Morgunblaðið - 13.01.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981
13
Mik Magnús8on verður upplýs-
ingafulltrúi Rauða krossins i
Afriku næstu 3 mánuði.
Mik Magnússon til
starfa í Afríku
MIK Magnússon, sem að undan-
förnu hefur starfað sem blaða-
fuiitrúi Varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli, er nýlega farinn tii
Afriku á vegum Rauða krossins.
Verður hann í Kenya og Uganda
næstu 3 mánuði og starfar þar
sem upplýsingafulitrúi.
Meginverkefni Miks Magnús-
sonar er að fylgjast með hjálpar-
starfi á þessum slóðum og efla
starfsemi Rauða krossins í þess-
um löndum. Mik hefur starfað
áður í Afríku, en hann var um
skeið fréttamaður hjá brezka út-
varpinu í London, BBC, og áður en
hann hóf störf hjá Menningar-
stofnun Bandaríkjanna í Reykja-
vík annaðist hann m.a. fréttaþátt
á ensku í íslenzka útvarpinu.
Nú eru starfandi á vegum
Rauða krossins erlendis Sigríður
Guðmundsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, sem verður í Sómalíu næstu
5 mánuði, Anna Óskarsdóttir og
Ingibjörg Nilsen hjúkrunarfræð-
ingar, en þær verða í Thailandi til
31. janúar.
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.:
Er hægt að breyta
ákvörðun Kjaradóms
með bráðabirgðalögum?
Á undanförnum dögum hefur
opinberlega komið til tals, að
fjármálaráðherra beiti sér fyrir
setningu bráðabirgðalaga, sem
hnekktu ákvörðun- Kjaradóms
um þingfararkaup alþing-
ismanna og nokkrar aðrar
greiðslur til þeirra, en um þessi
efni tók Kjaradómur ákvörðun 2.
janúar sl. Hefur m.a. komið
fram, að fjármálaráðherra flutti
á dögunum tillögu í ríkisstjórn-
inni um setningu slíkra laga, og
þá í því skyni að lækka greiðslur
til þingmanna frá því, sem
kveðið er á um á ákvörðun
Kjaradóms.
Morgunblaðið hefur óskað eft-
ir því við mig, að ég léti blaðinu í
té greinarstúf með sjónarmiðum
um, hvort lagasetning af þessu
tagi fengi staðizt stjórnskipulög
landsins. Mun ég leitast við að
verða við þessari ósk blaðsins.
Með lögum nr. 75 frá 2.
desember 1980 um þingfarar-
kaup alþingismanna, sem birt
voru í Stjórnartíðindum 17. des-
ember 1980, er kveðið svo á í 12.
gr. að Kjaradómur skuli ákveða
þingfararkaup, húsnæðis- og
dvalarkostnað og ferðakostnað
alþingismanna. Skal ákvörðun
gilda frá 1. október ár hvert til
30. september næsta ár. í bráða-
birgðaákvæði laganna er mælt
svo fyrir, að þegar eftir gildis-
töku laganna skuli Kjaradómur
taka ofangreind efni til ákvörð-
unar, og skuli þær ákvarðanir
giida frá 1. maí 1980 til 30.
september 1981. Ákvörðun
Kjaradóms frá 2. janúar sl.
tekur til þessa tímabils og er, að
því er virðist, að öllu leyti
réttilega tekin samkvæmt
ákvæðum laganna.
I fyrsta lagi vil ég taka fram,
að ég tel ljóst, að ef löggjafinn
sjálfur má endurskoða ákvörðun
Kjaradóms með lögum, þá geti
forseti með atbeina ráðherra
áður en þing kemur saman að
nýju, einnig sett bráðabirgðalög
um efnið að uppfylltu því skil-
yrði fyrir setningu slíkra laga,
að brýna nauðsyn beri til. Með
öðrum orðum fer forseti á
ábyrgð ráðherra með löggjafar-
valdið milli þinga og í þingfrest-
un, enda sé gætt þeirra skilyrða,
sem stjórnarskráin setur við
meðferð þessa valds. Löngu er
viðurkennt að ráðherra hefur
mjög rúmar heimildir til að
meta, hvenær nauðsyn sé svo
brýn að bráðabirgðalög megi
setja. Við skulum því gera ráð
fyrir, að skilyrðið um brýna
nauðsyn standi ekki í vegi fyrir
lagasetningunni. Þá er hér um
sömu spurningu að ræða, eins og
ef spurt væri, hvort löggjafinn
geti sjálfur með setningu nýrra
laga breytt til lækkunar um-
ræddri ákvörðun Kjaradóms.
Telja verður, að löggjafinn
hafi skv. 2. gr. stjórnarskrárinn-
ar almenna og víðtæka vald-
heimild. Heimild þessi veiti
löggjafanum vald til að skipa
hvers kyns málefnum borgar-
anna með lögum, nema sérstök
undantekning sé þar á gerð í
stjórnarskránni sjálfri eða öðr-
um jafnhelgum heimildum. Er
þá til athugunar, hvort einhverj-
ar þær takmarkanir sé að finna í
stjórnarskrá á heimild löggjaf-
ans til lagasetningar, sem leiði
til þess, að honum sé óheimilt að
breyta ákvörðun Kjaradóms til
lækkunar. Hér þarf að líta á 67.
gr. stjórnarskrárinnar um frið-
helgi eignarréttarins, sem m.a.
kveður svo á, að enginn verði
skyldaður til að láta eign sína af
hendi, nema fullt verð komi
fyrir.
Að mínum dómi ber hér að
gera greinarmun á greiðslum
sem Kjaradómur ákvað alþingis-
mönnum fyrir liðinn tíma (mið-
að við gildistökudag hugsanlegra
laga um breytingu á ákvörðun
Kjaradóms) og svo þeim greiðsl-
um sem gilda eiga í framtiðinni,
þ.e. tii 30. september 1981. Tel ég
að einstakir alþingismenn verði
ekki með lögum sviptir þeim
fjárkröfum, sem þeir hafa þegar
eignast á hendur ríkissjóði á
lögmætan hátt þ.e.a.s. greiðslom
fyrir liðinn tíma. Slík skerðing
væri eignarnám, og þyrftu fullar
bætur fyrir að koma, en fullar
bætur næmu í þessu falli ná-
kvæmlega þeim fjárhæðum, sem
eignarnámi væru teknar.
Öðru máli gegnir líklega um
greiðslur til alþingismanna
vegna tímabilsins frá gildistöku-
degi hugsanlegra laga til 30.
september 1981, þ.e.a.s. greiðslur
sem alþingismenn eiga eftir að
vinna fyrir. Þykir mér líklegt, að
eignarnámsákvæði 67. gr.
stjórnarskrárinnar yrði ekki tal-
ið standa í vegi fyrir slíkri
iagasetningu, enda þekkjum við
dæmi sambærilegra laga. Og sé
sú niðurstaða rétt mætti ráð-
herra skipa þessum þætti máls-
ins með bráðabirgðalögum, enda
væru hin almennu skilyrði slíkr-
ar lagasetningar til staðar.
Jón Steinar Gunnlaugsson.
hrl.
VÍKINGUR
LUGI
sunnudaginn 18. janúar kl. 20.00
Forsala þriðjudag — föstudag kl. 16.00—18.00 á eftirtöldum
stöðum:
Karnabær, hljómtækjadeild, Laugavegi 66
Samvinnuferöir, Austurstræti,
Fálkinn, Háaleitisbraut 68.
* LITASJONVÖRP 20‘
Verö kr. 7.910.-
Tryggiö ykkur miða í forsölu,
nú seljast allir miöar upp.
í kvöld kl. 20.00
Víkingur — Þróttur 1. deild karla.
með „Linytron Plus“ myndlampa
er japönsk tækni í hámarki.
þeir fremstu
ve/ja
i!i
myndsegulband
^ ctonct ctrönm icti ■
... stenst ströngustu
krötur — örugglega.
VC-6300
Video Cassett* Recordsr
fflfl)'
Auto Program Locate Deetce
Verö kr.
15.650.