Morgunblaðið - 21.10.1980, Page 14

Morgunblaðið - 21.10.1980, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 Sovétlýs undir nögl Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Einar Már (iuðmundsson: SENDISVEINNINN ER EINMANA Útlit og frágangur: Þórleifur Valg. Friðriksson Galleri Suðurgata 7,1980 Einar Már Guðmundsson: ER NOKKUR í KÓRÓNA- FÖTIJM IIÉR INNI? Útlit og frágangur: Þórleifur Valg. Friðriksson Galleri Suðurgata 7,1980 Franken- stein tók völdin Einar Már Guðmundsson er ungt skáld sem kveður sér hljóðs með tveimur Ijóðabókum: Sendi- sveinninn er einmana og Er nokk- ur í kórónafötum hér inni? Eftir þessum bókum að dæma er skáldið vel lesið, slær um sig með tilvitnunum í fræg skáld og poppstjörnur af skárra tagi og er töff, eins og sagt var eitt sinn, eygir iíklega „doktorsgráðu í pönki“. Einar Már Guðmundsson er málhagur og prýðilega frumlegur á köflum. Adeilur hans á gervi- skoðanir í pólitík eru góðra gjalda verðar, sömuleiðis tilhneiging hans til að gera frasa hlægilega. Aftur á móti mættu erlendu slett- umar vera færri þótt sumar njóti Einar Már Guðmundsson sín vel. í viðleitni sinni til að aðhyllast stream of conciousness er hann stundum yfirborðslegur og líkt og tómahljóð í flaumi þeirra hugmynda og skoðana sem hann festir á blað. I Sendisveinninn er einmana eru ljóð sem vitna um metnað, kraft og dirfsku skáldsins (flass- bakk um framtíðina, sósíalismi í einu herbergi og fasteignasalarn- ir). Þótt Einar Már yrki um áttavillta vitund er hann yfirleitt meðvitaður í anarkisma sínum. I Er nokkur í kórónafötum hér inni? eru hnyttnir textar, eins og til dæmis rússneska byltingin: rú.s-sncska hyltinRÍn er einsoK fjölskyldualbúm sem vió flettum án þess aó vita hver tók myndirnar <>k þaó er jafnvel vafaatriói af hverju þær eru aóeins eitt er vist; frankenstein tók völdin aó lokum Flassbakk um framtíðina er dapurlegt ljóð, tjáir bitra reynslu hinna ungu uppreisnarmanna, sem umburðarlyndið svæfir best. Þar segir meðal annars: „við sem ögruðum kerfinu/ gerðum það aðeins sveigjanlegra/ í fjölbreytni sinni/ og einsog jafnan á haustin þegar/ búið er að stela uppsker- unni/ sitjum við auðum höndum/ þar sem hinir ófyrirleitnu sem skilja allt/ en finna ekki til með neinu hafa/ öll völd.“ Já, margir eru búnir að fá sér kórónaföt. Guysel Amalrik: BERNSKA MlN í RÚSSLANDI Bergur Björnsson íslenskaði. Almenna bókafélagið 1980. Tatarakonan Guysel Amalrik átti sér líka drauma í bernsku og aðrar stúlkur. Hún hreifst mest af Öskubusku: „.. í draumum mínum sá ég ljóshærða, bláeyga prinsinn, sem kom til að nema mig á brott. Eg þráði að vera fögur og eftir- sóknarverð eins og mærin í ösku- stónni, svo að prinsinn yrði ást- fanginn af mér“. Lif Guysel Amalrik var ömur- legt eftir bók hennar að dæma. Hún var af óhreinu kyni, fram- andi fugl í Sovétsamfélaginu. Það var litið niður á hana og fólk hennar, en það átti sitt stolt þrátt fyrir allt. Eiginlega furðar maður sig á því að Guysel skyldi ekki bugast eins og systir hennar og bróðir. Faðir þeirra systkina var harður í horn að taka, barði Guysel með leðurbelti þegar hon- um mislíkaði við hana. Hún hataði hann i staðinn og fyrirleit móður sína fyrir undirgefni hennar við föðurinn, hvernig hún sætti sig við aðstæður hverju sinni. Guysel fæddist 1942. Lýsingar hennar frá Moskvu eru líkastar frásögn af víti þar sem hungur, sjúkdómar, ómannúðlegur skóli og fjandsam- legt umhverfi hjálpast að við að gera fólk að reköldum og sjálfs- morð virðist oft eina lausnin. Sonja, systir Guysel, hafnaði á geðveikrahæli. Hún lifði fyrir drauma um rómantískt líf á Ítalíu og skrifaði drög að endurminning- um sínum. I þeim stóð þetta um bernskuna: „Bernska mín var gleðisnauð. Dag nokkurn kom pabbi drukkinn heim og barði mömmu í höfuðið með skóhlíf. Pabbi barði okkur krakkana iðulega og var oft fullur. Við áttum heima í gömlu húsi — í tólf fermetra herbergi: Fjórir krakkar, mamma og pabbi, sex í allt. Það var þröngt. Við urðum að sofa á gólfinu." í minningunum getur Sonja þess að Guysel systur hennar hafi gengið illa í skólanum, en hún hafi mikla málarahæfileika, sé lagleg og veki aðdáun. Guysel hafði líka hæfileika til að verða ballettdans- ari, en móðir hennar hafði ekki skilning á löngun hennar til að dansa og ekki heldur tækifæri til Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Guysel Amalrik að styrkja hana til þess. Málari varð Guysel aftur á móti, ekki síst fyrir aðstoð málara sem hún kynntist og tamdi sér frjálslegri framkomu og ónvenjulegri skoð- anir á list en tíðkuðust í Sovétríkj- unum. Örlagaríkari urðu kynni hennar af rithöfundinum Andrej Amalrik því að þau enduðu í hjónabandi og þegar hann var dæmdur i útlegð til Síberíu fylgdi hún honum þangað. Lokakafli bókarinnar sem nefnist Bréf frá Síberíu er fróðlegur; hann veitir innsýn i líf sovéskra útlaga nú á tímum. Það var Andrej Amalrik sem hvatti konu sina til að rita bókina Bernska mín i Rússlandi, en þau hjónin eru nú í útlegð á Vestur- lör.dum. í raun verður maður ekki margs vísari um sovéska tatara með því að lesa þessa bók. Hins vegar er hér ein lýsingin enn á hörkulegu uppeldi og skilningsleysi foreldra. Guysel Amalrik segir fremur óskipulega frá, en þegar best lætur tekst henni að hræra les- andann til samúðar. Ekki spillir bókinni hve óvægin frásögn Guys- el Amalrik er oft, hún fellur ekki í þá gryfju að gera fjölskyldu sína að englum eða réttlæta gjörðir hennar. Ljót er til dæmis sú mynd sem dregin er upp af ömmu Guysel sem fengið hafði slag og lá þess vegna í rúminu. Hún var ótrúlega nisk og hélt að sonardótt- irin væri að bryðja dýran sykur þegar hún sprengdi lýs úr höfði sínu á pappírsblaði. Bergur Björnsson hefur þýtt Bernska mín í Rússiandi á mál sem er alls ekki gallalaust, en hefði auðveldlega mátt betrum- bæta í því skyni að gera bókina læsilegri. Um það hefur ekki verið hirt af forlagsins hálfu. Gamli og nýi tíminn Þeir íslendingar sem komnir eru vel yfir miðjan aldur, lifa yfirleitt í tveimur óskyldum heim- um. Gildismati þessa fólks er í mikilvægum efnum hafnaö af samtímanum og þar sem námi er að miklu leyti lokiö, skilur fólkiö ekki samtímann og mun aldrei skilja hann. í ýmsum greinum er aö finna í sögunni vitnisburö um ólíkan aldarhátt. Eitt má þar sérstak- lega nefna. í góðærum á íslandi gamla tímans fjölgaöi jafnan leigujörö- um í landbúnaöi. Ýmist hétu þessar ieigujaröir hjáleigur eöa kot og voru leigöar út frá eignar- jörö eöa höfuöbóli. Ábúendur leigujaröanna voru yfirleitt fyrr- verandi vinnuhjú húsbændc eignarjaröarinnar. Búskapur á hjáleigunum var stopull og þang- aö sóttu menn yfirleitt ekki gull. Oft lögöu menn harðar aö sér í hjáleigubúskap en húsmennsku. Samt var það þess viröi. Inngróin í fólkiö var sú sjálfstæöisviöleitni sem geröi kröfu til þess að menn reyndu að standa á eigin fótum í staö þess aö vera upp á aöra komnir. Háum og lágum var yfirleitt niöurlæging af ölmusum. Þess vegna völdu menn ekki einföldustu leiöirnar i lífsbarátt- Á íslandi gamla tímans voru framboð og eftirspurn í sam- ræmi. Ef einhver þarfnaöist ein- hvers bjó hann þaö tii eöa aflaöi þess. Þeir hlutir voru ekki búnir til sem ekki komu í einhverjar þarfir. Offramboö og umframeft- irspurn heyröu þessum tíma ekki til. Milli handa höföu menn ekki veröbólgna gjaldmiöla. Hlutirnir höföu fast verögildi. Og ef ein- hver ætlaöi sér aö komast áfram varö hann aö minnsta kosti aö ástunda vinnusemi, ef hann ætl- aöi aö efnast þurfti hann minnsta kosti aö vera sparsamur. Margt getur færst úr skoröum milli kynslóða. Ný mannvist og nýir menningarstraumar leiöa til breytinga á gildismati og háttum sem enginn sér fyrir. í nútímanum hefur dregiö úr sjálfstæöisviöleitninni. Sam- neyslan hefur náö því stigi, aö launamönnum er íþyngt því meir sem þeir leggja haröar aö sér. Hinn vinnusami tekur aö lokum aö gera til sín minni kröfur. Almenn velsæld í foreldrahúsum hvetur unglinga til iöjuleysis og ráöstöfun fulloröinna á fjármagni veröur óholl fyrirmynd. Aö jafn- aöi verja menn sextán til tuttugu og fimm árum án þess aö framleiöa til uppihalds lífi sínu. Hlutirnir hafa ekki lengur sítt fasta verögildi. Óræö markaös- lögmál gera til skiptis verömæta hluti verölausa og verölausa hluti verömæta. Dýrtíöin veröur nýr merkimiöi á samfélaginu. Þegar almenning- ur, sem oftast lifir um efni fram, ætti aö spara, tekur ríkiö ómakiö af mönnum og stækkar þegar þaö á aö minnka. Þess vegna þekkja íslendingar ekki, aö til þess aö minnka dýrtíö þurfa þeir aö draga úr sinni eigin neyslu. Fré handvögnum... ... í kraftblokkir unni. Krafan um mannlega reisn fór ekki endilega eftir efnum eöa veraldarstööu. Ef menri geröu einhverjar kröfur beindust þær fyrst og fremst aö mönnum sjálfum. Hagfræöingar veröa feitir á ástandinu. Þeir telja fólki trú um aö veröbólga sé efnahagsvanda- mál, og fela óafvitandi þá staö- reynd aö veröbólga er menning- arsjúkdómur. Hún er miklu frem- ur sjúkleiki í hugsun manna en órói í línuritum hagfræðinga. Nú auögast menn meö öörum hætti en áöur. Skuldir gera menn ríkari og sparsemi kemur mönnum á kaldan klaka. Kröfugeröinni er ekki lengur beint aö mönnum sjálfum. Menn telja sig eiga rétt á samneyslu án þess að bera skyldur til aö viöhalda þeim rétti sínum. Menn viöurkenna ekki aö réttindi og skyldur eru á vogarstöng. Menn lifa eftir einkunnaroröunum: Rík- iö, þaö eru þeir. STIKLAÐ ÁSTÓRU eftir Rúnar Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.