Morgunblaðið - 10.05.1980, Side 48

Morgunblaðið - 10.05.1980, Side 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Jflor0rinT>Tabií> LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 Hitler brást ókvæða við her- námi íslands „í BRÉFI til min sagði Karl Jesko von Puttkamer, flotaforingi og ráðKjafi Hitlers um sjóhernað, að Hitlcr hafi hruKðist ókvæða við, þegar hann frétti af hernámi Breta á íslandi,“ sagði dr. Þór Whitehead saKnfræðingur i samtali vió Mbl„ en i Mbl. i dag birtist íírein eftir Þór, „Forsendur hernámsins“, í tilefni þess að 40 ár eru liðin siðan Bretar hernámu ísland. í grein Þórs kemur fram að Hitler hafi ætlað sér að hernema Island, en Bretar orðið fyrri til og Hitler þess vegna brugðizt svo illa við freítunum af hernáminu. Upp úr þessu reiðikasti fyrirskipaði Hitler að gerð yrði áætlun um innrás í Island. Þór Whitehead vinnur nú að bók um sögu íslands á styrjaldarárun- um og er verkið að hc is sögn langt komið. Útgefandi bókarinnar verður Almenna Bókafélagið. Sjá: „Forsendur hernámsins bls. 16, 17 og 18. Bráöabirgðatillaga fiskifræðinga um loðnuveiðarnar: 650 þús. lestir til loka vetrarvertíðar 1981 Loðnuaflinn varð 960 þúsund lestir á síðasta ári Upplýsingarnar, sem Þór Whitehead hefur aflað um viðbrögð Adolfs Hitler við hernámi íslands, eru frá Karl J. von Puttkamer flotaforingja. Hér sést Hitler við sjúkrabeð Puttkamers, en hann særðist í sprengjutilræðinu gcgn „foringjanum" í júlí 1944. 1 FRÉTT frá Ósló segir að íslenzkir fiskifræðingar geri ráð fyrir, að unnt sé að veiða 650 þúsund tonn úr íslenzka loðnustofnin- um á sumar- og haustvertíð í ár og vetrarvertíð 1981. í samtali við Morgunblaðið í gær, sagði Jakob Jakobs- son fiskifræðingur, að þarna væri um bráða- birgðatölur að ræða, en sagðist reikna með að end- anlegar tillögur yrði hægt að gefa út að loknum stofn- stærðarmælingum í októ- bermánuði. Slíkar rann- sóknir hafa farið fram und- anfarin ár með góðum ár- angri. — Við þessa tillögugerð núna fórum við eftir seiðamælingu og árgangurinn, sem veiðarnar í haust og næsta vetur munu byggjast á, þ.e. árgangurinn frá 1978, var mun lélegri í seiðamælingunni heldur en árgangurinn frá 1977, sem bar uppi veiðina á því veiðitímabili, sem nú er nýlokið, sagði Jakob. — Okkar endanlega tillaga um hámarksveiði á loðnu á því tíma- bili var upp á 870 þúsund lestir og við töldum að árgangurinn frá 1977 gæti borið þá veiði. Við gerðum fyrst tillögu um 600 þús- und lesta veiði úr þeim árgangi, síðan var hún hækkuð í 650 þúsund lestir og loks í 870 þúsund lestir. Veiðin fór hins vegar 90 þúsund tonn fram yfir það eða í 960 þúsund lestir. — Árgangurinn frá 1977 skilaði sér mjög vel og við erum að vona að þessi geri það sömuleiðis og við það er miðað í tillögugerðinni. Því er ekki að neita, að þessar tillögur gerum við mjög hikandi, þar sem við höfum aðeins seiðatalninguna frá því um sumarið 1978 til viðmiðunar. Við reiknum varla með að fá góða yfirsýn yfir árganginn frá 1978 fyrr en í október og það er líklegt að endanleg tillaga liggi fyrir að þeim leiðangri loknum, sagði Jak- ob Jakobsson. Leigja skip og gera flug- velli vegna töku kvik- myndar hérlendis FYRIRHUGAÐ er að í sumar verði tekin hér á landi stór hluti kvikmynd- ar, sem fyrirtækið 20th Century Fox ætlar að gera. Vinnuheiti myndar- innar er „Leitin að eldin- um“ og er reiknað með að kostnaður við myndina skipti milljörðum. Frá því hefur verið sagt í fréttum að hingað til lands verði fluttur hópur fíla gagn- gert vegna þessarar myndar. Þar með er þó ekki allt upptalið. Aðstandendur myndarinnar reikna með að þurfa að ryðja tvo flugvelli til að koma kvikmyndafólki og búnaði á tökustaðinn og flutningaskipið Bifröst verð- ur leigt í tvær ferðir hingað til lands. Áætlað er að hátt í 300 manns starfi við kvik- myndatökuna hér á landi þegar flest verður. Þar með er þó ekki allt upptalið, því fyrirhugað er að gera sérstakan sjón- varpsþátt um kvikmynda- tökuna og að hann verði sýndur í allt að 160 sjón- varpsstöðvum víða um heim. Nökkvi VE 65 ónýtur á strandstað við Ingólfshöfða: Giftusamleg björgun fjögurra skipverja -þrátt fyrir vonzkuveður, 9 vindstig og hríðarkóf Nökkvi VE 65 hét áður Máni og þar áður Vísir og er myndin tekin af honum er hann bar það nafn. □--------------------------□ Sjá nánar hlaðsíðu 33 □--------------------------□ „Aðstæður við björgunina voru mjög slæmar“ — sagði Páll Björnsson, formaður björgun- arsveitar Slysavarnafélagsins í Öræfum „ÞAÐ ER óhætt að segja að aðstæður við björgunina hafi verið mjög slæmar, vonzkuveður var á staðnum, mikill vindur og hríð, en þetta tókst mjög giftusamlega,“ sagði Páll Björnsson, formaður Björgunarsveitar Slysa- varnafélagsins í Öræfum, í samtali við Mbl. í gærdag. „Fljótlega eftir að við komum á staðinn rúmlega eitt, tókst skipverjunum að skjóta línu í land, en það var mjög erfitt vegna vinds af hafi fyrir okkur að koma línu úr landi til þeirra. Við drógum þá síðan hvern af öðrum í land,“ sagði Páll enn- fremur. „Við bátinn var ekkert hægt að gera, þar sem hann lá var þegar kominn töluverður sjór í hann og hann farinn að liðast töluvert. Við héldum því upp á Fagurhólsmýri þar sem mann- skapurinn fékk sér hressingu og skipbrotsmennirnir þurr föt, en þeim varð ekki meint af volk- inu,“ sagði Páll ennfremur. FJÓRIR menn voru hætt komnir er bátur þeirra, Nökkvi VE 65 frá Vestmannaeyjum, strandaði um 6 kílómetra vestan við Ing- ólfshöfða um ellefuleytið i gær- morgun. . , Að sögn Oskars Karls- sonar, erindreka Slysavarnafé- lagsins barst félaginu hjálpar beiðnin þegar um ellefuleytið og fóru björgunarsveitir félagsins í öræfum og Höfn þegar af stað. Mjög slæmt veður var á strand- stað þegar óhappið varð, eða um 9 vindstig og hríðarkóf, svo vart sást út úr augum. Björgunarsveitarmenn úr Öræf- um komu á staðinn klukkan að ganga tvö og var þá vonzkuveður á staðnum. Fljótlega tókst að skjóta línu úr bátnum í land og voru mennirnir síðan dregnir í stól í land. Skipverjunum varð ekki meint af volkinu, blotnuðu aðeins og hlutu lítilsháttar skrámur. Af strandstað var farið með þá að Fagurhólsmýri þar sem þeir fengu þurr föt og hressingu. Báturinn, sem eins og áður sagði er frá Vestmannaeyjum, var farinn að liðast töluvert í sundur í gærdag og var jafnvel talinn ónýtur. Hann var smíðaður á ísafirði árið 1946 úr eik, en hann hét áður Máni og þar áður Vísir. Vonzkuveður var, 9 vindstig og hríðarkóf, þegar strandið átti sér stað. Saltfiskur fyrir 7 milljarða til Italíu FVRIR skommu var gengið írá samningum um sölu á 5500 lostum af saltfiski til Ítalíu að verðmæti um 7 milljarðar króna. Áður hafði verið samið um sölu á 1100 tonnum til Ítalíu. Með þeim samningi. sem nú hefur verið gerður við Ítalíu. hafa um 38 þúsund tonn af saltfiski verið seld til Ítalíu. Purtúgals. (Irikklands og Spánar frá áramótum að verðmæti um 10 milijarðar króna á núgildandi gengi. en samningarnir eru gerðir í dollurum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.