Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 4 kr. eintakiö. Pólitískir vindhanar Iumræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna og forsætisráð- herra í sjónvarpssal á föstudagskvöldið var tekist á um tvö meginatriði: Stjórnarsinnar veltu því fyrir sér, hvort stjórnar- andstaðan ætlaði að styðja einhverja þætti í nýútgefnum bráðabirgðalögum. Stjórnarandstæðingar leituðu eftir því hjá ráðherrum, hvernig þeir ætluðu að útfæra stefnu sína og standa við þau fyrirheit, sem gefin voru á gamlársdag. Áherslan, sem lögð var á fyrra atriðið, einkenndist af alkunnri sýndar- mennsku. í sjálfu sér skiptir litlu, hver er afstaða stjórnar- andstöðunnar til bráðabirgðalaganna á Alþingi. Stjórnarliðið þar getur haldið þannig á málum, að lögin komi hvorki til umræðu né afgreiðslu fyrr en á lokadögum þingsins í vor. Aðstæður geta þá verið allt aðrar en þær eru nú. Hitt er lykilatriði að fá skýra vitneskju um áform ríkisstjórnarinnar í kjölfar nýsettra laga. Engin skýr svör fengust um það í sjónvarpsþættinum. Málflutningur ráðherranna einkenndist af ósamkomulagi um framkvæmdaratriði. Hjá því verður ekki komist, að ríkisstjórnin geri nákvæma grein fyrir úrræðum sínum. Á þeim veltur bæði afkoma atvinnuveganna og endanleg afstaða Alþýðusambands íslands, ef marka má yfirlýsingu þess frá því á fimmtudag. Ekki er unnt að draga á langinn ákvarðanir, sem tengjast þessum úrræðum eins og um fiskverð eða tillögur um skattalækkanir. Föstu punktarnir eru þrír: kauplækkun um 7% 1. mars, stöðvun gengissigs og „algjör" verðstöðvun. í stað þessara „íþyngjandi ákvæða á með einhverjum hætti að sjá til þess, að kaupmáttur rýrni ekki á árinu, útflutningsatvinnuvegum verði haldið gangandi, fyrirtæki undir hertum verðlagshöftum stöðvist ekki og verðbólgan verði komin í 40% í árslok. Þá þarf að samræma þær yfirlýsingar alþýðubandalagsmanna, að nú sé nóg að gert í skerðingarátt, og fullyrðingar framsóknarmanna, um að aðeins hafi verið stigið fyrsta skrefið. Tiltrú manna í garð ríkisstjórn- arinnar ræður miklu um árangurinn, forsendur fyrir henni geta ekki myndast nema stjórnin fylgi einni fastmótaðri stefnu og geri ótvíræða grein fyrir henni. Strax eftir að ríkisstjórnin gaf út bráðabirgðalög sín komu upp efasemdir um að þau nytu meirihluta á Álþingi. Þessi vafi átti rætur að rekja til yfirlýsinga manna í stjórnarherbúðunum, sem meðal annars vegna Patrick Gervasonis töldu sér ekki lengur fært að styðja stjórnina. Ef rétt er skilið, hefur Guðrún Helgadóttir nú skipað sér óskiptri í stuðningsmannahóp stjórnarinnar. Forsætisráðherra hefur heitið henni því, eftir að Gervasoni hefur verið rekinn héðan, að hann muni ekki lenda í frönsku fangelsi. Þac. með er allt fallið aftur í ljúfa löð. Morgunblaðið sér enga ástæðu til að efa það enda í samræmi við sjónarmið, sem blaðið hefur sett fram, meðal annars í forystugrein síðastliðinn föstudag. Almenningur og þó sérstak- lega samherjar Guðrúnar Helgadóttur eiga kröfu á því, að hún geri sjálf opinberlega grein fyrir forsendunum fyrir breyttu viðhorfi sínu. Án slíkrar greinargerðar verður litið á þetta mál sem falinn eld, er gæti orðið að báli, næst þegar dreifa þarf athygli manna frá erfiðleikum í sambúð stjórnarliða. Fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, lýsti því yfir við gerð kjarasamninga opinberra starfsmanna í ágúst síðastliðnum, að þeir væru láglaunasamningar vegna „vísitölugólfs", sem væri til hagsbóta þeim lægst launuðu. Með bráðabirgðalögunum um áramótin hefur þetta „gólf“ verið afnumið. Ráðherrann verður að gera grein fyrir forsendum þeirrar ákvörðunar. Hann verður einnig að skýra frá áformum sínum vegna nýgengins kjaradóms um laun BHM, alþingismanna og fleiri. í síðustu viku ætlaði ráðherrann að gefa út bráðabirgðalög til að afnema dóminn. Nú hefur honum snúist hugur og segist ekki njóta stuðnings meirihluta á Alþingi. Ráðherra án meirihlutastuðnings meðal þingmanna á að segja af sér. Ætlar Ragnar Arnalds að gera það til að árétta „láglaunastefnu" sína enn frekar en til þessa? Eða ætlar hann að fórna skoðun sinni enn einu sinni fyrir ráðherrastólinn? Ríkisstjórn, sem sækir afl sitt til pólitískra vindhana, vekur ekki traust. Þess vegna minnkar tiltrú manna á núverandi stjórn í réttu hlutfalli við yfirlýsingar einstakra ráðherra og stuðningsmanna í þingliði. Stjórnarandstöðu verður ekki kennt um þetta. Verstu óvinir ríkisstjórnarinnar eru í hennar eigin herbúðum — nú er að sjá, hvort þeir koma sér saman um framhaldið! v>. >i >vv>. y\ vi \y. vvuvk uuvt uu vt. uu\k Aðsóknin að vínveitinga- húsum hraðeykst í ÁRBÓK Reykjavíkur 1980, sem borgarhagfræðingur gefur út, má finna upplýsandi töflur með uppiýsingum um lífið i Reykja- vík. M.a. eru þar upplýsingar um aðsókn að sofnum. vfnveitinga- húsum og leikhúsum frá 1965 tii 1979. Kemur fram að aðsókn að söfnum hefur minnkað frá þvi sem var á fyrstu árum þessa áratugs, aðsókn að vinveitinga- húsum hefur stöðugt farið vax- andi og aðsókn aö leikhúsunum hefur minnkað aftur síðan hún náði hámarki 1977. Ef nánar er tilgreint, þá hefur aðsókn að vínveitingahúsum auk- ist úr 358.617 gestum á árinu 1965 upp í 990.769 á árinu 1979. Nálgast það sem sagt að þrefaldast. Gestir - minnkar að söfnum og leikhúsum Þjóðleikhússins voru á árinu 1965 76.633 og hjá Leikfélagi Reykja- víkur 46.174. Á árinu 1974 voru leikhúsgestir í Þjóðleikhúsinu komnir upp í 115.192, og árið áður í LR komnir upp í 69.725. Hámarki nær leikhússókn hjá Þjóðleikhús- inu 1977 með 132.700 gestum og hjá LR með 72.304, en þá fækkar aftur og 1979 eru gestir Þjóðleik- hússins 91.281 en LR 59.214. Töflur eru um aðsókn að þremur söfnum, frá 1965, en þess að auki getið að gestir á Kjarvalsstöðum á árinu 1977 hafi verið áætlaðir 70 þúsund. Á árinu 1965 sóttu Þjóð- minjasafnið 41.722 gestir, Árbæj- arsafn 8.000 og Listasafn íslands 19.170. Mesta aðsóknin var í Þjóð- minjasafni á árinu 1971 með 47.835 gesti, í Árbæjarsafni 1972 með 15.482 gesti og aftur toppur 1977 með áætluðum 17.000 gest- um, og Listasafni íslands 1970 með 43.971 gest. Sveiflur eru nokkrar. En á síðasta árinu í töflunni, 1979, er aðsókn í Þjóð- minjasafni komin niður i 35.152, í Árbæjarsafni í 10.194, og Lista- safni íslands í 26.142. I öllum söfnunum er þó aðeins aukning aftur frá árinu á undan. Frjáls verzlun birtir lista yfir 100 stærstu fyrirtæki landsins: Æ’ SIS með mestu veltuna og flesta starfsmenn Ögurvík hf. hæsti launagreiðandinn FRJÁLS verzlun birtir í siðasta tölublaði ársins 1980 lista yfir stærstu fyrirtæki landsins og er þeim raðað samkvæmt heildarv- eltu þeirra. Samband islenzkra samvinnufélaga ber höfuð og heröar yfir önnur íslenzk fyrir- tæki, en heildarvelta Sambands- ins á árinu 1979 var tæplega 107,5 milljarðar króna (gkróna). Hafizt var handa um að afla upplýsinga í nóvember sl. og tóku þeir Jón Birgir Pétursson og Ólafur Geirsson, blaðamenn, að sér að vinna listann. Það var gert með því að hafa samband við hundruð fyrirtækja víðs vegar um landið, auk þess sem unnið var upp úr gögnum Hagstofunnar um tryggðar vinnuvikur. Frjáls verzlun hefur áður birt lista yfir 100 stærstu fyrirtækin, en þá hefur verið miðað við tryggðar vinnuvikur fyrirtækj- anna, þ.e. starfsmannafjölda hvers fyrirtækis. Sú viðmiðun þykir ekki alls kostar gefa rétta mynd og því var farið út í þá vinnu að fá veltutölur fyrirtækjanna og raða þeim samkvæmt þeim. Upp- lýsingar á lista Frjálsrar verzlun- ar eru: heildarvelta fyrirtækis, slysatryggðar vinnuvikur, meðal- fjöldi starfsmanna fyrirtækis, beinar launagreiðslur og meðal- iaun starfsmanna. Sambandið reyndist eins og áður gat, vera stærst með tæplega veltu árið 1979. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er i öðru sæti með liðlega 76,5 milljarða króna (gkróna) veltu. í 3.-5. sæti koma svo Flugleiðir hf., Landsbanki íslands og Olíufélagið hf. með tæplega 40 milljarða króna (gkróna) veltu. Hjá Sambandinu störfuðu flest- ir starfsmenn eða 1432 að meðal- tali yfir árið. Hjá Flugleiðum störfuðu að meðaltali 1342, hjá KEA 1040 og hjá Eimskip 1004 starfsmenn. Launagreiðslur reyndust mjög mismunandi eftir fyrirtækjum. Listinn sýnir greinilega, að út- gerðarfyrirtæki togaranna greiða hæstu meðallaunin. Þar kemur einnig fram, að „útlendu" fyrir- tækin, s.s. íslenska álfélagið, Járnblendifélagið, IBM og fleiri, greiða góð meðallaun. Hæsti launagreiðandinn árið 1979 reynd- ist vera togarafélagið Ögurvík hf. í Reykjavik, sem gerir út aflatog- arana miklu, Ögra og Vigra. Með- allaun þess fyrirtækis reyndust 14,3 milljónir króna á hvern starfsmann, en þeir voru 45 tals- ins gegnumsneitt á því ári sam- kvæmt upplýsingum Hagstofu ís- lands. Þá vekur athygli, að eitt verslunarfyrirtæki er með geysi- háar launagreiðslur, það er Brimborg hf., umboðsmenn Dai- greiðlega árið 1979. Þar var með- ailaunatalan 12,1 milljón á hvern hinna sjö starfsmanna. Vitað er, að bak við þessar háu launatölur liggur gegndarlaus vinna. Önnur fyrirtæki komu ekki nálægt þess- um hvað laun varðar. Járnblendi- félagið var með meðallaunatöluna 8,2 milljónir króna á starfsmann, Fiskiðjan í Keflavík með 11,7 milljónir, Útgerðarfélag Skagfirð- inga með 10,6 milljónir, IBM með 8,4 milljónir, Fiskmjölsverksmiðj- an hf. í Vestm.eyjum með 7,8 milljónir, Fiskanes í Grindavík með 7,7 milljónir, Hraðfrystihús Tálknafjarðar með 7,7 milljónir. Auk þess að birta listann yfir þá 100 stærstu, fylgja 35 þeir aðilar sem næstir standa. Þá eru sérlist- ar yfir ýmis fyrirtæki, t.d. þjón- ustufyrirtæki, fyrirtæki í bygg- ingariðnaði, matvælaiðnaði, bíla- stöðvar, stór fyrirtæki í málmiðn- aði, sparisjóði og banka, fyrirtæki í fataiðnaðinum, plastiðnaði, út- gerð. Þá er að finna í blaðinu lista yfir umfang kaupstaða og bæja, sjúkrahús og stofnanir innan ríkiskerfisins jafnt sem utan þess. Loks er listi yfir nokkrar opinber- ar stofnanir og fyrirtæki hins opinbera. Þar kemur í ljós, að Alþingi var ríflegasti launagreið- andi þess opinbera með 9,3 millj- óna króna laun á hvern hinna 72 . stacfsmanna. 107.5 milljarða króna (gkróna) í hatsu-bílanna sem seldust mjog

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.