Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980
Hannes Kristmunds
son - Minningarorð
Fæddur 25. apríl 1961.
Daínn 11. októbcr 1980.
Sú sorgarfregn barst mér laug-
ardaginn 11. þ.m. að vinur minn
og mágur væri látinn. Á stundu
sem þeirri leitar hugurinn ósjálf-
rátt aftur í tímann og minningar
um þennan vin minn hrannast upp
í huga mínum.
Hannes var yngstur fjögurra
systkina, fæddur 25. apríl 1961,
sonur hjónanna Ástdísar Gísla-
dóttur og Kristmundar Jakobs-
sonar loftskeytamanns.
Fyrir rétt rúmum 10 árum síðan
kynntist ég Hannesi fyrst og frá
þeirri stundu hefur vinskapur
okkar verið óslitinn. Hannes var
ekki hár í loftinu fyrir 10 árum,
enda þá aðeins 9 ára gamall.
Snemma varð mér það ljóst, að
þarna var mikill persónuleiki á
ferðinni og benti til þess ýmislegt
í hans fari, sem síðar sannaðist
þegar erfiðleikar fóru að steðja að
honum. Hannes var dulur að
eðlisfari og ekki bar hann tilfinn-
ingar sínar á torg.
Hin góða skapgerð Hannesar
gerði það að verkum, að hann var
vinamargur og reyndust þeir hon-
um vel á erfiðum stundum. Þau ár
sem ég þekkti Hannes, var hann
tíður gestur á mínu heimili og
ræddum við þar um áhugamál
okkar, ásamt því sem helst bar á
góma þá stundina. Áhugamál
Hannesar voru mörg, svo sem
flug, en um það ræddum við oft
eftir að hann fór að fara í
flugtíma. Hann hafði mikinn
áhuga fyrir ferðalögum og hafði
hann ferðast mikið um hálendi
landsins svo og erlendis. Hann var
byrjaður að læra húsgagnasmíði
hjá móðurbróður sínum og nafna,
jafnframt sem hann stundaði nám
við Menntaskólann við Hamra-
hlíð.
í undanfarin rúm tvö ár þjáðist
Hannes af alvarlegum sjúkdómi.
Þá kom glöggt í ljós hin sterka
skapgerð hans, því aldrei heyrði
ég hann kvarta, heldur bar hann
sig vel, brosti og sagði „mér líður
ágætlega". Meðan á veikindum
hans stóð, kom glöggt í ljós ást og
umhyggjusemi foreldra hans og
systra. Reyndi þar einna mest á
tengdamóður mína, sem hjúkraði.
syni sýnum af mikilli alúð og
umhyggju.
Fyrir um það bil einu ári síðan
kynntist Hannes unnustu sinni
Bryndísi Garðarsdóttur og reynd-
ist hún honum ómetanleg stoð í
veikindum hans.
Nú að leiðarlokum, kveð ég
góðan vin minn og mág með
virðingu og trega. Eg þakka hon-
um fyrir samverustundirnar og
mun minning um góðan dreng
ávallt ylja mér um hjartarætur.
MGK.
Einn af nemendum Menntaskól-
ans við Hamrahlíð. Hannes Krist-
mundsson, er í dag kvaddur hinstu
kveðju. Hannes var sonur hjón-
anna Ástdísar Gísladóttur og
Kristmundar Jakobssonar, yngst-
ur barna þeirra og eini sonurinn.
Hannes hóf-nám sitt í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð í byrjun
árs 1979. Hann hafði þá tekið
erfiðan sjúkdóm sem nú er lokið.
Nám sitt í skólanum stundaði
hann samt af alúð og bar veikindi
sín með stillingu og æðruleysi.
Félagar hans í skólanum og þeir
kennarar sem kynntust honum á
hans stuttu dvöl þar, geyma um
hann góðar minningar sem seint
munu gleymast. Fyrir hönd þeirra
flyt ég foreldrum, unnustu, systr-
um og öðrum aðstandendum
Hannesar Kristmundssonar hug-
heilar samúðarkveðjur í þungri
sorg.
Örnólfur Thorlacius.
Laugardaginn 11. október lést í
Landspítalanum Hannes Krist-
mundsson tilvonandi tengdasonur
okkar, aðeins 19 ára að aldri. Við
vissum að hann þjáðist af alvar-
legum blóðsjúkdómi og batahorf-
urnar væru tvísýnar, en við von-
uðum að hægt yrði að bjarga lífi
hans. Hannes varð okkur mjög
kær, og fór aðdáun okkar á honum
vaxandi frá fyrstu kynnum. Hug-
rekki hans og jafnaðargeð í erfið-
um veikindum var ótrúlegt. Hann-
es var glaðlyndur og skemmtileg-
um maður og hafði ákveðnar
skoðanir á flestum málum. Dauði
hans fyrir aldur fram er mikið
áfall, þó er okkur þakklæti efst í
huga núna fyrir að hafa fengið að
kynnast honum og eignast hann
að góðum vini. Líf hans, þótt stutt
væri, hefir gjört okkur öll svo
miklu ríkari, góðar minningar um
Hannes verða ekki frá okkur
teknar.
Hannes var sonur hjónanna
Ástdísar Gísladóttur og Krist-
munds Jakobssonar loftskeyta-
manns. Þau reyndust honum góðir
foreldrar og var Hannes þeim
mjög þakklátur fyrir alla um-
hyggjuna sem þau sýndu honum.
Systur hans og mágar gerðu
margt til að gleðja hann og
Hannes og Svava í Reykholti áttu
líka stórt rúm í hjarta hans.
Við vottum þeim öllum samúð
okkar og dóttir okkar, sem hefur
misst unnusta sinn, deilir sorginni
með þeim.
Góður Guð blessi fagrar minn-
ingar um Hannes Kristmundsson.
Hanna og Garðar.
Hannes Kristmundsson, mágur
minn, er allur. Vist hans hér í
heimi vnrð ekki löng, aðeins 19 ár.
Þegar ég leiði hugann að Hann-
esi, vini mínum, minnist ég ekki
hvað sízt staðfestu hans, ósér-
hlífni, hjálpsemi og glaðrar lund-
ar.
Við kynntumst fyrst, þegar
Hannes var barn að aldri, og var
ánægjulegt að fylgjast með honum
vaxa úr grasi. Það var örvandi að
ræða við hann, hvort heldur var
um grasi. Það var örvandi að ræða
við hann, hvort heldur var um
hversdagslega atburði eða um
framtíðaráform hans. Hann sótti
nám í Menntaskólanum við
Hamrahlíð fram á sl. vor, iðulega
fremur af vilja en mætti, því að
hann háði ötula baráttu við mann-
inn með ljáinn, ákveðinn í að
gefast ekki upp fyrr en í fulla
hnefana. Sú harða barátta leiddi
alla beztu kosti hans í ljÓ3, og sat
æðruleysið þar í fyrirrúmi.
Hannes varð þeirrar gæfu að-
njótandi að eignast unnustu,
Bryndísi fíarðarsdóttur, sem varð
honum stoð og stytta.
Megi minningin um Hannes og
vitneskjan um, að þrautum hans
er nú kkið, verða henni, foreldr-
um H/.nnesar og öðrum ástvinum
styrkur. Ég votta þeim öllum
innileg:. samúð mína.
Eirikur Örn Arnarson.
Mér er harmur í hug er ég sest
niður til þess að minnast örfáum
orðum Hannesar einkasonar vina-
hjóna okkar Ástdísar og Krist-
mundar að Austurbrún 23 hér í
bæ. Við höfum fylgst með honum
allt frá fæðingu, séð gleði foreldr-
anna yfir syni sem fæddist síðast-
ur barna þeirra. En áður höfðu
þau átt þrjár efnilegar dætur. Séð
hann vaxa og þroskast og verða að
gjörfulegum og vel gefnum pilti,
ávallt glaðlegan og hlýjan.
Það var því mikið reiðarslag er
hann veiktist hastarlega vorið
1978 þá aðeins 17 ára að aldri, af
þeim erfiða sjúkdómi sem nú
hefur dregið hann til dauða. Þá
hófst barátta sem staðið hefur á
þriðja ár og stóðst hann þá raun
með sjaldgæfum hetjuskap. Það
heyrðist aldrei æðruorð frá hon-
um, og um tíma leit svo út að hann
hefði sigrast á sjúkdómnum og
lífið virtist blasa við á ný. Hann
opinberaði trúlofun sína með
elskulegri stúlku, Bryndísi Garð-
arsdóttur, og full af hamingju og
trú á lífið voru þau farin að kaupa
sér í búið. Það varð því mikil sorg,
þegar bakföllin fóru að koma eitt
af öðru og ferðirnar á spítalann
urðu tíðari. En hann vildi sem
mest fá að vera heima hjá unn-
ustu og foreldrum sem allt gerðu
til þess að létta honum lífið.
Það þarf ekki að hafa mörg orð
um þvílíkt álag það var fjölskyldu
hans að horfa á drenginn sinn
veslast upp og geta ekkert aðhafst,
haldandi í þá veiku von að lækna-
vísindin yrðu á undan.
Hannes stundaði nám í Mennta-
skóla við Hamrahlíð og þar lét
hann ekki sitt eftir liggja og oft
keyrði móðir hans hann sárþjáðan
í sjúkraprófin, eins var með vinnu.
Hann var svo áhugasamur um allt
og hlífði sér hvergi, því hann vildi
vinna fyrir sínu.
Elskulegu vinir, þið hafið misst
mikið en við verðum að trúa því að
Guð hafi ætlað honum annað og
meira, og þið eigið svo dýrmætar
minningar um góðan dreng. Þær
verða aldrei frá ykkur teknar.
Ég og fjölskylda mín biðjum
Guð að styrkja ykkur öll á rauna-
stund.
Ingunn Erla Stefánsdóttir.
Skilnaðarkveðja.
Við burtköllun góðs vinar minn-
umst við fjölmargra ánægju-
stunda er við áttum með glaðlynd-
um félaga. Gleðin er góðra hluta
afltaki í samhentum hópi. Það
skilst þá best, þegar þögnuð er sú
rödd, sem okkur var sífellt til
uppörvunar í blíðu og stríðu. Sagt
er, að maður komi í manns stað.
En sálin er óbætanleg. Þar stend-
ur einstaklingur einn fyrir sínu.
Það skarð fyllir enginn.
Með söknuði kveðjum við góðan
vin og óafturkallanlegan förunaut
í skammri leið okkar vinskapar.
Við, vinir Hannesar Krist-
mundssonar, minnumst með
þakk'átum hug allra þeirra
stunda, er við áttum með honum
sameiginlegar. Sú minning lifir
ávallt með okkur svo lengi sem við
fögnum því að tryggur félagi var
okkur traust og uppbygging við
alla samfundi. Sá fögnuður endist
lengur en varir stutt ævistund.
Hafi Hannes þökk fyrir þá gnótt
gleði, sem hann miðlaði okkur.
Við sendum unnustu og að-
stendendum, okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing hans.
Didda. Ragga. Fransi og Sallý.
Það er alltaf erfitt að kveðja, og
í dag kveðjum við systurnar bróð-
ur okkar Hannes. Á slíkri stund
hópast minningarnar að, og þær
eru margar. Hannes var yngstur
af okkur og eini bróðirinn. Hann
var ekki einungis bróðir, heldur
einnig vinur og félagi.
Hannes var fæddur 25. apríl
1961, sonur hjónanna Ástdísar
Gísladóttur og Kristmundar Jak-
obssonar loftskeytamanns.
I okkar augum var hann litli
bróðir, þótt hann væri löngu
vaxinn upp fyrir höfuð okkar. Það
var alltaf hressandi að hitta
Hannes. Hann hafði sterka og
góða skapgerð og var glaðlyndur
og glettinn, en bar ekki tilfinn-
ingar sínar á torg.
Fyrir rúmum tveim árum kom í
ljós, að Hannes var haldinn alvar-
legum sjúkdómi. í sínum erfiðu
veikindum kom hinn sterki per-
sónuleiki hans í ljós. Aldrei kvart-
aði hann og reyndi i lengstu lög að
hlífa sínum nánustu um líðan
sína.
Hann hafði sína drauma og
framtíðaráform og þrátt fyrir sín
veikindi, stundaði hann nám sitt
eftir mætti í Menntaskólanum við
Hamrahlíð.
Áhugamál hans voru mörg.
Mörgum frístundum sínum eyddi
hann á húsgagnaverkstæðinu hjá
nafna sínum og móðurbróður. Þar
áttu þeir frændur margar góðar
stundir saman og þar smíðaði
Hannes sér marga fallega hluti.
Söknuður foreldra okkar er
mikill, en þau eiga margar góðar
minningar um Hannes. Allar sam-
verustundirnar, ferðalögin, veiði-
ferðirnar og margt margt fleira. í
veikindum Hannesar var mamma
alltaf boðin og búin að gera allt
sem í hennar vldi stóð, til að létta
byrði hans og alltaf vildi hann
komast sem fyrst heim aftur eftir
hverja sjúkrahúslegu.
Fyrir rúmu ári síðan var Hann-
es svo lánsamur að kynnast unn-
ustu sinni, Bryndísi Garðarsdótt-
ur. Hún reyndist honum mikill
styrkur til síðustu stundar.
Við viljum þakka lækni Hannes-
ar, Guðmundi M. Jóhannessyni
mjög góða umönnun og starfsfólki
Landspítalans fyrir góða aðhlynn-
ingu.
Faöir okkar,
SÆMUNDUR Þ. JONSSON,
Hátúni 10B, Reykjavík,
andaöist í Borgarspítalanum aö morgni 18. október.
Sigurveig Sæmundsdóttir,
Oddur Sæmundsson,
Jóna Sæmundsdóttír,
Sæmundur Sæmundsson,
Eiríkur Sæmundsson.
Hjartkær faöir okkar,
STEFÁN JÓHANN STEFÁNSSON,
Grænuhlíö 11,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítala þann 20. október sl.
Stefán Valur Stefánsson,
Björn Stefánsson,
Ólafur Stefánsson.
+ Faöir okkar, sonur og bróöir,
GUNNAR SVEINN HALLGRÍMSSON múrarameistarí, andaöist af slysförum aö kveldi 17. október.
Anna Margrét, Dagbjört Erla,
Hallgrímur Magnússon, og systkini. Björný Hall
Eiginmaöur minn,
HERMANN GUDMUNDSSON,
Blesastööum,
Skeiöum,
andaöist á Borgarspítalanum aöfaranótt laugardagsins 18.
október.
Ingibjörg Jóhannsdóttir.
Eiginmaöur minn,
GÍSLI M. GÍSLASON,
stórkaupmaöur,
Vestmannaeyjum,
sem andaöist 9. október sl., veröur jarösunginn frá Landakirkju,
Vestmannaeyjum, miövikudaginn 22. október kl. 2.
Guörún Sveinbjarnardóttir.
Útför eiginmanns míns og fööur okkar,
JÓNS JÓNSSONAR,
verkstjóra,
Skúlagötu 78,
sem lést 13. október, fer fram frá Fossvogskirkju 22. október kl. 3
e.h.
Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hans er
bent á Krabbameinsfélag Islands.
Fyrir hönd vandamanna.
Guöný Jóakímsdóttir og börn.
Systur.