Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 1
48SÍÐUR OGLESBÓK 102. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 9. MAÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fleiri fangar hóta að svelta lielfast. 8. maí. AP. SKÆRULIÐAR írska lýðveldis- hersins (IRA) 1 Maze-fangelsi hótuðu því í dau að hefna dauða Bobby Sands og fara í hungur- verkfall „hver á fætur öðrum“ unz hrezka stjórnin gengi að kröfum þeirra. Thomas Paul Loudon frá Bel- fast, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð, mun hefja hungur- verkfall á morgun. Þrír aðrir IRA-menn eru í hungurverkfalli í Maze. Einn þeirra, Francis Hug- hes, dæmdur morðingi, er langt leiddur og á góðri leið með að verða blindur, 55 dögum eftir að fasta hans hófst. Varaforseti Sinn Fein, Gerry Adams, sagði að IRA-fangar í Maze hefðu ákveðið að fjórir þeirra skyldu vera í hungurverk- falli hverju sinni. „Um leið og einhver deyr úr mótmælasvelti kemur annar í hans stað,“ sagði Adams. Hann sagði að fangarnir væru að vara Margaret Thatcher for- sætisráðherra við því að „hún yrði að drepa 440 fanga áður en þeir gæfust upp“. (440 IRA-fangar eru í Maze). Frú Thatcher sagði í dag á fundi íhaldsmanna í Perth í Skotlandi að „veita yrði ógnun hryðjuverka viðnám og hrinda henni" ef koma ætti á „friði og sáttum" á Norður- Irlandi. Óeirðir héldu áfram í Vestur- Belfast í dag þegar allt að 50 unglingar köstuðu heimagerðum sprengjum og grjóti í lögreglu. I Londonderry var átta bifreiðum rænt og kveikt í þeim. Umbótastefnu heitið í Póllandi Varsjá. 8. maí. AP. PÓLSKI kommúnistaflokkurinn birti i dag stefnuskrárskjal i umbótaátt er miðar að þvi að endurvekja traust almennings og Tvísýnar kosningar París. 8. mai. AP. Valery Giscard d'Estaing for- seti og mótframbjóðandi hans, sósíalistinn Francois Mitterand, ferðuðust um Frakkland i dag i siðasta skipti fyrir forsetakosn- ingarnar ásunnudag til að hafa áhrif á óákveðna kjósendur. enda er talið að úrslitin verði mjög tvisýn. Blaðið Washington Post hafði í dag eftir fyrrverandi keisara Mið-Afríku, Jean-Bedel Bokassa, að Giscard d'Estaing hefði þegið af honum demanta fjórum sinn- um á átta árum. Blaðið segir að Bokassa sé staðráðinn í að gera sigurlíkur forsetans að engu. Sjá xrrin á bls. 10. reisa við efnahaginn, en um leið að eflingu samskiptanna við önn- ur kommúnistariki. Skjalið fyllir tvær heilar síður í flokksblaðinu Trybuna Ludu og þar er því haldið fram að þjóðfé- lagslegir og efnahagslegir erfið- leikar stafi af gömlum mistökum, sem eigi að kanna á aukaþingi flokksins 14. til 18. júlí. Sagt er að þeir sem beri ábyrgðina verði að standa reikningsskap gerða sinna. Hvatt er til nánari samvinnu ríkisins og kaþólsku kirkjunnar. Stefnt er að því að laða fleiri verkamenn í flokkskerfið, sem skuli vera „undirgefið kjörnum flokksstofnunum". Reiðir unglingar kveiktu í dag í lítilli lögreglubyggingu í bænum Otwock nálægt Varsjá og horfðu á hana brenna til grunna. Skömmu áður höfðu leiðtogar verkalýðs- hreyfingarinnar Solidarnosc dreift hópi unglinga sem höfðu umkringt bygginguna eftir að frétzt hafði að maður hefði verið barinn þar til bana. Juan Carlos konungur samhryggist frú Guillermo Revar. Maður hennar, sem var ofursti, og tveir aðrir hermenn féllu fyrir hendi skilnaðarsinna Baska í Madrid. Madrid. 8. maí. AP. UMFERÐ stöðvaðist. vinna lagð- ist niður og milljónir Spánverja stóðu þögulir í tvær mínútur og báðust fyrir á hnjánum á götum úti í dag til að mótmæla nýrri öldu hryðjuverka, sem ógnar hinu unga lýðræði landsins. Skömmu áður voru Juan Carlos konungur og Sofia drottning við- stödd útför hermannanna þriggja, sem voru drepnir. Þetta er í fyrsta sinn sem konungurinn hefur verið viðstaddur slíka athöfn síðan hann kom til valda fyrir fimm og hálfu ári. Stuðningsmenn Franco, fyrrum einræðisherra, sem var meinað að mæta við útförina, höfðu í frammi hróp og köll og skoruðu á herinn að taka völdin þegar konungshjón- in fóru og líkkisturnar voru born- ar burtu. Leopoldo Calco Sotelo forsætis- ráðherra fór af skyndifundi ríkis- stjórnarinnar um neyðarráðstaf- anir gegn hryðjuverkamönnum til þess að taka þátt í hinum þöglu mótmælaaðgerðum. Kirkjuklukk- um var hringt í helztu borgum. Á Norður-Spáni voru 40 stuðn- ingsmenn samtakanna ETA hand- teknir, þar á meðal nokkrir borg- arfulltrúar og embættismenn. Lögreglan í Madrid birti nöfn tveggja manna sem komu fyrir sprengiefninu sem varð hermönn- unum þremur að bana er þeir óku í bíl sínum. Fálldin vill mynda minnihlutastjórn Frá fréttaritara MorKunhlaósins i Stokkhólmi. Gudfinnu Rajfnarsdóttur. THORBJÖRN Fálldin baðst i dag lausnar fyrir sig og stjórn sína, en kveðst reiðubúinn að mynda minnihlutastjórn miðflokkanna tveggja. Hægri flokkurinn hefur ekki svarað því hvort hann styðji slíka stjórn, en er heldur neikvæður i svörum. Jafnaðarmenn krefjast nýrra kosninga. „Af þeim þremur möguleikum sem til greina komu álitum við þetta beztu lausnina," sagði Fálldin þegar hann hafði beðizt lausnar. Aðrir möguleikar voru að efna til Sáttasemjari lenti í stórskotabardaga Unlrnt ö mui AD Beirút. 8. mai. AP. SÁTTASEMJARI Ronald Reagans forseta, Philip C. Habib. lenti i dag i harðasta stórskotaliðsbardaganum i Beirút i eina viku er hann reyndi að leysa eldflaugadeilu Sýrlendinga og ísraelsmanna í Líbanon. Sýrlendingar lýstu því enn yfir að þeir mundu ekki flytja burtu Sam-6 loftvarnaeldflaugar sinar frá Líban- on og á sama tíma háðu friöargæzlu- lið Sýrlendinga og sveitir hægri- sinnaðra kristinna Líbana harða bardaga með stórskotavopnum, eld- flaugum og skriðdrekum hjá grænu línunni í Beirút. Talsmaður lögreglunnar sagði að um 100.000 af einni milljón borgara hefðu leitað hælis í kjöllurum og sprengjuskýlum. „Hvað eru þeir að gera?“ sagði hann. „Ætla þeir að láta Habib finna smjörþefinn af borgarastríðinu í Líbanon?" Habib ræddi við Elias Sarkis forseta og Shafik Wazzan forsætis- ráðherra sinn í hvoru lagi. Skömmu fyrir fund Habibs með forsætisráð- herra varð mikil sprenging fyrir utan bústaðinn. Hann var nýfarinn yfir Grænu línuna þegar mikill skotbardagi hófst. Habib ræddi einnig við Kamel Assaad þingforseta og falangista- leiðtogann Pierre Gemayel og yngri son hans, Amin, sem létu í ljós ánægju með fundinn. Sovézki aðstoðarforsætisráðherr- ann Georgi M. Koniyenko fór til Moskvu í dag eftir þriggja daga viðræður við sýrlenzka leiðtoga í Damaskus og kvað þær hafa verið árangursríkar. En sýrlenzka land- varnaráðuneytið sagði í yfirlýsingu að eldflaugarnar í Líbanon yrðu ekki fluttar burtu. Hörð afstaða Sýrlendinga sýnir aö Korniyenko hefur greinilega ekki tekizt að fá þá til að milda afstöðu sína á sama tíma og Bandaríkja- stjórn hefur vonað að Rússar gerðu það sem í þeirra valdi stæði til að fá Sýrlendinga til að flytja burtu eld- flaugarnar. nýrra kosninga eða sitja áfram að völdum. „En við höfum fyrst og fremst beðizt lausnar vegna þess að jafn- aðarmenn hafa lýst því yfir að þeir muni annars lýsa vantrausti á stjórnina og Hægri flokkurinn seg- ist styðja slíka tillögu. Það eru því ekki lengur möguleikar fyrir hendi að við getum setið lengur í þessari stjórn,“ sagði Falldin. En Falldin sagðist reiðubúinn að mynda minnihlutastjórn miðflokk- anna tveggja með sömu stjórnar- stefnu og fráfarandi stjórn. Það er, telur hann, bezta lausnin fyrir landið og sú eðlilegasta þar sem borgaralegur meirihluti er fyrir hendi í þinginu. Slík stjórn, segir hann, getur hafizt handa strax. Hann sagði einnig að minnihluta- stjórn miðftokkanna tveggja mundi vinna að því að koma í framkvæmd skattasamningi þeim sem miðflokk- arnir gerðu við jafnaðarmenn, en það var einmitt sá samningur sem varð til þess að Hægri flokkurinn sagði sig úr stjórn 4. maí sl. Falldin situr áfram sem forsætis- ráðherra í bráðabirgðastjórn að beiðni forseta þingsins, sem ræðir í dag við formenn stjórnmálaflokk- anna. Búizt er við að þingforseti feli Fálldin að mynda stjórn að nýju og það er svo á valdi þingsins, og þá fyrst og fremst Hægri flokksins, hvort Fálldin tekst að mynda minnihlutastjórn. Gösta Bohman, formaður Hægri flokksins, vildi engin loforð gefa í dag er Fálldin reifaði málið við hann. En trúlegt er að Hægri flokkurinn setji ákveðin skilyrði fyrir stjórnarstuðningi ef til þess kemur. Fálldin sagði í viðtali í dag að ekki stæði til að semja við Hægri flokkinn, það ætti að nægja að minnihlutastjórn hefði sömu yfir- lýsingu og fráfarandi stjórn. Orla UUsten sagði í dag að það væri á valdi Hægri flokksins hvort takast mætti að mynda minnihluta- stjórn — „Þeir verða að segja já eða nei,“ sagði hann. Síðar í dag sagði Bohman: „Við látum engan skipa okkur að segja já eða nei og ef þeir vilja ekki semja við okkur þá þeir um það. En þá verða þeir líka að taka afleiðingun- um af því.“ Bohman sagði að minnihlutastjórn yrði veik stjórn og Svíar þyrftu ekki á slíkri stjórn að halda. Olof Palme sagði að nýjar kosn- ingar væru það eina rétta. Fálldin kvaðst ekki hafa haft á móti nýjum kosningum ef hægt hefði verið að kjósa í vor, en það væri ekki framkvæmanlegt. Nýjar kosningar kæmu sér ekki vel fyrir Miðflokk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.