Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 23 Víetnamar ráð- ast inn í Kína Peking. 8. maí. AP. OPINBERA kínverska fréttastofan Xinhua skýrði frá því í dag að á fimmtudag hefði sveit vietnamskra fótgönguliða ráðizt inn í Yunnan hérað i Kína. komið þar fyrir jarðsprengjum og rænt og ruplað. Innrásin var gerð í skjóli fallbyssuskothriðar yfir landamærin frá Vietnam. Kínverskir landamæraverðir felldu rúmlega 100 menn úr innrásarliðinu, segir Xinhua. Ekki er getið um neitt mannfall hjá Kínverjum. Þetta er í annað skiptið á þremur dögum sem Kínverjar skýra frá árásum Víetnama á kínversk landsvæði. Áður birtist frétt um að víetnamskir hermenn hafi á þriðju- dag ráðizt inn í Guanxi Zhuang- hérað og fellt þar ótiltekinn fjölda héraðsbúa áður en landamæra- vörðum tókst að hrekja innrásar- liðið á brott. Xinhua segir að í bardögum á fimmtudag hafi kínversku landa- mæraverðirnir hertekið mikið magn vopna og skotfæra, þar á meðal voru léttar fallbyssur, hríðskotabyssur og skotpallar fyrir litlar eldflaugar. Bent er á í þessu sambandi að árið 1979 gerðu Kínverjar „varn- argagnsókn" inn í Víetnam til að hefna meintra aðgerða Víetnama innaii kínversku landamæranna. Stóð sú „varnarsókn" í tæpan mánuð. Aukin harka hefur færzt í deilur Kínverja og Víetnama und- anfarna daga. Á þriðjudag sendu Kínverjar Víetnömum harðorð mótmæli og saka þá um að hafa fellt eða sært rúmlega 60 Kínverja það sem af er þessu ári. Á fimmtudag skýrði svo opinbera fréttastofa Víetnams frá því að Kínverjum hafi verið send mót- mæli þar sem þeir eru sakaðir um landstuld, launsátur og tallbyssu- árás innan víetnömsku landamær- anna. Krabbamein: Myndlistarmenn næmari en aðrir? Washinjfton. 8. mai. AP. NIÐURSTÖÐUR nýrrar rann- sóknar á orsökum krahbameins benda til þess að myndlistar- mönnum sé hættara við að fá krahbamein en fólki úr öðrum atvinnugreinum. Það er bandaríska krabba- meinsstofnunin sem annast þessa rannsókn, en samkvæmt henni er t.d. rík ástæða til að ætla að karlkyns myndlistar- Danmörk: menn af hinum hvíta kynþætti fái fremur krabbamein í blöðru, nýru og heila en menn af sama kynþætti í öðrum atvinnugrein- um. Hér er um að ræða frum- rannsóknir, en grunur leikur á að myndlistarmenn meðhöndli einhver efni sem séu krabbam- einsmyndandi. Ekkert liggur enn fyrir um það hvaða efni geti verið um að ræða, en rannsókn- unum verður haldið áfram. Kjaradeilu mennta- manna nú lokið Frá Ib Björnbak, íréttaritara Mbl. í Kaupmannahoín. 8. maí. MIÐNEFND bandalags háskólamenntaðra Dana hefur samþykkt sáttatillögu sem fram kom í kjaradeilu þeirra og danska ríkisins. 55,2% samþykktu tillöguna en 44,8% voru á móti henni. Verkföll og verkbönn sem boðuð höfðu verið koma þvi ekki til framkvæmda en slikt hefði haft alvarlegar afleiðingar i för með sér t.d. fyrir sjúkrahús og menntaskóla. Sláturhúsin hefðu einnig stöðvast á ný vegna verkfalls dýralækna. Ungir læknar, sem eru um 5000 í Danmörku, hafa lýst sig eindregið á móti þessari sáttatillögu. En tillag- an var þó samþykkt og er ástæðan e.t.v. sú að ef til verkfalla eða verkbanna hefði komið hefðu há- skólamenntaðir menn þurft að greiða um 25% af launum sínum í verkfallssjóð. Ríkisstjórnin og danska þingið voru reiðubúin að grípa inn 4 kjaradeiluna ef með þyrfti, eins og gert var fyrr í vikunni til að stöðva verkfall starfsfólks í sláturhúsun- um. Sáttatillagan gerir ráð fyrir launahækkunum og hagkvæmari vinnutíma á sjúkrahúsunum. Hún gerir líka ráð fyrir að yfirvinna verði minnkuð en þess í stað verði ungum læknum útveguð atvinna. Slíkt fyrirkomulag hefur verið reynt í Svíþjóð en varð til þess að starfsfólk á röntgendeildum, svæf- ingalæknar og hjúkrunarkonur fóru í þriggja daga verkfall í þremur borgum landsins. Nú er aðeins eftir að semja við blaðamenn, prentara og nokkra félagsráðgjafa um kaup og kjör. Starfsfólk í þessum stéttum er nú í verkfalli. Flest dönsk blöð koma ekki út um þessar mundir og er ekki reiknað með samkomulagi í deilu blaðamanna og útgefenda í bráð. Hmm Forsíða vestur-þýzka timaritsins Die Aktuelle með grein um hljóðritun af hleruðu símtali Karls Bretaprins og lafði Diönu Spencer. 900.000 eintök voru sett í dreifingu áður en dómstóll í Núrnberg setti lögbann á blaðið. Tímaritið sett í dreifingu Munrhen. 8. maí. AP. VESTUR-ÞÝSKA tímaritið Die Aktuelle hefur látið prenta hljóðritanirnar af símtölum Karls Bretaprins og unnustu hans í tölublaði því sem á að koma út nk. mánudag. 900.000 eintökum hefur þegar verið dreift til umhoðsmanna. I gær setti dómstóll í Núrn- berg lögbann á birtingu hljóðrit- ananna en ritstjóri De Aktuelle segir að lögbannið hafi komið of seint, búið hafi verið að prenta blaðið og dreifa því þegar það barst. Ritstjórnarskrifstofur Die Aktuelle eru í Múnchen en útgef- endurnir hafa aðsetur í Núrn- berg. Ekki er ljóst hvort nýtt lögbann þarf til að stöðva sölu blaðsins. í lögbannsúrskurðinum frá því í gær segir að ef hann verði ekki virtur geti það leitt til 6 mánaða fangelsisvistar útgefanda eða sektar sem nemur 1,5 milljónum íslenskra króna. Talið er að Die Aktuelle hafi keypt hljóðritan- irnar af breska blaðamanninum Simon Regan fyrir um 8.900 dollara (um 59.000 íslenskar krónur). Talsmaður Buckinghamhallar sagði í dag að þetta væri mál dómstóla og útgefendurnir vissu hvað það hefði í för með sér ef lögbannið yrði ekki virt. Ritstjóri vestur-þýska tíma- ritsins Bunte segir að blaði sínu hafi einnig staðið til boða að kaupa hljóðritanirnar en hafi hafnað því af siðferðis- og lög- fræðilegum ástæðum. Ritstjóri annars vestur-þýsks blaðs segist hafa heyrt hljóðritanirnar og sé viss um að þær séu falsaðar. Tékkneskir andófsmenn handteknir Ixindon. 8, mai. — AP. UNDANFARNA daga haía 25- 30 andófsmenn verið handteknir í Tékkóslóvakiu. þeirra á meðal Jiri Ilajek. sem var utanrikisráð- herra landsins fyrir innrás Sov- étríkjanna árið 1968. að því er segir í frétt frá Palach Press- fréttastofunni í London. Það eru tékkneskir andófsmenn, sem reka þessa fréttastofu, og forstöðumaður hennar er andófs- maðurinn Jan Kavan. Kavan segir handtökur andófs- mannanna hafa komið í kjölfar handtöku tveggja Frakka, sem sakaðir eru um að reyna að smygla bönnuðum bókum inn í Tékkóslóvakíu. Segir hann hand- tökú Frakkanna hafa verið notaða sem yfirskyn til að ofsækja aðila, sem yfirvöld telja í andstöðu við sig. Andófsmennirnir voru hand- teknir eftir húsleitir í Prag, Brat- islava og Brno. Hajek var handtekinn á heimili sínu í Prag á miðvikudag, segir Kavan. Ráðherranum fyrrverandi var bannað að hafa nokkur af- skipti af stjórnmálum eftir sov- ézku innrásina í ágúst 1968. Meðal annarra andófsmanna, sem hand- teknir voru, má nefna Olgu Hav- lova, eiginkonu leikritaskáldsins Vaclav Havel, sem handtekinn var fyrir nokkru, Ivan, bróður Havels, blaðamennina Karel Kyncl, Jiri Ruml og Zbyner Fiser, Jan son Rumls, og Jan Bednar, en móðir hans situr einnig í fangelsi fyrir andóf. * I ævilangt fang- elsi fyrir íkveikju London. 8. maí. — AP. Brennuvargurinn John Thompson var da'mdur í lifstiðar- (angelsi í gær fyrir að kveikja í vínstofu 16. ágúst sl. með þeim afleiðingum að 37 létu lífið. Meðal þeirra sem létust voru nokkrir ólöglegir innflytjendur. Saksóknarinn, David Tudor, sagði við réttarhöldin í Old Bailey að vínstofan, sem var í Soho, hefði ekki haft vínveitingaleyfi og efigar brunavarnir og það fólk sem var inni hefði ekki átt neina möguleika á að sleppa lifandi. Hann sagði einnig að Thompson sem er 42 ára hafi verið eiturlyfjaneytandi í 20 ár. Byggðakosningar í Bretlandi: Ihaldið bíður afhroð Lundúnum. 8. mai. AP. ÍIIALDSFLOKKURINN. sem er í ríkisstjórn í Bretlandi. beið af- hroð í hyggðakosningum og er talið að úrslitin gefi sterklega til kynna hver raunveruleg staða stjórnar Thatchers er um þessar mundir. Þegar úrslit voru komin í 53 kjördæmum hafði íhaldsflokk- urinn misst meirihluta í öllum nema 19 og á flestum stöðum var það Verkamannaflokkurinn sem fór með sigur af hólmi. Hefur Verkamannaflokkurinn bætt við sig 11% atkvæða, þrátt fyrir klofninginn í flokknum, en í þess- um kosningum hauð nýi jafnaðar- mannaflokkurinn, sem stofnaður var í marz sl., ekki fram. Michael Foot, formaður Verka- mannaflokksins, lýsti því yfir eftir að úrslitin voru kunn, að Margaret Thatcher hefði ekki lengur styrk til að stjórna landinu. Úrslitin væru bein yfirlýsing kjósenda um að þeir aðhylltust ekki stefnu hennar og einstrengingshátt, sem leiddi af sér sífellt meira atvinnu- leysi í landinu. HVUASUNNUFERÐ TIL Ennþá eru örfá sæti laus í átján daga ferð til BENIDORM á suð-austurströnd Spánar. Hótel eða íbúðir, mpð og án fæðis FERDA BENIDORM 23MAI Vm MIÐSTÖÐIIM AÐALSTRÆTI9 S.11255-12940

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.