Morgunblaðið - 10.05.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 10.05.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 23 „Dáist að því tón- listarfólki, sem starfar hér heima“ UNNUR María Ingólfsdóttir fiðluleikari heldur tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í dag kl. 17 í Austurbæjarbíói. Undir- leikari hennar er Bandarikja- maðurjnn Alan Marks. Þetta eru fyrstu tónleikar hennar á vegum Tónlistarfélagsins. Unnur María stundaði nám í fiðluleik hjá Birni Ólafssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Að loknu því námi bauð Rudolf Serkin henni styrk til náms við Curtis Institute of Music í Philadelphiu. Síðan stundaði hún nám við Julliard School í New York og lauk þaðan ein- leikaraprófi 1976. Arið 1977 hlaut hún styrk frá Rotary International til náms hjá Nathan Millstein i London. Hún hefur starfað með kamm- erhljómsveitum í London og m.a. boðist stárf hjá English Chamb- er Orchestra og Academy of St.-Martin-in-the-Fields og hef- ur hún þegar leikið með báðum þessum hljómsveitum. Hún kom fram á tónleikum í Wigmore Hall í London 18. apríl sl. og voru undirtektir mjög góðar. Hún hefur einnig leikið á tón- — segir Unnur Maiia Ingólfsdóttir, en hún heldur tónleika á vegum Tónlistar- félagsins í dag leikum víða í Englandi og m.a. lék hún fyrir Yehudi Menuhin í London sl. sunnudag. Bauð hann henni þá að halda tónleika í Sviss í sumar, einnig eru fyrir- hugaðir tónleikar í Þýzkalandi og víðar á komandi sumri. Unnur María gaf sér stutt hlé frá æfingum í gær og ræddi Mbl. þá við hana. Hún sagðist fagna því að fá tækifæri til að halda tónleika hér heima. „Einnig er ég mjög ánægð með að Alan Marks gaf sér tíma til að koma og spila með mér. Við höfum leikið saman bæði í New York og London og mér hefur líkað sérstaklega vel að vinna með honum.“ Alan hefur komið fram víða í Bandaríkjunum og Evrópu sem einleikari og einnig með þekktum hljómsveitum. A efnisskrá á tónleikunum í dag eru verk eftir: Geminiani, J.S. Bach, Robert Schumann og César Franck. Við spurðum Unni hvernig staðið væri að vali verka á slíka tónleika. „Val á efnisskrá getur oft reynst erfitt. Það er af mörgu að taka og erfitt að gera upp á milli margra gullfallegra tónverka. Mér þykir vænt um öll þessi verk sem við leikum á þessum tónleikum og það er mikilvægt að flytjendur hafi sjálfir ánægju af því sem þeir leika.“ Unnur María sagði að sér líkaði dvölin í Englandi vel en þó væri römm taugin til heima- landsins. „I Englandi eru mörg tækifæri til tónleikahalds, má þar néfna tónleika í kirkjum, háskólum og á vegum tónlistar- félaga víða um landið. — Við spurðum Unni Maríu í lokin, hvort hún hyggði til heim- komu í nánustu framtíð. „Ég hefi haldið góðum tengsl- um við heimalandið og m.a. komið heim árlega og spilað í kammersveit með Pólyfónkórn- um. Ég dáist að því tónlistar- fólki sem starfar hér heima. Það er duglegt og atorkumikið, þó fámennur hópur sé og þurfi að Unnur María Ingólfsdóttir koma víða við. Ég gæti vel hugsað mér að starfa heima því þó aðstæður séu ekki eins góðar og víða erlendis, þá fer hér fram gífurlega mikið uppbyggingar- Ljósm. Mbl.: Kristján Einarsson starf. Mig langar þó fyrst um sinn a.m.k. að nota þau tækifæri sem mér gefast á erlendri grund. Framtíðin sker síðan úr um hvað verður,, sagði hún í lokin. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. í gær var veður slæmt í höfuðborginni sem og annars staðar á sunnanverðu landinu. Þurfti af þeim sökum að hætta við að halda hinn vikulega útimarkað á Lækjartorgi. Myndin er tekin við útimarkaðinn og virðist veðrið haía leikið hann grátt. Qveðrið í gær: Ofsarok í Yestmannaeyjum ÓVEÐRIÐ sem gekk yfir sunnan- og austanvert landið í gær orsak- aðist af miklu lægðasvæði, sem er suður af landinu. Þetta lægða- svæði hreyfist hægt í NNA. en í því es mikil bleyta, samkva'mt þeim upplýsingum sem Mbl. fékk á Vcðurstofunni. í gær var spáð hlýnandi veðri í dag og var talið að rigna myndi með kvöldinu og veður versna. í dag er gert ráð fyrir austanátt um allt land, stinningskalda eða allhvössu veðri. nema á Norður- og Austur- landi en þar er spáð kalda. Búist er við súld eða rigningu á Suður- og Vesturlandi, en þurru á Norð- ur- og Austurlandi. Hjá Vegaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að víða á suður- ströndinni hefði verið slæmt veð- ur, snjókoma og bylur. Hellisheiði Hellisheiði þungfær var þungfær vegna hálku og skaf- byls og lentu bílar þar í erfiðleik- um. Þrengslavegur var þokkalegur þegar á leið daginn, en fyrrihluta dags var þar einhver hálka. Aust- ur í Vík í Mýrdal var slæmt veður og snjókoma og var Suðurlands- vegur ófær vestan við Vík, en í gær var búist við að vegurinn yrði ruddur. Astand vega miðað við árstíma er viðast þokkalegt, en nú eru þungatakmarkanir víða vegna aurbleytu. Undir Eyjafjöllum var veður slæmt í gærmorgun, frost og skafrenningur og svo var einnig víðar á Suðurlandsundirlendi. Töldu menn að í gær hefði verið eitt það versta veður sem komið hefði í vetur á þessu svæði. í Vestmannaeyjum var slæmt veður í gær og herti eftir því sem á daginn leið. Klukkan 9 í gærmorg- un var vindhraðinn 66 hnútar en klukkan 18 var vindhraðinn kom- inn í 72 hnúta, mestur varð vindhraðinn 75 hnútar, en komst upp í 104 í verstu hviðunni. Ekki snjóaöi í gær í Eyjum, hins vegar var slydduhraglandi á köflum. Mikið sjórok var og einnig sand- rok, fauk bæði úr vegum og úr fjallinu. Barnaskólinn var lokaður í gær, en kennsla var með eðli- legum hætti í gagnfræðaskólan- um. ítalskir tónleikar og tízkusýning í Há- skólabiói á morgun MJÖG mikil aðsókn hefur verið að „ítölsku vordög- unum“ á Hótel Loftleiðum og hafa miklu færri kom- ist að en vildu. Vegna þessa hefur verið ákveðið að efna til tón- leika og tízkusýningar í Háskólabíói á morgun, sunnudag klukkan 15, svo að fólki gefist kostur á að hlýða á ítölsku söngvar- ana og sjá hina stórglæsi- legu ítölsku tízkusýningu. Einnig mun hin unga ís- lenzka listakona, Unnur María Ingólfsdóttir, koma fram á tónleikunum. Með henni leikur Bandaríkja- maðurinn Alan Marks. Þursarnir í Þjóðleikhúsinu ÞURSAFLOKKURINN heldur hljómleika í Þjóðleikhúsinu mánudaginn 19. þessa mánaðar og hefjast þeir klukkan 21. Þetta verða jafnframt síðustu hljóm- leikar flokksins næsta hálfa árið a.m.k. Miðasala hefst í Fálkanum Laugavegi 24 á mánudag. JNNLENTV Óperusöngvararnir Pietro Bott- azzo og Maria Loredan eru í hópi fremstu söngvará Italíu í dag og þau hafa slegið í gegn á ítölsku vördögunum. Sömuleiðis hefur tízkusýningin vakið geysilega at- hygli. Hún er undir stjórn ítalska tízkufrömuðarins Roberto Beghi en samtökin Model 79 sýna. Unnur María er í hópi efnilegustu tónlist- armanna þjóðarinnar eins og mönnum er kunnugt og hún kem- ur fram á tónleikum Tónlistarfé- lags Reykjavíkur í dag. Miðasala á tónleikana í Há- skólabíói hefst í dag klukkan 13 í bíóinu. Jón Gunnarsson sýnir á Bolungarvík JC Bolungarvík efnir til mál- verkasýningar í Ráðhússal Bol- ungarvíkurkaupstaðar sem hefst laugardag 10. maí. Þar sýnir Jón Gunnarsson listmálari um 70 olíu- og vatnslitamyndir og verður hún opnuð í dag kl. 14 og verður opin til kl. 22. Á sunnudag verður opið kl. 10—22 og mánudag til fimmtu- dags frá 18—22, en á fimmtudag lýkur sýningunni. Pétur Friðrik sýnir á Kjar- valsstöðum PÉTUR Friðrik listmálari opnar í dag klukkan 15 myndlistarsýn- ingu á Kjarvalsstöðum. Sýningin mun standa til 20. maí. Fimm ár eru liðin síðan Pétur Friðrik hélt siðast sýningu og þá einnig á Kjarvalsstöðum. Viðtal við Pétur Friðrik mun væntanlega birtast í blaðinu á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.