Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 43 Puerto Rico: Eyðilögðu 9 banda- rískar orustuþotur Borgarstjóranum i Nablus á vesturbakkanum, Bassam Shakaa, sem missti báða fætur þegar honum var sýnt banatilræði, var fagnað með dynjandi lófataki þegar hann gekk á nýjum gervifótum inn á fund með kennurum, sem eru i verkfalli. San Juan. Puertó Rico, 12. janúar. AP. Hermdarverkamenn eyði- iögðu niu bandariskar orrustu- þotur og skemmdu þá tiundu á Muniz-flugvellinum. sem er skammt frá alþjóðaflugveilin- um i San Juan á Puerto Rico. Hermdarverkamennirnir komu sprengjum fyrir undir flugvél- unum. Engin meiðsli urðu á mönnum. Hringt var til AP- fréttastofunnar í San Juan og rödd í sima sagði, að vinstri sinnaðir sjáifstæðissinnar bæru ábyrgð á sprengingunum. Lögreglu tókst að gera tvær sprengjur undir tveimur orrustu- þotum óvirkar. Sprengingarnar eyðilögðu benzínbíl sem var lagt skammt frá orustuþotunum. Tjón- ið er metið á 45 milljónir dollara. Veður víða um heim Akureyri -« úrkoma Amsterdam 5 skýjað Aþena 14 heiðskírt Berlin 6 heiðskírt Brlissel 4 skýjað Chicago 10 skýjað Feneyjar 3 þokumóða Frankturt 1 heiöskirt Faereyjar vantar Genl 1 heiðskírt Helsinki 0 skýjað Jerúsalem 6 rigning Jóhannesarb. 24 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 snjókoma Las Palmas 16 skýjað Lissabon vantar London S rigning Los Angeles 21 skýjaö Madrid 5 snjókoma Malaga 10 léttskýjað Mallorka 8 hálfskýjaö Miami 19 heiðskírt Moskva -9 heiöskírt New York -7 heiöskírt Osló -3 skýjað París 2 skýjaö Reykjavík -1 skýjað Ríó de Janeiro 32 skýjaö Rómaborg 3 skýjaö Stokkhólmur 4 skýjað Tel Aviv 15 rigning Tókýó 8 heiðskírt Vancouver 9 skýjað Vínarborg -5 heiðskirt Sænska fjárlagafrumvarpið lagt fram: Kreppir að Sviiim í efnahagsmálum Stokkhólmf, 12. janúar. AP. SÆNSKA rikisstjórnin lagði i dag fram fjárlagafrumvarp sitt. í því er gert ráð fyrir tæplega 68 milljarða sænskra króna halla, en heildarupphæð frumvarpsins er 225 milljarð- ar s.króna. Rolf Wirten, fjármálaráðherra. fylgdi frumvarpinu úr garði og í ræðu sagði Gösta Bohman, efnahagsmála- ráðherra, varaði við miklum efna- hagslegum og þjóðfélagslegum óróa í landinu ef Svíum tækist ekki að horfast í augu við efna- hagslegar staðreyndir. Rolf Wirt- en sagði, að áherzla yrði lögð á að vernda almenningstryggingakerf- ið í landinu og „sérstaklega hag hinna lægst launuðu", eins og hann orðaði það. Af einstökum liðum frumvarpsins rennur mest fé til velferðarmála, 60,7 milljarð- ar s.króna renna til almennings- tryggingakerfisins. Þá renna 30,3 milljarðar til menntamála og 19,9 milljarðar til varnarmála. Gösta Bohman sagði, að búast mætti við, að viðskiptahalli við útlönd minnkaði eitthvað, en á síðastliðnu ári nam hann 11,5 milljörðum. í fjárlagafrumvarp- inu er gert ráð fyrir 10,5 milljarða s.króna viðskiptahalla. Þá er gert ráð fyrir í frumvarpinu, að út- flutningstekjur aukist um 2,5% og að innflutningur minnki um 1,5%. Fjárfesting í iðnaði jókst á síðast- liðnu ári um 16% og er vonast til, að áframhald verði þar á. I frumvarpinu er búist við að þjóð- hann, að ástand efnahagsmála ætti eftir að versna enn áður en rétti úr kútnum. Skatt- heimta hins opinbera verður hin sama, en hún er ein hin hæsta í heimi. Skuldir Svía við útlönd jukust mjög á siðastiiðnu ári eða um 53 miiljarða króna og nema nú 192 milljörðum sænskum krónum. Svía aukist um sagði, að ríkisstjórnin hefðist lítt reiknað með, að að í efnahagsvanda þjóðarinnar. á „Getuleysi ríkisstjórnar Thor- björns Fálldin leiðir til stöðugt verri efnahags. Atvinnuleysi mun aukast um 2% á komandi ári, verðbólgan mun aukast og skuldir þjóðarinnar við útlönd munu aukast um áður óþekktar, stjarn- fræðilegar tölur," sagði Palme meðal annars í ræðu sinni. arframleiðsla 0,7%. Þá er verðbólgan hjaðni í 7% en síðastliðnu ári nam hún 14%. Olof Palme, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, var mjög gagnrýn- inn á frumvarp stjórnarinnar og sagði, að úrræðaleysi ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum væri meiriháttar efnahagsvandamál og að þjóðinni stafaði hætta af. Hann Ankara. 12. jan. AP. TYRKNESK yfirvöld handtóku sl. sunnudag 204 hryðjuverka- menn sem allir eru meðlimir í samtökum vinstrisinnaðra, Dev-yol. Hinir handteknu eru sakaðir um að hafa staðið að morðum á 25 manns. Ritstjóri stærsta dagblaðs í Á vélsleðum yfir Suðurskautslandið Tyrklandi var handtekinn í dag en ekki hefur verið gefin út nein ákæra á hendur honum ennþá. Blað hans er óháð stjórnmála- flokkum og hefur undanfarið gagnrýnt mjög ógnaröldina sem ríkti í landinu áður en herfor- ingjastjórnin tók völdin. Frá því byitingin var gerð í september sl. hefur herforingja- stjórnin handtekið alls 32.741 mann sem grunaðir eru um morð eða pólitísk hryðjuverk. Lítið sem ekkert hefur verið um ofbeldis- verk í landinu síðan í september en áður voru um 20 manns myrtir á nóttu hverri. Flestir hryðju- verkamennirnir eru nú komnir undir lás og slá, að því er segir í fréttum frá Tyrklandi, en aðrir hafa flúið land. Vinstri sinnar hafa áður látið að sér kveða á Puerto Rico. í desem- ber 1979 réðust þeir á bandarískan hermannabíl og felldu tvo banda- ríska sjóliða og særðu tíu. Þá hafa hermdarverkamenn gert banda- rískum hermönnum fyrirsát þó ekki hafi þeim tekist að fella fleiri. Ellefu systkini brunnu inni St. Louíh, Illinois. 11. janúar. AP. ELLEFU systkini brunnu inni á heimili sínu i St. Louis sl. sunnudag. Þau voru á aldrin- um 10 mánaða til 11 ára og hafði móðir þeirra, sem er 28 ára, skilið þau ein eftir heima. I þrjá klukkutíma reyndu slökkviliðsmenn að komast inn í húsið til að bjarga börnunum en án árangurs. Er eldurinn hafði verið slökktur fundust 9 lík á dýnum sem börnin sváfu á í einu svefnherbergi, eitt fannst í öðru herbergi og hið ellefta á stigapalli. Að sögn opinbers talsmanns í St. Louis höfðu yfirvöld haft afskipti af móðurinni nokkrum sinnum vegna þess hversu oft hún skildi börnin eftir ein heima. Miklar handtök- ur í Tyrklandi Elsti karl- maður Fær- eyja látinn ELSTI karlmaður I Færeyjum. Andrass Poulsen. lést á jóladag sl. Hann var 100 ára gamall er hann andaðist. Andrass var fæddur 9. febrúar 1880 á Ströndum. Tyítugur að aldri fór hann til Islands og stundaði sjóróðra frá Borgarfirði í 20 ár. Eftir það fluttist hann á ný í heimabyggð sína og bjó þar til æviloka. Síamstvíburar skildir sundur Auckland, Nýja Sjálandi, 12. ian. AP. 1>RÍR Bretar luku sl. sunnu- daB 75 daga ferðalagi yfir þvert Suðurskautslandið á vélsleðum. Leiðin, sem þeir fóru, er um 3000 kílómetrar (2.600 miiur). Leiðangursmenn, sir Ranulph Fiennes fyrrum herforingi, Charlie Burton fyrrum liðþjálfi í breska hernum og Oliver Shep- herd fyrrum kráareigandi, fóru m.a. um svæði sem enginn hefur komið á áður, og ferð þeirra sú lengsta sem farin hefur verið á þessum slóðum. Aðeins einu sinni áður hefur mönnum tekist að ferðast yfir þvert Suður- skautslandið. Sá hópur fór 2.158 mílna leið yfir landið og var 99 daga á leiðinni. Leiðtogi þess hóps var sir Vivien Fuchs og sir Edmund Hillary. Eftir ferðina sagði leiðtogi hópsins, Fiennes, að hún hefði verið erfið en gengið vel. Komu þeir á leiðarenda 40 dögum fyrr en áætlað var. Hann sagði að þeir hefðu ekki orðið fyrir mikl- um skakkaföllum, þó hefði einn sleðanna bilað og urðu þeir að dveljast í tjöldum þar til við- gerðarhópur kom þeim til hjálp- ar. Þeir voru þá komnir mjög nærri áfangastað. Erfiðasta hluta leiðarinnar sagði hann hafa verið það svæði sem enginn hafði komið á áður. Þar misstu þeir sleða niður í sprungur og mættu ýmsum öðr- um vandamálum. Sagði hann að þeir vildu aldrei berja þann stað augum á ný. „Við erum fegnir því að vera komnir á áfanga- stað.“ Þremenningarnir eru félagar í samtökum sem skipuleggja ferð- ir um þá hluta jarðarinnar sem erfitt er að komast um. Næst á dagskrá mun vera að ferðast yfir þveran Norðurpólinn, 52.000 míl- ur. Meira en 600 bresk fyrirtæki standa straum að kostnaði við ferðir félagsins. Axheville, Norður-Karólinu, 12. janúar. AP. SÍAMSTVÍBURAR sem fa-ddust fyrir tæpu ári hafa verið skildir sundur 1 sjúkrahúsi I Asheville. Lið 20 lækna og hjúkrunarfræðinga vann við aðgerðina. sem tók 7Ví> klukkustund. Að sögn dr. Fred- ricks Recotrs, sem hafði umsjón með aðgerðinni. virðist hún hafa tekist i alla staði vel. Tvíburarnir, tvær stúlkur, fædd- ust með tvo fætur, eina þvagblöðru og eðlilega þarma fyrir einn líkama. Með plastaðgerð tókst að græða þau svæði sem voru opin sár eftir aðgerðina og þvagfærasérfræðingar vinna nú að því að koma lagi á þvagkerfið. Tóku sérfræðingarnir þann kostinn að hafa blöðruna í annarri stúlkunni, en hin verður að lifa alla ævi með þvagpoka. Foreldrar tvíburanna eru 15 og 21 árs frá bænum Forest í Norður- Karólínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.