Morgunblaðið - 10.08.1980, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.08.1980, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1980 25 Birgir ísl. Gunnarsson: Hókus - Pókus Eitt vinsælasta atriðið í fjölleikahúsum um allan heim eru sjónhverfinga- menn, sem sérstaklega ha- fa þjálfað sig í að láta hlutina sýnast öðru vísi en þeir eru. Áhorfendur þre- ytast aldrei á að láta blekkja sig og klappa þeim mest lof í lófa, sem er snjallastur í sjónhverf- ingarbrögðum sínum. Flestir eiga minningar um slíkar sýningar. Meira að segja í Kína eru snjallir menn á þessu sviði. Það sáum við m.a. þrír ferða- langar frá Reykjavík, sem þar vorum á ferð fyrir skömmu. Einn daginn sigldum við á fljótabáti niður eftir ánni, sem Shanghai stendur við. Á leiðinni var öllum farþeg- um safnað saman mið- skips til að horfa á sjón- hverfingamann, sem þar lék listir sínar. Hann framkvæmdi hin furðu- legustu töfrabrögð. Hann töfraði m.a. lifandi fugla fram úr ermum sínum, sauð hrísgrjón í lófa sín- um og með óskiljanlegum hætti töfraði hann unga stúlku ofan í tóman kassa — og síðan úr honum aftur eitthvað út í busk- ann. Allir höfðu gaman að — einkum börnin. Að sýningu lokinni var sjónhverfingamanninum klappað lof í lófa og meira að segja stúlkan var komin aftur og hneigði sig. Hún var þá enn lifandi eftir allt saman. Síðan þvoði sjón- hverfingamaðurinn farð- ann framan úr sér og settist og beið eftir næstu ferð og nýjum áhorfend- um. Þó að hann væri starfsmaður kínverska ríkisins, eins og flestir Kínverjar, þá var hann ekki kallaður til frekari trúnaðarstarfa af hálfu ríkisstjórnarinnar. Kín- verjar vilja að sjón- hverfingamenn haldi sér við fjölleikahúsin — aðrir eiga að stjórna ríkinu. Hér á íslandi er þessu öðruvísi farið. Hér finnast sjónhverfingamenn helzt í stjórnarráðinu. í ríkis- stjórninni keppast menn við að láta hlutina sýnast öðru vísi en þeir eru. Tökum t.d. verðbólguna. Þessa dagana er ríkis- stjórnin að reyna að láta verðbólguna hverfa með því að segja „hókus pók- us“. Tvær sjónhverfingar- aðferðir eru mest áberandi um þessar mundir. Ekki vorum við borg- armenn fyrr komnir frá Kína en í ljós kom, að ráða átti niðurlögum verðbólg- unnar með því töfrabragði að halda niðri verði á heitu vatni í Reykjavík. Skipti þá engu máli þótt það stöðvaði framkvæmdir Hitaveitunnar og fleiri en ella þyrftu að nota dýrari hitunaraðferðir, einkum olíu. Það er ekki verðbólga. Verðbólga er aðeins það, sem mælist í vísitölunni en ekki það sem fólkið þarf að borga í raun. Aðalatrið- ið er að láta hlutina sýnast öðru vísi en þeir eru. Birgir ísl. Gunnarsson. Annað snjallt töfra- bragð eru niðurgreiðslurn- ar. Þær miða að því að láta fólk halda að mjólk og kjöt kosti minna en það kostar í raun. Fyrst borgar þú hluta af verðinu í búðinni og síðan afganginn seinna í sköttunum — og alltaf þurfa skattarnir að hækka, því að stöðugt er verið að hækka niður- greiðslurnar. Vísitalan mælir svo aðeins verðið í búðinni. Verðbólga ríkis- stjórnarinnar verður því minni en ella, þó að verð- bólgan minnki ekkert hjá okkur hinum. Hinsvegar dettur ríkis- stjórninni ekki í hug að gera neinar ráðstafanir, sem duga í raun til lengd- ar í baráttunni við verð- bólguna, enda er það ekki tilgangur sjónhverfinga- manna að breyta neinu í alvöru. „Tryllekúnstn- erinn" frá Shanghai ætlaði heldur aldrei að láta síulk- una hverfa alveg. Hann var bara að plata okkur, enda kom stúlkan fram í lokin og hneigði sig. Ráðherrarnir í ríkis- stjórninn myndu gera mikla lukku á fljótabátn- um frá Shanghai. Mest myndi verða klappað, þeg- ar verðbólgan kæmi fram í sýningarlok og ljóst væri, að hún hefði stækkað um helming frá því hún var látin hverfa. Þá myndu kínversku krakkarnir skellihlæja. PannÍK sér teiknari breska blaðsins The Times bangsann, sem var tákn Olympiuleikanna í Moskvu. Misskilningur um NATO-fé Nýlega birtist grein hér í blað- inu eftir Halldór Jónsson, verk- fræðing, þar sem þessi setning stóð meðal annars: „Þess vegna höfum við í gegnum NATO kostað vegagerð í Noregi.“ í þessari stuttu setningu felst misskilning- ur, sem ástæða er til að leiðrétta, því að fleiri en Halldór Jónsson eru þeirrar skoðunar, að íslend- ingar hafi með aðild sinni að Atlantshafsbandalaginu tekið að sér að fjármagna vegagerð í Nor- egi. Á vegum Atlantshafsbanda- lagsins eru samin reglulega fram- kvæmdafjárlög, svonefnd „Infra- structure“-fjárlög, til að greiða kostnað við hernaðarmannvirki í aðildarlöndunum, sem eru til sam- eiginlegra nota í þágu varna aðildarlandanna. ísland er ekki aðili að þessum sjóði, en greitt er í hann eftir ákveðnum reglum og landið, þar sem framkvæmdir fyrir fé úr honum eru unnar, greiðir auk þess sérstakan kostnað við þær beint, s.s. ef kaupa þarf land, leggja vegi, vatnsleiðslur og raflínur. Þegar rætt er um það, að Norðmenn hafi fengið fé frá Átl- antshafsbandalaginu í landi sínu, er átt við þennan sjóð. Sem dæmi um það, hvernig þessu er háttað í Noregi má taka fréttatilkynningu frá norska varnarmálaráðu- neytinu frá 17. nóvember 1978 um framkvæmd á 29. hluta sameigin- legrar mannvirkjaáætlunar Atl- antshafsbandalagsins. Norðmenn lögðu fram um 118 milljónir norskra króna til að framkvæma þennan hluta áætlunarinnar. Samkvæmt honum var ráðgert að vinna í Noregi verk fyrir 307 milljónir norskra króna. Þessar framkvæmdir ná til lagningar vallarvega, eldsneytiskerfis og ljósabúnaðar á flugvallarsvæðum, viðgerðaraðstöðu fyrir F-16 þotur á Ryggen, viðleguaðstöðu, endur- bóta á raforkukerfinu fyrir Haak- onsvern og svo framvegis. Á heild- ina litið munu um 37% fram- kvæmda fyrir fé úr framkvæmda- sjóði Atlantshafsbandalagsins í Noregi hafa verið flugvellir, 20% ratsjárstöðvar og 16% fjarskipta- stöðvar. Fyrir utan þessa megin- liði eru síðan ýmis dreifð verkefni. Norðmenn hafa borið kostnað af vegagerð og öllu öðru, sem lýtur að því að tengja sameiginlegu mannvirkin norskum þjónustu- kerfum. Er talið að kostnaður við það nemi að meðaltali 10% af heildarkostnaði við framkvæmd- irnar. Með þetta í huga er það hvorki rétt hjá Halldóri Jónssyni, að íslendingar hafi greitt fé til vega- gerðar né annarra NATO fram- kvæmda í Noregi, og hitt er einnig rangt, að Norðmenn hafi fengið fé frá NATO til vegagerðar eða almannavarnaverkefna. I þessu sambandi má ekki gleyma því, að á árinu 1979 námu útgjöld Norð- manna til varnarmála 7,29 millj- örðum norskra króna. Af fram- kvæmdafjárlögum Atlantshafs- bandalagsins hefur verið veitt fé til framkvæmda hérlendis. Má þar nefna Lóranstöðina að Gufuskál- um á Snæfellsnesi, fjarskipta- stöðvar milli íslands og Bretlands og endurnýjun á olíutönkum og legufærum í Hvalfirði. íslenskir skattþegnar hafa ekki borið neinn kostnað vegna þessara fram- kvæmda, en Bandaríkjamenn hafa lagt fram fé í okkar stað. Nú stendur fyrir dyrum endurnýjun á eldsneytisgeymakerfi Keflavíkur- flugvallar fyrir fé úr fram- kvæmdasjóði NATO og frá Banda- ríkjunum. í metingi við Norðmenn í þessu sambandi mega menn ekki gleyma því, að Bretar lögðu Reykjavíkurflugvöll og Banda- ríkjamenn Keflavíkurflugvöll, og Bandaríkjamenn hafa staðið straum af viðhaldi Keflavíkur- flugvallar síðan hann var lagður. Þegar menn ræða um það eins og Halldór Jónsson, verkfræðing- ur gerði í fyrrnefndri grein sinni, að NATO beri ótvíræð skylda tií að aðstoða okkur íslendinga við vegagerð, verða þeir að leita til annarra landa en Noregs að fyrir- myndum sínum. Fer vel á þvi að leita að þeirri fyrirmynd um leið og svarið er samið við þessari spurningu, sem Halldór varpar fram í grein sinni: „Hvers vegna erum bara við ræflar, sem enga ábyrgð þora að axla og skjóta sér undan óþægindum hverju sinni?“ Óttast þekkingu Umræðurnar um hinar ýmsu hliðar varnarmála þjóðarinnar hafa alltof lengi einkennst af því, að menn hafa ekki lagt sig nægi- lega fram um að afla sér þekk- ingar á ýmsum grundvallarfor- sendum stefnunnar, sem fylgt hefur verið. Þessi þekkingarskort- ur hefur ýtt undir starfsemi her- stöðvaandstæðinga. Það er því engin furða, þótt samtök þeirra álykti gegn þeim áformum, sem utanríkisráðherra Ólafur Jóhann- esson kynnti í tilefni 40 ára afmælis utanríkisþjónustunnar og miða að því að ráðinn verði sérfróður maður um hermál til starfa í utanríkisráðuneytinu. í ræðu, sem Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, flutti á Alþingi 6. desember 1977 komst hann meðal annars svo að orði: „íslendingar þurfa að eignast menn með sérmenntun í landvörn- um til þess að við þurfum ekki, við mat á vörnum lands og þjóðar, að sjá allt með annarra augum, heldur höfum íslenska sérfræð- inga til ráðuneytis." Það fer því ekki á milli mála, að forsætisráðherra og utanríkisráð- herra eru sammála um nauðsyn þess, að herfróður maður eða menn séu ráðnir til starfa í utanríkisráðuneytinu. Því verður ekki að óreyndu trúað, að forsæt- isráðherra leggist gegn áformum utanríkisráðherra í þessu efni, þótt hann hafi tekið afstöðu með ráðherrum Alþýðubandalagsins gegn utanríkisráðherra og telji hann ekki einan færan um að taka ákvarðanir um framkvæmdir við eldsneytisgeymakerfi varnarliðs- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.