lofa því ekki að verðmæti þessarar
myntar rjúki upp úr öllu valdi þegar
hún er uppseld, en eitthvað hækkar
hún. Hinu lofa ég aftur á móti, að
settin koma til með að standa fyrir
sínu. Prýðilega er að útgáfunni
staðið, hæfilegt upplag, myntin fag-
urlega slegin, askja og umbúðir til
fyrirmyndar: askjan er meira að
eftir RAGNAR
BORG
segja lofttæmd og með innsigli. Auk
þess hefir auglýsingaherferð vakið
athygli á sláttunni víða um heim.
Sérslátta þessi á gangmynt lýð-
veldisins til þessa er veglegur minn-
isvarði á úr sér gengnar myntein-
ingar verðbólguþjóðfélagsins. Nú
stokkum við spilin upp og tökum í
notkun hundrað sinnum verðmætari
mynt. Mér líst þó þannig á tök
stjórnmálamanna á verðbólgunni, að
við munum eiga von á öðrum minnis-
varða innan ekki of langs tíma. Ef
hann verður jafn vel unninn og hin
nýja sérslátta Seðlabankans er
ástæða til að gleðjast yfir velgengni
verðbólgúnnar og hlakka til að
eignast næstu sérsláttu íslenskrar
myntar.
- TRELLEB0RG - HBS - DYNAPAC - K0NSTSMIDE - STIGA - BRUNE - KAFR0 - REHA - EMC0 -
CQ
I
ö
I
o
<c
Q
O
QC
>-
o
I
3
o
co
<
co
o
o
I
o
"3
I
o
<
o
o
rx
co
O
O
I
o
I
h—
3
CQ
0\
1940 -10.maí-1980
Gunnar Ásgeirsson
0
ffigSSgt
Rf
t
P '4 r 1* 2*V: '• * ■ i#»7 »»%* ' <4 ‘ .
“ 3"U . Wdtiwwpwi' f £ • r » awwsss*
40 ár
inn flu tnings verzlun
í tilefni þess afmælis
bjóðum við 10% staðgreiðsluafslátt af
eftirtöldum vörum næstu viku:
Bosch verkfæri
Husqvarna heimilistæki
Blaupunkt bíltæki
Sanyo bíltæki — Hljómflutningstæki
co
o
<
>>
ro
I
co
■Z.
o
CD
3>
30
o
I
co
o
co
o
I
03
c=
~o
co
3>
o
I
co
o
<
5>
30
>
I
-O
O
co
m
o
O
co
o
<
m
30
co
I
co
“O
I—
O
—I
-<
I
co
nr
O
I
03
30
CO
HUSQVARNA - TRELLEBORG - HBS - DYNAPAC - KONSTSMIDE - STIGA - BRUNE - KAFK0 - REHA -