Morgunblaðið - 13.01.1981, Síða 42

Morgunblaðið - 13.01.1981, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1981 Vilja fá upptökur af samtölum milli Nixons og Haigs Wa.shintfton. 12. janúar. AP. CHARLES Percy, formaður utanríkismálanefndar bandaríska þingsins, undirritaði sl. sunnudaR skipun til þjóðskjalasafnsins um að láta af hendi við nefndina upptökur af samtölum Richard M. Nixons og Alexander M. HaÍR.s. Lögfræðingar safnsins segjast ekki munu láta upptökurnar af hendi fyrr en ollum nauðsynlegum formsatriðum hefur verið fullnægt. í yfirlýsingu frá Percy segir að skipun þessi sé hluti sam- komulags sem gert hafi verið um að gera öllum þingheimi kleift að greiða atkvæði um útnefningu Haigs í embætti utanríkisráðherra Bandaríkj- anna þann 20. janúar nk. Láti lögfræðingar þjóð- skjalasafnsins ekki af þeirri kröfu að fullnægja skuli öllum formsatriðum áður en upptök- urnar verða látnar af hendi komast þær ekki í hendur nefndarinnar fyrr en eftir 20. janúar. En samkomulagið kveður á um að einnig eftir útnefninguna megi krefja skjalasafnið um upptökurnar. nefndinni gæti upphafist löng lögfræðileg barátta sem hann sagðist þó vilja komast hjá í lengstu lög. Næstkomandi miðvikudag kl. 17 eiga þingmenn að vera búnir að gera upp hug sinn varðandi útnefningu Haigs. Er talið nær öruggt að þingið samþykki hana. Átök urðu hvað hörðust i Santa Ana. vestur af San Salvador, höfuðborg E1 Salvador. Á símamynd AP sést fallinn skæruliði. Anderson er efstur í Hastings lla.sfinvrs, EnKlandi. 11- janúar. AP. LEV ALBURT, hinn landflótta sovéski stórmeistari, lék illa af sér i skák sinni gegn Svianum Ulf Anderson á Hastingsskák- mótinu. í jafnteflislegri stöðu lék Alburt hrók i dauðann og varð að gefast upp. Sigur Svians gefur honum góða möguleika á að sigra á mótinu i Hastings — þriðja árið i röð. Anderson hefur nú 9 vinninga. Hefur hlotið einum vinningi meira en Torre, sem er í öðru sæti. Þrjár umferðir eru eftir og eiga þeir Anderson og Torre eftir að mæt- ast. Úrslit í 12. umferð urðu annars: Sunye, Brazilíu — Chandler, Nýja Sjálandi 'k — 'h, Speelman, Bret- landi — Pinter, Ungverjalandi lk — lk, Ftacnik, Tékkóslóvakíu — Lein, Bretlandi 'k — 'k, Bellin, Bretlandi — Mestel, Bretlandi 'k — 'k, Torre, Filipseyjum — Librzon, Israel 'k — 'k. „Lokasókn“ skæruliða brot- in á bak aftur í E1 Salvador A upptökunum eru samtöl Nixons og Haigs sem fram fóru í Hvíta húsinu frá 4. maí til 18. júlí 1973. Percy sagði á fréttamannafundi að ef lög- fræðingar Nixons settu sig upp á móti því að upptökurnar verði afhentar utanríkismála- San Salvador, El Salvador. 12. janúar. AP. SVO VIRÐIST sem „lokasókn“ vinstri sinnaðra skæruiiða í E1 Salvador hafi fjarað út. Ilerinn segist hafa tögl og hagldir í landinu. Barist var af hörku víðs vegar um landið um helgina. Að minnsta kosti 100 manns féllu i bardögum. flestir skæruliðar. Skæruliðar boðuðu „lokasókn“ sina fyrir helgina og þá hvöttu þeir landsmenn til a> mæta ekki til vinnu i dag. Hins vegar mætti þorri íbúa landsins til vinnu og á sárafáum vinnustöðum kom til vinnustöðvunar. „Vinstri sinnaðir öfgamenn reyndu allt hvað þeir gátu í sókn sinni um helgina, en hún er nú runnin út í sandinn," sagði Jose Napoleon Duarte, leiðtogi her- stjórnarinnar. Að sögn hersins féllu 8 hermenn í bardögum. Her- inn segist nú hafa allt landið á sínu valdi, utan fáa einangraða staði, sem litiu máli skipta. Bardagar voru harðastir í Santa Ana, vestur af San Salvador, höf- uðborg landsins. Þar féllu að Murdoch hug- leiðir að kaupa The Times Lundúnum, 11. janúar. AP. RUPERT Murdoch, ástralski blaðakóngurinn, hugleiðir nú að kaupa Lundúnablaðið The Times. „Við hugleiðum nú að kaupa blaðið," sagði Murdoch í viðtali við BBC í Washington. Murdoch er eigandi The New York Post í Bandaríkjun- um. I Bretlandi á hann The Sun, News Of The World, auk þess að hann er stórtækur í blaðaútgáfu í Ástralíu. Dreifing „Now44 til Frakklands stöðvuð Lundúnum, 12. janúar. AP. SIR JAMES Goldsmith, útgefandi brezka tímaritsins Now, hefur afturkallað allar sendingar blaðsins til Frakklands vegna greinar, sem birtist í tímaritinu um Valery Giscard D'Estaing, Frakklandsforseta. Upphaflega vildi sir James afturkalla öll eintök tímaritsins, að því er heimildir segja en hætt við. Sir James stofnsetti Now í september 1979. Sagt er, að hann lesi venjulega allar greinar hlaðsins fyrirfram. Sir James er alinn upp í Frakklandi og er eigandi franska blaðsins L’Express. Greinin, sem sir James hefur herra hans. Þá nefnir Jack Gee sett sig upp á móti er skrifuð af blaðamanninum Jack Gee. Engar nýjar upplýsingar koma fram í greininni en hún fjallar itarlega um vandamál sem steðja að Gisc- ard, Frakklandsforseta og þá erf- iðleika sem nú blasa við honum vegna forsetakosninganna. I greininni segir, að hneykslis- mál hafi loðað mjög við valdaferil Giscards. Pólitísk hneykslismál hafa sett hann í vanda, svo og dularfull dauðsföll þriggja ráð- gimsteinagjöf Bokassa, fyrrum einræðisherra til Giscards. Bok- assa, sem nú hefur verið steypt af stóli sem keisara Mið-Afríku keis- aradæmisins heldur því fram, að hann hefði gefið Giscard og fjöl- skyldu hans demanta að gjöf áður en hann var hrakinn frá völdum. Giscard hefur neitað ásökunum þessum. Þá segir í greininni, að Giscard lifi í allsnægtum og hóg- lífi hans og fjölskyldu hans hafi hneykslað marga Frakka. 1419 — Englendingar taka Rúðuborg í Frakklandi herskildi. 1559 — Krýning Elísabetar I Engiandsdrottningar. 1849 — Síkhar sigraðir við Chillianwalla á Indlandi. 1898 — Emile Zola skrifar for- seta Frakka bréf sitt „J’accuse" (Ég ákæri) í Dreyfusmálinu. 1915 — 30.000 farast í jarð- skjálfta á Mið-Ítalíu. 1928 — Eftirliti Bandamanna í Búlgaríu lýkur. 1943 — Ráðstefna Churchills og Roosevelts í Casablanca. 1945 — Her Rússa hefur sókn í Slésíu. 1953 — Jósef Stalín sakar níu iækna um samsæri um að myrða sovézka ieiðtoga. 1959 — Umbætur í Belgísku Kongó eftir uppþot. 1963 — Sylvanus Olympio for- seti myrtur í Toho. 1970 — ísraelskar loftárásir á fimm skotmörk í Egyptalandi. 1972 — Herbylting í Ghana. Afmæli: Prosper de Crébiilion, franskt leikritaskáld (1674—1762) — Pietro Metastasic, ítalskt skáld (1698-1782). Andlát: 1691 George Fox, kvekari — 1864 Stephen Foster, tónskáld — 1941 James Joyce, rithöfundur — 1977 Hubert Humphrey, stjórnmálaleíðtogi. Innlent: 1229 Sauðafellsför. Synir Þorvaids Vatnsfirðings drepa fimm menn og særa tólf — 1802 d. Jón Sveinsson landlæknir — 1811 Viðarskip finnst rekið í Meðal- landi — 1867 d. Gísli Hjálmarsson héraðslæknir — 1923 Fárviðri brýtur 150 m skarð í aðalhafnar- garð Reykjavíkur — 1967 Vatns- dæling á hraunrennsli í Surtsey — 1972 Farmannadeiia leyst — 1975 Guðm. Sigurjónsson verður stór- meistari í skák — 1975 Flugskýli FÍ eyðiieggst í eidsvoða — 1881 f. Sigvaldi Kaldalóns — 1903. f. Hannibal Valdimarsson. Orð dagsins: Það er auðveldara að yrkja miðlungsgott kvæði en að skilja gott kvæði — Montaigne, franskur rithöfundur (1533— 1592). minnsta kosti 40 skæruliðar í átökum. Þá kom til snarpra skot- bardaga í höfuðborginni en her- mönnum stjórnarinnar tókst að ráða niðurlögum skæruliða þar eftir nokkurra klukkustunda bar- daga. Tveimur fréttamönnum var vís- að frá Santa Ana en þeir voru að kvikmynda átök í borginni. Þeim var gefinn tíu mínútna frestur til að hafa sig á brott. Skæruliðar hafa iýst því yfir, að þeir muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma stjórn landsins frá völdum fyrir 20. janú- ar. I þessu skyni boðuðu þeir „lokasókn". Ronald Reagan, verð- andi forseti Bandaríkjanna, tekur við embætti forseta þann 20. janú- ar. Búist er við, að Bandaríkin muni verulega auka stuðning sinn við stjórn EÍ Salvador eftir valda- töku Reagans. Margrét II Danadrottning * Forseti Islands til veislu með 200 dönskum blaðamönnum VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands. mun á ferð sinni til Danmerkur á næstunni m.a. sitja kryddsildarveislu með um 200 dönskum blaðamönnum, að því er segir í danska hlaðinu Berlingske Tidende. Margrét Danadrottning býður til veislunnar og hyggst þar svara spurningum fjölmiðlanna. Blaðið segir, að á þessum fréttamannafundi muni Vigdís Finnbogadóttir einnig segja blaðamönnum frá embætti sínu. Alda réttarhalda og ofsókna í hönd í Kína Pekinf?, 12. janúar. AP. EFTIR að dómur hefur verið kveðinn upp yfir ekkju Maós formanns og öðrum úr „fjór- menningaklikunni“ hefst tíma- hil réttarhalda og ufsókna i Kína. segir i áreiðanlegum fréttum þaðan. Um 60 manns verða líklega sakaðir um að eiga þátt í menn- ingarbyltingunni á árunum 1966—1976. Ekki munu þó allir verða dregnir fyrir rétt. Meðal þessara 60 er frændi Maós formanns, Mao Yuanxin. Hann var m.a. varaformaður byltingarráðsins. Fréttir herma einnig að frestað hafi verið um eina viku að kveða upp dóminn yfir Jiang Qing. Þykir það benda til þess, að ekki séu allir á einu máli um refsinguna, en einnig kann það að eiga sök að máli, að forsætis- ráðherra Kóreu og sendinefnd frá japanska þinginu eru í heim- sókn í Kína um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.