Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980
Útgefandi nftfafeifr hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
Heilbrigðis-
þjónustan
Vel heppnuðu heilbrÍKÖisþingi er lokið. Það kom fram í
máli heilbrigðisráðherra að við hefðum á liðnum
áratugum byggt upp heilbrigðisþjónustu, sem þolir saman-
burð við flest, sem aðrar þjóðir hafa upp á að bjóða.
Ungbarnadauði er hér minni en í öðrum löndum, sagði
ráðherra, og við verðum karla og kerlinga elzt. Allt er þetta
satt og rétt. En það má hinsvegar ekki loka augum fyrir því
að við eigum mörg verkefni óunnin á heilbrigðisvettvangi,
sum mjög brýn, sem ekki er vanzalaust hve dregizt hafa.
Á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru sennilega yfir 200 sjúk
gamalmenni, sem ekki er rými fyrir í sjúkrastofnunum. Við
erum eftirbátar flestra þjóða, hvað varðar tækjakost til
greiningar og meðferðar í krabbameinstilfellum, en ný
krabbameinstilfelli skipta hundruðum árlega — og batalíkur
byggjast ekki sízt á því að greina sjúkdóminn nógu
tímanlega. Við eigum nær fullbyggða geðdeild við Landspít-
ala, sem aðeins hefur verið hægt að taka í notkun að hluta til
vegna þess, að ekki hefur fengizt fjárveiting til að ráða
starfsfólk. Þá höfum við ekki lagt jafn ríka áherzlu á
fyrirbyggjandi aðgerðir í heilbrigðiskerfinu og sumar aðrar
þjóðir. Þó hér hafi verið bent á nokkur þeirra atriða, sem
betur mega fara, skal undirstrikað, að í öllum þessum
tilfellum eigum við vel menntaðar heilbrigðisstéttir og
sérfræðinga, sem skila góðu starfi, oft við ófullnægjandi
aðstæður.
Arðsemi heiibrigðisþjónustu verður ekki mæld á sama
mælikvarða og aðrir þættir í þjóðarbúskapnum. Hún kemur
að vísu fram í færri veikindadögum og fleiri vinnustundum
þjóðfélagsþegnanna og kristallast þann veg í meiri verð-
mætasköpun og auknum þjóðartekjum. En þýðing hennar
fyrir heill og hamingju einstaklinga og fjölskyldna, líðan og
lífshamingju, verður ekki í tölum talin eða skráð.
I fjárlögum ársins 1978 var þáttur heilbrigðisþjónustunn-
ar 7,5% af heildarútgjöldum ríkisins. Þetta hlutfall er
óbreytt í frumvarpi að fjárlögum fyrir árið 1981. Vægi
heilbrigðisþjónustunnar á vogarskál fjárlagafrumvarpsins
hefur ekki vaxið, eins og raunin hefur á orðið víðast um hinn
tæknivædda heim. Þetta kann að réttlætast af þeirri
efnahagslægð, sem þjóðarbúskapnum hefur verið troðið ofan
í. En á móti kemur að einstaklingshyggja og framtak félaga
og einstaklinga hafa lyft mörgu Grettistakinu á sviði
öldrunarþjónustu og heilsugæzlu. Áðalatriðið er, að við erum
á réttri leið í heilbrigðisþjónustu og að hvergi má slaka á
klónni til að tryggja Islendingum sess meðal þeirra þjóða,
sem búa bezt að þegnum sínum hvað heilsufarslegt öryggi
varðar.
Hjálp
við hungraða
Því er stundum haldið frani, að þjóð, sem á jafn mikið
ógert og við Islendingar, hafi ekki ráð á að rétta
hjálparhendi til fólks í fjarlægum heimshlutum, sem býr við
hungur og eymd. Því er gjarnan bætt við, til enn frekari
áréttingar, að þessi eymd sé að hluta til sjálfskaparvíti; og að
hjálp, sem send er, lenti stundum hjá þeim er sízt skyldi.
Fyrri fullyrðingin er röng, sú síðari á aðeins við í
undantekningartilfellum.
Sú þjóð, sem horfir upp á hungur í sameiginlegum heimi
okkar, hafandi jafn góðan kost og við íslendingar, án þess að
láta myndarlega af hendi rakna, fer villt vegar. Það er ekki
einungis siðferðilegur glæpur að ganga aðgerðarlaus fram-
hjá þeim, sem er hjálpar þurfi, heldur er það bókstaflega
forsenda þess að öðlast innri frið og lífsfyllingu, að greiða
ótvíræða þakkarskuld til forsjónarinnar þeim, sem eru
hjálparþurfi. Þessvegna þurfa íslendingar að taka myndar-
lega á móti Rauða krossinum þegar hann leitar framlaga
handa þeim, sem aðgerðarleysi hinna betur megandi er að
tortíma þessa dagana, og fylgja því framlagi eftir með því að
hyKKja upp hjálp til sjálfshjálpar, með samátaki við aðrar
vestrænar þjóðir, í hinum svokallaða þriðja heimi.
„Óánægð með
hvað við feng-
um lítinn tíma
til æfinga44
- segir Jóhann Ilelga-
son í „bú ok
„ÞEGAR við vorum í Miden í
Frakklandi, þá buðu Pólverjar
okkur i sjónvarpskeppnina i
Lesna í Póllandi ok við slÓKum
til. betta var la rdómsrík ferö.
Þetta er eina keppnin með
þessu sniði sem við hofum tekið
þátt í. Við me^urn vel við una að
hafa náð fjórða sætinu. Við
vorum óána-Kð hvað við fennum
að æfa okkur lítið — fensum
aðeins eina a'finKu á meðan t.d.
enska hljómsveitin Ji^saw fékk
næ^an tíma. Við hefðum viljað
mun meiri tíma til áð æfa Íök
okkar betur,“ sagði Jóhann
HelKason, en hann ásamt HcIku
Möller skipa dúcttinn „Þú ok
ók,“ ok Jóhann bætti við: „Það
er sjáífsaKt rétt, að islenzka
útKáfan af laKÍnu „Dans“ er
betri en sú enska. Hins veKar
var okkur skýrt frá þvi, að
synKja ætti löKÍn á ensku,
frönsku eða þýzku ok við töld-
um okkur bundin af þvi, þó
ýmsir aðrir þarna syngju sin
Iök á eÍKÍn moðurmáli.“
Hvernig stóð á því, að þið
sunKuð einnig pólskt lag? „Það
var skilyrði — þessi keppni
hefur farið fram allar götur
síðan 1961 og er með nokkuð
föstu sniði nú. Við fengum sent
pólskt lag og þýðingu textans.
Við létum síðan gera texta fyrir
okkur og töldum okkur bundin af
ensku, þýzku og frönsku. Keppn-
in sjálf for fram undir berum
himni í Lesna að viðstöddum 6
þúsund áhorfendum. Þarna voru
um 100 söngvarar, 150 hljóð-
færaleikarar, og um 150 blaða-
menn auk fjölda umboðsmanna.
Keppninni var sjónvarpað beint
um lönd A-Evrópu og stóð yfir í
fjögur kvöld. Talið er að um 100
miíljónir manna hafi fylgst með
keppninni. Við komum fram á
þriðja kvöldi og úrslitin voru á
því fjórða. Þrír fyrstu komu
fram á fjórða kvöldinu. Raunar
stóð til að við kæmum einnig
fram og hlytum sérstök verðlaun
en það var horfið frá því.“
Og hvað er framundan hjá
ykkur nú? „Við erum þessa
dagana að vinna að jólaplötu. Á
henni koma fram Omar Ragn-
arsson, Ragnar Bjarnason og
Gunnar Þórðarson, sem stendur
að útgáfunni.
Hvað síðan tekur við er óráðið.
Eftir áramótin koma út plötur
með „Þú og ég“ í Japan og
Skandinavíu. Við eigum nú inni
boð á fleiri keppnir erlendis en
höfum ekki tekið afstöðu ennþá,"
sagði Jóhann Helgason að íok-
um.
„Fjórða sætið
kom verulega
á óvart46
- segir Helga Möller
um árangur „I>ú og ég“
í söngvakeppninni
í Póllandi
„SÍÐUSTU dagarnir fyrir
keppnina í Póllandi voru hrein-
asta martröð. Við áttum að fá
tvær æfingar fyrir sjálfa keppn-
ina en fengum bara eina og sú
fór alveg í vaskinn. Við Kleymd-
um textanum, sífclldur rugling-
ur var með hvernig sviðsfram-
komu skyldi háttað ok svo
mætti áfram telja. Ekki bætti
úr, að selt var inná æfinguna.
Það var þvi mesta furða hvað
ég var róleg þegar við gengum
inná sviðið — eftir martröð
síðustu daga. Fjórða sætið kom
mér verulega á óvart,“ sagði
Helga Möller. Hún er eins og
kunnugt er I songdúettinum
„Þú ok ég“ ásamt Jóhanni
Helgasyni. I sumar hrepptu þau
fjórða sætið i alþjóða söngva-
keppni I Póllandi — voru að-
eins stigi frá að vinna til
verðlauna.
Keppnin í Póllandi var tvískipt.
Annars vegar keppni um beztu
plötuna og hins vegar sjónvarps-
keppnin. Þau Helga og Jóhann
hrepptu fjórða sætið í plötu-
keppninni. Þar bar enska hljóm-
sveitin Jigsaw fyrstu verðlaun
með lag sitt „Sky-high“ en það
var mjög vinsælt fyrir um fimm
árum. I öðru sæti varð pólski
söngflokkurinn Vox og grísk
söngkona í þriðja sæti aðeins
stigi á undan Helgu og Jóhanni. I
sjónvarpskeppninni bar finnska
söngkonan Marion sigur úr být-
um. Tékkneska stúlkan Marika
Gombitowa varð í öðru sæti og
Gloria frá Spáni í þriðja sæti.
En hvaða gildi hefur svona
keppni? „Ég tel keppni sem þessa
hafa verulegt gildi. Þarna í Póll-
andi var fjöldi blaðamanna og
umboðsmanna víðs vegar að.
Margir settu sig í samband við
okkur, báðu um upplýsingar,
plötur, myndir og svo framvegis.
Þá bárust okkur mörg boð, sem
við eigum eftir að taka afstöðu
til. Hvað verður er enn of
snemmt að segja til um. Hins
begar kemur út plata í Japan
eftir áramót. Hér er um tveggja
laga plötu að ræða en síðar er
fyrirhugað stór plata. Þá kemur
út plata með okkur á markað á
Norðurlöndum. Þessar plötur eru
þó fyrst og fremst ávinningur af
för okkar til Miden í Frakklandi.
Ýmsir hafa haft á orði, að
íslenzka útgáfan af „Dans“ hafi
verið mun betri en sú enska.
Hvað vilt þú segja um það? „Já,
ég er sammála um það, að
íslenzka útgáfan er betri en sú
enska. Hins vegar verður að taka
það með í reikninginn, að það er
tvennt ólíkt, að hlusta á íag úr
keppni sem þessari og síðan
plötu. En ég tel þrátt fyrir það, að
íslenzka útgáfan sé betri,“ sagði
Helga að lokum.
n við vatnshana
Borgarstarfsmenn háöu klukkutímabaráttu viö
brunahana í Bröttugötu í gær. Var þar öllum
brögöum og mörgum verkfærum beitt og uröu úrslit
þau aö borgarstarfsmenn sigruöu.
Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaösins,
fylgdist meö hanaslagnum úr einum glugga ritstjórn-
ar blaösins og látum viö hér meö fylgja nokkrar
augnabliksmyndir frá hinum vota slag.