Morgunblaðið - 09.09.1980, Qupperneq 40
Síminn á afgreióslunni er
83033
JRtreonblabib
Þak-
gluggar
#Nýborg?
Armula 23 — Sími 86755
ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1980
Flugleidir:
„Eignir verulega
umfram skuldir44
„Snúum taprekstrinum í jákvæðan
rekstur með eðlilegri kjölfestu,“
segir Sigurður Helgason
„ÞAÐ hefur le^id í loftinu ok getgátur hafa verið um það að
fjárhagsstaða Flugleiða væri mjög slæm,“ sagði Sigurður
Heigason forstjóri Flugleiða á biaðamannafundi í gær þar sem
forystumenn Flugleiða kynntu fjárhagslega stöðu félagsins og
rekstraráætlun fyrir tímabilið 1. nóv. nk. til 31. okt. 1981 „en
hið rétta er,“ hélt Sigurður áfram. „að fjárhagsstaða félagsins
er mjög jákva*ð. í beinu framhaldi af þeim aðgerðum og
samdrætti sem nú hefur verið ákveðinn, teljum við að unnt
verði að koma félaginu á réttan kjöl, að taprekstrinum verði
snúið í jákvæðan rekstur með eðlilegri kjöifestu. í umræddri
skýrslu Flugieiða, sem send var Steingrími Ilermannssyni
samgönguráðherra í gær, kemur fram að þrátt fyrir tap
féiagsins á sl. ári og á yfirstandandi ári eru eignir Flugleiða
veruiega umfram skuldir og endurmetið eigið fé fyrirtækisins
er frá 30. júní sl. um 13 miíljarðar króna. Reiknað er með að
Flugleiðir verði reknar með hagnaði á næsta rekstrarári.“
í skýrslunni kemur fram að
meginástæðurnar fyrir tapinu
á Norður-Atlantshafsfluginu
séu gífurlegar eldsneytis-
hækkanir samfara gífuríegri
samkeppni, samdráttur í efna-
hagslífi vesturlanda, minnk-
andi flutningar og mikil verð-
bólga á Islandi. Þá segir í
skýrslunni að stjórnin telji
tryggt að myndaður hafi verið
öruggur rekstrargrundvöllur
fyrir áframhaldandi starfsemi
Flugleiða innan þeirra marka
sem fyrirhuguð eru.
í bréfinu til samgönguráð-
herra, en afrit af því voru send
forsætisráðherra, utanríkis-
ráðherra og fjármálaráðherra,
kemur fram að samkvæmt
þeirri áætlun sem nú liggur
fyrir um rekstur Flugleiða frá
1. nóv. nk. til 1. nóv. 1981, verði
hann jákvæður um 900 millj-
ónir kr. Afskriftir á tímabil-
inu eru þá reiknaðar 3 millj-
arðar króna, en tekið er fram
að hér sé um varfærnislega
áætlun að ræða þar sem höf-
uðáhersla er lögð á að komast
út úr taprekstri að undan-
förnu.
Þá kom fram á fundinum að
stjórn Flugleiða hefur óskað
eftir viðræðum við ríkisstjórn
íslands um úrlausn vegna erf-
iðrar greiðslufjárgetu félags-
ins, þar sem m.a. verði fjallað
um aðstoð ríkisins til að
breyta skammtímaskuldum í
föst lán. .. „
S)á bls. 3.
BHM samdi
án grunn-
kaupshækkana
SAMNINGAR hafa tekizt
milll fjármáiaráðherra og
launamálaráðs Bandalags há-
skólamanna um nýjan kjara-
samning til eins árs. Ragnar
Arnalds fjármálaráðherra
sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að um væri að
ræða kjarasamning i fullu
samræmi við stefnu ríkis-
stjórnarinnar og kjarasamn-
ing BSRB um láglaunabætur,
þannig að i þessum kjara-
samningi Bandalags háskóla-
manna væri ekki gert ráð
fyrir neinni kauphækkun.
Ragnar Arnalds vildi ekki
tjá sig frekar um samninginn
við Bandalag háskólamanna,
en kvað fréttatilkynningu
verða senda út um hann í dag.
Samkvæmt því, sem líklegt má
telja, má gera ráð fyrir, að
samningurinn við BHM geri
ráð fyrir þvi, að ríkissjóður
tryggi félagsmenn BHM, verði
þeir atvinnulausir og þeir fái
sambærilegar breytingar um
lífeyrisréttindi, 95 ára regluna
og að samningstími bandalags-
ins þurfi ekki að vera 2 ár að
lágmarki.
Útflutningur SÍF:
Starfsbródur heilsað
Ljósm.: ól.K.M.
Ortodoxir prestar sem hingað eru komnir til viðræðna sungu messu í Dómkirkjunni í Reykjavík sl.
sunnudag. Fjölmenni var við messuna og meðal viðstaddra voru biskup íslands, herra Sigurbjörn
Einarsson og frú. Mynd þessi var tekin er Sigurbjörn heilsaði starfsbróður sínum frá Finnlandi,
Jóhannesi metropolitan, er hann kom til guðsþjónustunnar. Sjá nánar á bls. 20.
Tillögur Steingríms um aðstoð við Flugleiðir:
Lendingargjöld felld
niður fram yfir 1981
Aðstaðan á Keflavíkurflugvelli
verði félaginu að kostnaðarlausu
STEINGRÍMUR Hermannsson
samgönguráðherra mun á ríkis-
stjórnarfundi i dag leggja fram
tillögur sinar um aðstoð ríkisins
við Flugleiðir, sem meðal annars
fela i sér niðurfellingu lend-
ingargjalda vegna Atlantshafs-
flugsins, að minnsta kosti fram
yfir 1981, og að Flugleiðum verði
ekki gert að greiða fyrir aðstöðu
á Keflavikurflugvelli. en hún
mun kosta Flugleiðir nú hátt i
100 milljónir króna á ári.
Steingrimur hefur óskað eftir þvi
við stjórnvöld i Luxemburg, að
fyrirhuguðum viðræðum is-
lenzkra og þarlendra stjórnvalda
verði frestað fram í næstu viku.
Verðmætið 50 milljarðar
f yrstu 8 mánuði ársins
VERÐMÆTI útflutnings á veg-
um Sölusambands islenzkra fisk-
. framleiðenda var nálægt 50 millj-
örðum islenzkra króna, að þvi er
segir i frétt frá fyrirtækinu i
tilefni umræðna um fisksölumál i
Portúgal.
SÍF hefur á þessu ári samið um
sölur á 45—47.000 tonnum af
blautsöltuðum saltfiski af hinum
ýmsu stærðar- og gæðaflokkum.
Af þessu magni voru um 20.000
tonn af þorski seld til Portúgal
auk nokkurs magns af öðrum og
ódýrari tegundum, sem vart finnst
markaður fyrir annars staðar,
eins og fram kemur í fréttinni frá
SÍF.
Afskipanir upp í þessa samn-
inga hófust strax í ársbyrjun og til
loka ágúst hefur verið afskipað af
framleiðslu þessa árs til Portúgal
19.600 tonnum, til Spánar 10.000
tonnum, til Ítalíu rúmlega 5.000
tonnum og til Grikklands 2.300
tonnum. Auk þess hafa farið til
Þýzkalands 1.000 tonn af söltuðum
ufsaflökum og rúmlega 1.000 tonn
af söltuðum þorskflökum hafa
verið seld, einkum til Ítalíu.
Sjá fréttatilkynningu SÍF á bls.
19.
en stjórnvöld i Luxemburg höfðu
svarað tilmælum islenzku ríkis-
stjórnarinnar um viðræður á
þann veg, að af þeim gæti orðið i
þessari viku.
Steingrímur Hermannsson
sagði í samtali við Mbl. í gær-
kvöldi, að ástæða þess að hann
hefði óskað eftir fresti á viðræð-
unum fram í næstu viku, væri, að
enn væri svo margt óljóst varð-
andi málin hér heima. Nefndi
Steingrímur sem dæmi, að hann
hefði ekki séð skýrslu Flugleiða
um fjármál félagsins, sem honum
var send í gær, og einnig virtust
mál miklum breytingum undir-
orpin, þar sem fyrst hefði verið
rætt um að fella flug milli Lux-
emburg og Ameríku niður, en nú
virtist sem Flugleiðir hygðust
halda einhverju flugi uppi. „Það
þýðir ekkert að hefja viðræður við
stjórnvöld í Luxemburg, fyrr en
við erum búnir að ákveða, hvernig
við viljum halda á málunum,"
sagði Steingrímur.
Mbl. spurði Steingrím álits á
þeirri hugmynd, að lausaskuldum
Flugleiða verði breytt í langtíma-
lán. „Ég skal hvorki játa henni né
neita að svo stöddu," svaraði
Steingrímur. „Það er greinilega
ýmislegt sem þarf að ræða og fá á
hreint, áður en við getum tekið
ákvörðun úm það, hvernig við
viljum standa að þessum málum í
framtíðinni."