Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.10.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1980 47 Júgóslavar fá nýjan leiðtoga Zagreb. 20. október. AP. LAZAR Mojsov, 59 ára fulltrúi Makedóniu. var í da« kosinn forseti forsætisnefndar júgó- slavneska kommúnistaflokksins til eins árs. Hann tekur við af Stefan Dor- onjski, fulltrúa héraðsins Vojvo- dina. Fulltrúarnir í forsætis- nefndinni skiptast á um að gegna æðstu embættum samkvæmt kerfi því sem Josip Broz heitinn Tito kom á laggirnar til að tryggja „samvirka forystu“ eftir dauða sinn. Staða Mosjovs er valdalítil og hann verður fyrst og fremst tals- maður forsætisnefndarinnar, þar sem nefndin verður að samþykkja allar ákvarðanir áður en hann skýrir frá þeim. 1,9 milljónir landsmanna af rúmlega 22 milljónum eru félagar í kommúnistaflokknum og þeim hefur fjölgað um 200.000 á einu ári. Mojsov er fæddur 19. desember 1920 í Negotino, Makedóníu, og hefur verið flokksmaður síðan 1940. Hann barðist einnig með skæruliðum Titos marskálks í síðari heimsstyrjöldinni. Hann útskrifaðist frá lagaskól- anum í Belgrad og var fram- kvæmdastjóri málgagns júgó- slavneska kommúnistaflokksins, Borba, áður en hann gekk í utanríkisþjónustuna. Hann var sendiherra Júgóslavíu í Sovétríkjunum og Austurríki og var um langt skeið fulltrúi Júgó- slavíu hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann var forseti Allsherjarþings- ins 1977—78. Mojsov var einnig aðstoðarutanríkisráðherra um skeið. Hann hefur sent frá sér ritgerð- ir um umdeilda kröfu Búlgara til Makedóníu og stöðu Makedóníu- manna í Grikklandi. Hann var kjörinn í forsætisnefnd kommún- istaflokksins í júní 1979. Babrak Karmal, forseti leppstjórnar Sovétmanna í Afganistan, sést hér í faðmlögum við Leonid I. Brezhnev forseta Sovétrikjanna við komuna til Moskvu sl. fimmtudag, en þar hefur hann verið í opinberri heimsókn síðustu dagana. Ráðstefna um kjarn- orkumál Stokkhólmi, 20. októbcr. AP. RÁÐSTEFNA um kjarnorku- öryggi með þátttöku 700 full- trúa frá um 40 löndum hófst í Stokkhólmi í dag. Carl Axel Petri, orkuráð- herra Svía, sagði í setningar- ræðu að hann væri sannfærð- ur um, að ráðstefnan mundi leggja fram drjúgan skerf til framtíðaröryggis í kjarnorku- verum heimsins. Ráðstefnan er haldin á veg- um Alþjóða kjarnorkustofn- unarinnar (AEA). Kjarnorku- öryggi verður m.a. kannað á ráðstefnunni með hliðsjón af slysinu á Three Mile Island. Júgóslavneskur áhrifamaður: Frekari lífskjaraskerðing gæti leitt til innanlandsólgu Zaitrcb. 20.ukt. AP. STEVAN Doronski, háttsettur i júgóslavneska kommúnista- Martens hóf stjórnar- myndunarviðræður BrUsscl. 20. okt. AP. WILFRIED Martens, sem reynir nú að mynda stjórn í Belgiu, byrjaði í dag, mánudag, viðræður við leiðtoga sósialista og kristi- legra demókrata varðandi stjórn- armyndun. Hófust þessar viðræður tiltölu- lega skömmu eftir að forvígismenn nefndra flokka svöruðu því játandi aö taka þátt í að reyna að mynda 27. ríkisstjórn landsins frá stríðslokum. Munu flokkarnir ráða 140 þingsæt- um af 212 í fulltrúadeild þingsins. Er búizt við að stjórnarmyndunar- viðræðurnar standi eitthvað fram eftir vikunni, en Martens muni hafa ráðherralista sinn tilbúinn fyrir vikulokin. Þetta verður þriðja ríkis- stjórnin sem Martens veitir for- stöðu. flokknum og fráfarandi formað- ur forsætisnefndar hans, varaði i dag við þvi að kjör og hagur verkamanna yrðu skert meira frá því sem er nú. Hann sagði að versnaði efna- hagsleg og félagsleg staða verka- lýðs í Júgóslavíu gæti það leitt til „alvarlegrar óigu“ innan stjórnunar landsins og ógnað þeirri sjálfstæðu stefnu sem Júgóslavar fylgi. Doronski sagði að hagsmunastreita milli kerf- iskalla og verkamanna gæti leitt til vandamála sem yrðu aðeins til að draga úr áhrifum verka- lýðsfélaganna og væri það vond þróun. Hvatti hann miðstjórn flokksins til að taka meira tillit til samþykkta verkamanna þeg- ar mótuð væri stefnan í efna- hagsmálum landsins. Doronski hefur verið formað- ur forsætisnefndarinnar undan- farið ár, en hver meðlimur hennar gegnir formennsku ár í senn. Júgóslavar lækkuðu gjald- miðil sinn um 30 prósent sl. sumar til að reyna að örva útflutning og stemma stigu við óeðlilegum innflutningi. Þá glíma þeir einnig við 30 prósent verðbólgu, minnkandi fram- leiðslu og vaxandi atvinnuleysi. Hefur ríkisstjórnin gripið til svokallaðra „jafnvægisaðgerða“ og hefur það aftur leitt til þess að lífskjör hafa vernsað töluvert. Greinir í Úganda vegna kosninganna Kampala. 20. okt. AP. PAUL Ssemogerere, leiðtogi eins fjögurra stjórnmálaflokka sem bjóða fram við kosningarnar í 15 milljónir fyrir skrifborð Quislings Osló. 20. okt. AP. HÚSGÖGN, málverk, helgimynd- ir, silfurmunir og aðrir persónu- legir hlutir úr búi þeirra Vidkun og Mariu Quislings — hins fræga norska (öðurlandssvikara og naz- ista á stríðsárunum — voru boðn- ir upp í Osló um helgina. Quisling var forsætisráðherra leppstjórnar Hitlers í Noregi á stríðsárunum. Munirnir seldust fyrir um 2,5 milljarða- íslenzkra króna og kom það aðstandendum uppboðsins mjög á óvart hversu hressilega og hátt var boðið í. Mikill fjöldi manna mætti til uppboðsins löngu áður en það hófst og stóð í biðröðum til að komast inn. Allir hlutirnir úr búinu seldust á langt- um hærra verði en sambærilegir gripir hafa selzt á uppboðum þar í landi um langa hríð. Hæsta boðið var í skrifborð Quislings, en við það borð voru undirskrifaðir dauðadómar yfir mörgum Norð- mönnum. Borðið er úr hreinni eik og var greitt fyrir það hvorki meira né minna en 15 milljónir króna. Sami kaupandi keypti einn- ig útskorið borðstofuborð Quisl- ingshjóna og sex leðurklædda stóla fyrir tæpar 12 milljónir og mál- verk eftir Monet, sem ekki er vitað hvort er ekta, keypti sá hinn sami á fimm og hálfa milljón. Maria Quisling, ekkja Vidkuns Quislings lézt í sárustu fálækt fyrr á árinu vegna þess að hún vildi hvorki þiggja ellilífeyri né aðra hjálp frá hinu opinbera. í erfða- skrá hafði hún mælt svo fyrir að eignir þeirra yrðu boðnar upp og allur ágóði rynni til Hjálparstofn- unar norsku þjóðkirkjunnar. Úganda. staðhæfði i dag að Lýð- ræðisflokkur sinn hefði sætt ofsóknum, sem væru skipulagðar af hernum og helzta andstöðu- flokki sínum, Þjóðarflokknum, sem Obote fyrrverandi forseti veitir forystu. í blaðaviðtali sagði Ssemogerere að varaformaður flokksins, Teber- io Okenyi, hefði verið laminn og pyndaður í sl. viku og hefði herinn staðið fyrir því. Vaxandi stjórnmálaóeirðir hafa verið í Úganda síðustu daga og vikur eftir því sem nær dregur fyrstu kosningunum sem hafa verið haldnar í landinu í átján ár. Tilkynnt var um tuttugu morð í höfuðborginni yfir helgina og meðal myrtra voru nokkrir hátt- settir embættismenn. tekinn til endurskoðunar samningur þýzku ríkjanna um vaxtalaus lán, sem spara Austur-Þjóðverjum um 60 milljóna marka útgjöld árlega, en skuldir A-Þýzkalands við V-Þjóð- verja nema nú um þaö bil 800 milljónum marka. Annar möguleiki væri að binda enda á tollfrjálsan innflutning Austur-Þjóðverja til Efnahagsbandalagsins, en sú hlunn- indasvipting gæti kostað þá 500 milljón mörk á ári. Ólíklegt er talið að hrint verði í framkvæmd áformum um mann- virkjagerð, sem ráðgerð var á næsta kjörtímabili v-þýzku stjórnarinnar, s.s. rafvæðingu járnbrautarinnar milli V-Berlínar og V-Þýzkalands og smíði orkuvers hjá Magdeburg í A-Þýzkalandi. Þrátt fyrir þá hnökra, sem komið hafa á samskipti þýzku ríkjanna að undanförnu, fer því fjarri að sam- vinna þeirra á ýmsum sviðum sé á enda. Ástæðan er einföld: Af póli- tískum og efnahagslegum orsökum á hvorugt ríkið um annað að velja en framhald þessarar samvinnu, nema ætlunin sé að hefja a ný kalt stríð. Kommúnistaríkin hafa að sjálf- sögðu sína skoðun á deilunum um ferðamannagjaldeyrinn, eins og eft- irfarandi ber vott um: „Sovézka tímaritið Nýi tíminn for- dæmir harðlega tilraunir Vestur- Þýzkalands og Vestur-Berlínar til að draga í efa rétt Þýzka alþýðulýðveld- isins til að gera ráðstafanir til að bjarga gjaldeyri sínum frá spákaup- mennsku. Tímaritið telur þessar til- raunir grófa íhlutun í innanríkismál Þýzka alþýðulýöveldisins. Um þá ákvörðun Þýzka alþýðulýð- veldisins að hækka þá upphæð sem borgurum landa, sem ekki eru sósíai- ísk, er gert að skyldu að skipta er þeir koma inn í landið segir tímarit- ið: „Þýzka alþýðulýðveldið hefur oftar en einu sinni vakið athygli réttra aðila í Vestur-Þýzkalandi og Vestur-Berlín á því, að margar ferðir þaðan til Þýzka alþýðulýðveldisins eru farnar til að ástunda smygl og svartamarkað. Þessar kvartanir hafa hins vegar fram til þessa ekki borið árangur.““ (Heimildir: The Observer og „APN-Fréttaþjónusta“, málgagn Sovétstjórnarinnar á íslandi). 1979 — Moshe Dayan segir sig úr ísraelsku stjórninni. 1976 — Sagt frá valdaránstilraun „fjórmenningaklíkunnar" í Kína. 1973 — Fjögur ríki við Persaflóa stöðva olíusölu til Bandaríkjanna. 1972 — Viljayfirlýsing Norður- Víetnamstjórnar um vopnahlé. 1969 — Herbylting í Sómalíu eftir morðið á Shermarke forseta — ' Willy Brandt verður fyrsti kanzl- ari jafnaöarmanna í Vestur- Þýzkalandi. 1966 — Aberfan-slysið i Waies. 1961 — Nasser forseti leggur hald á eignir ríkra Egypta. 1945 — Konur kjósa í fyrsta sinn í Frakklandi. 1938 — Japanir taka Kanton. 1916 — Sturgkh greifi, forsætis- ráðherra Austurríkis, myrtur. 1913 — Uppreisn konungssinna í Portúgal fer út um þúfur. 1904 — Rússnesk herskip skjóta á brezka togara í Norðursjó á leið sinni til Japans. 1879 — Thomas A. EMison finnur upp rafmagnslampann. 1847 — Sonderbund-stríðið í Sviss hefst. 1805 — Orrustan við Trafalgar — Nelson sigrar flota Frakka og Spánverja og fellur. 1803 — Louisiana-kaupin staðfest. 1680 — Karl XI Svíakonungur tekur sér alræðisvald. 1652 — Innreið Loðvíks XIV í París og Fronde-uppreisn lýkur. 1520 — Mageilan siglir inn í sund, sem við hann er kennt. Afmæii — Hokusai, japanskur listmálari (1760 -1849) - S.T. Coleridge, brezkt skáld (1772 — 1834) — Alfred Nobel, sænskur uppfinningamaður (1833 — 1896). Andlát — 1805 Nelson lávarður, sjóhetja — 1978 Anastas Mikoyan, stjórnmálaleiðtogi. Innlent — 1728 Bókabruninn mikli í Kaupmannahöfn — 1819 d. síra Jón Þorláksson skáld á Bægisá — 1873 d. Gunnar próf. Gunnars- son — 1875 Fyrsta borgaralega hjónavígslan ieyfð — 1875 Fyrstu ísl. landnámsmennirnir í Manitoba koma til Willow Island nálægt Gimli — 1916 Alþingiskosningar — 1917 d. Tryggvi Gunnarsson — 1933 Meirihiuti með afnámi bann- laga í atkvæðagreiðslu — 1940 d. Magnús Helgason skólastjóri — 1944 Nýsköpunarstjórn Óiafs Thors skipuð — 1967 „Straumnes” sekkur — 1881 f. sr. Bjarni Jóns- son vígslubiskup — 1898 f. Lárus Jóhannesson — 1908 f. Sigurjón Olafsson myndhöggvari. Orð dagsins — Þegar það sem er óhugsandi hefur verið útilokað hlýtur það sem er eftir að vera sannleikurinn, hversu ósennilegt sem það kann aö virðast — Sir Arthur Conan Doyle, enskur rit höfundur (1859 - 1930). '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.