Morgunblaðið - 13.01.1981, Side 10

Morgunblaðið - 13.01.1981, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 Tómas Árnason viðskiptaráðherra: Uppskurður, út- tekt og einföldun á bankakerfinu „ÞAÐ ER haPKt að gera verulegar úrbætur í stjórnkerfinu, ef menn þora,“ saffði Eirikur Tómasson. varahornarfulltrúi Framsóknar- flokksins, á almennum stjórn- málafundi FélaKs ungra fram- sóknarmanna á fimmtudass- kvöldið. Tómas Árnason, við- skiptaráðherra. hoðaði síðar á fundinum aðticrðir. sem hann væri með i undirhúningi og sajfði þær fela í sér uppskurð, úttekt ok einföldun á bankakerfinu. Eiríkur Tómasson sagðist áður hafa kynnzt í samvinnu við Al- þýðubandalagið orðalagi eins og í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinn- ar um frestun opinberra fram- kvæmda (Eiríkur var aðstoðar- maður dómsmálaráðherra í síð- ustu vinstri stjórn Ólafs Jóhann- essonar), en þá hefði það eingöngu þýtt frestun framkvæmda á veg- um annarra ráðuneyta en þeirra, sem alþýðubandalagsmenn fóru með. „Ég segi því eins og Vilmund- ur. Ég blæs á þessa yfirlýsingu í efnahagsáætluninni. Það verður engu frestað. Énda á ekki að draga úr framkvæmdum. Það á að draga úr reksturskostnaði, til dæmis með því að ráða ekki í stöður sem losna, allavega banna endurráðn- ingar að vissu marki. Stjórnsýslan er ekki það afl, sem skapar aukin verðmæti. Það eru atvinnuvegirn- ir, sem það gera.“ Þess vegna væri raunhæfasta aðgerðin sú að ganga í ríkisreksturinn. Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, sagði síðar á fundinum vegna orða Eiríks, að víða mætti taka til hendinni í kerfinu. „Við þurfum til dæmis að borga 9% í vexti til að halda uppi bankakerf- inu. Það er nokkuð mikið," sagði Tómas. „Það er gífurlega mikið atriði að einfalda bankakerfið og ég er með í undirbúningi aðgerðir, sem ég vil að Alþingi sameinist um.“ Sagði Tómas þar um að ræða „uppskurð og úttekt á bankakerf- inu til að einfalda það“. Mbl. spurði Tómas um þessar aðgerðir eftir fundinn, en hann kvaðst ekki vilja segja neitt nánar frá þeim að svo komnu máli. Bráðabirgðatölur Fiskifélagsins: Heildaraflinn 1980 tæplega 1,5 milljónir lesta SAMKVÆMT bráðabirgðatöl- um Fiskifélags íslands varð þorskafli íslendinga á síðasta ári 410.710 lestir, en var árið á undan 360.840 lestir samkvæmt endanlegum tölum Fiskifélags- ins og hefur þorskafli útlend- inga við ísland þá verið tekinn inn i dæmið. Þegar þær aflatöl- ur hafa verið teknar inn fyrir árið 1980 og einnig frávik um i kringum 3% má ætla að endan- legar tölur um þorskafla verði um 430 þúsund lestir. Austfjörðum, 147 þúsund lestum af loðnu, og erlendis var samtals landað 53.215 lestum. INNLENT Frá blaðamannafundi Samtaka grásleppuhrognaframleiðenda. Á myndinni eru frá vinstri: Helgi Kristjánsson, Guðjón Guðmundsson. Guðmundur B. Lýðsson, Björn Guðjónsson, Skarphéðinn Árnason, Marel Eðvaldsson, Kristinn Pétursson og Birgir Guðjónsson. íslendingar stærsti útflytjandi grá- sleppuhrogna heims A blaðamannafundi með stjórnarmönnum Samtaka grásleppuhrognaframleiðenda, sem haldinn var fyrir nokkru, kom það fram að frá stofnun samtakanna. 1977, hefur verið tekið 6% útflutningsgjald af öllum útfluttum grásleppu- hrognum og rann sú upphæð í Þróunarsjóð lagmetis. Samtök- in nutu þó engrar fyrirgreiðslu úr þeim sjóði eða öðrum sjóðum sjávarútvegsins. Samtök grásleppuhrogna- framleiðenda voru að miklu leyti til stofnuð til að vinna að endurskoðun þessara laga, sem giltu til ársins 1977. Þá höfðu komið upp þær hugmyndir hjá opinberum aðiljum, að grá- sleppuhrognaútflytjendur skyldu greiða alls 12% útflutn- ingsgjöld til sjóða sjávarútvegs- ins. Stjórn samtakanna tókst að fá þessu breytt og fékk gjöldin lækkuð i 3% og skyldi þriðjung- ur þeirra renna til samtakanna. Þessi lög munu falla úr gildi 1. apríl næstkomandi. Þess vegna hefur sjávarút- vegsráðherra í samráði við stjórn samtakanna lagt fram tvö frumvörp til laga, annað um útflutningsgjald af grásleppu- hrognum og hitt um aflatrygg- ingasjóð grásleppuveiðimanna. Telja stjórnarmenn samtakanna að lagafrumvörp þessi leggi í raun og veru grundvöll að þess- ari grein sjávarútvegsins og endurspegli í raun vilja megin- þorra þeirra manna, sem þennan útveg stunda, enda séu þau samin í samvinnu við sjávarút- vegsráðherra. Frá stofnun samtakanna, en í þeim eru nú um 330 manns, hafa þau unnið að ýmsum málum til framfara og hagræðingar og meðal þeirra má nefna að þau hafa flutt inn tunnur á talsvert lægra verði, en þær hafa áður fengist á. Stöðugt er unnið að markaðsmálum og ekki talin vanþörf á, því að þó hér á landi séu framleidd 60 til 70% af öllum grásleppuhrognum í heim- inum, er markaðsstaðan alls ekki eins góð og ætla mætti og þrátt fyrir að verð á grásleppu- hrognum hafi margfaldast í Evrópu á síðastliðnum árum hefur verð hér heima lækkað, samanborið við annað fiskverð. Til þess að bæta samkeppnis- aðstöðuna og tryggja jafnara og betra verð og vanda sem mest meðferð hrognanna er nú 'á döfinni bygging kæligeymslu í Reykjavík og munu framkvæmd- irnar væntanlega geta hafizt á þessu ári. En eitt þeirra mála sem sam- tökin hafa beitt sér fyrir er svokallað meltumál. En það lýt- ur að nýtingu grásleppunnar sjálfrar. Hér á landi mun allt að 10 þúsundum tonna af grásleppu hent árlega, en rannsóknir hafa sýnt að hægt er að vinna hana í skepnufóður með því að hræra hana í mauk og blanda með maurasýru. Nautpeningi, sauðfé og jafnvel svínum hefur verið gefinn .þessi grautur og jafnan með góðum árangri. Stjórn samtaka grásleppu- hrognaframleiðenda skipa: Mar- el Eðvaldsson Hafnarfirði, Sig- urður Sigurðsson Húsavík, Grét- ar ó. Jónsson Raufarhöfn, Henning Hendriksson Siglufirði, Björn Guðjónsson Reykjavík, formaður, Kristinn Pétursson Bakkafirði og Rögnvaldur Ein- arsson Akranesi. Framkvæmda- stjóri er Guðmundur B. Lýðsson. Fasteignagjöldin 1981: Mismunur getur numið hundr- uðum þúsunda eftir búsetu Heildarafli íslendinga árið 1980 varð 1.483.539 lestir, en árið á undan 1.644.185 lestir. Minnk- un á milli ára um 160 þúsund lestir á sér skýringu á minni loðnuafla, en veruleg aflaaukn- ing varð í flestum öðrum fiskteg- undum á síðasta ári. Samkvæmt þessum bráða- birgðatölum Fiskifélagsins feng- ust á síðasta ári alls 638.411 lestir af botnfiski á móti 577.742 lestum 1979. Togararnir fengu 366.533 lestir af botnfiski í fyrra og bátarnir 271.878 lestir. Af þessum afla komu togararnir að landi með 203.290 lestir af þorski, en bátarnir 207.420 lestir. Á árinu var landað 758.904 lestum af loðnu, 53.644 lestum af síld, 8.999 lestum af rækju, 2.404 lestum af humri, 7.643 lestum af hörpudiski, 8.727 lestum af kol- munna, og 4.807 lestum af öðrum fisktegundum. Ef litið er á einstaka lands- hluta, kemur í ljós að 169.926 lestum var landað á Suðurlandi, 182.887 lestum á Suðurnesjum, 178.824 lestum í Hafnarfirði — Reykjavík, 126.819 lestum á Vesturlandi, 149.410 lestum á Vestfjörðum, 377.475 lestum á Norðurlandi, þar af 264.076 lest- um af loðnu, 244.983 lestum á Fasteignamatsseðlar verða í ár sendir til eigenda fasteigna með skattskýrslueyðublöðun- um, sem send verða út 20. janúar. Munu með þvi móti sparast um 15 millj. kr. i póstburðargjöld. Fasteigna- matið er gefið upp í gömlum krónum í samræmi við skatta- skýrslur. Að sögn starfsmanna Fasteignamats ríkisins er fast- eignamatið mjög mismunandi eftir staðsetningu fasteigna. Sem dæmi um mishá fast- eignagjöld má nefna að 226 fermetra einbýlishús, einlyft í Fossvogi er metið á 87 millj. g. kr., 251 fermetra tvílyft hús á Akureyri á 61 millj. kr., 140 fermetra hús á einni hæð á ísafirði 34,9 millj. kr. og 150 fermetra hús í Vestmannaeyjum á 27 millj. kr. Þá er fasteigna- mat einnig misjafnt á höfuð- borgarsvæðinu og ræður lóðar- verð, eftirspurn og markaðsverð mestu um þennan mismun. Sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu hafa ákveðið álagn- ingarprósentu fasteignagjalda, eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. Við tókum til upplýsinga fjórar tegundir íbúðarhúsnæðis í Reykjavík og reiknuðum út fasteignagjöld þeirra, einnig hver gjöldin verða á húsnæði með sama mati í nágrannasveit- arfélögunum. Álagningarpró- sentan á íbúðarhúsnæði er hæst í Kópavogi 0,55% en lægst í Mosfellssveit 0,375%. Fara töl- urnar hér á eftir, en þær eru allar í gömlum krónum: Tveggja herb. íbúð í blokk, fasteignamatsverð 23.075.000: Reykjavík 115.375 kr. (0,5%), Kópavogur 126.913 kr. (0,55%), Garðabær 92.300 kr. (0,4%), Hafnarfjörður 103.838 kr. (0,45%), Seltjarnarnes 92.300 kr. (0,4%) og Mosfellssveit 86.531 kr. (0,375%). Þriggja herb. ibúð i blokk, fasteignamatsverð 28.350: Reykjavík 141.750 kr., Kópavog- ur 155.925 kr., Garðabær 113.400 kr., Hafnarfjörður 127.575 kr., Seltjarnarnes 113.400 kr. og Mosfellssveit 106.313 kr. Raðhús að fasteignamati 87 millj. kr.: Reykjavík 435.000 kr., Kópavogur 478.500 kr., Garða- bær 348.000 kr., Hafnarfjörður 391.500 kr., Seltjarnarnes 348.000 kr. og Mosfellssveit 326.250 kr. Einbýlishús að fasteignamati 103 millj. kr.: Reykjavík 515.000 kr., Kópavogur 566.500 kr., Garðabær 412.000 kr., Hafnar- fjörður 463.500 kr., Seltjarnar- nes 412.000 kr. og Mosfellssveit 386.250 kr. Þá tókum við einnig tvö dæmi um atvinnuhúsnæði. Álagn- ingarprósentan er þar hæst í Reykjavík eða 1,25% en lægst í Garðabæ 0,8%. Skrifstofuhúsnæði að fast- eignamati 230 millj. kr.: Reykjavík 2.875.000 kr. (1.25%), Kópavogur 2.645.000 kr. (1,15%), Garðabær 1.840.000 kr. (0,8%), Hafnarfjörður 2.300.000 (1%), Seltjarnarnes 2.300.000 (1%) og Mosfellssveit 2.300.000 (1%). Iðnaðarhúsnæði að fast- eignamati 402 milij. kr.: Reykjavík 5.025.000 kr., Kópa- vogur 4.623.000 kr., Garðabær 3.216.000 kr., Hafnarfjörður 4.020.000 kr., Seltjarnarnes 4.020.000 kr. og Mosfellssveit 4.020.000 kr. Eins og sjá má á ofangreind- um tölum munar um einni millj. kr. á skrifstofuhúsnæði með sama fasteignamati í Garðabæ og Reykjavík. Þá munar tæpum tveimur millj. kr. á iðnaðar- húsnæði með sama fasteigna- mat í þessum sömu bæjarfélög- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.