Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 37 Minning: Loftur Jónsson frá Vilborgarstöðum Fæddur 13. júlí 1891. Dáinn 2. maí 1981. Loftur Jónsson var fæddur að Vilborgarstöðum í Vestmannaeyj- um 13. júlí árið 1891 og þar bjó hann lengst af ævi sinnar. Foreldrar hans voru hjónin Sig- ríður Sighvatsdóttir frá Vilborg- arstöðum og Jón Eyjólfsson frá Hlíð undir Eyjafjöllum. Þau bjuggu að Vestri-Staðarbæ, sem var ein Kirkjubæjarjarða. Þegar Loftur var 10 ára gamall, drukknaði faðir hans af julinu Sjólyst, sem fórst með 6 mönnum 20. maí 1901, í Álnum suður af Bjarnarey. Þetta gerðist aðeins 4 dögum eftir sjóslysið mikla við Klettsnef, hinn 16. maí, er 27 fórust af fjallaskipinu Björgólfi. Móðir Lofts var heilsulaus og varð að leysa upp heimilið; syst- kinunum, tveimur bræðrum og þremur systrum var komið í fóstur hjá vandalausum. Skömmu síðar andaðist Sigríður Sighvats- dóttir. Loftur var elstur alsyst- kina, en hálfsystir hans var Júlí- ana Sigurðardóttir húsfreyja á Vestri-Búastöðum, eiginkona Pét- urs Lárussonar bónda þar. Hjónin Ingibjörg og Þorsteinn Ólafsson í Háagarði, foreldrar Helgu á Kirkjubæ, tóku Loft í fóstur. Eins og þá var títt hóf Loftur ungur að árum lífsbaráttuna og innan við fermingaraldur fóru hann og jafnaldri hans Finnbogi Finnbogason á Kirkjubæ, síðar í Vallartúni, að skjótast í róðra með Ögmundi Jónssyni, Munda pæ, sem kallaður var. Reru þeir á fjórrónu juli, en Mundi bjó í lítilli torfubaðstofu á Vilborgarstöðum. Loftur hóf sjóróðra á vetrar- vertíð á samt fleiri unglingum með ísleifi Guðnasyni, sem bjó á Kirkjubæ. Hann var þá 15 ára gamall og reru þeir saman 6 jafnaldrar á árabát, sem Guðlaug- ur Vigfússon á Vilborgarstöðum átti. Þegar ísleifur vildi ekki vera aðra vertíð með bátinn fengu strákarnir Gísla Eyjólfsson á Búastöðum fyrir skipið. Þetta var bátur með færeysku lagi og fisk- uðu þeir vel. Strax á fyrstu árum vélbátanna í Vestmannaeyjum varð Loftur beitumaður á Haffara, en fóstri hans, Þorsteinn í Hágarði, átti 1/6 hlut í bátnum. Vetrarvertíðina 1910 reri Loftur ásamt frænda sínum Jóni Magnússyni Eyjólfs- sonar frá Kirkjubæ með Gísla á Búastöðum. Þeir Jón og Loftur voru bræðrasynir og miklir mátar. Næstu vertíð, vertíðina 1911, byrj- aði Jón formennsku með vélbátinn ísak og var Loftur beitningarmað- ur með Jóni. Árið 1913 keyptu þeir frændur vélbátinn Braga, sem var 8,98 tonn að stærð með 12 hestafla Dan-vél, súðbyrðingur smíðaður í Danmörku. Þeir áttu hvor '4 hlut í bátnum á móti Gísla J. Johnsen og Jóni í Brautarholti. Loftur var beitningarmaður allar vertíðir, en reri á netum. Hann var lipur sjómaður og þótti sérstaklega góð- ur úrgreiðslumaður, enda hand- fljótur og laginn við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar þeir félagar seldu Braga árið 1924, keypti Loftur '4 hlut í Maí VE 275, sem þótti siír bátur á þeirra tíma mælikvarða, tæplega 21 tonn og var einn af stærstu bátunum í Eyjaflotanum. Maí var byggður í Noregi og gekk fyrst á veriíðinni 1925. Loftur átti bátinn ásamt frændum sínum þeim Schevingsfeðgum, Jóhanni, Vig- fúsi og Sigfúsi í Heiðarhvammi, sem var formaður. Var hin ágæt- asta samvinna með þeim og þeir Jóhann og Loftur nágrannar á Vilborgarstöðum, en auk sam- vinnu og sameignar í útgerð tóku þeir höndum saman við búskapinn og ræktuðu mikla útsetu við Litlu-Fell, sunnan Helgafells. Árið 1945 var Maí seldur frá Vestmannaeyjum og þar með hætti Loftur útgerð. Eftir það vann hann við fiskvinnslu að vetrum, lengstum í Fiskiðjunni, en á sumrin stundaði hann smíðar og vann við jörðina og búskapinn, ásamt konu sinni og dóttur; en að Vilborgarstöðum hafði Loftur alltaf nokkrar kindur og eina til tvær kýr í fjósi. Á yngri árum var Loftur lipur fjallamaður og var við fýlatekju á Dalfjalli og í Stóra-Klifi. Hann var einnig góður lundaveiðimaður og veiddi á Heimalandi; í Klettin- um og Snæfelli,lágu þeir við í fjárbóli í Litlhöfða, Loftur, Björn Guðjónsson á Kirkjubóli og Jón Magnússon á Kirkjubæ. Loftur kvæntist 17. október árið 1913 hinni ágætustu konu, Ágúst- ínu Þórðardóttur, Tómassonar formanns og bónda frá Rauðafelli undir Austur-Eyjafjöllum. Þau hjón voru mjög samhent og bjuggu í ástríku hjónabandi í nær 53 ár, en Ágústína andaðist 18. júlí 1966. Þau eignuðust eina dóttur barna, Guðrúnu, kaupkonu í Breiðholti í Reykjavík Ágústína og Loftur bjuggu fyrstu hjúskaparár sín í Háagarði og síðar í sambýli við Sesselju og Sigfús í Heiðarhvammi. Árið 1930 keypti Loftur Austur- bæinn að Vilborgarstöðum og fékk byggingu fyrir jörðinni ásamt Sigfúsi Scheving í Heiðarhvammi. Að Vilborgarstöðum var þá lélegt timburhús með lágu risi, byggt um aldamót. Loftur byggði nýtt íbúð- arhús á sama stað og íbúðarhús Vigfúsar Guðlaugssonar hafði staðið. Þetta var fallegt hús, sambyggt við hlöðu og setti svip á bæjarþyrpingu að Vilborgar- stöðum en rauf í engu fallegt og sérstætt umhverfi á þessum elsta þingstað Vestmannaeyja, vestan Mylluhóls og Þerrihóls; rétt sunn- an við húsið var hið forna vatns- ból Vestmannaeyja Vilpa. Allt fór umhverfi þetta undir hraun og eimyrju í jarðeldunum 1973. Loftur flutti þá ásamt Guð- rúnu dóttur sinni og hennar fjöl- skyldu til Reykjavíkur og átti hann góða elli hjá henni og manni Fermingarbörn í Eyrarbakka- prestakalli. Ferming í Stokkseyrarkirkju sunnudaginn 10. maí kl. 10.30 árd. Angelía Róbertsdóttir, Brautartungu. Ásdís Hrönn Viöarsdóttir, Miðgerði. Elín Jónína Ottósdóttir, Lyngholti. Gísli Gíslason Friðriksson, Sigtúni. Hlín Pétursdóttir, Keldnaholti. Katrín Helgadóttir, Heiöarbrún 2. Kristinn Ágúst Sigurlaugsson. Stjörnusteinum. Kristín Ásta Jónsdóttir, Baldurshaga. Regína Einarsdóttir, Tjarnarlundi. Sigurbjörn Berg Sigurðsson, Sævarlandi. Sigurður Borgarsson, Sólheimum. Sigurður Harðarson, Holti. Fermingarbörn Selfosskirkju 10. maí kl. 2. Prestur: sr. Erlendur Sigmundsson. Stúlkur Anna Lára Guðmundsdóttir, Fossheiði 18. Anna Þórný Sigfúsdóttir, Sunnuvegi 12. Dóra Kristín Hjálmarsdóttir, Hraunhaga 15. Guörún Helga Jónsdóttir, Lyngheiði 2. Laufey Þóra Ólafsdóttir, Úthaga 2. Linda Björk Bjarnar Guðmundsd. Birkivöllum 6. Ólöf Österby Christensen, Lyngheiði 18. Sigríöur Anna Guöjónsdóttir, Engjavegi 57. Soffía Stefánsdóttir, Engjavegi 20. Drengir Arnar Bjarnason, Miötúni 16. Benedikt Ingvarsson, Miðengi 9. Eyjólfur Ingvarsson, Mióengi 9. Ólafur Ólason, Lágengi 5. Snorri Sigurfinnsson, Starengi 15. hennar Herði Sigurgeirssyni ljósmyndara, sem andaðist 1978. Loftur var lengstum mjög ern og hress, en í endaðan mars sl. lagðist hann á Landspítalann. Þar andaðist hann 2. maí sl. Loftur á Vilborgarstöðum var alla tíð léttur á fæti og hið mesta lipurmenni. Hann var mikill trúmaður og sótti reglubundið kirkju. Loftur var einn af stofn- endum KFUM í Vestmannaeyjum og tók virkan þátt í félagsstarfinu. Þó að Loftur væri alvörumaður, sem hugsaði um tilgang lífsins, var hann í viðmóti og viðkynningu sérstaklega skemmtilegur maður. Hann hafði létta lund og var fróðúr og ræðinn. Börnum og unglingum var hann góður og skilningsríkur, og voru dótturbörn og lítill langafadrengur í miklu uppáhaldi hjá afa 9Ínum. Sveinn Skorri Skarphéðinsson, Engjavegi 38. Úlfhéðinn Sigurmundsson, Kirkjutúni. Börn fermd í Strandarkirkju 10. maí kl.11. Ágústa Báröardóttir Reykjabraut 17. Þorláksh. Árný Erla Bjarnadóttir, Heinabergi 10. Benedikt Heiðar Franklínsson, Vesturbergi 53, R. Guðný Ósk Pálmadóttir, Lyngbergi 1. Gunnar Víðir Þrastarson, Hjallabraut 8. Hjálmar Árnason, Hjallabraut 11. Halldór Guðni Harðarson, Klébergi 8. Ingibjörg Hrönn Þorvaröardóttir, Setbergi 21. Karólína Inga Guölaugsdóttir, Knarrabergi 5. Ólafur Sigurðsson, Reykjabraut 12. Óskar Heimir Kristjánsson, Klébergi 10. Sigursteina Guömundsdóttir, Heinabergi 12. Börn fermd í Strandarkirkju 10. maí kl. 13.30. Ágústa Ragnarsdóttir, Eyjahrauni 10, Þorláksh. Arnold Björnsson, Eyjahrauni 28. Anna Kristín Jensdóttir, Klébergi 12. Jenný Bára Jensdóttir, Klébergi 12. Hallfreð Ingi Hreinsson, Egilsbraut 28. Ingibjörg Ólafsdóttir, Oddabraut 2. Kolbrún Jónsdóttir, Eyjahrauni 22. Stefán Hauksson, Heinabergi 8. Svanhildur Helgadóttir, Sambyggð 4. Úlfar Jónsson, Lyngbergi 15. Fermingarbörn í Landakirkju 10. maí kl. 14. Drengir Arnoddur Erlendsson, lllugagötu 19. Birkir Ingvason, Höfðavegi 23. Þegar litið er yfir lífshlaup Lofts á Vilborgarstöðum getur að líta farsælt ævistarf gæfumans, sem öll sín manndómsár féll aldrei verk úr hendi. Hann var einn þeirra, sem lagði gjörva hönd á hina hröðu og þróttmiklu upp- byggingu Vestmannaeyja á fyrri hluta þessarar aldar. Gott er nú öldruðum og lúnurn manni, sem farinn var að heilsu og kröftum, að fá hvíldina í trúar- vissu kristins manns. En allir sem kynntust Lofti á Vilborgarstöðum sakna vinar í stað. Utför hans verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, laugardaginn 9. maí. Með innilegri samúðarkveðju til fjöl- skyldu hans og ættmenna er góður maður kvaddur. Blessuð sé minn- ing hans. Feðgarnir frá Bessastöðum. Armann og Eyjólfur Gíslason. Elías J. Friðriksson, Smáragötu 26. Friðrik Sæbjörnsson, Foldahrauni 41 3f. Helgi Berg Viktorss. Illugagötu 30. Jóhann B. Benónýsson, Hólagötu 9 Jón Berg Sigurðsson, Hólagötu 32. Kristbjörn Ægisson. Herjólfsgötu 5. Páll J. Hallgrímsson, Hásteinsvegi 35. Tómas Jóhannesson, Bröttugötu 9. Zophónías H. Pálsson, Smáragötu 15. Stúlkur Berglind R. Erlingsdóttir, Hásteinsvegi 21. Betsý Kristmannsdóttir, Hólagötu 40. Erla Björk Gísladóttir, Heimagötu 30. Jónína K. Ármannsdóttir, Hrauntúni 53. Matthildur I. Eiríksdóttir, Stórhöfða. Metta Ragnarsdóttir, Heimagötu 26. Poula K. Kristinsdóttlr, Vesturvegi 21. Ragnheiöur Borgþórsdóttir, Bröttugötu 8. Sigfríður B. Ingadóttir, Brekastíg 3. Sigríöur K. Guönadóttir, Sólhlíð 24. Sæunn Erna Sævarsdóttir, Faxastíg 14. Valborg Kjartansdóttir, Bárustlg 14. Þuríður Ó. Matthíasd, Heiðarvegi 28. Fermingar á morgun Verðeftir lækkun:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.