Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 íslenzkur stóll vekur mikla at- hygli í Danmörku ÍSLENZKI stúlHnn STACCO frá StálhúsKagnagerð Stcinars hf.. hannaúur af Pétri Lútherssyni húsKaKnaarkitekt. hefur vakið verulejta athyKÍi á Scandinavian Furniture Fair á Bella-Center í Kaupmannahofn, sem hófst 6. maí <>k stendur yfir til 10. maí. Bandaríska fyrirtækiú Scandi- line, Los AnKelcs. hefur kcypt í einu laKÍ alla stólana sem eru á sýninKunni <>k ætlar aó sýna þá á alþjoðleKum sýninKum. EinnÍK hefur fyrirta-kió pantaó 500 stóla til afKreióslu nú í sumar. l>á hafa fjölmarKÍr aóilar lýst yfir mikilli hrifninKU á stólnum <>k lof- samleKa hefur verið skrifaó um hann í dónskum blöóum. Stólinn hannaði Pétur í ágúst- mánuði 1980 og er hann ætlaður til nota í félagsheimilum, fundar- sölum, kennslustofum og á fleiri álíka stöðum. Honum er hægt að raða upp með ýmsum hætti og ýmsir fylgihlutir fylgja, ef óskað er. Þá er og hægt að stafla stólunum upp, án mikillar fyrir- ferðar. Bandaríska fyrirtækið, sem keypti stólana, ætlar fyrst að sýna þá á stofnanahúsgagnasýningu í Chicago í júnímánuði og er síðan fyrirhugað að fara með þá víðar um heim. Fjöldinn allur af öðrum aðilum hefur lýst áhuga á kaupum og umboðum fyrir hann og fram- leiðslufyrirtækið. Þá var í fyrra- dag sérstaklega bent á stólinn í skrifum um sýninguna í Jyllands Posten. Engum lóðum úthlutað í gær: Umsækjendur geta kynnt sér stigaútreikninginn Starísmaður Stálhúsgagnagerðar Steinars sýnir hér nokkur eintök af stólnum STACCO. Ljówm. Mbi. RAX. Æ * Asmundur Stefánsson forseti ASI: LÓÐAÚTIILUTUN fór ekki fram á horgarráósfundi sem haldinn var í gær, eins <>k við hafði verið búist. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var á fundinum lagt til að lóðaumsækjendum yrði gefinn kostur á að kynna sér útreikning á stigum sínum, en eins og kunnugt er, er lóðum t Reykjavík úthlutað eftir svokölluðu „punktakerfi". Einnig geti umsækjendur gert sínar athugasemdir við stigaút- reikninginn og farið fram á að hann verði skoðaður nánar. Punktaútreikningurinn mun liggja frammi í næstu viku og er búist við að lóðum verði úthlutað strax og athugasemdir umsækj- enda hafa verið kannaðar. SAMÞY KKT var með ágreiningi i borgarráði í gær að visa tillögu Alberts Guðmundssonar frá, en tillaKan Kerir ráð fyrir því að tillit verði tekið til óska loðaum- sa-kjenda með sérþarfir. Þó segir í frávísunartillögunni að rétt sé að taka efnisatriði tillögunnar til skoðunar fyrir næstu reglulegu loðaúthlutun. Vegna þessa létu borgarráðs- menn Sjálfstæðisflokksins, þeir Davíð Oddsson og Magnús L. Sveinsson, m.a. bóka að punkta- reglur núverandi meirihluta væru sérstaklega gallaðar, eins og yrði æ ljósara eftir því sem oftar á þær reyndi. Nú væri svo komið að menn ættu þess engan kost að fá úthlutað einbýlishúsalóðum, nema hafa „safnað synjunarstigum". Við núverandi úthlutun væri lagt til að nokkrum aðilum yrði úthlut- að einbýlishúsalóðum án tillits til stigafjölda þeirra. Er í lok bókunarinnar sagt að þær hugmyndir sem kynntar hafi verið vjð núverandi úthlutun, gefi fullt tilefni til þess að samþykkja tiljögu Alberts Guðmundssonar. í bókun sem Sigurjón Péturs- son, borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins, gerði á fundinum segir að sjálfstæðismenn hefðu átt að koma fram með breytingartillögur við úthlutunarreglur við reglulega endurskoðun reglnanna. „Fáránlegt að draga stað- festingu á verðhækkunum“ Lóðaumsækjendur með sérþarfir: Tillögu Alberts Guð- mundsvsonar vísað frá „ÉG VERÐ að vona það að viðskiptaráðherra og ríkisstjórn- in oll reynist það skynsöm að það verði ekki dregið frekar að stað- festa þær verðákvarðanir sem hafa verið samþykktar, annað va*ru ákaflega óheppileg vinnu- brögð, því þeir liðir sem eiga að fara inn í visitöluna eiga skilyrð- islaust að fara inn í verðlagið nú þeKar. Það væri íáránlegt að draga staðfestingu á þessum verðhækk- unum fram yfir útreikning vísitöl- unnar, því þar með væri augljós- lega verið að halda aftur af eðlilegum kauphækkunum," sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASI Sumarvaka í Garðabæ GARÐALEIKHÚSIÐ gengst fyrir sumarvöku í Garðaholti, samkomu- húsi Garðbæinga, í kvöld, laugar- dagskvöld 9. maí, kl. 20.30. Á sumarvökunni verður lesið og sung- ið úr verkum Kjartans Ragnarsson- ar, sem er meðal flytjenda. Kynnir verður Ragnheiður Steindórsdóttir. Viðskiptaráðherra og Seðlabankabréfið Viðskiptaráðherra Tómas Árnason segir í vðtali við MorK- unhlaðið í Kær um bréf Scðla- banka íslands vegna grciðslu rekstrar- <>k afurðalána til ha-nda: „Það rétta i málinu er það. að þetta bréf Seðlabankans. sem ég veit að Davíð ólafsson ætlar að birta út af þessu máli. hef ég ekki séð fyrr en í daK (þ.e. 7. maí; innsk.), en það er frá 15. janúar 1980 <>k stílað til landbún- aðarráðuneytisins. Það er ekki hæKt að ætlast til þess að ég framkvæmi eitthvað samkvæmt þessu bréfi, sem éK hef ckki séð <>K <’“K hef í raun enKU við að bæta í þessu máli.“ Morgunblaðið birtir umrætt bréf í gær ásamt skýringum Davíðs Olafssonar seðlabanka- stjóra. I lok greinar sinnar segir Davíð, að bréf Seðlabankans hafi verið birt sem fylgiskjal með nefndaráliti, er landbúnaðarráð- herra fékk frá sérstakri nefnd 13. febrúar 1981. Sé svar Tómasar Árnasonar við fyrirspurn Eyjólfs K. Jónssonar um þetta sama mál á Alþingi skoðað, kemur í ljós, að ráðherr- anum er fullkunnugt um bréf Seðlabankans. Svarið gaf Tómas á Alþingi 5. maí sl. og vísar þar til álits þeirrar nefndar, sem skilaði landbúnaðarráðherra skýrslu í febrúar sl. Síðan segir Tómas Árnason á þingi: „Nefndin vekur í álitinu athygli á þeirri leið, er bent er á í svari Seðlabankans við bréfi landbúnaðarráðuneytis í júlí mánuði. Má um þá leið vísa til áðurnefnds svars míns í nóvem- bermánuði á síðasta ári...“ í lok svars síns segir viðskiptaráðherra á Alþingi 5. maí: „En eins og hér segir áður, þá vísa ég til þess, sem ég svaraði í svari mínu til hv. þm. hér á fyrra ári um þá leið sem Seðlabankinn benti á í þessum efnurn." Á Alþingi 25. nóvember 1980 sagði viðskiptaráðherra, Tómas Árnason: „Svör Búnaðarbankans og Landsbankans bárust í byrjun október 1979 og Seðlabankans í ianúar 1980.“ í samtali við Mbl. í gær um þær verðákvarðanir sem hafa verið ákveðnar í Verðlagsráði en ríkis- stjórnin hefur frestað að afgreiða. „Ýmsar af þessum hækkunum hafa beðið afgreiðslu mjög lengi en þær snerta ekki allar vísitöluna beint vegna þess að ýmsar verð- hækkanir koma ekki fram i verð- laginu fyrr en að nokkrum tíma liðnum, til dæmis varðandi flutn- ingskostnað. Það er því engan veginn um hreint vísitölumál að ræða. Það hefur hins vegar löng- um verið tilhneiging til þess hjá stjórnvöldum að reyna að hag- ræða verðákvörðunum með tilliti til vísitölunnar og sú viðleitni hefur greinilega komið fram nú í því hve lengi hefur verið dregið að afgreiða þessar hækkanir. Verð- hækkanirnar eru staðreynd, ef ekki i dag, þá á morgun. Við höfum séð slík vinnubrögð fyrr á árum að beðið var með verðstað- festingar fram yfir vísitölu- ákvörðun, en við verðum að vona að þau verði ekki viðhöfð nú,“ sagði Ásmundur Stefánsson. Páll Sigur jónsson end-, urkjörinn formaður VSÍ Á FUNDI sambandsstjórnar Páll Sigurjónsson isspo Vinnuveitcndasambands Islands 5. maí sl. var Páll Sigurjónsson endurkjörinn formaður Vinnu- veitendasambandsins næsta starfsár. Hjalti Einarsson var endurkjör- inn varaformaður. Aðrir í framkvæmdastjórn sam- bandsins voru kosnir: Ágúst Haf- berg, Davíð Sch. Thorsteinsson, Gísli Ólafsson, Guðlaugur Björg- vinsson, Gunnar S. Björnsson, Gunnar J. Friðriksson, Haraldur Sveinsson, Hjörtur Hjartarson, Jón Páll Halldórsson, Jón Ingv- arsson, Kristján Ragnarsson, Ragnar Halldórsson, Valtýr Há- konarson og Þórður Gröndal. Hekla ekki til Ecuador EKKERT verður af sölu Heklu. strandferðaskips SkipaútKerðar ríkisins, til Ecuador, eins <>g til stóð, að sögn Guðmundar Einars- sonar. framkvæmdastjóra Skipa- útKerðarinnar. „Samningurinn var að vísu með þeim fyrirvara, að viðkomandi aðili fengi tilskilin leyfi heima fyrir. Það hefur hins vegar komið einhver afturkippur í það nú,“ sagði Guð- mundur Einarsson. „Ég vil árétta það sérstaklega, að okkur liggur ekkert á að selja skipið, heldur vildum við hafa tímann fyrir okkur og þetta boð kom. Við höfum fengið fyrirspurnir frá mörgum aðilum og munum fara að líta á þau má! á næstunni," sagði Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Skipaútgerðar ríkis- ins að síðustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.