Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.05.1981, Blaðsíða 48
Símirm á QQflQQ afgreiösiunni er OOUOO ' Símiáritstjórn ifliflfl og skrifstofu: IV/ IvU 2íiörx5xtnl>líií>it> LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1981 ■j* Eimskip selur Bifröst úr landi EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur Bert samninK við skipafélax í Sameinuðu furstadæmunum um solu á Bifrostinni þanKað. en hún hefur verið á soluskrá um nokk- urt skeið. Valtýr Hákonarson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eim- skips, sagði í samtali við Mbl., að félagið hefði ekki haft þörf fyrir Bifröstina eftir að nýju ekjuskip- in, Álafoss og Eyrarfoss, komu til landsins á síðasta ári. „Annars er stefnan hjá okkur, að skipunum fækkar, en þau verða stærri, og í því sambandi fara fram stöðugar athuganir," sagði Valtýr Hákonarson ennfremur. Valtýr sagði aðspurður, að ekki hefðu verið teknar neinar ákvarð- anir um kaup á nýjum skipum, en nokkur skipa félagsins hafa verið á söluskrá. Guðbrandsbiblía Jóns Sólness seld Guðbrandsbiblia Jóns Sólnes á Akureyri. sem hann keypti á uppboði í London i október á sl. ári. er seld. Kaupandi er Ken Melsted frá Kanada. sem er af vestur-islenzkum ættum og kunn- ur hérlendis. Jón Sólnes staðfesti þessa frétt, er Mbl. hafði samband við hann í gær. Hann sagði Ken Melsted vera auðugan bónda í Kanada og væri hann m.a. þekktur fyrir áhuga sinn á íslenzkum bókmenntum. Árið 1978 kom hann til landsins og færði handritasafninu hér góða gjöf. Ken mun ætla sér að láta Guðbrandsbiblíuna vera í geymslu í handritasafninu að minnsta kosti fyrsta árið. Jón sagðist ekki geta gefið upp söluverð bókarinn- ar vegna óska Ken Melsted þar um. Tæplega 5 tonn á milli þeirra efstu 3 af efstu bátimum bera nöfn Eyrbekkinga ÞEGAR netaúthaldi vetrarver- tiðar lauk i gærkvöldi skildu aðeins 4,9 tonn að tvo hæstu bátana. Jón á Hofi ÁR og I’ór unni Sveinsdóttur VE, en loka- taia vetrarvertiðar miðast hins vegar við 15. maí sem um langt árabil hefur verið lokadagur vetrarvertíðar. í gærkvöldi hafði Jón á Hofi undir skipsstjórn Jóns Bjorgvinssonar landað 1514,4 tonnum og Þórunn Sveinsdóttir undir skipsstjórn Sigurjóns óskarssonar hafði landað 1509.5 tonnum. Þriðji aflahæsti báturinn í lok netaúthaldsins var Höfrungur III ÁR með 1463,7 tonn undir skips- stjórn Þorleifs Þorleifssonar og sá fjórði er Friðrik Sigurösson ÁR með 1460,1 tonn undir skipsstjórn Sigurðar Bjarnasonar. Fimmti aflahæsti báturinn er Suðurey VE undir skipsstjórn Harðar Jóns- sonar með 1418,5 tonn. Margir netabátarnir eru nú að gera sig klára á troll svo enn getur loka- staðan á vetrarvertíðinni breyst, en meðal þeirra sem fara á troll eru einhverjir af fimm fyrr- greindum bátum. Nöfn þriggja hæstu bátanna af fimm eru ættuð frá Eyrarbakka. Jón á Hofi á Eyrarbakka var afi Jóns skipstjóra og vann lengst sem pakkhúsmaður á Eyrarbakka og Selfossi og Þórunn Sveinsdótt- ir amma Sigurjóns skipstjóra var frá Ósi á Eyrarbakka og varð hún ekkja með fimm börn þegar mað- ur hennar, Matthías Gíslason frá Sjávargötu á Eyrarbakka, fórst með v/b Ara árið 1930. Kom hún börnum sínum öllum til manns með miklum dugnaði. Friðrik Sigurðsson var frá Gamla Hrauni á Eyrarbakka, en sonur hans Guðmundur sem rek- ur Hafnarnes í Þorlákshöfn á bátinn og er Sigurður Bjarnason skipstjóri systursonur Guðmund- ar. Var Friðrik bóndi og útvegs- maður. Niðursoðin rækja fyrir 10 milljón- ir til Þýzkalands SÖLUSTOFNUN lagmetis hefur gert samning um sölu á niðursoð- inni rækju til V-Þýzkalands og er verðmæti þessa samnings rúmlega 10 milljónir króna eða nokkuð á annan milljarð gkróna. Samningur þessi mun vera stærsti einstaki rækjusamningur, sem íslendingar hafa gert. Vinnsla upp í þennan samning hefst á miðju sumri og stendur til áramóta, en samkvæmt samningn- um hefur Sölustofnunin heimild til að auka rækjumagnið í ár eða á næsta ári. Heimir Hannesson, for- stjóri SL, sagði í gær, að mjög mikilvægt væri, að svo virtist, sem öruggt framhald yrði á þessum viðskiptum. Það eru þýzk vöruhús, sem gera þennan samning við SL, en væntanlega mun K. Jónsson og co. hf. á Akureyri sjá um framleiðsluna hérlendis. Þeir eru vænir þessir tveir sem Sibbi stýrimaður á Björgu VE 5 heldur á, en þeir hafa verið á trolli og margir netabátar skipta nú yfir á troll út vertíðina til 15. mai. Ljósmynd Mbi. Sigurgeir Bandarikjamarkaður: Breyting á verði nokkurra tegunda Yfir 20% minni frysting en fjóra fyrstu mánuði síðasta árs NOKKRAR verðbreytingar hafa undanfarið orðið á ýmsum teg- undum frystra sjávarafurða hjá Coldwater og Iceland Seafood, sölufyrirtækjum SH og Sam- bandsins, i Bandaríkjunum. Þess- ar breytingar vega ekki þungt i heildarframleiðslunni og i all- langan tima hefur verð haldist óbreytt á veigamestu útflutn- ingstegundum, þ.e. þorskflökum I 5 punda pakkningum og þorskblokk. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er ekki útlit fyrir hækkun á þorskblokk, en erfitt mun að segja fyrir um hvort breytingar kunni að verða á flakaverði. Tíu og tólf punda þorskflaka- pakkningar hækkuðu á dögunum um 3% í Randaríkjunum og sér- framleiddur þorskur hækkaði um 5—6%. Karfaflök 10/5 hækkuðu um rúmlega 5%. Fimm punda ufsaflök hækkuðu um tæplega 5% og grálúðuflök hækkuðu um rúm- lega 13%. Hins vegar hefur ýsú- blokk lækkað úr 115 centum í 105 cent. Morgunblaðið ræddi í gær við Guðmund H. Garðarsson, blaða- fulltrúa SH, og sagði hann, að engar verðhækkanir hefðu orðið á 5 punda þorskflakapakkningum eða þorskblokk, sem væru veiga- mestu tegundirnar í framleiðsl- unni. „Þessar verðbreytingar, sem nú hafa orðið, vega ekki þungt í heildarframleiðslunni og koma fyrst og fremst Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins til góða eins og viðmiðunarverðum er nú háttað,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson. Aðspurður um það hvort vænta mætti verðbreytinga á þorskflök- um og blokk á næstunni, sagði Guðmundur, að miklar birgðir væru nú af þorskblokk í Banda- ríkjunum. Þá væru vor- og sumar- þorskveiðar Kandamanna nú að hefjast og þær veiðar gætu haft mikil áhrif á bandaríska fisk- markaðinn. Fyrstú fjóra mánuði þessa árs nam heildarfrysting húsa innan SH 31.326 smálestum, en á sama tíma í fyrra 40.085 lestum. Frysti- hús Sambandsins frystu á þessu tímabili í ár samtals 10.700 lestir, en 13.300 lestir fyrstu fjóra mán- uði síðasta árs. Frystingin er því yfir 20% minni í ár en á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.