Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 Guðmundur Þórðarson lœknir - minning Fæddur 25. október 1923. Dáinn 3. maí 1981. Guðmundur var fæddur 25. okt. 1923 að Efri-Úlfsstaðahjáleigu í Austur-Landeyjum í Rangárvalla- sýslu. Hann var elsta barn Þórðar Þorsteinssonar bónda að Efri- Úlfsstaðahjáleigu og konu hans Ólafar Guðmundsdóttur. Hin börnin eru, Sesselja, Valgerður, Þorsteinn og Guðlaug. Guðmundur ólst upp í föðurhús- um við þau störf, sem þá tíðkaðist að börn og unglingar ynnu. I barnaskóla bar strax á því að þar fór skarpgreindur unglingur. Stefndi hugur hans á frekari skólagöngu, en erfitt var um vik. Það var ekki auðhlaupið að því á þessum árum fyrir sveitaungling að komast í Menntaskólann í Reykjavík. Þá var ekki komið svokallað landspróf, hvað þá sam- ræmd próf, en eins og allir vita var landsprófið réttarbót fyrir fólk utan Reykjavíkur og rauf þá einokun, sem áður ríkti um inn- göngu í hinn lærða skóla. Þessi mál ræddi Guðmundur oft og var auðheyrt, að þarna fann hann óréttlæti. Guðmundi tókst að komast á Gagnfræðanámskeið í Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1941 og lauk gagnfræðaprófi utanskóla það vor. I lærdómsdeild MR situr hann 1942—1945 og lýkur stúd- entsprófi úr stærðfræðideild vorið 1945. A þessum árum var ekkert færibandakerfi í námi og ekkert styrkjakerfi. Guðmundur bregður á það ráð að afla sér tekna og starfaði einkum við akstur vöru- og leigubíla bæði í Reykjavík og annarsstaðar. Minntist hann oft þessa tímabils með ánægju — þarna sá hann ýmsar hliðar mannlífsins, sem hann hefði ekki + Utför fööur okkar, JÓNS ÞORBJORNSSONAR, Hæöagaröi 6, Reykjavík, veröur gerö frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. maí kl. 13.30. Hulda Jónsdóttir, Gylfi Jónsson, Dagmar Jónsdóttir. Fööurbróðir okkar, ÓLAFUR GUDMUNDSSON, fv. símamaöur frá Seyðisfiröi, Hvassaleiti 28, lést aö Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, flmmtudaginn 7. maí. Þóra, Guörún og Erna Kristinsdætur. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, INGIMAR ÓSKARSSON náttúrufræöingur, Langholtsvegi 3, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 11. maí, kl. 10.30. Margrét Steinsdóttir, Ingibjörg Ingimarsdóttir, Óskar Ingimarsson, Aslaug Jónsdóttir, Magnús Ingimarsson, Ingibjörg Björnsdóttir og barnabörn. + Minningarathöfn um SVEIN GUNNLAUGSSON, fyrrum skólastjóra á Flateyri, verður í Fossvogskirkju mánudaginn 11. maí kl. 10.30. Útför hans fer fram frá Flateyrarkirkju laugardaginn 16. maí kl. 14.00. Vandamenn. + Elskulegur sonur okkar, bróöir, mágur og dóttursonur, TRAUSTI SVEINSSON, Breiöageröi 7, Reykjavík, sem drukknaöi í Þýskalandi 13. mars sl., veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju mánudaginn 11. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Ester Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Jónsson, Ólafía Sveinsdóttir, Friðrik D. Stefánsson, Haukur Sveinsson, Ingibjörg Bára Sveinsdóttir, Jón Árni Sveinsson, Þórunn Bjarnadóttir. + Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auösýnda samúö við andlát og útför móður minnar, tengdamóöur og ömmu, SIGURJÓNU JÚLÍUSDÓTTUR, Skipasundi 10. Gunnar Þórisson, Guörún Friögeírsdóttir, Þórir Gunnarsson, Geir Gunnarsson. séð ella. Á þessum árum stóð hugur hans helst til náms í dýralæknisfræði, en efnahagur og annað stuðlaði að því að hann hóf nám í læknisfræði við Háskóla íslands haustið 1950 og lauk læknaprófi vorið 1958, fékk ótak- markað lækningaleyfi' í október 1960. Fyrstu árin, að loknu lækna- prófi vann Guðmundur ýmiss læknisstörf á sjúkrahúsum og utan. Af þessum störfum minntist hann oftast á starf sitt sem héraðslæknir í Djúpavíkurhéraði á Ströndum. Ég hygg, að þar hafi verið gott samkomulag með sveitamanninum Guðmundi Þórð- arsyni og lækninum Guðmundi Þórðarsyni; þar var hann í friði fyrir hraða þéttbýlisins. Vorið 1963 réðist hann til rannsókna- starfa hjá Krabbameinsfélagi ís- lands og um haustið að Rann- sóknastofu Háskólans, og þar vann hann síðan við rannsókna- störf, fyrst í meina- og réttar- læknisfræði, en síðustu árin ein- göngu í réttarerfðafræði. Hann var settur forstöðumaður Blóð- bankans 1969—1972. í sinni sér- grein sótti Guðmundur ýmis nám- skeið og ráðstefnur, hann átti líka hluta að allmörgum ritgerðum í þessum fræðum. Guðmundur var félagslyndur og félagslega sinnað- ur. Á því byggðist þáttaka hans í félags- og stjórnmálum. Hann var formaður Fjölnis, Félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvalla- sýslu 1947, í stjórn SUS 1947— 1948. Guðmundur sagði mér, að hann hefði sagt skilið við þennan félagsskap, vegna andstöðu sinnar við aðild Islands að NATO. Og sú var afstaða hans í því máli æ síðan. Erlendur her í landinum var honum hugraun. Önnur félög þar sem Guðmundur sat í stjórn eða nærri stjórnartaumum voru m.a. Óháði söfnuðurinn, MS-félag- ið, Kattavinafélagið og Rang- æingafélagið í Reykjavík. Per- sónulega þekkti ég starf hans í Rangæingafélaginu og vó hans pund þar þungt, enda var hann Rangæingur í húð og hár, Vil ég, sem formaður þess félags tjá þakkir okkar. Vinur minn og félagi, Guð- mundur Þórðarson er nú allur. Ég hitti hann fyrst vorið 1970, þegar ég var að hugsa um tæki, sem við hugðumst nota í sameiningu við rannsóknir, fannst mér maðurinn gera óþarflega Htið úr verkum sínum á sviði erfðamarka. En þannig var Guðmundur. Hann gerði sinn hlut alltaf minni en efni stóðu til. Um haustið hóf ég svo starf í Blóðbankakjallaranum í næsta herbergi við Guðmund. Varð mér strax ljóst, hversu fróður hann var um menn og málefni, hann vissi deili á ættum manna, sögu og atferli, mikið hvað einn maður gat vitað. Síðar þegar kynni okkar urðu nánari, þá skynjaði ég hina eðlislægu fróð- leiksþörf, sem svalað var á gamlan sveitamannamáta, að spyrja frétta, ekki af hnýsni og illgirni, heldur hvötinni að vita hið rétta — þannig hafði hann aflað þekk- ingar til viðbótar við það sem hann las og las mikið, gott minni hélt öllu til haga. Því varð sam- band okkar brátt eins og meistara og lærisveins — hann fræddi og ég reyndi að nema. Sá þáttúr er einkenndi Guðmund Þórðarson mest, var hin endalausa hjálpsemi við aðra og skipti þar ekki máli hvorir áttu í hlut rónar eða ráðherrar, dræsur eða dómarar. Það var eins og hann væri á höttunum eftir að fórna sér fyrir aðra. Kom þetta gleggst í ljós í starfi hans við lausn viðkvæmra mála — hann veitti ókeypis ráð- gjöf, erfðalega og lögfræðilega, var alltaf til viðtals. Öll mál reyndi hann að leysa — og þannig varð upphafið að samvinnu okkar á sviði réttarerfðafræði. Þessi samvinna gerði Guðmund að okkar besta heimilisvini, ráðgjafa og lækni, og sem fyrr þá gaf hann en við þáðum — og sú gjöf verður ekki endurgoldin, aðeins þökkuð. Þó að Guðmundur fórnaði sér fyrir sína tvífættu meðbræður, þá þótti honum ekki síður vænt um ferfættu „strákana" — Kettina. „Strákar" voru gæluyrði hans á köttum. Þeir voru ekki fáir „strák- arnir", sem þáðu rjóma í heim- sóknum sínum til Guðmundar. Hann hélt ekki kött, til þess var hann of mikill dýravinur. Ég held að það hafi verið sjálfstæði katt- arins, sem heillaði Guðmund, kötturinn athugar umhverfið og treystir engu að órannsökuðu máli. En margir vegir eru órann- sakaðir og einn þeirra er upphaf og framgangur þess sjúkdóms er svipti okkur nærveru þessa fórn- fúsa manns. Við Guðmundur höfð- um ráðgert svo margt til fram- fara, er við vorum að nema og njóta lífsins í kóngsins Kaup- mannahöfn síðastliðið vor. Margt fer öðruvísi en ætlað er. Guð- mundur Þórðarson er allur. Skjólstæðingum og aðstandend- um votta ég samúð. Alfreð Árnason Guðmundur Þórðarson er lát- inn. Hann lést eftir skamma, en erfiða sjúkdómslegu á Landspítal- anum hinn 3. maí sl. Guðmundur var fæddur í Efri Úlfstaðahjáleigu í Landeyjum, sonur hjónanna Þórðar Þor- steinssonar bónda þar og konu hans Ólafar Guðmundsdóttur. Guðmundur ólst upp í foreldra- húsum með fjórum systkinum sínum, þrem systrum og einum bróður. Var Guðmundur elstur þeirra systkina. Hugur Guðmundar stóð fljótt til mennta, enda kom rík eðlis- greind og frábærar námsgáfur hans í ljós þegar á unga aldri. Á uppvaxtarárum hans var meiri vandkvæðum bundið að afla sér fjár til menntunar en nú er . Efni voru víða lítil í þá daga og þeir, sem leita vildu sér frekari þekk- ingar urðu að kosta framfæri sitt af þeim tekjum, sem þeir öfluðu. Þetta varð hlutskipti Guðmundar. Hann tókst á hendur hvert það starf er bauðst. Með miklu harð- fylgi tókst Guðmundi að afla sér fjár til langskólanáms, þó aðeins með strangri vinnu, bæði á sumr- um og með náminu. Ekki er vafi á því að allt tafði þetta nám hans, þrátt fyrir óvenjulega námshæfi- leika. Leiðir okkar Guðmundar vinar míns lágu fyrst saman er við vorum að hefja nám í læknisfræði. Mér var þegar ljóst að hér fór góður drengur og mikill hæfileika- maður. Stálminni hans og næmur skilningur var hér samofið. Guð- mundur kunni slík firn kvæða, að með ólíkindum er. Þeir, sem gerst þekktu vissu og að Guðmundur var vel hagmæltur og hafði næmt brageyra. Þessum eiginleikum flíkaði Guðmundur aldrei. Hjálpsemi og drengskap Guð- mundar var við.brugðið. Ekkert aumt mátti hann sjá, svo að hánn reyndi ekki að koma til hjálpar. Ef honum fannst með ódrengskap á einhvern hallað lét hann í ljós álit sitt með festu og rökum. Engan mann hef ég þekkt sem var svo víðsfjarri skapi að beita aðra órétti. Hann reyndi ávallt að bæta málstað þess, sem um var rætt og aldrei heyrði ég hann halla orði til nokkurs manns. Eftir að ég stofnaði heimili var Guðmundur daglegur aufúsugest- ur hjá okkur. Vinátta konu minn- ar og bara til Guðmundar var fölskvalaus, nánast fannst okkur öllum hann vera einn af fjölskyld- unni. Þegar við vorum búsett á Vestfjörðum um skeið var Guð- mundur þar hjá okkur um stuttan r* n•Wflli.l U>l. . > tíma. Verður sá skammi tími okkur ávallt minnisstæður, enda fylgdi þessum góða dreng ylur og birta. En nú er hann horfinn, aðeins 57 ára gamall. Við söknum sárt þessa góða vinar og mikla hæfi- leikamanns. Hann skildi eftir sig hin fögru sporin, sem allir er hann þekktu munu ávallt minnast. Drengskapur og hjálpsemi við lítilmagnann voru þeir eiginleik- ar, sem ríkastir voru hjá Guð- mundi. Sár harmur er nú kveðinn að systkinum og öðrum nánum ætt- ingjum Guðmundar. Við vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð. Við hjónin og börn okkar kveðj- um þig nú um sinn, kæri vinur. Vð þökkum þér alla þína vináttu og fryggð við okkur. Við biðjum góðan Guð að leiða þig og styðja á æðri tilverustigum. Sigríður og Björn Önundarson Guðmundur Þórðarson fæddist í Efri-Úlfsstaðahjáleigu í Austur- Landeyjum 25. október 1923 og var því tæplega sextugur er hann lést hinn 2. maí sl. Foreldrar Guð- mundar voru Þórður Þorsteinsson bóndi og kona hans Ólöf Guð- mundsdóttir. Guðmundur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1945, en hóf ekki reglulegt há- skólanám fyrr en haustið 1951. Hann útskrifaðist úr læknadeild Háskóla íslands sumarið 1958. Árin eftir embættispróf gegndi Guðmundur almennum læknis- störfum, ýmist úti í héraði, eða á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigð- isstofnunum í Reykjavík. Haustið 1963 réðst hann að Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og starfaði þar til dauðadags. Hin síðari ár vann Guðmundur nær eingöngu að rannsóknum tengdum réttarlækn- isfræði. Var þar fyrst og fremst um blóðflokkarannsóknir að ræða. Slíkt starf krefst samviskusemi og nákvæmni, en þeim eiginleikum var Guðmundur gæddur í ríkum mæli. Á þeim árum sem Guð- mundur vann að blóðflokkarann- sóknum I Rannsóknastofu Háskól- ans má segja, að bylting hafi orðið í þeim efnum hér á landi. Átti hann ríkan þátt í að skapa þann trausta grundvöll, sem rannsóknir þessar byggja á i dag, og kom þar að góðu haldi staðgóð þekking hans og vönduð vinna í hvívetna. Eftir Guðmund hafa birst í er- lendum fræðiritum ritgerðir um þessi efni byggðar á eigin rann- sóknum. Guðmundur Þórðarson var hógvær í daglegri umgengni og vel látinn af samstarfsfólki sínu. Hann var alvörumaður en bjó yfir sérstæðri kímni, sem naut sín einkar vel á gleðistundum. Gat Guðmundur þá verið hrókur alls fagnaðar og ausið af ótæmandi brunni hnittnum sögum og smellnum kveðskap. Guðmundur var óvenju bóngóð- ur maður og vildi hvers manns vanda leysa, svo sem frekast var við komið. Ég tek undir með einum starfs- bróður, sem sagði, að sér hefði ætíð verið sálarbót í að hitta Guðmund og eiga við hann orð- ræður. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir náið og ánægjulegt samstarf um fjölda ára. Við hjónin vottum systkinum Guðmundar og öðrum vanda- mönnum innilega samúð vegna ótímabærs fráfalls mæts manns. ólafur Bjarnason „Dáinn, horfinn, harmafregn." Við erum áþreifanlega á það minnt við andlát Guðmundar Þórðarsonar, að þegar kallið kem- ur kaupir sig enginn frían. Það er sú staðreynd, sem við komumst ekki hjá. Fyrir henni verða allir að beygja sig. Slíkur er fallvalteiki lífsins. Þannig rennum við okkar skeið um óvissa tímans braut. En við skyldum ekki gleyma því, að reyna að lifa svo lífinu, að við séum jafnan viðbúin því að deyja. Listaskáldið góða segir: „Strið cr starf í stundarhcimi, bcrjumst þvl ok húumst viA hctri doKum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.