Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 41 + ÞAÐ EINA sem þarf að skrifa með þessari mynd er að hún sé þjóðlifslýsing frá Sviþjóð í maimánuði anno domini Kristi 1980! fclk f fréttum 500.000 - Níu létu lífið! + ÞESSI fréttamynd er tekin við helgiathöfn sem fram fór undir AP-fréttastofunnar er i höfuðborg Afrikurík- berum himni. vígði páf- úr Afrikuferð Jóhann- isins Zaire, — Kinsh- inn átta Afrikubisk- esar Páls páfa. — Hún asa. Við þessa athófn. upa. — I fréttum segir að um 500.000 manns hafi verið við þessa helgiathöfn. Svo mikil voru þrengslin, að í námunda við hið opna svæði, þar sem athöfnin fór fram. höfðu 9 manns látið lifið i troðningnum. Páfinn hafði ekki spurnir af þessu fyrr en síðar. Þennan sama dag hafði hann verið á lokuðum fundi með þjóðhöfðingj- anum i Zaire, Mobutu Sese Seko. Ýmsir hafa haldið því fram að hann sé ekki með alveg hreint mjöl i pokanum, maðurinn sá. Það er einn hinn nýju biskupa sem páfinn leggur hönd sina á öxlina á við biskupsvigsluna. Körfu- bolta- maður? Nei + SKYLDI þetta vera einhver frægur körfuboltamaður, þessi til hægri, á myndinni? — Það er ekki út i hött að spyrja. Svo er þó ckki. — Þessi jakalegi maður er hinn nýi utanrikisráðherra Handaríkjanna. Edward Muskie. — Lengst til vinstri er Warren Christopher, sem var settur utan- rikisráðherra á undan Muskie. — Sá sem veifar er Carter forseti. — Þeir eru að fara á lokaðan fund, félagarnir. Afmæliskveðja: Brynjólfur Ingólfs- son ráðuneytisstjóri Stjórn Frjálsíþróttasambands íslands sendir Brynjólfi Ingólfs- syni, ráðuneytisstjóra, hugheilar árnaðaróskir á sextugsafmælinu í dag 10. maí. Frjálsíþróttasam- bandið þakkar honum frábær störf í þágu sambandsins um áraraðir, en hann var formaður þess í 6 ár og átti ennþá lengur sæti í stjórninni. Eftir að Brynjólfur hætti störf- um í stjórn Frjálsíþróttasam- bands Islands hefur hann ávallt sýnt frjálsum iþróttum hlýhug og áhuga og er ávallt boðinn og búinn til að rétta sambandinu og frjáie- íþróttafólki hjálparhönd, sé hann um það beðinn. Aður en Brynjólf- ur hóf afskipti af stjórnun FRÍ var hann einn af bestu hlaupurum íslands. Þar eins og á öðrum sviðum mannlífsins reyndist hann drengilegur liðsmaður. Undirritaður sendir Brynjólfi persónulegar heillaóskir f tilefni dagsins. Það er hverjum manni gæfa að hafa átt þess kost að kynnast Brynjólfi Ingólfssyni. Þar fer hreinskiptinn drengskapar- maður. Örn Eiðsson, form. FRÍ. Ferðamálaráðstefna á Akureyri í næstu viku FERÐAMÁLARÁÐ ís- lands efnir í næstu viku til ferðamálaráðstefnu og hefst hún á Hótel KEA kl. 10 föstudaginn 16. maí og stendur til laugardags 17. maí kl. 17. Að sögn Luðvígs Hjálm- týssonar ferðamálastjóra verður ráðstefnan, sem nú er haldin í 13. sinn, með svipuðu sniði og áður. Flutt verður skýrsla Ferðamála- ráðs og flugmálastjóri flyt- ur erindi um flugmál, en dagskrá hefur ekki verið ákveðin í smáatriðum. Að loknum erindum skipa Til sölu einbýlishús Höfum til sölu glæsilegt einbýlishús við Markar- flöt, Garðabæ. Allt á einni hæð um 150 fm. Skiptist í 4 svefnherbergi, bað, 1—2 stofur, hol, eldhús, WC, þvottahús, geymslu m.a. Tvöfaldur bílskúr. Rúmgóð og ræktuö lóö. Verðhugmynd aðeins 68—70 millj. Nánari uppl., teikningar og myndir á skrifstof- unni sunnudag kl. 1—3, (ekki í síma). Fasteignahúsið Ingólfsstræti 18. B menn sér í starfsnefndir sem skila áliti síðari dag- inn. Ráðstefna þessi er opin öllum, sem áhuga hafa á ferðamálum. Hrossasýningar 1980 Forskoðun kynbótahrossa á Vesturlandi. 15. maí Borgarnes — Mýrarsýsla. 16. maí Skeljabrekka kl. 10. Skipanes kl. 16. Akranes kl. 18. 17. maí Andakílshreppur. Á Báreksstööum kl. 10. Borgarfjaröadalir síðdegis. 5. júní Bær — Sigmundarstaöir. 6. júní Snæfellsnes að sunnan. 7. júní Snæfellsnes að norðan. 8. júní Reykhólasveit. 9. júní Strandasýsla. 10. júní Strandasýsia. 11. júní Dalasýsla. 12. júní Dalasýsla. Þátttöku ber að tilkynna skriflega á skráningarblöð til ráöunauta Búnaðarsambandanna sem fyrst. Búnaðarfélag íslands, hrossarækt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.