Morgunblaðið - 13.01.1981, Síða 27

Morgunblaðið - 13.01.1981, Síða 27
Vestmannaeyjar: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 27 flv SNJÓÞYNGSLI voru mikil í Vestmannaeyjum yíir jólin og var þar óvenjulega mikill snjór svo snemma vetrar. Að kvöldi 6. janúar gerði mikla úrkomu með asahláku og varð að fresta árlegri þrettándagleði sökum veðurfars. Þrettándagleðin var siðan haldin að kvöldi 7. janúar i ágætu veðri. Knattspyrnufélagið Týr stóð að venju fyrir hátíðarhöldunum. en þau voru sérstaklega vel heppnuð að þessu sinni. Týr minntist sérstaklega 60 ára afmælis sins við þetta tækifæri. Ilófust hátíðarholdin með því. að gengið var upp á Molda, þar sem nafn féiagsins var tendrað i fjallshlíðinni. Þaðan gengu jólasveinarnir. 13 að tölu, niður í Hánna og þaðan var skotið skrautbiysum og stóð skrauteldasýning stanzlaust i 20 minútur. Þá var farið i gegnum bæinn i skrúðgöngu í fylgd Grýlu og Leppalúða. álfa og fjölda forynja. Stanzað var við ellihcimilið. en þaðan farið á iþróttavöllinn, þar sem kveikt var í bálkesti og álfadans stiginn. Þrettándagleð- inni lauk með þvi að gengið var að sjúkrahúsinu. Meðfyigjandi myndir tók Sigurgeir fréttaritari Mbl. í Eyjum. ■ •jIí ; - Jólasveinaniir og íylgifiskar innlyksa vegna veðurs Þrettánda- gleðinni frestað um einn dag InL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.