Morgunblaðið - 10.05.1980, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.05.1980, Qupperneq 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980 Afmælisins minnst með fjölbreyttum hætti Kópavogskaupstaður á 25 ára afmæli á morgun, sunnudag. Mik- ið er um dýrðir í kaupstaðnum af þessu tilefni og verður hér getið um hátíðardagskrá helgarinnar. í dag munu skólarnir í Kópa- vogi halda hátíð sína „Vor í bæ“ í íþróttahúsi Kársnesskóla kl. 16.00 og er hún opin almenningi. Á morgun, afmælisdeginum, verður hádegisguðsþjónusta kl. 11.00 í Kópavogskirkju. Skátar verða með fánaborg við kirkjuna, Þorbergur Kristjánsson prédikar en séra Árni Pálsson þjónar fyrir altari. Kl. 16.30 hefst sýning á heim- ildarkvikmynd sem bæjarstjórn hefur látið gera um þróun bæjar- ins og ber hún nafnið „Kópavogur, borgin hjá vogunum tveimur". Sýningar verða í Hamraborg 1 og þar verður einnig opin sýning á verkum úr safni Lista- og menn- ingarsjóðs Kópavogs. Sýningarn- ar verða frá kl. 16.00 til 22.00, kvikmyndasýningar á klukku- stundarfresti. Opinberar stofnanir bæjarins, s.s. bæjarskrifstofurnar, dag- heimili o.fl. verða opnar fyrir almenning milli kl. 16.30 og 19.00 á morgun. Þá er öllum heimill ókeypis aðgangur að strætisvögn- um bæjarins á morgun í tilefni afmælisins. Kaffisala verður í Hamraborg 1, 3. hæð á vegum mæðrastyrks- nefndar, einnig verður á sama stað sýning á munum unnum úr tre' Þá er einnig sýning á munum sem eldri bæjarbúar hafa unnið á námskeiðum í vetur. Sýningin er í Hamraborg 1 og er hún opin á sama tíma og myndlistarsýning- in. Himnahurðin breið frumsýnd í dag KVIKMYNDIN Himnahurðin breið?, sem er popp ópera, framleidd af Listformi sf. verður frumsýnd í Regnboganum í dag klukkan 1.30, en myndin er í lit og um 50 mínútna löng. Kristberg Óskarsson og Kjartan Ólafsson, tveir aðstandenda fyrirtækisins, sögðu í samtali við Morgunblaðið, að undirbúningur verksins hafi hafist vorið 1979 og var allt hljóð tekið upp áður en kvikmyndatökur hófust, en það var í byrjun október sl. og þeim lauk í febrúar. Bygjað var að klippa myndina áður en töku lauk og lauk klippingum í síðasta mánuði. Þeir félagar sögðu að heildarkostnaður við myndina væri um 20 milljónir króna og þyrftu þeir því að fá um 20 þúsund gesti til þess að verkið borgaði sig. Sýningar verða í Regnboganum, en síðan eru hugmyndir um að fara með myndina út á land. Söngvarar í myndinni eru Ari Harðarson, Bogi Þór Siguroddsson, Einar Jón Briem, Erna Ingvars- dóttir, Ingibjörg Ingadóttir, Kjartan Ólafsson og Valdimar Örn Flygenring og hljómsveitina skipa: Eggert Pálsson, Egill Jóhannsson, Guðni Franz- son, Haukur Tórnasson og Kjartan Ólafsson. Texta við myndina gerði Ári Harðarson, tónlist- ina Kjartan Ólafsson, kvikmyndahandrit Ari Harðarson og Kristberg Ólafsson, kvikmyndun Guðmundur Bjartmarsson, hljóð Kjartan Ólafs- son, klipping Guðmundur Bjartmarsson og Krist- berg Óskarsson, aðstoð við upptöku Birgir Þ. Jóakimsson og Halldór Bjarnason og Kristberg leikstýrði verkinu. ,Jíart í bak“ afmœlisleikrit Litla leikklúbbsins Isafirði Litli leikklúbburinn á ísafirði varð 15 ára 24. apríl sl. I tilefni afmælisins hefur verið sett á svið leikritið „Hart í bak“ eftir Jökul Jakobsson, er það 32. verkefni L.L. til þessa. Leikritið verður frumsýnt á morgun, sunnudag, í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Með fjögur helstu hlutverk í leikritinu fara: Guðrún Eyþórsdóttir, Kritján Finnbogason, Elísabet Þorgeirsdóttir og Reynir Sigurðsson. Leikstjóri er Margrét Óskarsdóttir. Meðfylgjandi mynd er tekin á æfingu nýlega. Er þetta ekki mitt líf? — í síðasta sinn Þjóðleikhúsið: í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið Stundarfrið kl. 20, á stóra sviðinu, annað kvöld Smalastúlkuna og útlagana á sama tíma. í öruggri borg verður sýnt á litla sviðinu annað kvöld kl. 20.00. Leikfélag Reykjavikur: I kvöld kl. 20.30 er Ofvitinn á fjölum Iðnó, en annað kvöld Er þetta ekki mitt líf?, í síðasta sinn. Sýningar í Iðnó hefjast kl. 20.30. Klerkar í klípu eru á miönætursýningu í Austurbæjarbíói í næst síðasta sinn kl. 23.30 í kvöld, laugardagskvöld. Kópa vogslei kh úsið: 30. sýning á Þorláki þreytta er í kvöld kl. 20.30, verkið er einnig sýnt annað kvöld á sama tíma. Kvikmyndafjelagið með 2 sýningar um helgina í kvöld kl. 19.10 sýnir Kvikmyndafélagið „Ape and superape" í Regnboganum. Annað kvöld verður Kamelíufrúin með Gretu Garbo sýnd í síðasta sinn á sama stað og tíma. Stjórnmál og kristin trú í framhaldi af fundi, sem haldinn var í Hallgrímskirkju 6. marz sl. til að kynna kristilegu stjórnmálaflokk- ana á Norðurlöndum, efnir Mennta- málanefnd þjóðkirkjunnar til opins umræðufundar um áhrif og ábyrgð kristinna manna í stjórnmálum. Fundurinn verður haldinn á morg- un, sunnudag, kl. 16 í Hallgríms- kirkju og er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir. Frummælendur verða sr. Ingólfur Guðmundsson æskulýðsfulltrúi og Páll V. Daníelsson forstjóri, formað- ur Landssambandsins gegn áfengis- bölinu. Fundurinn ber yfirskriftina „Áhrif og ábyrgð kristinna manna í stjórn- málum".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.