Morgunblaðið - 10.05.1980, Side 27

Morgunblaðið - 10.05.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 27 Frá blm. Mbl. í Ósló. Arna Johnsen. HJÓLIN fóru virkilega að snúast í gærmorgun í samningaviðræðum um Jan Mayen-svæðið, þegar stjórn- málamenn voru komnir á skrið með að leysa málið á pólitískum vettvangi í stað þjarks fjölmennra samn- inganefnda, embættismanna og annarra fulltrúa. Ræddu menn málin á göngum og í fundarherbergjum og var talsverður asi á mannskapnum. Á fundi íslenzku sendinefndarinnar í gærmorgun, þegar nýjar tillögur voru komnar fram frá Norðmönnum, sem nálguðust hugmyndir íslendinga, sagði ólafur Jóhannesson, að nú væru vegamót og annað hvort væri að hætta við eða halda áfram. Enginn vildi hætta og voru menn undantekningarlaust sammála um að halda áfram á þeirri brauí, sem mörkuð var. Þegar hjólin fóru að snúast í Ósló: Frá fundi íslenzku norsku fiskveiðinefndanna í Ka“r. I.jósm. á.j. Símamynd, íffl 1 1 mM i W 9 | if I i 4 .4 . .. HMH Bolle og Frydenlund geta átt undir högg að sækja Á fundi í fyrrakvöld, að lokn- um samningaviðræðum, hittust utanríkis- og sjávarútvegsráð- herrar landanna á hótelherbergi Ólafs Jóhannessonar og ræddu stöðuna. Ólafur Jóhannesson gaf þá í skyn, að yrði ekki breyting á afstöðu Norðmanna, væri vart ástæða til að halda áfram samn- ingaviðræðum. Síðar um kvöldið sagði Frydenlund í samtali við Ólaf, að sú afstaða, sem norsku fuiltrúarnir í fiskimálanefndinni hefðu haldið fram, væri ekki að öllu leyti í samræmi við sjónar- mið norsku ríkisstjórnarinnar. Kom fram ósk frá Frydenlund um að þegar daginn eftir yrði haldinn fundur með íslenzku ráð- herrunum og þingflokkafulltrú- unum, þar sem hann hugðist gera nánari grein fyrir afstöðu stjórn- arinnar. I umræðum fyrsta daginn komu hugsanleg afskipti Efna- hagsbandalags Evrópu oft til tals í málflutningi norsku nefndar- mannanna, en Frydenlund var andvígur því að gera jafn mikið úr þessum málum og hinir norsku fulltrúarnir. Norsku fulltrúarnir í fiskveiðinefndinni höfðu haft langt mál um þær breytingar, sem kynnu að verða á öllum aðstæðum við útvíkkun á lögsög- unni við Austur-Grænland og þar með viku þeir sér undan því að taka á lausn málsins. 1 síðustu tillögum Norðmanna, varðandi þau grundvallaratriði, sem Islendingar telja skilyrði fyrir samkomulagi er viðurkenn- ing Norðmanna á 200 mílna lögsögu Islendinga í átt til Jan Mayen. Norðmenn gerðu athuga- semd við útfærslu Islands þegar árið 1975 varðandi það að íslend- ingar tækju sér fulla 200 mílna lögsögu í átt til Jan Mayen og ítrekuðu í fyrra, þegar löggjöfin um 200 mílna efnahagslöggjöfina tók gildi, að þeir teldu, að semja bæri um mörkin. í viðræðum landanna í Reykjavík í apríl hugðust Norðmenn gefa út sér- staka yfirlýsingu sem átti að fylgja samkomulagi, ef næðist, þar sem fyrirvari þeirra væri ítrekaður. Nú hafa Norðmenn hins vegar, að því er virðist, dregið í land og er þess vænzt, að viðurkenning þeirra fáist fram. íslendingar hafa frá byrjun samningaviðræðnanna um Jan Mayen lagt áherzlu á, að þeir væru ekki til viðræðu um neinar breytingar á landhelgismörkun- um norður frá. Þá er gert ráð fyrir því, að Norðmenn viður- kenni ákvörðunarvald íslenzkra stjórnvalda, að því er varðar leyfilegan hámarksafla úr loðnu- stofninum, en þeir munu leggja mikla áherzlu á að fá einhvern öryggisventil í því tilfelli, að sú ákvörðun geti talizt mjög ósann- gjörn og ekki í samræmi við álit vísindamanna. í sambandi við skiptingu loðnuafla milli íslend- inga og Norðmanna hefur ýmist verið rætt um, að Norðmenn veiddu fast magn eða ákveðinn hluta heildarafla og í síðustu drögum er gert ráð fyrir ákveðnu prósentuhlutfalli. Á síðustu vertíð veiddu Norðmenn sem kunnugt er um 125 þús. lestir af um það bil milljón tonna loðnu- afla. íslendingar munu hafa nefnt sem hugsanlega lausn 10 prósent aflahlutfall til handa Norðmönnum, en Norðmenn munu vilja 20—25 prósent og er óvíst hvað úr verður. Þessi hug- mynd um aflahlutfall er miðuð við 3—4 ár og verði aflaskipting í framtíðinni byggð á sama grund- velli. Varðandi ákvörðun um hafs- botninn á svæðinu er gert ráð fyrir því í þessu samkomulagi, að Norðmenn færi nú aðeins út fiskveiðilögsögu sína, en útfærsla á efnahagslögsögu eða lögsögu sem ræður yfir hafsbotninum verði frestað um nokkurra mán- aða skeið. Hins vegar er í sam- komulaginu slegið föstum ákveðnum grundvelli, sem vænt- anlegri nefnd ber að byggja störf sín á og í þessum grundvelli felst trygging á rétti Islands. Ekki mun í viðræðunum hafa borið á góma þær hugmyndir, sem vikið var að í Arbeiderbladet um að sett verði á fót sameigin- legt fyrirtæki eða stofnun á einkaréttargrundvelli um vænt- anlega nýtingu hafsbotnssvæðis- ins á Jan Mayen-svæðinu. I fjórða lagi má nefna, að í þessum drögum sem liggja fyrir . er fjallað um umhverfisvernd. Þar er tekin inn í dæmið sú hætta, sem íslenzkum fiskstofn- um myndi stafa af því, ef borað yrði á Jan Mayen-svæðinu, t.d. vegna óhappa, og mun hafa þokazt í átt til viðunandi ákvæða, sem tryggja náin samráð í þess- um efnum. I þeim drögum, sem nú liggja fyrir eru nokkur atriði, sem eru mjög viðkvæm fyrir báða aðila og væntanlega mun skýrast í dag, hvort endanlega gengur saman í þeim efnum. I samtali Mbl. við Mads Björnerem, varaformann Norsk Fiskarlag, sagði Björnerem að næði þetta samkomulag fram að ganga, myndu norsk stjórnvöld standa mjög illa að vígi gagnvart sínum umbjóðendum og einnig taldi hann, að Eyvind Bolle sjáv- arútvegsráðherra og Knut Fryd- enlund myndu eiga við mikinn vanda að glíma gagnvart sjó- mönnum og öðrum sem hlut ættu að máli á þeim vettvangi en þó mundi Bolle einkum eiga undir högg að sækja. ólafur Jóhanncsson utanríkisráðherra «g Knut Frydcnlund, utan- ríkisráðhcrra Norcgs. Ljúsm. á.j. Simamynd. FYRSTI STORLEIKUR ARSINS Fram-ÍA fyrir Laugardalsvöllur laugardagur kl. 14.00 góðánmat

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.