Morgunblaðið - 13.01.1981, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar
MAREL ODOGEIR ÞÓRARINSSON,
Einarshöfn, Eyrarbakka
andaöist aö heimili sínu sunnudaginn 11. janúar, 1981.
Sigríöur Gunnarsdóttir,
Ingibjörg Marelsdóttir, Guöni Marelsson.
+
Eiginkona mín
ÞORBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
frá Hvammstanga,
andaöist á Hrafnistu sunnudaginn 11. janúar.
Fyrir hönd vandamanna
Björn Kr. Guömundsson.
Móðir mín og tengdamóöir,
ALDÍS ÓLAFSDÓTTIR,
lést aö Sjúkrahúsi Keflavíkur 11. janúar.
Oddný Valdimarsdóttir,
Jón Arinbjarnarson.
Faöir minn. + FRIÐJÓN GUÐMUNDSSON
frá Fáskrúösfiröi,
Boöaslóö 20, Vestmannaeyjum
er látinn.
Fyrir hönd aöstandenda,
Ester Friöjónsdóttir.
+
Móöir okkar,
GUDRUN HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Sólheimum,
Hrunamannahreppí,
lést aö Hrafnistu 11. janúar.
Jóna Kr. Jónsdóttír,
Guölaug Sjöfn Hannesdóttir.
+
Kveöjuathöfn um móöur okkar,
JÓNU ÁGÚSTU SIGUROARDOTTUR
frá Flateyri
fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 14. janúar kl. 10.30 f.h.
Börnin.
+
Eiginmaöur minn
GUNNLAUGUR PÉTURSSON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 14. janúar
kl. 3 e.h.
Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna
Þóra Aradóttir.
+ Móöir okkar, tengdamóöir og amma.
INGIBJÓRG JÓNSDÓTTIR,
Baldursgötu 22,
veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 14.
janúar kl. 13.30.
Jón Kjartansson, Ólafur Kjartansson, Hulda Kristinsdóttir,
Aöalsteinn Kjartansson, Lilja Jónsdóttir,
Valdís Kjartansdóttir, og barnabörn. Arnfinnur Bertelsson
Valgerður Guðnadóttir,
Hafnarfirði - Minning
Fædd io. júií 1899. jygspij
Dáin 1. janúar 1981.
Valgerður Jónína var fædd að
Pálshúsum í Garðahverfi á Álfta-
nesi 10. júlí 1899, dóttir hjóna er
þar bjuggu og síðar í Nýjabæ í
Garðahverfi, Guðna Jónssonar
(bónda á Þorgrímsstöðum í Ölfusi,
Jónssonar) og Hólmfríðar Þórðar-
dóttur (bónda í Króki í Ölfusi,
Jónssonar). Guðni andaðist 1908,
tæplega fertugur að aldri, frá
fjórum ungum börnum, en 5 börn
höfðu þau Hólmfríður misst. Var
Valgerður næstelst þeirra sem
lifðu og upp komust, en hin voru:
María, kona Guðbergs Jóhanns-
sonar sjómanns í Hafnarfirði,
Þorbjörg, ógift í Hafnarfirði, og
Jón, pípugerðarmaður í Hafnar-
firði. Eru tvö hin síðastnefndu enn
á lífi.
Eftir lát föður síns ólst Valgerð-
ur upp með móður sinni á ýmsum
stöðum og fór að vinna fyrir sér
jafnskjótt og hún hafði aldur til;
var í fiskvinnu og vistum og í síld
fyrir norðan á sumrum.
Hún giftist 5. nóvember 1927
Jens, syni Davíðs Kristjánssonar
trésmiðs og bæjarfulltrúa í Hafn-
arfirði, og konu hans, Ástríðar
Jensdóttur úr Feigsdal í Arnar-
firði. Þau bjuggu svo til alla tíð að
Austurgötu 47 í Hafnarfirði. Jens
hefur jafnan unnið í Dverg, vand-
aður og traustur smiður, eins og
hann hefur reynst á öllum sviðum,
dagfarsgóður maður og mikið
prúðmenni.
Valgerður var mjög myndarleg
húsmóðir. Vandvirknin var frá-
bær að hverju sem hún gekk og
smekkvísin í góðu lagi. Það sem
hún vann í höndum, hvort sem um
var að ræða útsaum eða hekl, eða
annað, bera þessu órækt vitni.
Bæði voru þau hjón gestrisin og
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Eg er ástfangin af giftum manni, en enginn veit það. Eg
get ekki sleppt honum. þó að eg viti að eg ætti að gera það.
Getið þér hjálpað mér?
Þér eigið að játa synd yðar og snúa baki við henni.
Annað sæmir ekki. Biblían kennir skýrt og greinilega
að enginn hórkarl eða hórkona kemst inn í guðsríkið.
Þér hafið gerzt sek um hræðilega synd. En Guð elskar
syndarann og fyrirgefur syndir. Krjúpið á kné í bæn
og segið Guði, að þér ætlið aldrei framar að gera
þetta.
Skrifið manninum strax eða hittið hann og segið
honum, að þér ætlið ekki lengur að lifa fyrra
syndalífi. Segið honum, að þér biðjið þess, að hann
megi líka gera upp líf sitt frammi fyrir Guði.
Karl eða kona geta ekki framið meira ódæði en að
sundra hamingjusömu heimili. Bendið þessum „Dav-
íð“ yðar á, að þó að sök yðar sé mikil, þá sé engin synd
í allri Biblíunni, sem Guð fari eins hörðum orðum um
og sú, er eiginmaður eða eiginkona reynast ótrú.
Kona var staðin að verki, er hún syndgaði. Jesús
sagði við hana: „Far þú, syndga ekki framar".
+
Eiginmaður minn, taöir okkar, tengdafaöir og afi
SALÓMON MOSDAL SUMARLIÐASON,
Skipasund 61,
verður jarösunginn í dag þriöjudaginn 13. janúar frá Fíladelfíu-
kirkju, Hátúni 2, kl. 13.30.
Ingibjörg Jörundsdóttir,
Gyóa Salómonsdóttir,
Lilja og Hanry Van Beers,
Hanna Sumarlióadóttir, Sigfús Sígurósson,
Jóharin Salómonsson, Elsa Jóhannesdóttir,
og barnabörn.
+
Kona mín, móöir, fósturmóöir, tengdamóöir og amma,
JÓHANNA GUDMUNDSDÓTTIR,
Rjúpufelli 21,
er lést 31. des. sl. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag 13.
jan. kl. 15.
Jón Guómundsson,
örlygur Þorkelsson, Þórdís Óskarsdóttir,
Bennie Þorkelsson, Ester Magnúsdóttir,
Þórdís Þorkelsdóttir,
Jóhanna Karlsdóttir, Sigmundur Sigmundsson,
og barnabörn.
+
Hjartkær móöir okkar, systir, tengdamóöir og amma
ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi miövikudaginn 14.
janúar kl. 1.30 e.h.
Hulda Þorbjörnsdóttir,
Olga Þorbjörnsdóttír,
Jón Þorbjörnsson, Elin Friðjónsdóttir,
Marinó Þorbjörnsson, Una Jónsdóttir,
Helga Pugh,
og barnabörn.
góð heim að sækja og greiðvikin ef
til þeirra var ieitað.
Ekki lét Valgerður mikið á sér
bera utan heimilis, en var traust-
ur liðsmaður í hverjum þeim
félagsskap sem hún tók þátt í.
Þannig var um Kvenfélag Hafnar-
fjarðarkirkju. Mest starfaði hún
þó fyrir kvenfélagið Hringinn, var
þar tuttugu ár í stjórn (1938—58)
og gjaldkeri þar af í 18 ár. Aldrei
hefur hún legið á liði sínu við
fjáröflun til Ííknarstarfsemi fé-
lagsins, hvorki fyrr né síðar, og
maður hennar ætíð stutt hana vel
í þeim efnum. Minnast forystu-
konur Hringsins hennar og starf-
semi hennar fyrir félagið með
miklu þakklæti og ljúka miklu
lofsorði á trúmennsku hennar og
ötulleik í störfum. Er það nefnt
sem dæmi um hugsunarsemi
hennar að hún gaf félaginu vand-
aðan kistil til þess að varðveita í
gerðabækur félagsins, en Jens
smíðaði gripinn.
Störf Valgerðar fyrir Hringinn
voru í fullu samræmi við gerð
hennar alla, svo ríkur þáttur var
vandvirkni og trúmennska í fari
hennar. Og vinfesti hennar og
tryggð var söm gagnvart mönnum
og málefnum.
Heilsu Valgerðar var nokkuð
farið að hraka síðustu árin.
Nokkrar seinustu vikurnar dvald-
ist hún á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði og þar andaðist hún 4.
janúar síðastliðinn, á 82. aldurs-
ári. Mæt kona hafði lokið lífsstarfi
sínu.
ólafur Þ. Kristjánsson
Höfn:
Vestanátt-
in hamlar
veiðum
Hðfn, 8. janúar.
LÍNUVERTlÐIN hófst hér um
síðustu helgi. Sjð bátar hófu þá
vertíðina, en alls munu 15 bátar
stunda linuveiðar hér fram að
netum. Afiinn hefur verið frá 3,6
tonnum ti! 6,5 tonna. Gæftir hafa
ekki verið upp á það bezta og
bfða nú allflestir þessara 15
linubáta eftir að komast á sjó, en
vestanáttin hefur hamlað veiðum
nú siðustu tvo daga.
SI. haust bættust tveir bátar við
flota Hornfirðinga, en þá voru
keyptir hingað bátarnir Ottó
Watne NS 90, sem er um 105 tn
stálbátur og er eigandi útgerðar-
fyrirtækið Eskey hf. Síðan tóku
sig saman nokkrir ungir dugnað-
arforkar og keyptu bátinn Vísi ÍS
170, sem er um 130 tonna stálskip.
Báðir þessir bátar eru byrjaðir á
línuveiðum. Síldarsöltunarstöðin
Stemma hf. gerðist hluthafi í
útgerðarfyrirtækinu Gullfaxa sf.,
sem gerir út einn bát, Þóri SF 77,
sem er um 130 tonna stálbátur og
er fyrirhugað að hann hefji línu-
veiðar nú fyrir helgi. Stemma hf.
mun vinna allan aflann í saltfisk
og skreið. Aðrir eigendur í útgerð-
arfélginu Gullfaxa sf. eru Eiríkur
Þorleifsson skipstjóri og Tryggvi
Gíslason vélstjóri.
Loks má geta þess að við
Hornfirðingar áttum friðsæl jól
eins og endranær, mikið var um
ljósaskreytingar húsa, á gamlárs-
kvöld var mikið um að vera hjá
yngri kynslóðinni eins og vera ber.
Fyrir þá fullorðnu voru dansleikir
í Sindrabæ og Hótel Höfn og allt
gekk þetta vel þrátt fyrir leiðinda-
kulda og hálku. Á þrettándanum
var álfabrenna í Nesjum eins og
vant er það kvöld og er mikið um
að Hafnarbúar fari með fjölskyld-
una í ökuferð inn í Nes til að horfa
á brennuna.
Börnin hér á Höfn hafa mikið
að gera um þessar mundir, því að
öll eru þau að undirbúa sig fyrir
árlegt grímuball, sem haldið verð-
ur í Sindrabæ á sunnudaginn og er
því mikið um leyndarmál hjá
krökkunum, því ekki má vitnast
um dulargervin fyrr en á sjálfu
grímuballinu.
Einar