Morgunblaðið - 04.09.1980, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.09.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 47 íslendingar voru hársbreidd frá jafntefli - Góður síðari hálfleikur nægði þó ekki gegn sterku sovésku landsliði Sovétmenn sigruðu íslendinga 2—1 i undankeppni HM i knatt- spyrnu á LauKardalsvellinum i gærkvöldi, eítir að staðan í hálfleik hafði verið 1—0 Rússum í vil. En það munaði ekki nema hársbreidd að ísland nældi sér i annað stigið og hefði það að sjálfsögðu verið tíðindi til næsta bæjar. Þannig var mál með vexti. að Rússarnir björguðu tvívegis ævintýralega af marklínu á síðustu sekúndum leiksins. Þrátt fyrir ágæta spretti í síðari hálfleik, hefði jafntefli þó varla verið í samræmi við gang leiksins og aðeins ótrúleg markvarsla Þorsteins Bjarnasonar framan af leiknum kom í veg fyrir að Rússarnir næðu nokkurra marka forystu áður en tsland komst loks á blað með marki Árna Sveinssonar á 75. mínútu. Varði Þorsteinn m.a. snilldarlega vítaspyrnu. En Sovétmenn fengu ærlega að hafa fyrir sigrinum og ísland sýndi það rétt einu sinni. að liðið á það til að standa sig með miklum sóma þegar enginn gerir sér vonir sem eru utan seilingar liðsins. Isiand náði næstum jafntefii. það hefði verið stórkostlegt, en þrátt fyrir tap var frammistaðan góð og engin skömm að tapa með einu marki gegn því ofurefli sem að sovéska liðið er gagnvart islenska liðinu. þar skellti Örn Óskarsson honum flötum. Félagar Andrev fögnuðu honum innilega og Buzjak stillti knettinum upp á vítapunkti. Island: Rússland Fyrri hálfleikur gaf sannarlega enga vísbendingu um það sem ísland sýndi síðan á köflum í síðari hálfleik. Rússarnir höfðu þá algera yfirburði og áhorfendur létu fara lítið fyrir sér. Þetta var mikið þreyfingar framan af hjá Sovétmönnum og varnarmenn Is- lands voru iðnir við að reka tærnar í knöttinn á síðustu augna- blikunum. Ef frá er talinn skalli Oleg Blochin á 17. mínútu, skalli sem fór yfir úr góðu færi, má heita að fyrsta sovéska marktækifærið hafi verið vítaspyrnan. Andrev braust þá inn í vítateig Islands og Enn skoraði Atli Atli Eðvaldsson skoraði fyrra mark Borussia Dortmund. er liðið mætti og sigraði efsta liðið í þýsku deildarkeppninni, Fortuna Dusseldorf. Fyrir leikinn var Fortuna með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. En eftir leikinn er Dortmund í sjötta sæti deildar- innar með aðeins einu stigi minna en efstu liðin, Fortuna og fleiri. Atli skoraði mark sitt strax á 2. mínútu leiksins eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörn Fortuna. Rudger Abramzick skoraði síðan sigurmark Dort- mund, eftir að Fortuna hafði náð að jafna. Þess má geta, að í gærkvöldi var enn leikið í þýsku deildarkeppn- inni. Þá urðu þau óvæntu úrslit, að Hamburger sigraði Köln 3—0. Það óvænta við sigurinn er, að leikið var á heimavelli Köln. Ætti hagur Skagamanna að vænkast við slík- ar ófarir hjá Köln, möguleikarnir á góðum úrslitum að verða meiri. • Atli skoraði. Spyrnti fast alveg út við stöng hægra megin, en Þorsteinn gerði sér lítið fyrir og varði snilldar- lega. Aðeins 6 mínútum síðar varð Pétur Ormslev fyrir meiðslum og hvarf af leikvelli. í hans stað kom inn á Sigurður Grétarsson. Rússar héldu áfram uppteknum hætti og langtímum saman komu íslensku leikmennirnir varla við knöttinn. Tveir Rússar voru bók- aðir og á 35. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Kom markið eftir slæm mistök Marteins Geirssonar á miðjum eigin vallarhelmingi. Rússi einn náði af honum knettin- um og sendi inn í íslenska víta- teiginn, þar sem Jourie Gavrilov fékk knöttinn í algeru dauðafæri. Skoraði hann örugglega. Rússar sóttu áfram og íslendingar áttu ekki skot á mark þeirra sem talandi er um. Tvívegis ruku þrumuskot þeirra rétt fram hjá og það þriðja, frá Chivadse, varði Steini meistaralega. íslendingar áttu fyrstu umtals- verðu aðför að marki í síðari hálfleik, en Magnús Bergs skallaði rétt fram hjá marki Sovétmanna. En síðan virtist allt stefna í sama farveginn. Bessonov skallaði firnafast naumlega yfir markið og Þorsteinn varði á ótrúlegan hátt frá Oleg Blochin, sem kominn var á auðan sjó fyrir miðju marki. En íslendingar voru síður en svo dauðir úr öllum æðum og um miðbik síðari hálfleiks tóku þeir að þjarma illa að Rússum. Albert sendi laglega inn á Guðmund á 68. mínútu, Guðmundur var í mjög þokkalegu færi að sjá, en flýtti sér heldur mikið og skaut hátt yfir. Þremur mínútum síðar varði sov- éski markvörðurinn meistaralega vel tekna aukaspyrnu Árna Sveinssonar af 25 metra færi. Og aðeins fjórum mínútum síðar jöfnuðu íslendingar og kom mark- ið þrátt fyrir hinn nýja gang leiksins, eins og þruma úr heið- skíru lofti. Marteinn Geirsson framkvæmdi þá aukaspyrnu á miðjum véllinum og sendi háa sendingu inn að marki Rússa. Markvörðurinn Dasajev hljóp út undir vítateigsbrún og kýldi knöttinn hálfa leið til baka. Bolt- inn lenti við fætur Árna Sveins- sonar sem sendi hann umsvifa- laust sömu leið með háu boga- skoti. Var markvörðurinn ekki kominn á sinn stað eftir úthlaupið og kom engum vörnum við. Island hafði jafnað og tóku áhorfendur heldur betur við sér. Mínútu síðar kom Kristján Olgeirsson inn fyrir Sigurlás, sem var með takkaför frá nára og upp á bringu. En Rússarnir voru að vonum ekki ánægðir með framvindu mála og það tók þá aðeins 4 mínútur að kippa málunum í lag sér í hag. Sigurmarkið var glæsilegt, Bloch- in hafði betur en Orn Óskarsson á hægri vængnum, slapp að enda- mörkum og sendi fyrir á höfuðið á Andrev, sem skallaði hörkufast í netið. Óverjandi með öllu. Rúss- arnir reyndu nú að tefja leikinn og fóru sér hægt. Þeir liðu næstum fyrir það, því á síðustu sekúndum leiksins slapp íslenska liðið i sókn. Eftir langt innkast, barst knöttur- inn til Sigurðar Grétarssonar, hann kastaði sér fram og skallaði að marki af stuttu færi, en á ótrúlegan hátt tókst Rússa nokkr- um að koma fæti fyrir á línunni. Knötturinn sveif upp í loftið, í góðu færi fyrir Magnús Bergs, sem skallaði fast í bláhornið, en Dasajev sýndi hvers hann var megnugur og varði af mikilli snilld. Sigurður meiddist nokkuð í rimmunni og yfirgaf Laugardal- inn á sjúkrabörum. íslenska liðið sýndi á sér tvær hliðar að þessu sinni, þá undir- gefnu í fyrri hálfleik, þar sem leikmenn reyndu þó allt sem þeir gátu. Og síðan geysilegt baráttu- þrek í síðari hálfleik, er þeir píndu út úr sér meira heldur en þeir sýna að öllu jöfnu. Síðari hálfleik- ur var á köflum mjög vel leikinn af hálfu íslenska liðsins. Bestu menn varnarinnar voru Örn, Við- ar og Þorsteinn, sem var stórkost- legur í markinu. Tengiliðirnir börðust allir vel og sérstaklega komust Magnús og Guðmundur vel frá sínu. Hlutskipti framherj- anna var ekki öifundsvert frekar en fyrri daginn. Þeir börðust þó að kappi og Sigurður Grétarsson sýndi mjög góðan leik, skilaði knettinum vel frá sér og gaf ekkert eftir. Sovéska liðið er sterkt og erfitt að gera upp á milli einstakra leikmanna. Gavrilov, Blochin og Chivadse sýndust þó allir afburða góðir knattspyrnu- menn. Dómarinn írski var nokkuð góður og athygli sérstaka vakti er Rússar ætluðu að skipta inn á leikmanni. Fyrsti varamaðurinn fékl{ ekki að koma inn á vegna fótabúnaðarins. Var eitthvað í ólagi með takkana. Þá reyndi annar, en fékk sömu útreið. Það var ekki fyrr en sá þriðji brá sér í lánsskó, að hann fékk að fara inn á völlinn ... í STUTTU MÁLI: Undankeppni HM, 3-riðill: ísland — Rússland 1—2 (0—1) MARK íslands: Árni Sveinsson (75) MÖRK Rússa: Gavrilov (35) og Andrev (79) ÁMINNINGAR: Hiddiathullin, Blochin og Schlakavedsje. ÁHORFENDUR: 4190. - 88- • Sigurður Grétarsson í baráttu við sovéskan varnarmann. Sigurður sýndi margt gott i leiknum i gær, greinilega framtíðarmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.