Morgunblaðið - 21.10.1980, Side 16

Morgunblaðið - 21.10.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 heilbrigöisþing ... heilbrigðisþing ... heilbrigðisþing ... heilbrigöisþing ... heilbrigðisþing ... Verkaskipting sjúkrahúsa og fram- tíðaruppbygging sjúkrahúsakerfisins Erindi Páls Þegar ég var beðinn að halda hér framsöguerindi um þetta mál, þá rifjaðist upp fyrir mér, að ég myndi hafa talað um svipað cfni áður og það reyndist nálægt því að vera rétt, því að svo var fyrir 11 árum. Var fróðlegt fyrir mig að lesa aftur hvað ég hafði skrifað þá og sjá hve miklu hafði skilað í rétta átt. Hugleiðingar um skipulagningu þessara mála eru því ekki nýjar af nálinni og verða sennilega ekki um ókomin ár, því að alltaf má búast við, að ýmiskonar breyt- ingar í þjóðfélaginu krefjist nýrra úrræða, auk þess sem nýjungar í læknismeðferð og flutningur fólks milli héraða, aldursdreifing og vaxandi kröfur um þjónustu valdi því, að aðlaga þarf sjúkrahúskerf- ið að breyttum aðstæðum. A undanförnum áratugum hafa risið upp sjúkrahús víðs vegar um landið, sem þjóna sinni heima- byggð að verulegu leyti, þó finnst mér að vaxandi sérhæfing í lækn- ismeðferð hafi kallað á meiri flutninga sjúkra til stærri sjúkra- húsa svo sem Reykjavíkur og Akureyrar. Þá hafa erfiðleikar minni sjúkrahúsa á því, að hafa tiltækt sérhæft fólk á vakt um helgar og að nóttu til, valdið flutningi sjúkra sömu leið Þetta á sér stað vegna fæðar sérhæfðs starfsliðs, svo sem skurðstofu- hjúkrunarfræðinga og svæfingar- lækna, til að unnt sé að hafa þessa þjónustu tiltæka á hverri stundu. Gíslasonar Þó hafa verið margar undantekn- ingar frá þessu, og með byggingu stærri sjúkrahúsa á Isafirði og Selfossi, verða þessir þættir senni- lega auðveldari. Við uppbygggingu þessara sjúkrahúsa, hafa ýmis sjónarmið komið til greina. 1) Samgöngur voru lélegar og því nauðsynlegt að bjarga sér heimvið. 2) Stundum hafa heimamenn ekki gert sér grein fyrir því, að viðhlýtandi sjúkrahúsarekstur krefst mikils, þjálfaðs starfsfólks og góð nýting þarf að kom til, ef reksturinn á ekki að verða óeðli- lega dýr. 3) Vantað hefur samræmt skipulag þjónustunnar í landinu í heild. 4) Óskir heimamanna um þæg- indi, fjárhagsávinning og síðast en ekki síst um öryggi af því að hafa sjúkrahús á staðnum. Mörg af þessum sjúkrahúsum hafa því orðið of lítil, til að geta fullnægt þessum óskum og rekstur þeirra að mörgu leyti orðið sem langlegudeildir. En þessi þróun hefur þó orðið nytsamleg, því með hækkandi aldri fólks og vaxandi kröfum um hjúkrun og aðhlynningu, þá hafa þau verið til taks, svo að víðast hvar út um landsbyggðina, er mjög vel séð fyrir þessum þætti og víða til fyrirmyndar. Ég held því, að ekki hafi nein alvarleg mistök yfirlæknis átt sér stað, ef tekið er tillit til allra aðstæðna. Hér á Reykjavíkursvæðinu, höf- um við aftur á móti dregist aftur úr að þessu leyti, með þeim afleiðingum, að hér vantar lang- legu- og hjúkrunardeildir, sér- staklega fyrir aldraða, en einnig fyrir ýmsa sjúklinga, sem haldnir eru kroniskum sjúkdómum. Þegar menn reyna að nýta sér erlendar hugmyndir, byggðar á reynslu fenginni við allt aðrar aðstæður en hér eru til staðar, þá eru oft sett upp dæmi, þar sem vegalengdir eru stuttar og ekið eftir góðum vegum, sem eru færir allar stundir ársins, þá kemur allt önnur mynd út, en við aðstæður sem við búum við hér á landi, þrátt fyrir bætt samgöngukerfi í lofti, á landi og sjó nú síðustu árin. Ég er því ennþá þeirrar skoðun- ar, að koma þurfi upp og efla þurfi þar sem fyrir er eitt sjúkrahús, í hverju kjördæmi og þyrfti stærð þess að vera frá 90 til 160 rúm og þar yrðu starfandi að minnsta kosti 3 deildir, lyflækninga, hand- lækninga- og Röntgendeild. Hlutverk þessara svæðasjúkra- húsa væri: 1. Vistun og læknishjálp, við sjúklinga, sem ekki eru haldnir sjúkdómum, sem ekki krefjast of sérhæfðar meðferðar. 2. Rannsóknarstarfsemi, fyrir sjúklinga, sem ekki þurfa sjúkrahúsvistar við. 3. Sérfræðileg læknishjálp utan spítala sjúklinga, þar sem læknar spítalanna eru einu sérfræðingarnir í héraðinu. 4. Slysahjálp. 5. Tengsl við heilsugæslustöðvar i héraðinu. Jafnframt að vera brautryðjendur um notkun nýj- unga í læknisfræði og kynningu þeirra meðal lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. 6. Skapa rannsóknaraðstöðu til athugunar á gangi sjúkdóma og árangri lækninga í mismunandi íslensku umhverfi. Þó er ljóst, að nokkur hluti sjúklinga þyrfti að leita til stærstu sjúkrahúsanna, en varla meira en 15—20%. Það er því nauðsynlegt að móta gott sam- starf milli þessara sjúkrahúsa, sem hvert um sig hafa þannig fengið sitt hlutverk. En hvernig eru þá sjúkrahúsin í Reykjavík og á Akureyri í stakk búin til að veita þessa þjónustu? Er þar skemmst frá að segja, að þar eru langir biðlistar á mörgum sérhæfðum deildum og langlegu- deildir vantar tilfinnanlega. Ég held, að það sé vart vafi á því, að hérna er að finna aðal- veikleika sjúkrahúsakerfisins, eins og það er kallað í titli þessara framsöguerinda. Þar kemur þetta til: 1. Mjög sérhæfð læknismeðferð hefur aukist. 2. Aldrað fólk, sem þarfnast meiri og lengri læknismeðferðar, er tiltölulega fleira á þessum stöðum. 3. Atvinnuhættir og breyting heimilishalds hafa aukið kröfur til sjúkrahúsa. Þeir þættir sjúkrahúsaþjónustu, sem ég held að séu fjærst því að veita viðunandi þjónustu, vegna vöntunar á sjúkrarúmum eru: 1) Bæklunarlækningar, þar sem menn bíða allt að 3 árum eftir plássi. 2) Óldrunarlækningadeildir; sem veita alhliða þjónustu sjúkling- um jafnt innan og utan spítala. Þessir sjúklingar liggja nú á almennum sjúkradeildum eða Íá heima. minna magni vantar svo fleiri sjúkrarúm á ýmsum svið- um, svo sem lýtalækningum, krabbameinslækningum, geð- lækningum o.fl. Þegar rætt hefur verið um störf þriggja stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, Borgarspítala, Landa- kots og Landspítala, hefur mönnum orðið mjög tíðrætt um, að það mætti bæta flest í rekstri þeirra með sterkri miðstýringu. Sama hugsun virðist búa á bak við álit hluta nefndar þeirrar, sem á síðasta ári skilaði skýrslu, og mælti með því, að stofnuð yrði Heilbrigðisstofnun ríkisins, þar sem miðstýring kerfisins yrði auk- in og ákvörðunarvald dregið frá einstökum spítölum og héruðum. Þetta tel ég vafasama ráðstöf- un, því að hætt er við að ákvarð- anir yrðu ekki í samræmi við aðstæður á hinum ýmsu stöðum og að fjarlægðin yrði of mikil milli þessarar yfirstofnunar og þeirra framkvæmdaaðila á hinum mis- Á samlagsmaður að velja sér lækni eða heilsugæslustöð samlagsfólk? Leifur N. Dungal heilsugæslulæknir kom m.a. inn á það í erindi sínu á heilbrigðisþingi um heilsugæslu- stöðvar í þéttbýli. Það fer hér á eftir nokkuð stytt Ég er menntaður sem heimilis- læknir og starfa sem slíkur við Heilsugæslustöðina í Asparfelli 12, en starfsheiti mitt þar er heilsugæslulæknir. Hlutverk mitt hér er að reyna að gera grein fyrir sjónarmiðum þéttbýlislæknis til ýmissa þróunarmálefna hgs. á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Vissu- lega eru vandamál fólks, sem til lækna leitar, svipuð í þéttbýli og dreifbýli. Ýmsar ytri aðstæður eru þess samt valdandi að sjónarmiðin og viðfangsefnin verða um margt ólík. Veldur þar mestu þéttni ýmissa heilbrigðisstofnana svo og sérfræðinga af öllu tagi á höfuð- borgarsvæðinu. Starfssvið heimil- islækna hefur verið mun þrengra hér en í dreifbýlinu og heildaryfir- sýn miklu minni vegna sundurbút- unar vandamála einstaklingsins eftir sérgreinum lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. Umræður sem þessar verða því að reyna að skilja að þéttbýlis- og dreifbýlis- heilsugæslu, þótt mörkin séu í raun nokkuð óljós. — Mikið hefur nú þegar verið rætt, ritað og þingað um heilsugæslu á Reykja- víkursvæðinu og lætur nærri að tvær ráðstefnur eða þing af ein- hverju tagi hafi þurft fyrir opnun hverrar nýrrar hgs. Flestu því, sem hér er á döfinni, voru gerð allítarleg skil á ráðstefnu L.R. um þessi mái vorið '75. I greinargerð Ólafs Mixa, læknis, um Breið- holtsstöð, koma fram flest þau sjónarmið, sem hér verða rædd, hér er því aðallega um upprifjun að ræða, að viðbættum viðhorfum sem breyst hafa með þeirri reynslu sem fengist hefur við hgs.-rekstur í Reykjavík á sl. 3Vi ári. í örstuttu spjalli hlýtur fjöldamargt að verða útundan, en ég ætla mér þó að reyna að rifja fyrst upp nokkur atriði þess fræði- lega grundvallar, sem heilsugæsl- an hvílir á, þ.e. kennisetningum heimilislækningafræðinnar. Síðan mun ég gera grein fyrir ýmsum vandamálum þjónustunnar, sem upp hafa komið í starfsemi hgs. Asparfelli 12 á sl. 2 árum, þannig að vinnuhópar g-^ti síðan rætt einstök atriði frekar. Lögin segja, eins og flestum hérstaddra er vel kunnugt, að heilsugæsla merki „heilsuverndar- starf og allt lækningastarf, sem unnið er vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast á sjúkra- húsum“. í sömu lögum, nr. 57/78, eru ýmis ákvæði um heilsugæslu- stöðvar og starfslið þeirra, en að frátaldri upptalningu í gr. 19. 1 er ekki nánar skilgreint hvernig sú þjónusta skuli veitt. Til eru drög að reglugerð um þjónustu á hgs. skv. lögunum frá ’73, en reglugerð skv. nýju lögunum hefur enn ekki séð dagsins ljós, en mun í undir- búningi. Ljóst er þó að þunga- miðja allrar heilsugæslu verður áfram heimilislæknisþjónusta, eða „almenn læknisþjónusta". Starfsemi hverrar stöðvar stendur því eða fellur með heimilislæknin- um, hvernig hann er menntaður, hvort hann getur unnið í teymi með öðru heilbrigðisstarfsfólki og hvort hann hefur tíma til að uppfylla ákvæði erindisbréfs heilsugæslulækna. Fólk, og þ.m.t. læknar, ruglar oft saman hugtök- unum heimilislæknir og heilsu- gæslulæknir. Heimilislæknir er læknir, sem veitir afmörkuðum hópi fólks samfellda (continuous) og víðtæka (comprehensive) lækn- isþjónustu, hvert sem vandamálið et og óháð aldri fólksins eða kyni. Þessi þjónusta er veitt sem næst heimili fjölskyldunnar (commun- ity based) og yfirleitt í hópstarfi með öðrum heilbrigðisstéttum. Heilsuvernd einstaklinga er hluti af starfi hvers heimilislæknis, þótt í reynd hafi mikilvægustu þættir hennar færst á annarra herðar hér á Stór-Reykjavíkur- svæðinu af ástæðum, sem margoft hafa áður verið raktar. Starf heimilislæknis byggir fyrst og síðast á nánu trúnaðarsambandi við einstaklinginn og þekkingu á hans högum, heilsufarslegum og félagslegum. Skv. mínum skilningi er heilsugæslulæknir emhættis- heiti, ekki fagheiti, og táknar heimilislækni, sem gerst hefur opinber embættismaður og því tekið að auki að sér ákveðin embættisstörf. Flest þessara emb- ættisstarfa, t.d. heilbrigðiseftirlit og atvinnusjúkdómavarnir, eru framin á hópum fólks, sem hér á Reykjavíkursvæðinu tilheyrir gjarnan alls ekki samlagsfólki læknisins. Embættisstörf þessi eru því betur komin áfram í höndum þar til stofnaðra emb- ætta, þótt að sjálfsögðu geti sam- ist um að einstök framkvæmda- atriði verði í höndum hgs. Af störfum heilsugæslulæknis standa þá eftir störf heimilislækn- is í Reykjavík í núverandi mynd að viðbættum þeim þáttum heilsu- verndar, sem heimilislæknar hafa, aðstöðu-, tima- og menntunarleys- is vegna ekki haft með höndum. Stofnsetning hgs. stefnir f.o.f. að bættri heilbrigðisþjónustu og auknu öryggi fyrir almenning. Vonir standa til að þessu marki megi ná án verulegs kostnaðar- auka og uppskera um leið aukna starfsfu II nægj u hei I brigðisstarfs- fólks, takist hópstarf svo sem efni standa til. Öryggi í þessu tilliti fæst m.a. með samfelldri þjón- ustu, þar sem heimilislæknir held- ur um sem flesta þræði heilsu- gæslu hverrar fjölskyldu. Þessi samfella dregur vonandi einnig úr óþörfum sjúkrahúsinnlögnum og margendurtekningu rannsókna, sem við öll þekkjum. Þetta út- heimtir vaktþjónustu allra heimil- islækna og hefur slík þjónusta þegar hafist að hgs. Asparfelli 12 og mun verða tekin upp á öðrum hgs. Reykjavíkursvæðisins eins fljótt og auðið er. Vaktir þessar verða alla daga ársins, allan sólarhringinn nema fyrir blánótt- ina, en þá verður vaktin sameig- inleg fyrir allt Reykjavíkursvæðið. — Tilvísanir hafa löngum þótt æðimargar í Reykjavík og heimil- islæknar fljótir til að rita þær. Enn er þar um að kenna aðstöðu- leysi heimilislækna, oft takmark- aðri þjálfun í faginu en þó öðru fremur allt of mörgum samlags- mönnum á hvern lækni. Sjást þess þegar merki á heilsugæslustöðv- um, þar sem sérmenntaðir heimil- islæknar sinna smærri hópi fólks, að tilvísunum fækkar verulega, þegar heimilislæknirinn hefur sjálfur tíma og getu til að reyna að takast á við vandamálin sjálfur áður en hann vísar þeim frá sér. Efling heilsugæslustarfs og heim- ilislækninga mun draga úr áherslu á hópskoðanir ýmiskonar, t.d. vinnustaðaskoðanir, þar sem flest framkvæmdaatriði verður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.